Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 7
Aöalsteinn Loftsson Minning Aðalsteinn Loftsson lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 1. september sl. Útgerðar- saga Aðalsteins er löng og samofin atvinnusögu þessa byggðarlags. Mér var hún, rétt eins og öðrum Dalvíkingum, að nokkru kunn þegar kynni okkar Aðalsteins hófust um 1970. Þá tók ég að mér að vinna fyrir hann ýmis verkefni, uppgjör og annað tilfallandi. Þannig kynnt- ist ég athafnamanninum Aðal- steini Loftssyni vel, einmitt á þeim árum er hugur hans stóð til hvað stærstra verka. Ekki er meining mín að rekja hér æfiferil Aðalsteins þó ég, vegna þessara kynna, minnist með nokkrum orðum þessa litríka athafnamanns sem nú er horf- inn af sjónarsviðinu. Það mun hafa verið 1942 að Aðalsteinn kaupir sinn fyrsta bát í félagi við bræður sína. Raunar má segja að útgerð þessi sé í rökréttu framhaldi af útgerð föður þeirra, Lofts Baldvins- sonar frá Böggivsstöðum. Eins og efni stöðu til og aðstæður leyfðu jukust umsvifin kringum Aðalstein því ætíð stóð hugur hans til stærri verka. Bátum fjölgaði og þeir stækkuðu jafn- framt því að hann hóf fisk- vinnslu bæði hér á Dalvík og suður með sjó, en þangað var sótt á vetrarvertíð. Þótt mönnum kunni að þykja sveiflur í sjávarútvegi miklar í dag, voru þær þó meiri hér áður og kom ýmislegt til. Ekki síst var það síldin, sá duttlungafulli fiskur sem áhrif hafði, bæði hér og annarsstaðar. Stundum veiddist mikið af henni, stund- um ekki neitt. Um leið var hún örlagavaldur fyrir útgerðina. En þótt síldin væri duttlungafull hafði Aðalsteinn oft við orð að ekkert væri jafn heillandi og hún, hvort sem um var að ræða útgerðina eða vinnsluna í landi og munu vísast margir geta tekið undir þau orð. 1 góðum árum voru lögð drög að nýjum og stærri bátum og endurnýjun. Undir lok síldveiðanna hér fyrir norðan og austan réðst Aðal- steinn í að láta byggja fyrir sig stórt og fullkomið nótaveiði- skip. Meðan á smíði stóð varð ljóst að síldin var horfin, í bili að minnsta kosti. En skipið, Loftur Baldvinsson, kom 1968 og var þá glæsilegasta fiskiskipið í flotanum en næsta verícefna- laust sýndist mönnum. Reyndin varð önnur og útgerð þessa skips varð fádæma farsæl. Ekki var þó látið þar við sitja og þegar skuttogarar fóru að koma til landsins ákvað Aðal- steinn að kaupa hingað til Dalvíkur einn af þeim stærstu. Þegar þau kaup voru gerð var það hald manna að þessi stærð væri hagkvæm í rekstri. Vegna breyttra ytri aðstæðna m.a. átti þó annað eftir að koma í ljós og varð því útgerðarsaga skuttog- arans Baldurs ekki löng hér á Dalvík. En fleira kom til, Aðalsteinn missti heilsuna um tíma á þessum árum og náði þess vegna aldrei þeim tökum á þessari útgerð sem ella hefði orðið ef heilsa hans hefði leyft. Útgerðarsaga Aðalsteins og þau dæmi sem hér hafa verið rakin sýna vel þann stórhugsem mér fannst einkenna hann. En stórhugur Aðalsteins náði einnig til annara þátta er máli skiptu fyrir vaxandi útgerð hér á Dalvík. Sem dæmi um það minnist ég þess er við sátum saman í hafnarnefnd 1974. Hann setti þá fram hugmynd um að stækka höfnina með brimvarnargarði fram úr svo- kallaðri Brimnestöng til að minnka hreyfíngar í höfninni og stækka athafnasvæðið. Mörg- um þótti hér um óraunhæfa tillögu að ræða. Nokkrum árum síðar var þessi hugmynd tekin inn í skipulag af höfninni eftir að módeltilraunir sýndu þetta góðan kost. Líkur benda til að inan skamms verði þetta ein nauðsynlegasta framkvæmdin við höfnina. Þrátt fyrir stórhug var Aðal- steinn raunsær maður og gerði sér góða grein fyrir vandamál- um líðandi stundar. Hans lausn- ir á vandanum voru aldrei fólgnar í því að ýta honum á undan sér, heldur að hugsa stórt og finna lausn til frambúðar. Aðalsteinn var fæddur að Böggvisstöðum 2. júní 1915 og var því 71 árs þegar hann lést. Eftirlifandi maki hans er Jónína Kristjánsdóttir frá Eskifirði. Þau eignuðust tvö börn, Elsu og Þorstein. Eg tel mig búa að því að hafa kynnst Aðalsteini með þeim hætti sem varð og vil með þessum orðum einnig votta aðstandendum hans hluttekn- ingu mína vegna fráfalls hans. J.A. Langar þig í eitthvað gott, hollt og ótrúlega ódýrt að borða? Láttu þá verða af því. Það er einfalt. TAKTU SLÁTUR HJÁ OKKUR. Sláturhús ÚKE Dalvík. P.S. En flýttu þér. Það eru margir um hituna. Laust starf Óskum að ráða starfsmann í skráningu. Umsóknarfrestur er til 15. október n.k. Upplýsingar um starfið gefur sparisjóðs- stjóri. 83 Sparisjóóur Svarfdœla • Dolvík Viðskiptavinir - Athugið Þann 1. október n.k. breytist opnunartími söluopa (lugu) sem hér segir: Mánudaga - föstudaga: lokað Laugardaga og sunnudaga: opið frá kl. 10.00 - 12.30 og frá kl. 13.30 - 19.00 SVARFDÆLABÚÐ ATVINNA Laus er til umsóknar 50% staða e.h. við leikskól- ann Krílakot. Lifandi og skemmtilegt starf með börnunum og góður starfsandi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. okt. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu í síðasta lagi 8. okt. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 61372. Félagsmálaráð Dalvíkur. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.