Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 3
A Svarfdælingamóti Réttarstemming á Seltjarnarnesi Stjóm Svarfdælingafélagsins: Sigurlína Árnadóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Kristján Jónsson, Hrönn Haraidsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. Það leynir sér ekki hver er formaður félagsins. Ljósm. Páll Sveinsson Árshátíð Svarídælingafélagsins í Reykjavík fór fram með pompi og prakt í samkomusal Seltjarnar- neshrepps laugardaginn í 3. viku vetrar. Húsfyllir var að vanda og stemming góð. Borðhald hófst strax upp úr fjóstíma og stóð fram undir miðnætti undir styrkri umsjón Jóns. veislustjóra frá Jarðbrú. Honum vafðist ekki tunga um tönn við hljóðnemann frekar en fyrri daginn. Björn Þórleifsson oddviti, sem átti að halda hátíðarræðuna, komst ekki suður sökum illviðra þennan dag og mátti sitja heima með sárt ennið eftir þungbæra og árangurslausa bið á Akureyrar- flugvelli. Andi oddvitans sveif þó yfir glösunum. Auður stóll minnti á fjarveru hans allt kvöldið og var jafnan skálaðvi.ð stólinn þegar glösum var lyft. Að auki var hátíðarræðan mætt á staðinn ínnan í gömlu segul- bandsskrifli Jóns veislustjóra og fréttamanns. Jón er allra manna lagnastur við að ná orðrétt niður öllu sem menn asna út úr sér í langlínusamtölum, hefur margur maðurinn farið flatt á þvi. Þannig fór um Björn því ræðan var flutt og eftir það vissu menn allt um „Söltunarfélagið“ og það vafasama gengi sem oddvitinn umgengst. Stebbi frá Hæringsstöðum lenti í lífsháska í síðasta flugi suður því þegar lenda skyldi sat nefhjólið fast. Vélinni var í skyndi snúið til Keflavíkur og allar tiltækar björgunar- og sjúkrasveitir hvaddar á vettvang, því Almannavamir lögðu metnað sinn í að koma Stebba full- frískum á svarfdælingamótið. Nefhjólið small þó niður á síðustu stundu og Stefán, sem staðið hafði augliti til auglitis við brotlendingu og bráðan dauða fagnaði lífi og limum í svartadauða á svarfdælinga- móti. Ríkharður bóndi í Bakka- gerði og hans menn létu ekki norðan ofviðri hefta för sína. Ásamt með Sigga í Brekku og Halla á Urðum nam hann Beisa frá Ingvörum brott af Sjúkra- húsi Akureyrar, því traustan bílstjóra þurfti í þessa ferð. Svo var mikill asinn á þeim félögum, að Beisi komst ekki úr sjúkra- Ríkharður í Bakkagerði fór ekki erindisleysu á svarfdælingamótið. Það gerði Sigrún Arngrímsdóttir ekki heldur. Ljósm. Páll Sveinsson húsgallanum fyrr en suður í Borgarfirði. En á mótið mættu þeir í veisluklæðum og héldu uppi kvæðasöng með vaskri forgöngu Sigga í Brekku. Sigvaldi Júlíusson las upp fréttabréf frá Dalvík og urðu menn af því margs vísari um málefni kaupstaðarins, óhug innbyggjara vegna nýja bæjar- stjórans, vanhöld á kúm í Svarfaðardal og jökulsprungur í Tungnahryggsjökli. Árni Hjartarson flutti síðan minni dalsins, þetta hallærislega mærðarþras þess brottflutta um fjöllin og fegurð landsins. „Æ ég sakni fjallanna" sagði hann og hallmælti svo Esjunni. Það gerði Jón á Jarðbrú líka og fór með ljóta vísu eftir Þórberg um þetta reykvíska fjall. Undir miðnættið stýrði Sigrún Óskarsdóttir samkvæmisleikj- um þar sem kallar fengu færi á að káfa á kellingum og líkaði öllum sýnilega vel, einkum þó Þuríði Jóhannsdóttur, sem tókst að draga sjálfan formann Svarf- dælingafélagsins eftirminnilega á tálar og ekki orð meira um það. Að lokum var troðinn dans undir þrumandi mússík Villa frá Karlsá, sem mættur var á svæðið með hljómsveit og söng- konu og er allur að færast í aukana. Þar með lauk þessu svarfdælingamóti og þótti hafa tekist vel, a.m.k. voru menn nógu lengi að koma sér út úr húsinu. í fatahenginu myndað- ist hálfghildings réttarstemm- ing, þar vantaði ekkert nema ærnar. Menn höfðu á orði, að það gæti verið arðbær auka- búgrein að fara með svona 50- 60 rolluskjátur milli árshátíða til að fá réttu bakraddirnar undir lokasönginn. Þessu er hér með komið á framfæri. Á.H. Villi á Karlsá þenur nikkuna. Ljósm. Páll Sveinsson Búfé og fóður Ásetningsmenn hafa verið á ferð í sveitinni, talið búfé og mælt heybirgðir bænda. Blaðið hefur fengið samandregnar tölur frá Júlíusi Friðrikssyni í Gröf. Það kemurí ljósafþessumskrám.og kemur líklega fáum á óvart, að búfjáreignin fer minnkandi og aldrei meir en þetta árið. Hér koma tölurnar og svigatölur frá 1985 til samanburðar: Kýr 807 ( 904) Kvígur kelfdar 110 ( 112) Geldneyti 288 ( 263) Kálfar 184 ( 244) Þá er það sauðfénaðurinn: Ær 2802 (2956) Gemlingar 653 ( 752) Hrútar 98 ( 107) Annar búfénaður: Hross Geitur Refir Hænsn Endur 264 ( 250) 10 ( 8) 905 ( 775) 3785 (2429) 10 ( 50) Nú eru ekki á skrá þrjár búfjártegundir, sem þar voru í fyrra, þ.e. loðkanínur, gæsir og kalkúnar. „Kýrnar baula á básunum." Það sem mest er áberandi, þegar horft er yfir þessa skýrslu, er auðvitað fækkun mjólkur- kúnna um nærri 100 hausa eða 11,7% hvorki meira né minna. Óvænt er þetta þó ekki, þar sem kunnugt er, að lögð hafa verið niður 4 kúabú í sveitinni á árinu 1986. Sauðfé hefur hinsvegar lítið fækkað. Þó eru ásetnings- lömbin 100 færri en í fyrra og virðast einhverjir vera að búa sig undir það, sem komið gæti, nefnilega niðurskuðr fjárstofns- ins. Á móti þessum samdrætti kemur svo það, að öðrum búfjártegundum hefur fjölgað, refum um 130 og hænsnum um 1300. Fóðurforðinn Þá kemur það í ljós af skýrslu ásetningsmanna, að fóðurbirgð- ir eru miklu minni en á haust- nóttum 1985. Þá voru þær samanlagt 57.320 m3 en nú 46.340 m3 eða 17,5% minni. Aí heybirgðunum nú eru f 1.250 m3 taldir vera fyrningar frá fyrra ári. Nú reikna ásetningsmenn út, að bústofninn þurfi ca 42.000 m3 til að fleytast yfir veturinn. Afgangur í vor gæti því orðið eitthvað í kringum 6.000 m3. Af þessu birtist sú athyglisverða staðreynd, að það vantar eina 5.000 m3 upp á, að sumarhey- skapurinn í ár hefði einn sér nægt handa búfénaðinum, svo mjög sem honum hefur þó fækkað eins og hér hefur fram komið. Þetta er merkileg niðurstaða eftir eitt hagfelldasta heyskapar- sumar síðari ára. Skýringar eru þó til á þessu eins og öllum öðrum fyrirbærum. Vorið var kalt og síðbúið. Sprettutíminn var þurr og svo hafa margir bændur sparað við sig áburðar- notkun. Áuk alls þessa stóð svo eitthvað af túnum í sinu aldrei þessu vant. Blaðið hafði samband við Rannsóknarstofu Norðurlands í Búgarði á Gleráreyrum. Þar fengust þær upplýsingar, að heygæði í ár væru „nokkuð góð“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að þá er átt við, að þurfi 1,8-2,0 kg heys í fóður- eininguna. Þó er nokkuð til af júníslegnum heyjum sem aðeins þarf 1,6 kg í fe. og þykir það afbragðsgott. Og lýkur hér að segja frá búfénaði og fóðurbirgðum í Svarfaðardal á haustnóttum 1986. Sendi innilegt þakklœti til allra þeirra, sem sendu mér gjafir og kveðjur á áttatíu ára afmæli mínu 3. nóvember. Vinsemd ykkar hefur yngt mig um mörg ár. Sendi ykkur bestu kveðjur okkar hjónanna og óskum ykkur allrar blessunar. Tryggvi Jónsson, Dalvík. Kœrar kveðjur og þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á áttrœðisafmœlinu. Dýrleif Friðriksdóttir A rgerði NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.