Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 13
12 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ - 13 Full vel man ég fimmtíu ára sól, full vel meir en hálfrar aldar jól. Man það fyrst er sviptur allri sút, sat ég barn með rauðan vasaklút. Þetta er upphaf á þekktu kvæði eftir þjóðskáldið Matthías Joch- umsson þar sem hann rifjar upp minningar frá bernskujólum sínum. Mamma kenndi okkur ljóðið og lagið og við sungum það alltaf á jólunum heima í Syðra Garðshorni. Aðventan er sá tími þegar kristnir menn búa sig undir jóla- hátíðina á miðjum dimmasta tíma ársins. Á þeirri hátíð minn- umst við komu Jesú Krists Guðs- sonar í heiminn. Kærleiksboð- skapur hans, er hann flutti mönnunum er alltaf nýr og samur og sígildur, von þeirra og hald- reipi í vályndum heimi. Á þess- um tíma, aðventurini er gott að hittast á næðisstundu, njóta sam- veru í guðshúsi, syngja saman, hlýða á talað orð og tónlist. Jól bernskuáranna eru flestum hugstæð og endurminningin um þau yljar um hjartarætur. Grímur Thomsen yrkir um minninguna: Endurminningin merlar æ á mánasilfri hvað sem var yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg, svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Það er ætlun mín að segja ykk- ur ofurlítð frá jólaföstu og jólum í Syðra Garðhorni fyrir fimmtíu til sextíu árumm, eftir því sem minningar um þá tíma koma upp í hugann. En fyrst verð ég að segja ykkur frá gamla bænum heima. Ég ólst upp í torfbæ frá 19. öld í stórri fjölskyldu þar sem þrír ættliðir bjuggu undir sama þaki. Bærinn var þrjú langhús sem stóðu samhliða, hvert aftur af öðru, tengd með löngum göngum eins og venja var. Það voru framhús, eldhús og baðstofa. Framhúsið kemur lítið hér við sögu en eldhúsin voru tvö. Gamla óþiljaða hlóðaeldhúsið til hægri við göngin þegar inn var gengið og nýja eldhúsið til vinstri. Þar var eldavél, eldhús- bekkur, diskarekki og bollapara- skápur. Á göngunum voru að minnsta kosti þrjár skellihurðir, þ.e. þær lokuðust sjálfkrafa með útbún- aði, sem búinn var til úr priki og snúnu snæri. Göngin voru kol- dimm og hölluðust frá bæjardyr- unum og upp í baðstofu. Oft var ég myrkfælin í göngunum nema á jólunum, því þá voru göngin upplýst með fjóslugtinni. Baðstofan var undir súð með bitum og á einn bitann var skorið ártalið 1884, en það var bygg- ingarár hennar. Baðstofan skipt- ist í miðbaðstofu, norðurhús og suðurhús. Heimilisfólkið var 12-15 manns, á öllum aldri, stundum fleira. Brennihnjúkur, þaðan koniu jólin. Við systkinin ímynduðum okk- ur að fyrsta sunnudag í jólaföstu stigju jólin ofan úr himninum niður á Brennihnjúk. Þaðan fet- uðu þau sig svo smá saman niður fjallið, spölkorn á hverjum degi. „Nú eru þau komin niður á Kálfahjalla" sögðum við, og nú komin niður í Tjarnarpallalaut. Næst fóru jólin niður á Efribrún og horfðu yfir sveitina og hugðu að því hvort börnin væru þæg í bæjunum. Og alltaf færðu þau sig neðar og neðar: Niður á Marar- stein og Mýrar og svo niður á Hausa, Lambamel og Stekkjar- hól. Og alltaf jókst tilhlökkunin. Þetta var raunveruleikinn sjáltur fyrir okkur. Við fundum jólin nálgast og skipulögðum til- hlökkunina á þennan hátt. Jólin komu niður að girðingu, niður að Sundpolli og á aðfangadagsmorg- un voru þau komin niður að hlöðuhorni og fikruðu sig hægt og hægt niður með rófugarðin- um, beygðu fyrir skemmuhornið og héldu norður hlaðið og inn í bæjardyr, inn göngin og svo fóru þau alla leið inn í baðstofu. Jólin fylltu allan bæinn unaði og dýrð og það var orðið heilagt. Þá var klukkan sex eftir hádegi. Áður en lengra er haldið skul- um við víkja örlítð að jólaföst- unni og undirbúningi jólanna. Laufabrauðsgerð var merkisvið- burður fyrir okkur. Þá var mikið um að vera á heimilinu og hálf- gerð hátíðarstemmning. Tekið var fram ofan af lofti gamalt kornsáld sem var notað til að sigta rúgmjöl og mjölinu síðan blandað saman við hveitið sem haft var í brauðið. Allir sem á hníf gátu haldið, skáru út í kök- urnar. Það var vinsælt að fá bræðurna í Ytra Garðshorni til að koma suðureftir að skera laufakökur, þeir voru bráðflinkir við það. Pabbi skar mjög vel laufabrauð og notaði jafnan bóndaskurð. Mamma breiddi út á eldhúsbekknum en kökurnar voru skornar inni í baðstofu á fjölum og pottlokum úr tré og geymdar á rúmunum á hreinum lökum uns þær voru steiktar. Laufabrauðið var svo geymt í kistu fram á framhúslofti til jóla hjá hangiketinu. Eftir að ég kom í barnaskólann var alltaf spenn- andi að frétta á hvaða bæ fyrst væri byrjað að gera laufabrauð og hvað margar kökur á hverjum bæ. Venjulega var fyrst byrjað á Sökku. Margir komu í Syðra-Garðs- horn á jólaföstunni og það var siður að skrifa á blað nöfn allra þeirra sem komu. Þeir voru nefndir jólameyjar og jólasvein- ar. Svo var dregið um nöfnin á jóladag, stúlkur drógu jóla- sveina, en piltar jólameyjar og varð af þessu mikið gaman, þó menn fengju ekki alltaf vinning eftir sínum smekk. Það var stórviðburður á jóla- föstunni þegar pabbi fór niður á Dalvík að sækja jólarússið, en júlarúss nefndum við búðarvarn- ing, sem tekinn var út í kaupfé- laginu, til jólanna. Venjulega fór hann með hest og sleða niður eft- ir og hylltust nágrannarnir jafnan til að fara saman. Þessi jólaúttekt þætti lítlfjörleg nú, varla annað en brýnustu nauðsynjar til hátíð- ahaldsins, enda var þá kreppan sem verst og allt sparað við sig. Sem dæmi um það má nefna að árið 1931 var úttekt pabba í við- skiptareikning sinn í kaupfélags- útibúinu á Dalvík ekki nema rúmar 800 krónur. Jæja, en alltaf biðum við jafn spennt eftir þvi' að pabbi kæmi neðan að með jólarússið. Við hópuðumst um hann þegar hann spennti Hegra, dráttarhestinn frá sleðanum og bar jólarússið inn í gestastofu í framhúsinu. Við horfðum með andakt á þegar hann tók búðarvörurnar upp úr kössum og pokum. Við gleyptum þær með augunum og sugum í okkur ilminn af þeim. Verk- smiðjuframleiddar vörur voru sjaldgæf sjón á íslenskum sveita- heimilum. á þeim árum. Jólasveinar skipuðu ekki háan sess í hugarheimi okkar barn- anna í Syðra-Garðshorni fyrr en Sigrún Sigtryggsdóttir gaf okkur Ljóðabókina „Jólin koma“ eftir Jóhannes úr Kötlum 1933 eða 1934. Sú bók er ein hin besta gjöf sem nokkurt skáld hefur gefið íslenskum börnum. Við marglás- um Ijóðin og lærðum þau og skoðuðum myndir Tryggva Magnússonar í henni. Ég sá fyrir mér Stekkjastaur vera að elta ærnar hans pabba suður í Mið- húsi, en það var fjárhús sem þá stóð á miðju gamla túninu. Ég sá í anda Bjúgnakræki sitja á sótug- um bita í gamla eldhúsinu og háma í sig sperðla og döndla: „A eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangibjúga sem engan sveik. “ „Á morgun segjum við, á morgunn eru jólin,“ var orðtak hjá okkur daginn fyrir Þorláks- messu. Og Þorláksmessan rann upp og áður en dagur var að kvöldi kominn var búið að sjóða jólahangiketið og baða okkur krakkana í bala inni í Suðurhúsi eða í eldhúsinu. Þeir fullorðnu böðuðu sig í eldhúsinu eða þvoðu sér úti í fjósi. Á aðfangadagsmorgun var yngsta kynslóðin snemma á fótum. Margt var að gera. Hjálpa afa við að brytja síld og berja bein í sundur í skemmu handa kindunum hans, fara með pabba í húsin, fara í sendiferðir á næstu bæi, eða bara hlaupa út og inn göngin í eirðarleysi og bíða eftir því að jólin mjökuðu sér inn í baðstofu. Og loks leið þessi langi skamm- degisdagur og það var orðið heil- agt. Fjósluktin lýsti upp koldimm göngin og það var eins og allur bærinn fylltist birtu, auk þeirrar sem lýstu í eldhúsi og baðstofu. Þetta var fremur tilfinning en birta. Guð var sjálfur gestur hér, andi hans fyllti hugi og híbýli og þetta fundu allir. Baðstofan var ljósurn prýdd. Stóri 20 línu lampinn hékk ofan úr loftinu í miðri baðstofunni. Við höfðum kveikt á kertum á bitum og rúmstæðum og bæði afhúsin, Norður- og Suðurhúsið voru lýst og prýdd. Afi las með sjálfum sér í Péturspostillu við borð í Norðurhúsinu. Allir voru komnir í sín bestu föt. Mamma var vön að sauma á okkur föt fyr- ir jólin. Hún var fær saumakona, en aldrei hef ég skilið hvernig hún kom því öllu í verk á sína handsnúnu saumavél með öllu öðru sem hún hafði að gera. Mamma og pabbi fóru fram að skammta jólamatinn að gömlum Frá gullbrúðkaupi Jóhönnu Maríu Björnsdóttur og Júlíusar Jóns Daníelssonar í Syðra-Garðshorni haustið 1931. 1. röð l.v.: Kristinn Magnússon. Jóhanna M. Gestsdóttir, Jóhanna M. Daníelsdótt- ir, Björn Halldórsson, Kíkharður Gestsson, Júlíus B. Jóhannesson, Júlíus Magnús- son, Júlíus J. Daníelsson, Sigfús Halldórsson, Jóhann Daníelsson (barn), og Jó- hanna Jóhannesdóttir. 2. röð f.v.: Sigrún Pétursdóttir, Sigrún Sigurhjartardóttir, frú Sólveig á Völlum, Kristín á Bakka, gullhrúðurin Jóhanna M. Björnsdóttir, Anna Jónsdóttir, Hólm- fríður Júlíusdóttir, Þórlaug Oddsdóttir, Lovísa Frímannsdóttir. 3. röð f.v.: Steinunn Daníelsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Hlíf Gestsdóttir, Kristín Gestsdóttir (barn), Engilráð Sigurðardóttir, Sigríður Gísladóttir, Steinunn Jónasdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Sigrún Sigtryggsdóttir, Jófríður Halldórsdóttir, Anna Jóhannsdóttir. 4. röð f.v.: Gestur Vilhjálmsson, Jóhannes Björnsson, Þórarinn Kr. Eldjárn, Guð- jón Daníelsson, Jóhannes Kristjánsson, Björn Þórðarson, gullbrúðguminn Júlíus Jón Daníelsson, Björn Júlíusson, Jónas Kristjánsson, Vilhjálmur Einarsson. 5. röð f.v.: Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Harald- ur Stefánsson, Björn Gestsson, Karl Magnússon frá Völlum, Jónas Hallgrímsson, Þór Vilhjálmsson, Daníel Júlíusson og Zóphónías Júlíusson. Ljósmynd: Sigríður Baidvinsdóttir frá Steindyrum. Júlíus J. Daníelsson Heyskaparfólk í „Guðmundarmónum“ í S.-Garðshorni 1933. F.v. Daníel Júlíusson, Júlíus Daníelsson, Steinunn Daníelsdóttir, Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, Sigríður Gísladóttir og Zópónías Júlíusson. Ljósm.: Björn Júlíusson frá S.-Garöshorni. sið. Hangiket, döndla magál og laufabrauð og svo kerti á hvern disk. Við krakkarnir vildum halda þessum sið sem lengst, en þessu var hætt þegar við fluttum í nýtt hús í Syðra-Garðshorni árið 1939. Jæja þau færðu hverjum heimilismanni sinn disk. Flestir átu við borð á miðju borðstofu- gólfi sem hafði verið flutt þangað inn úr Suðurhúsi. Jólatréð stóð álengdar með logandi ljósum og jólapokum með sælgæti. Þetta var manngert jólatré, sem Sigurður Jóhannesson frá Hær- ingsstöðum hafði smíðað, græn- málað, gert úr grönnum sívalingi á fæti með grópuðum greinum í stofninn. Á endum þeirra voru kertaberar sem kertunum var stungið í. Að lokinni jólamáltíð las amma jólaguðspjallið og á eftir sungum við jólasálmana: Heims um ból, Heiðra skulum við herr- ann Krist, í Betlehem er barn oss fætt og í dag er glatt í döprum hjörtum. Á eftir buðu allir hver öðrum góðar stundir með kossi. Þá voru teknar upp jólagjafir, ef einhverjar voru. Við börnin feng- um ævinlega einhverjar gjafir. Sigga og Soffi, blessuð sé minn- ing þeirra, gaukuðu alltaf ein- hverju að mér af fátækt sinni. Þau sýndu mér ætíð mikla ástúð. Soffonías var vinnumaður hjá pabba og Sigríður var kona hans. Nú þurftu Soffi og stúlkurnar að fara í fjósið, og að loknum fjósverkum var borið fram súkk- ulaði og kaffi með sætabrauði, það voru hálfmánar, gyðingakök- ur, hrærðar kökur, ömmukökur og tertur og kannski eitthvað fleira. Afi kom alltaf fram í baðstofu með koníak og staup og hellti stundum beint út í bollana hjá fullorðna fólkinu og stundum fengum við krakkarnir að smakka svolítinn dreytil. Afi kom líka með vindlakassa með magabeltis vindlum og pabbi og Soffi púuðu þessa jólavindla og ilmurinn barst um alla baðstof- una. Eftir hressinguna var farið út á hlað til nauðsynja sinna og að fá sér frískt loft ef vel viðraði. Ég man að ég horfði stundum yfir ljóslausa sveitina. Það mótaði kannski fyrir daufri birtu af olíuljósi í einstaka glugghúsi og ég hugsaði með mér, hvað skyldi fólkið nú vera að gera á hinum bæjunum? Skyldu þau halda jólin á sama hátt og við? Síðan voru sungin jólalög, t.d. Nálgast jóla lífsglöð læti, Það er gaman þegar koma jólin, og Full vel man ég fimmtíu ára sól. Mamma hélt mikið upp á það og oft sungum við: í heiðardalnum er heimabyggð mín. Mamma og pabbi sungu bæði vel. Þau voru í kirkjukórnum og kenndu okkur ljóð og lög. Loks var þetta aðfangadags- kvöld á enda runnið og nú gengu allir til náða og þessa einu nótt ársins var ljós látið loga á stóra lampanum í baðstofunni. Jóladagurinn rann upp, Heim- ilisfólkið sagði hvert við annað streymdi fram eins og fagurlitað- ur foss og ég hlýddi á í undrun og leiðslu. Organistinn var kona í .ermalausum kjól og það var nývirki í mínum augum. Þetta var Bogga á Völlum, öðru nafni Ingibjörg Stefánsdóttir. Ég virti fyrir mér prestinn hann séra Stefán Kristinsson. Þetta var höfðinglegur maður, klæddur í hvíta skikkju og ekki hafði ég séð þann búning á neinum manni áður, en hafði heyrt að vofur væru hvítklæddar og hafði orð á því þegar heim kom eftir messu að presturinn hefði verið vofa. með af þegnskap og skyldurækni. Hann varð snemma góður radd- maður. Amma og afi og Sigga og Soffi tóku okkur að sér og hugguðu okkur og afi las fyrir okkur kafla úr Mannamun, gömlum íslensk- um reyfara eftir Jón Mýrdal, síð- an hefur mér alltaf þótt vænt um þá bók. Amrna kenndi mér signinguna, faðirvorið og bænir, því mamma eignaðist Jóhann um það leyti sem ég fór að fá vit og hún hatði nóg að gera að sinna honum auk annars. Syöra-Garöshorn um 1920. þegar það var komið á fætur: Góðan dag og gleðileg jól og var svarað: Takk, ég óski í sama máta. Ég fór venjulega í húsin með afa á jóladag. Hann hafði með sér kertabera sem var búinn til úr fjalarstúf, sem var mjórri í annan endann og með kringlótt- an blikkhólk grópaðan í hinn endan. Þar var kertinu stungið í, en mjórri endinn var rekinn í torfvegg i fjárhúsinu og síðan kveikt á kertinu. Ég man enn hve notalegt var að fara með afa í fjárhúsin á jóladag. Það var eins og væri einhver upphafin ró yfir ánum hans. Jólin voru líka hjá þeim. Ein fyrsta kirkjuferð á jóladag til Tjarnarkirkju sem ég man eftir var þannig að við fórum á sleða út Grundarmýrar. Dalsbotninn var allur ein glæra og Bjössarauð- ur, reiðhestur Björns föðurbróð- ur míns dró sleðann. Rauður var óvanur drætti og fældist á leið- inni, en allt fór þó vel. Nú var gengið til kirkju. Ég hafði ekki séð svona margt fólk saman kom- ið á einn stað fyrr og var undr- andi á þessum manngrúa. Ljósin voru svo mörg og björt, lamparn- ir svo fallegir, allt var svo hátíð- legt. Svo var farið að syngja. Margraddaður kórsöngurinn Mér var það líka minnisstætt þegar hjónin í Gullbringu og síð- ustu ábúendur þar Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og Guðmundur Guðmundsson komu með efni- legan barnahópinn sinn til rpessu á jólunum, en það held ég að þau hafi alltaf gert. Þau áttu tólf börn sem upp komust. Þau sátu alltaf á sama stað hérna norðan við gang- inn í kirkjunni og það var falleg- ur hópur. Það var meiriháttar viðburður að koma í nýja húsið hérna á Tjörn að lokinni jólamessu árið 1932, en það ár var húsið reist. Mér fannst ég vera kominn í kóngshöll svo mikil voru við- brigðin frá torfbænum heima og rúmgóður gangurinn í húsinu á Tjörn varð leikvöllur ungviðisins. Á fjórða í jólum var siður að fara í leikhúsið á Dalvík, þ.e.a.s. fullorðna fólkið fór til að sjá leikrit ungmennafélagsins. Eitt sinn þegar Skuggasveinn var leik- inn á Dalvík fóru pabbi og mamma og líklega systur mínar niðureftir að sjá leikritið. Ég heimtaði að fá að fara með en fékk ekki, enda allt of ungur til þess. Ég grenjaði allt hvað af tók og fékk öfluga liðveislu hjá Jóhanni bróður sem hrein hátt Afi kenndi mér frekar verald- legar vísur, sem tengdust atvinnu- veginum. Þetta var fyrsta vísan sem hann kenndi mér: Blágrá mín er besta ær, ber hún af öllum kindunum. Eg sá hana efsta í gær upp á fjallatindunum. Og þá þessa, sem mér fannst svolítið dularfull og ógnvekjandi: Svartur maður á svörtum jó, svarta meður kríka. Hleypur með honum hundur stór, hann er svartur líka. Mig langar til að ljúka þessu spjalli um jólaminningar úr bernsku minni með erindi úr Ijóði Matthíasar, því er ég vitn- aði til í upphafi máls. Það beinir hug okkar að jólahátíðinni sem við erum að bíða eftir og búa okkur undir og þeim sem gaf okkur hana, guði okkar og skapara og syni hans, Jesú Kristi. Þessa hátíð gefur okkur Guð Guð hann skapar allan lífsfögnuð. Án hans gæsku aldrei sprytti rós án hans náðar dæi sérhvert Ijós.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.