Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 5
íkurhöfn hníga að staðsetningu slíjcs markaðar á Dalvík.“ Þessi samþykkt var send til nefndarinnar og henni fylgt eftir með samtölum. Þegar nefndin síðan skilaði áfangaskýrslu til ráðherra kom nafn Dalvíkur af þessum ástæðum frá henni. Það hefur víða komið fram skilning- ur á því að á Eyjafjarðarsvæðinu rísi fiskmarkaður. Þeir sem lagt hafa mat á staðsetningu hér á því svæði viðurkenna yfirburði Dalvíkur í þeim efnum. Sigling skipa er stytst til Dalvíkur af þeim höfnum hér sem eru í beinustu sambandi landleiðina. Dalvík er ákaflega miðsvæðis hvort heldur horft er vestur um eða austur. 1 upphafi var reiknað með að nefndin á vegum ráðuneytisins hefði visst frumkvæði um stofn- un markaða hér sem annars- staðr. En þegar samkeppnin var orðin mjög hörð um staðsetn- ingu á Faxaflóasvæðinu og Hafnfirðingar tóku frumkvæði í þeim efnum dróg nefndin sig útúr frekari undirbúningi. Frumkvæði verður því að vera hér heima með það sem eftir er. En hvernig verður svo fram- haldið? Kristján sagði að bæjar- ráð hefði lagt það til við bæjar- stjórn að vinnuhópur verði nú þegar skipaður til þess að reka smiðshöggið á þessar hugmynd- ir. Sú vinna á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu virðist nú vera í uppsiglingu talsverð sam- keppni um staðsetningu svona markaðar hér í Eyjafirði eða á Norðurlandi. Auðvitað er til mikils að vinna fyrir hvert byggðarlag að fá svona atvinnu- starfsemi til sín, svo það er ekkert undarlegt að hver haldi sínu fram. Það hefur samt ekki farið fram hjá neinum að við höfum sýnt frumkvæði og höf- um með því og röksemdurn um eðlilega staðsetningu hér umtals- vert forskot. Þetta forskot verðum við Dalvíkingar að notfæra okkur. Hér er til mikils að vinna sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri að lokum. Fisk- vinnslan Bolfísksafli svipaður og í fyrra rækjuafli meiri Bolfiskafli er svipaður nú og á sama tíma í fyrra. Saltfiskurinn virðist eitthvað hafa aukist en frysting heldur dregist saman. Á þessu ári hefur talsvert verið hengt upp í hjalla fyrir Ítalíu- markað. En hvað hefur verið að gerast hjá fiskvinnslustöðvunum á árinu. Það kom fram i spjalli við Gunnar Aðalbjömsson hjá frysti- húsi KEA að þar hafa verið urmin 5.900 tonn á tíu fyrstu mánuðum ársins, sem er ívið meira en á sama tíma í fyrra. Vinnslan skiptist þannig að 2.210 hafa farið í salt, 3.360 tonn til frystingar og 330 tonn í skreið. Um það bil 600 tonna samdráttur hefur verið í fryst- ingu frá síðasta ári en sam- svarandi aukning verið í salt- fiski. Skreiðarverkun er svipuð og áður nema hvað minna hefur verið hengt upp að hausum í ár. Allir hausarnir eru hins vegar seldir og vonast er til að það sem þurrt verður af þeim verði búið að flytja út fyriráramót. Gunnar sagði að biigðir hefðu sjaldan verið eins litlar af fullunnum vörum og nú. Saltfiskurinn og frystar afurðir færu eftir hend- inni og nú hefur verulega ræst úr varðandi skreiðina. Þeir hjá frystihúsinu reikna með að stöðva vinnslu í kring- um 20. desember, og telja góðar líkur á að samfelld vinna haldist þangað til. Undanfarin einn og hálfan mánuð hefur einungis verið unnið í dagvinnu í frysti- húsinu. Svipaður fjöldi starfs- fólks er þar við vinnslu og á þessum tíma árs og verið hefur. Nú standa yfir námskeið fyrir fiskvinnslufólk og er meiningin að koma sem mestu frá af þeim nú á þessum daufari tíma hvað vinnslu snertir. Gunnar sagði að þeir væru í stakk búnir til að vinna meira hráefni en þeir hefðu fengið að undanförnu. Engin sölutregða Kristján Þórhallsson verkstjóri hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hf. sagði að aldrei í sögu félagsins hefði verið tekið á móti jafn miklum rækjuafla eins og á þessu ári. Búið var að vinna um 2.000 tonn af hráefni frá ára- mótum til miðs nóvember. Mest barst að í ágúst eða 324 tonn, það er svipaður afli og verið var að vinna allt árið hér áður fyrr, þegar úthafsveiðin var að slíta barnsskónum. Annars sagði hann að hráefnið hefði borist mjög jafnt að á fyrstu mánuð- um ársins þetta um 200 tonn á mánuði. Slakasti mánuðurinn hefði verið júní þá hefði verið tekið á móti 64 tonnum. Vegna þess að dregið hefur úr veiði nú um stund og ógæftir verið hefur vinna verið stopulli en áður. Hins vegar vonast þeir til að vinna verði samfeld fram að áramótum, því þó nokkrir stunda rækjuveiðar enn. Þrátt fyrir að mikið magn hefur verið unnið hefur aldrei þurft að liggja með birðir. Rækjumark- aðir erlendis hafa líklega aldrei í sögunni verið eins hagstæðir og að undanförnu. Öll rækja farið jöfnum höndum og verðlag verið með afbrigðum hát.t. í veiðiferð með Björgvini Jón Þ. Baldvinsson hefur tekið margar myndir fyrir Norður- slóð á undanförnum árum. f sumar fór Jón nokkra veiðitúra á togaranum Björgvin EA 311. Eins og áhugaljósmyndara ber hafði hann með sér Ijósmynda- vélina og höfum við fengið nokkrar myndir til að birta nér á síðunni. Á myndinni hér við hliðina bindur Leifur Björnsson fyrir pokann, áður en trollið fer í sjóinn. Á næstu mynd er búið að taka trollið og leysa frá pokan- um. Þá er komið að Hartmanni og félögum í slægingunni og loks er Leifur og félagar að kassa og ísa aflann. Nýr bátur - nýtt hús Ottó Jakobsson hjá Blika h/f sagði að þeir væru búnir að taka á móti 1300-1400 tonnum á þessu ári af Baldri og ýmsum öðrum til dæmis bátum og trill- um á vetrarvertíðinni. Bliki EA hefur aftur á móti verið á rækju allt árið og hefur aflað um 700 tonnum af rækju. Það sem unnið hefur verið hjá Blika hefur farið í salt eða verið hengt upp í skreið fyrir Ítalíumarkað. Skreiðarverkunin í ár kom sérstaklega vel út. Hún er nú öll útflutt og að mestu hluta greidd. í haust hefur verið heldur lítið hráefni. Þess vegna hefur það verið undantekning ef unnið hefur verið lengur en 8 tímar á dag. Blikamenn eiga nógan kvóta eftir að þeir segja. Afli hefur aftur á móti verið rýr að undanförnu og gæftaleysi, en þeir gera sér vonir um að full atvinna haldist hjá þeim til áramótanna. í síðasta mánuði keypti Bliki bát frá Árskógsströnd, Sæþór sem nú heitir Bjarmi EA 13. Skipstjóri verður Þórir Matthías- son. Að undanförnu hefur skipið verið sandblásið og málað hjá Slippstöðinni á Akureyri. KVóti bátsins var búinn fyrir þetta ár þegar hann var keyptur hingað svo ekki er reiknað með að útgerð hans byrji fyrr en eftir áramót. Þess má geta að Sæþór var upphaflega byggður fyrir Snorra Snorrason árið 1973 og átti hann skipið til 1976 þegar hann seldi hann ,til Árskógs- strandar. Báturinn skipar nú sinn sess í atvinnusögu þjóðar- innar því á honum fór braut- riðjandastarf Snorra á úthafs- rækjuveiðum að taka á sig fast- mótaða mynd. Brautriðjanda- starf sem rækjuævintýrið núna byggist á, en þetta var nú smá úturdúr. Á næstu dögum flytja þeir Blikamenn í nýja húsnæðið við Ránarbraut. Fyrst verður tekið í notkun verkstæðisaðstaða og hefur Óskar Jónsson, sem verið hefur verkstjóri hjá Bílaverk- stæði Dalvíkur verið ráðinn þar til starfa. Hann mun annast viðhald á vélum og tækjum hjá fyrirtækinu. Auk þess verður þarna veiðarfæragerð og skrif- stofur. Meginn hluti hússins verður síðan nýttur fyrir skreiðar- verkun fyrirtækisins. Þarf tryggara hráefni Fiskverkun Jóhannesar og Helga h/f hefur í nokkur ár verið með frystingu hjá sér. Helgi Jakobs- son sagði að þeir hefðu tekið á móti um 700 tonnum það sem af væri árinu Helmingur aflans hefur komið af báti þeirra Hrönn, sem hefur stundað drag- nótaveiðar hér í firðinum. Aíli bátsins hefur aðallega verið koli, enda hefur koli verið aðal- hráefni til vinnslu hjá þeim. Til viðbótar kolans af Hrönn hafa þeir tekið talsvert af togurunum. Helgi segir að verð á kolaflök- um sé mjög viðunandi, og hafi þeim tekist að ná betra verði en flestum öðrum framleiðendum, Seinni hluta ársins hafa afurð- irnar nær eingöngu farið á Bret- landsmarkað en áður fór talsvert á Bandaríkjamarkað. Allar afurðir hafa fariðjafnóðum, svo litlar birgðir eru nú. Hráefni hefur verið stopult í þessum mánuði, en sæmilegar líkur eru þó á samfelldri vinnu fram til jóla. Þeir eru búnir að útvega sér kvóta og fá skip til að afla fyrir sig. Ótryggt hráefni er þó aðalvandamál þessarar vinnslu eins og annarra smærri verk- enda hér. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.