Norðurslóð - 25.11.1986, Síða 1

Norðurslóð - 25.11.1986, Síða 1
10. árgangur Þriðjudagur 25. nóvember 11. tölublað Brœðurnir sigldu báðir/burtu frá ungri meyjlangt burt frá systur sinnijað sœkja í Kolbeinsey. Ömurlegt allt mér þykir/útnorðurland í sjá./Beinin hvítna þar beggja/brœðranna klettinum á. J. Hallgr. Útvörður íslands í norðrinu. Ljósmyndir G.F. Kolbeinsey Sjómenn fara víða og sjá sumir hverjir eitt og ánn'að, sem aldrei ber fyrir augu okkar landkrabb- anna. í síðasta tölublaði fengum við samt að sjá eitt stykki flug- vélamóðurskip, sem einn sjó- maður hafði fest á filmu norðan við land. Nú birtum við mynd af öðru sjaldséðu fyrirbæri og miklu geðþekkara heldur en þessa manndrápsbyttu þeirra Ameríku- manna. Það er útvörður íslands í norðri, Kolbeinsey. Sjálfsagt hafa margir dalvískir sjómenn séð eyna, ef ey skyldi kalla. Hún er þó í rauninni ekki annað en einmana klettur upp úr Dumbs- hafi, rösklega 60 km norðvestan við Grímsey. Kolbeinsey er í hættu, segja menn, hún minnkar stöðugt eftir því sem náttúruöflin naga utan af henni. Um 1930 er hún talin hafa verið 70 m á lengd, en 30 árum síðar, um 1970, var hún hinsvegar aðeins um 40 metrar á lengd, 30 metrar á breidd og 6-8 m á hæð. En hve stór er hún nú? Því svara að einhverju leyti meðfylgjandi myndir teknar af Gunnari Friðrikssyni, vélstjóra á Haraldi EA 62 á Dalvík. í maí-júní á þessu ári var aldeilis óvenjuleg fiskigengd á miðunum fyrir Norðurlandi. Þá fylltu netabátarnir sig dag eftir dag af rígaþorski. Eitt sinn voru þeir Haraldarmenn aðeins nokkra tugi metra frá Kolbeinsey. Þá urðu þeir fyrir því óhappi, að net lenti í skrúfunni og urðu þeir að skera það frá svo verra hlytist ekki af. En um leið smellti Gunnar vélstjóri þessum mynd- um af eynni og efndi þar með loforð við Norðurslóð. Mega fleiri, sem hafa í fórum sínum myndir af sjaldséðum stöðum eða fyrirbærum, senda þær blaðinu til birtingar. Víkurbakarí byggir Opin kaffistofa fyrir gest og gangandi Hver þekkir? Hafíð samband við Júlíus Kristjáns- son Hólabraut 7 sími 61218. er Híbýli h, f á Akureyri og hófu þeir framkvæmdir í júlí. Sam- kvæmt verksamningi áttu þeii að skila verkinu um síðustu mánaðarmót, en það hefur tafist svo það verður ekki fyrr en í desember sem þeir skila húsinu. Þá eiga þeir eftir að ganga frá því að utan. Endan- legur frágangur að utan verður héðan af að býða þangað til næsta vor. Hvert verður svo framhaldið hjá þér? Meiningin er að halda áfram við innréttingar þegar aðstaða verður til þess. Upphaflega stefndum við að því að taka neðri hæðina í notkun í febrúar en það dregst allavega fram í mars. Efri hæðin kemur síðan vonandi í gagnið með vorinu. Við ætlum að starfrækja versl- unina áfram við Skíðabraut, þótt framleiðslan færist í nýja húsið, þangað til við getum opnað hana þar líka. Verður mikil breyting á aðstöðu ykkar við þessar fram- kvæmdir? Vinnuaðstaða breytist náttur- lega mjög mikið. Núverandi leiguhúsnæði er um 200 m2 svo það gefur auga leið að aðstæður breytast. Fermetratala segir kannski ekki alla söguna því þegar húsnæðið er hannað strax í upphafi með ákveðinn rekstur í huga verður öll tilhögun mun hagkvæmari. Þegar þessi starf- semi færist miðsvæðis í bænum reiknum við með meiri verslun í búðinni sjálfri auk þess sem kaffiaðstaða fyrir viðskiptavini verður viðbót við núverandi rekstur. Bakarí í byggingu Víkurbakarí er nú að byggja iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Hafnarbraut. Bakaríið hefur verið í leiguhúsnæði að Skíða- braut 3 allt frá því að það tók til starfa árið 1973. Þetta ágæta og bráðnauðsýnlega fyrirtæki er sem sagt að færa út kvíarnar og treystast í sessi. Hjá bakaríinu vinna nú 8 manns við fram- leiðslu- og afgreiðslustörf. Norðurslóð hitti Ríkarð Björns- son bakara að máli. Hann var fyrst beðinn að lýsa nýja húsinu. Hér er um að ræða 450 m: húsnæði. Neðri hæðin er 250 m: og sú efri 200 m:. Framleiðslan eða bakaríið sjálft verður á neðri hæðinni með tilheyrandi lager. Starfsmannaaðstaða, kaffistofa og snyrtingar, verðaá efrihæðinni og einnig verslunin. Þetta tekur um það bil 100 m: af þeirri hæð. í framtíðinni ergert ráð fyrir að byggður verði 30 m: garðskáli sem tengdur verður búðinni. Við ætlumað vera með aðstöðu í búðinni svo viðskipta- vinir geti keypt sér kaffisopa og meðlæti. Garðskálinn verður þá í framtíðinni viðbót við þá aðstöðu. Þá er ákveðið að á 50 m: á efri hæð verði hárgreiðslu- stofa og síðan er meiningin að leigja 50 m: fyrir aðra starfsemi. Hvenær hófust framkvæmdir? Byggingin var boðin út miðað við verktaki skili henni rúmlega fokheldri, það er að segja hús frágengin að utan með hurðum og gluggum. Verktaki hjá okkur

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.