Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 11
NORÐURSLOÐ - 11 Breyttir hagir Allt breyttist við lát móður minnar, en snemma sumars fór- um við Gunnhildur systir mín og ég til Danmerkur með pabba. Vonuðum við, að það myndi verða honum upplyfting. Dvöld- um við í Höfn og síðar um tíma í Askov lýðskólanum á Jótlandi, en þar átti hann boð um að koma og dvelja. Við pabbi fylgdum Gunnhildi til Esbjerg og kvödd- unt hana þar, en hún sigldi til Englands og þaðan vestur um haf. Nokkru síðar hélt hann heim aftur, en leið mín lá þá til Stokk- hólms á vegunt Kaupfélag Ey- firðinga til að kynnast starfi sam- vinnukvenna og starfi samvinnu- hreyfingarinnar fyrir heimilin, og þaðan lá leiðin til Englands í Samvinnuháskólann. Eg kom heim til Akureyrar tveim dögum fyrir jól og hóf þegar störf af full- um krafti í byrjun janúar. En margt fer öðruvísi en ætlað er og næsta haust varð afdrifaríkt vegna Akureyrarveikinnar, en það er önnur saga. Við vorum saman í gamla heintilinu með hjálp góðra stúlkna, og Sesselju minnar og Ingibjargar Eldjárn þar til ég flutti af landi burt í byrjun árs 1952. Gunnhildur Snorradóttir Lorensen og Hildur litla Hauksdóttir Tobin, báðar húsfreyjur í Bandaríkjunum, og Gunnhildur (nú 1989) nýorðin ræðismaður íslands í San Fransisco. Örlög Snerru Ýmsir héldu, að Snerra væri áfram í eigu pabba eftir að móðir ntín dó, en svo var ekki. Ég heyrði eitt sinn á tal svarfdælskr- ar konu, sem sagðist ekkert botna í honunt Snorra, að líta ekki betur eftir litla húsinu sínu. Ég svaraði engu, því að ekki vissi ég þá, að hann var ekki eigandi hússins. í 3. bindi minningarbóka hans, „Ferðin frá Brekku“, sem kom út árið 1972 stendur á bls. 150: „En það er af sumarbústaðn- um Snerru að segja, að ég seldi „Hanaslagur.“ Hér kcppir Snerru- bóndi við Ármann Sigurjónsson frá Hraunkoti í Aðaldal, en hann átti Hálfdáníu systur Guðrónar. Áð í skemmtilegum útreiðartúr um Svarfaðardal í ágúst, 1943 með nokkrum vimim. Greinarhöfundur og Hjörtur, síðar óðalsbóndi á Tjörn, ritstjóri þessa hluðs m.m. reyna að bera kennsl á blóm úr hag- anuin. hann haustið 1947 og hefi aldrei komið þar síðan." Snerra var seld á meðan ég var erlendis, og ekki á það minnst eftir að ég kom heint. Ég spurði heldur einskis og yfirleitt vöruð- umst við að nefna Snerru, það ýfði upp mikið sár. Enn í dag hefi ég ekki hugmynd um, hverjum hann seldi húsið, en það skiptir engu máli. Til voru þeir, sem héldu, að hann hefði ekkert hirt urn húsið, og því þykir mér vænt um að fá nú tækifæri til þess að leiðrétta það og endurtaka, að Snerra fór úr eigu hans haustið 1947, eða sama ár og móðir mín dó. Snerra varð veðrum og vindi að bráð. í raun er ég þakklát fyrir, að litla húsið var jafnað við jörðu, úr því sem komið var. Jörðin geymir nú fúin sprek úr Snerru, þar sem hlegið var, sungið, skrafað og ort nokkrar sumarvikur á árunum 1943-1946. Leifar litla hússins hvíla nú í svarfdælskri mold eins og eigend- urnir á þessum árum, og fer vel á því, en þau eru bæði jarðsett í Tjarnarkirkjugarði. Anna S. Snorradóttir. Ræktunarstörf húsfrcyju báru prýðisárangur. Hylling í ágúst 1969, fyrir rúmlega 20 árum, kom forseti íslenska lýðveldisins í opinbera heimsókn til Dalvíkur/Svarfaðardals. Við móttöku á Dalvík flutti Friðjón Kristinsson forsetanum ávarp það sem hér birtist. Það eru 12 erindi ort undir hrynhendum hætti, þeim sama og fornskáldin ortu og fluttu konungum og öðrum stórhöfðingjum þeirra tíma. Eitt þeirra var Þorleifur Ásgeirsson Jarlaskáld frá Brekku í Svarfaðardal. Þessa drápu orti Haraldur Zóphóniasson og er hún birt í kvæðabók hans, Fléttmn. og er fremsta kvæði bókarinnar, nefnt Kveðja frá heimabyggð (ii forseta íslands, doktors Kristjáns Eldjárns, 19. ágúst 1969. Jafnframt er það án efa voldugasta ljóðið í bókinni og mega Svarfdælir vel við una, að slík listasmíð hefur orðið til í þessu byggðarlagi. Hér er Kveðjan birt til að minna á skáldskap Haralds og tilefnið, sem kallaði fram þennan „óbrotgjarna minnisvarða". Heill og sœll, þér heilsa allir hugumglaðir. Margblessaður, heiðri krýndur, með húsfrú prúðri, hingað bestir komugestir. Velkomna bjóða vil í Ijóði vini góða til norðurslóða. Hjónum dáðum og happafjáðum heilsar sveitin mikilleita. Veit eg enn að áttu í minni yndissýnir við er skína: Fögur kveld og árdagselda, anganblóm í daggarljóma, röðulgull um Hraun og Hjalla, lilíð og Skál og Kýl og ála, Lœkjarósinn, Álftanesið, Eyjuna lijá bláum legi. Fjallahringinn fagra, er kringir fríðan dal með gróðurhlíðum, tinda, sem í mörgum myndum móti himni toppum skjóta: Brennihnjúk með klettakinnar, Kálfahjalla og Nykurstalla, Hrafnabjörgin burstamörgu, bungumjúka Digrahnjúkinn. Mörg var stundin Ijúf við lundu, lífið dýrðlegt œvintýri. Reifuðu láð í vœrðarvoðir vorsins tíðir himinblíðar. Flugið þreyttu fjaðraskreyttir fuglar og sungu á mörgum tungum. Svanahjón á lygnu lóni lofnarkvœði ortu í nœði. Gladdi fleira augu og eyru ei sem gleymist lífs á sveimi. Endurminning unaðskennda yljað getur kaldan vetur. Lifa geymd og grœr ei yfir gengin spor á œskuvori. Áttu að liinnsta andardrœtti órofatryggð til heimabyggðar. Námsins yndi lék við lyndi, létt að greina svörin réttu. Bóndason af kjarnakyni kostagnótt í stofninn sótti. Fornleifanna fórstu að kanna furðulönd um dal og ströndu. Fumlaust í þeim frœðum traustur fékkst með láði doktorsgráðu. Pú hefur, Kristján, rúnaristur ráðið og skýrt þó vœru máðar. Grafið úr haugum gler og bauga, grýtur, hringa, brýni og kingur, sörvistöltir, sylgjur, bólur, sverð og spjót af ýmsum geróum. Steinkista með biskupsbeinum blasti við á grafarsviði. Rakaglöggur gekkstu á reka gamalla frœða leitarsvœða. Örugglega af þeim fjörum aldrei gengið slyppifengur. Sóttir þangað gullugnóttir, gœðahnoss og róðukrossa, mutti forna og fjalir skornar, flúraða merkum listaverkum. Dýrum vinjum mynda og minja margvts hefur frá glötun bjargað. Segir frá við hrifnittg háa, hugsun þjál á Ijósu máli. Er þér bœði í riti og rœðu runnin í blóðið, meginfróðum máttarhöfug og mildi vafin móðurtungan, fegurð slungin. Tryggðafasti, tigni gestur traust og virðing þjóðar hlaustu þig er valdi við að halda veldisstóli á höfðingsbóli. Tekist hefur vel án vafa valið það í alla staði: Innanlands og utan kynnir œrublóma og fra-gðarljóma. Við þér hlœi vel í haginn veður góð á ferðaslóðum. Megir ennþá einu sinni auka liróður lands og þjóðar. Auðnuvœttir elskusáttar, œ til reiðu, vikagreiðar hverju sinni, þín og þinna þekkar gœti af eftirlceti. Farðu í ranni forsetanna fremstur í röð á Bessastöðum. Halli'ei sœmd, en heillir allar hópist kringum Svarfdœlinginn. Orðstír þinn um allar storðir uppi Ijómi að þjóðardómi meðan glóir í grœnku og snjóum geislabrim um Stól og Rimar. sendir íbúum dalsins og öðrrnn lesendum Norðurslóðar bestu óskir um gleðilegjól og farsæld á komandi ári.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.