Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 8
Má ég kynna? Þann 12. september síðastliðinn var gengið frá ráðningu nýs bæjarritara í stað Snorra Finnlaugssonar, sem gegnt hefur því starfí síðustu árin. Ráðning- in var samþykkt samhljóða í bæjarstjórninni. Nýi maðurinn, sem tekur við stöðunni nú um mánaðarmótin, heitir Hjálmar Kjartansson. Hann er fæddur 1. mars 1958 í Reykjavík, sonur hjónanna Kjartans T. Ólafssonar, vél- gæslumanns og stöðvarstjóra við Sogsfossvirkjanir og konu hans Ágústu Skúladóttur. Ætt Kjartans er öll af Vestfjörðum, úr Aðalvíkinni að 3/4 og úr Steingrímsfirði að 1/4. Stúdent varð hann frá M.R. 1978, en síðan var hann við nám og störf á ýmsum stöðum næstu árin, t.d. kennari á Selfossi og í Reykjavík í 2 ár, ogstarfsmaður hjá Samvinnuferðum Útsýn í 2 ár. Síðan settist hann í Háskóla íslands og hefur lokið fyrrihluta- prófi í viðskiptafræðum. Kona Hjálmars er Guðný Anna Arnþórsdóttir frá Eski- firði, hjúkrunarfræðingur að mennt og lektorvið H.í. Hingað flyst hún í miðjum desember. Þau eiga tvö börn, Friðrik Gauta 7 ára og Freydís Guðnýju 2 ára. Hingað hafði Hjálmar aldrei komið fyrr, er hann kom um miðjan september. Honum leist strax prýðisvel á staðinn og væntanlegt samstarfsfólk og hyggur gott til nýja starfsins. Klassísk spurning: Hvaða áhugamál hefur maðurinn fyrir utan starf sitt? Og svarið er t.d. ferðalög vetur og sumar enda hefur hann starfað sem leið- sögumaður innan lands og utan. Hann kvíðir því ekki vetri og snjóum hér og hyggst kaupa sér gönguskíði við fyrstu hentug- leika. Norðurslóð óskar Hjálmari heilla í nýja starfinu. Tímamót fyrir sauðfé aðeins að takmörk- uðu leyti. Arngrímur hefur unnið í Fóðurstöðinni á Dalvík undanfarinn mánuð, en er nú ráðinn lögregluþjónn þar til vorsins. Margrét mun vinna við ræstingar í Húsabakkaskóla næsta skólaár. Þau hjón eru bæði miklir unnendur gróðurs og ræktunar og áttu stóra skrúðgarð við hús sitt á Selfossi. Það er til vitnis um ást þeirra á trjánum að þau tóku upp mörg stálpuð tré og fluttu norður að Jarðbrú strax í sumar, þegar jarðakaupin voru ákveðin. Vonandi að það bless- ist vel. Hvað kemur til, að rótgrónir Sunnlendingar taka sig upp og flytja búferlum norður í Svarfaðardal? Jú löngunin til að eiga land og stunda einhvers- konar búskap og ræktun hefur alltaf blundað með sveitabörn- unum. Svo er það óskin um að breyta til, kynnast nýjum aðstæðum, nýju fólki. Kannske má kalla það ævintýraþrá. Eitthvað á þessa leið voru svör þessara merkilegu hjóna, sem hér hafa synt svo kyrfilega upp á móti straumnum frá Suðurlandi til Norðurlands. Norðurslóð býður fjölskyld- una velkomna og óskar henni langra og góðra daga hér í Svarfdælabyggð. hæð hússins við Hafnarbraut þar sem verið hefur verslun og myndbandaleiga. Ferðaþjónusta og veitingarekstur virðast vera í miklum uppgangi á landinu nú um stundir og er það vel ef aðstaða stækkar og batnar í þessum efnum hér á Dalvík. - 0 - Næsti áfangi byggingar Kríla- kots hefur nú verið boðinn út. í fyrra sumar var grunnur hússins gerður. Gert er ráð fyrir að væntanlegur verktaki skili húsinu fullfrágengnu í júlí á næsta ári og að tengingu við núverandi húsnæði verði lokið þegar starfsemin fer aftur í gang eftir sumarleyfi næsta sumar. Talsverður biðlisti er nú eftir plássi á Krílakoti og dæmi þess að barn hafi beðið ár eftir að „komast inn“. Eitthvað ætti að grynnka á biðlistanum er nýja húsnæðið bætist við og öll aðstaða barna og starfsfólks batnar. Þó er eftir bygging dag- heimilisálmu og miðað við núverandi eftirspurn og vaxandi útivinnu mæðra sýnist ekki vanþörf á að hafist verði handa við hana strax að loknum þeim áfanga sem fer væntanlega að taka á sig mynd er líður á yeturinn. Skírnir 31. ágúst var skírð i Dalvíkurkirkju, Bergþóra. Foreldrar hennar eru Kristjana Kristinsdóttir og Jón Þ. Baldvinsson, Goðabraut 9, Dalvík. 31. ágúst var skírður í Urðakirkju, Hreinn Viðar. Foreldrar hans eru Soffía Hreinsdóttir og Gunnlaugur Sigurðsson, Klaufabrekkum. 9. september var skírður Matthias Örn. Foreldrar hans eru Inga Sigrún Matthíasdóttir (Jakobssonar) og Friðrik Gígja, Suðurvegi 2, Skagaströnd. Afmæli Þann 2. október verður sjötug Friðrika Guðjónsdóttir frá Hreiðarsstöðum, Svarfaðarbraut 6 Dalvík. Þann 7. október verður sjötug Þórgunnur Þorleifsdóttir í Reykholti, Karlsbraut 12 Dalvík. Þann 14. október verður áttræð Dýrleif Friðriksdóttir, læknisfrú og fyrrverandi ljósmóðir í Árgerði. Andlát Þann 1. september lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Aðalsteinn Loftsson, fyrrum útgerðarmaður á Dalvík. Kveðjuathöfn fór fram í Dalvíkurkirkju 5. september en útförin var gerð frá Langholtskirkju 9. september. Aðalsteins er minnst annars staðar hér í blaðinu. María, Gréta, Margrét með Jóhann Baldur, Arngrímur og Guðný. 'Þar stóð hið fræga hús Dröfn. Talsverð breyting er nú orðin á götuhorninu við UNGÓ, sem löngum þótti þröngt og talið hættulegt. Nýlega var Dröfnin rifin til grunna svo götuhornið er nú opnara en áður. Sjónarsviptir er engu að síður af þessu gamla húsi. Jón nú sótt um heimild til að byggja leiguíbúðir því skortur er á þess konar húsnæði og var því útaf fyrir sig slæmt að missa þarna fjórar íbúðir. -0- Á Jarðbrú hafa orðið ábúanda- skipti á þessu hausti. Þau Halldór Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir og börn þeirra, sem heima voru, fluttust til Akur- eyrar um mánaðarmótin ágúst- september og seldu jörðina hjónum að sunnan. Þau heita Arngrímur Vídalín Baldursson og Margrét Ásgeirs- dóttir bæði fædd árið 1950. Hann er frá Kirkjuferju í Ölfusi, Árnessýslu, hún frá Kálfholti í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Þau giftust 1970 og hófu bráðlega búskap á Kirkjuferju, en brugðu búi að tveimur árúm liðnum. Jörðin bar ekki tvö bú, en þar býr bróðir Arngríms nú. Um skeið var Arngrímur lögreglumaður á Selfossi (1977- 1984) en síðustu árin var hann forstöðumaður fyrir Fóðurstöð- inni á Selfossi, sem eins og Fóðurstöðin á Dalvík framleiðir fóður fyrir loðdýr. Börn þeirra hjóna eru 4: Guðný 16 ára, María 15 ára, Gréta 13 ára og Jóhann Baldur 11 mánaða. Nýju bændurnir á Jarðbrú munu ekki stunda hefðbundinn búskap, jörðin hefurekkilengur framleiðslurétt fyrir mjólk og Fréttahornið Sigurðsson (Jonni á Sigurhæð- um) byggði húsið um 1930 og rak þar um tíma bakarí og ölstofu. Jonni rifjaði þá sögu upp í skemmtilegu viðtali í jóla- blaði Norðurslóðar 1977. Eftir að ölstofan lagðist af var húsið íjölbýlishús, alveg fram á síð- asta ár. Dalvíkurbær átti húsið síðast, en mikilla endurbóta var þörf til að það þætti boðlegt orðið til íbúðar. Bærinn hefur Drafnarnafnið lifir þó enn. Þeir Aðalberg Pétursson og Bjarni Jónsson reka verslun í húsi olíufélaganna (Shellinu) undir heitinu Verslunin Dröfn. Olíufélögin eru nú að byggja við húsið. Er þar um að ræða geymsluhúsnæði í sambandi við þá þjónuStu sem veitt er fyrir. Um leið verður sett nýtt þak á húsið-og það klætt utan. Sýnist mönnum verða mikil bót af Verslunin Dröfn undir nýju þaki. þessu og að húsið fríkki til muna. - 0 - Heimavistin við Dalvíkur- skóla hefur nú um árabil verið lítið nýtt. Nú í vetur bregður hinsvegar svo við að hún er að heita fullsetin. Þar eru nú nemendur frá Hrísey og Grímsey auk nokkuð stórs árgangs úr Svarfaðardal. Þá eru einnig nemendur á stýrimanna- braut á vistinni. Mötuneyti er starfrækt í heimavistinni svo talsverð starfsemi fer þar nú fram og meira líf yfir öllu. - 0 - Nú í sumar var ekkert mal- bikað af götum bæjarins og þykir sjálfsagt flestum miður, ekki síst vegna lágs'olíuverðs. Nokkur fyrirtæki í bænum létu hinsvegar malbika athafnasvæði sín. Þar má nefna Netagerð Dalvíkur, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem ætíð hefur kapp- kostað að hafa sem snyrtilegasta lóð. Þá var malbikað hjá Rán hf, Stefáni Rögnvaldssyni og við gamla og nýja Blikahúsið. Þar hafa menn áttað sig á þeim sannindum að betur á saman malbik og fiskur en drulla og fiskur eins og einhver orðaði það. Reyndar má segja að talsvert hafi miðað í rétta átt í sumar varðandi umhverfi fyrir- tækja og eins útlit því víða hefur verið málað og hús löguð að utan. Ef áfram verður haldið í þessum dúr næsta sumar gæti snyrtimennska kringum fyrir- tæki hér orðið til fyrirmyndar. Sumstaðar hefur það, ásamt fáeinum opnum svæðum á vegum bæjarins, verið veiku hlekkirnir í annars snyrtilegum bæ. - 0 - Síðan Sæluhúsið tók til starfa hefur það haft heimavistina á leigu á sumrin og rekið þar hótel. Á þessu ári rann út fyrsta leigutímabilið en bærinn hefur nú endurnýjað samninginn við Sæluhúsið til næstu fimm ára. Nokkur aukning ferðamanna hefur orðið í sumar miðað við síðustu ár. Nú munu þau hjá Sæluhúsinu vera að velta fyrir sér að útbúa sal eða sali á neðri

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.