Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 4
Við Dalv Lífíð við höfnina hefur í sumar og haust tekið verulegan ijörkipp- Norðurgarðurinn hefur verið þakinn gámum og veiðiskip verið að landa í gámana fiski. Fragtskip komið og tekið þá fullu og skilið eftir nýja tóma. Nú um helgina fóru 10 gámar fullir af ferskum fiski á erlendan markað. Hilmar Daníelsson sem séð hefur um sendingar flestra gámanna segir að þar með hafi verið fluttir út 41 gámur átiltölulega stuttum tíma. Greinilega er hlutverk Dalvíkurhafnar að breytast. Hingað til hefur hún verið dæmigerð fiskihöfn á íslenska vísu og verður það vafalaust að stærstum hluta áfram en fleira bætisfvið. Það hefur komið fram í ýmsum fjölmiðlum að Dalvíkurhöfn þykir vel í sveit sett til að koma upp fiskmarkaði. Fiskmarkaðir virðast vera í sjónmáli hér á fslandi. Fram til þessa hafa ókostir markaðs- fyrirkomulags þótt yfirskyggja kostina fyrir íslenskan sjávarútveg. Nú hefur þetta snúist við. Margir talsmenn fiskvinnslunnarsegja að markaðir séu nauðsynlegir til að vinnslustöðvar geti sérhæft sig og hagræðing af ýmsu tagi komist á. Norðurslóð leitaði frétta af því helsta sem hefur verið að gerast við sjávarsíðuna. Fiskur settur í gámana. Valdimar Bragason útgerðarstjóri fylgist með. Nafni hans Snorrason blaðar ípappírunum. Aukin þjónusta hjá Eimskip Viðkoma á Dalvík hvern sunnudag Nýr afgreiðslumaður tók við hjá Eimskip hér á Dalvík í október. Gunnar Jónsson sem séð hefur um afgreiðsluna um áratuga skeið lét þá af störfum, og tók Valdimar Snorrason þá við af honum. Við hittum Vaidimar að máli og fræddumst um starfsemi Eimskips hér. Nú í haust hófu skip Eimskips sem sigla á ströndinni reglulega viðkomu hér á Dalvík. Koma hér hvern sunnudag. Með þessu bgfa opnast betri möj>»leikar á áð fragt komi beint til ÐaMkur eða sé sent héðan. Áður voru viðicomur skipa of tilviljunar- kendar. Þetta fyrirkomulag er til reynslu og verður líklega endurskoðað á næsta ári með tilliti til þess hvernig það kemur út. Áætlun þessi er fyrst og fremst miðuð við útflutning sjávarafurða frá Dalvík og nágrannabyggðum. Dalvík er nú eina höfnin við Eyjafjörð sem gámaflutningur á ferskum fiski er frá, enda prýði- lega miðsvæðis hvað þetta varðar. Valdimar sagði að reynslan þennan eina og hálfa mánuð sem kominn er sé vonum framar. í hverri viku hefur farið ferskur fiskur. Auk þess hefur frosinn fiskur verið fluttur út og rækja bæði frá Dalvík og Árskógsströnd. „Ég hef ersónulega trú á því að veruleg aukning verði á næsta ári. Bæði geta menn reiknað með þessum möguleika frá byrjun árs og tekið tillit til veiða, vinnslu og útflutnings, eins er það nú svo að nýjung af þessu sviðið hefur farið hægt af stað í byrjun. Ég álít að smábátar muni safna ígámayfir vikuna því gámarnir eru ein- angraðir. Þannig hefur þetta þróast á ísafirði. Smábáta- eigendur þar hafa með sér samlag í þessum tilgangi" sagði Valdimar. Um aukningu á öðrum vöru- flutningum er erfitt að fullyrða nokkuð. En undirtektir ýmissa aðila er þannig að greinilegt er að þessar reglubundnu við- komur hafa breytt viðhorf, manna í þessum efnum. Skipunum fjölgar Trébryggjan endurbyggð Næst réðumst við að Garðari Björnssyni hafnarverði. Hann hefur að sjálfsögðu bestu yfir- sýn yfir málefni hafnarinnar. Við spurðum hann hvort mikið hefði verið um að vera kringum höfnina á þessu ári. Jú Garðar sagði að umsvifin hefðu aukist við höfnina á þessu ári. Skipakomum hefur fjölgað verulega miðað við undanfar- andi ár. Sem dæmi um það sagði hann að um síðustu mánaðar- mót hefðu 150 fragtskip haft hér viðkomu en á sama tíma í fyrra 90. Árið 1981 komu flest fragt- skip á einu ári eða 128, en þá var skreiðin upp á sitt besta. Líkur benda til að í ár verði samtals 180-190 skipakomur. í vorauglýsti Ríkisskip reglu- lega viðkomu hér á hverjum föstudegi, og að kæmu hér tvisvar í viku ef þyrfti. Síðan í september hefur Eimskip haft hér viðkomu á hverjum sunnu- degi. Það hefur mátt merkja það að vörur sem vanalega voru settar í land í öðrum höfnum koma nú hingað beint. Austfar Garðar hafnarvörður gerðist bryggjusmiður í sumarfríinu. Aðalsteinn Aðalsteinsson verkstjóri. hóf í vor fastar ferðir á þriggja vikna fresti og þá beint til útlanda. Það liggur í loftinu að fleiri skipafélög séu með það á dagskrá að hefja reglulegar ferðir héðan og eru þá aðallega að hugsa um gámaflutninga sérstaklega á ferskum fiski. Þegar talið barst að því hvernig aðstaðan væri við höfn- ina til að mæta þessum auknu umsvifum, benti Garðar á að með öðru hefði hin mikla breyt- ing sem gerð hefur verið á norðurgarðinum á undanförn- um árum átt þátt í þessari aukningu. í fyrra lauk einmitt góðum áfanga og er nú pláss- betra og snyrtilegra en áður var. Það þarf að útbúa betra gáma- pláss. Flestir hafa gámarnir verið 31 þarna á bryggjunni, ef enn á eftir að aukast gæti einhvertíma orðið þröngt. Til að sýna vörumagnsaukninguna nefndi Garðar að fyrstu tíu mánuðina hefðu verið flutt út 8.725 tn á móti 5.483 tn á sama tíma í fyrra. Innhefurveriðflutt 9.410 tn en 6.478 tn í fyrra. Aukningin sem sagt veruleg. Landaður afli hefur ekki aukist mikið. Bolfiskafli er mjög svip- aður og á sama tíma í fyrra, en rækjuaflinn hefur aukist. Hvað segir svo hafnarvörður- inn um að setja upp fiskmarkað á Dalvík? „Allt bendir nú til að þróunin verði sú að fiskmarkaðir komi hér á landi. Okkur ber að hafa augun opin fyrir því að á Dalvík verði markaður fyrir Eyjafjarðar- svæðið. Manni sýnist staðsetn- ing hér mjög rökrétt landfræði- lega séð. Þetta sýnist núfleirum. Það er engin tilviljun að skipa félögin skipuleggja gámaútflutn- ingin frá þessu svæði útfrá viðkomu á Dalvík. Þeim finnst það einfaldlega rökrétt. Ef markaðurinn verður hér aukast umsvifin við höfnina stórlega. Ég hef nú alltaf verið talsmaður þess að auka umsvifin.“ Auðvitað beindist spjallið aftur að framkvæmdum til að taka á móti markaðnum en möguleikar hafnarinnar að standa undir frekari framkvæmd- um batna vegna aukinna tekna þessu samfara. í haust hefur tré- bryggjan á suðurgarðinum verið endurbyggð. Stauramir í bryggj- unni voru orðnir maðkétnir og ónýtir. Settir 44 nýir staurar nýtt kanttré og ný dekk. Áætlað er að verkinu verði lokið nú um mánaðarmótin. Aðalsteinn Aðalsteinsson verkstjóri hjá Hafnarmálastofnuninni hefur stjórnað þessum framkvæmd- um. Aðalsteinn var hér fyrir tveimur árum og rammaði niður hluta af nýja þilinu á norðurgarðinum ásamt ýmsu fleiru. Fisk- markaður Til mikils að vinna Nú er mikið rætt um fisk- markaði á fslandi. Nafn Dal- víkur hefur talsvert tengst þess- ari umræðu. Við leituðum til Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar- stjóra til að fræðast um þessi mál. Hvers vegna fiskmarkaður? Hvers vegna þá fiskmarkaður á Dalvík? Honum fórust orð á þessa leið. Allir sem fylgst hafa með í sjavarútvegi á undanförnum árum merkja, að talsverðar breytingar hafa orðið og munu verða í allra nánustu framtíð. Fyrstu merkin um breytingar voru frystitogararnir. Vinnslan færðist þá út á sjóinn. Vitaskuld getur ekki eða á ekki öll vinnsla að færast úr fiskvinnslustöðvum landsins út á sjó. Fjárfesting í húsum og vélum myndi þá nýtast illa. Og hvað með vinnu þeirra þúsunda fólks sem þar eru? Hins vegar gefur góð afkoma útgerða og áhafna þessara skipa vísbendingu um að það, að hluti frystingar sjávarafla færist út á sjóinn er einn þáttur í framtíðarfyrir- komulaei í siávarútvegi. önnur vísbending er aukinn útflutningur á ferskum fiski í gámum. Afkoma útgerða og áhafna er líka góð hjá skipum sem notfæra sér slíkt í einhverj- um mæli. Enn hefur þó ekki átt sér stað nein grundvallarbreyt- íng á gamla kerfinu sem verið hefur í sjávarútvegi um áratuga skeið. Róttækasta hugmyndin sem nú er uppi er að stofna fisk- markað. Þegaraf honum verður mun hugsunarháttur og starfs- aðstaða í sjávarútvegi gjör- breytast. Ekki aðeins hjá vinnsl- unni heldur einnig hverskonar hráefni komið er með að landi. Þarna verður um grundvallar- breytingu að ræða. Hugsunar- háttur manna og vinnslan breyt- ist nátturlega ekki á einni nóttu. Nýtt kerfi í þessumefnum skýst ekki fullmótað út úr kollinum á þeim sem eru að hugsa það. Allt þarf þetta sinn aðlögunartíma og fá tækifæri til að þróast. En þetta er þó komið lengra en margir vilja vera láta, sagði Kristján Þór um bakgrunn þess að fiskmarkaður verði tekinn upp. Það eru til harðir andstæð- ingar þessara hugmynda sagði Kristján. Sumir hafa gengið svo langt að ljá þessu ekki hugsun heldur eingöngu gert að þessu grín. Á sama tíma er verið að leggja niður ríkismat sjávar- afúiða í núverandi mynd. Hvað kemur í staðinn? Auk þess er staðreynd að markaðsstarfsemi er í gangi. Þrátt fyrir að í raun hefur verið fastbundið verð á fiski bjóða fiskverkendur hver um annan þveran í stóran hluta aflans sem dreginn er að landi, með formlegum yfirborgunum eða fríðindum. Víðsvegar um land er þetta því spurning um að koma skipulagi á hlutina. Menn verða að hafa það líka í huga að alltaf er í gangi samanburður hjá sjómönnum milli afkomu- möguleika á skipum með mis- munandi útgerðarhætti. Það gengur ekki til lengdar að afkoma á skipum sem afla fyrir fiskvinnsluna í landi sé lakari en hjá þeim sem flytja út ferskan afla eða frysta um borð. En hvað kom til að verið er að ræða um fiskmarkað á Dalvík? Kristján segir að þegar að fréttist af vinnu nefndar á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins um fiskmarkaði hafi ýmsir þeir sem fylgst hafi með í sjávar- útvegi hér á Dalvík farið að sperra eyrun. Bæjarráð gerði síðan samþykkt á fundi sínum 8. ágúst s.l., sem var svohljóðandi: „Bæjarráð samþykkir að Dalvíkurbær beiti sér fyrir því að fiskmarkaði fyrir Eyjafjarðar- svæðið verði fundinp staður á Dalvík, ef eða þegar til starf- rækslu slíks markaðar kemur. Bæjarráð vill nú þegar koma þessum áhuga sínum á framfæri við nefnd þá sem vinnur að undirbúningi málsins á vegum Sjávarútvegsráðuneytisins. Bæjar- ráð lýsir sig reiðubúið að stuðla að viðeigandi og nauðsynlegum framkvæmdum í þessu sambandi. Á það skal bent að öll land- fræðileg og þá hagkvæmnisrök 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.