Norðurslóð


Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 21. árgangur Miðvikudagur 28. maí 1997 5. tölublað Aðstoðarskólastj óri Dalvíkurskóla: Mælt með ráðn- ingu Gísla Bjarnasonar - Vel gengur að ráða kennara Innsetning sr. Magnúsar G. Gunnarssonar sóknarprests í Dalvíkurprestakalli fór fram frá Dalvíkurkirkju sl. sunnudag með hátíðlegri viðhöfn. Prófastur, sr. Birgir Snæbjörnsson setti sr. Magnús inn í embættið. F.v. sr. Birgir prófastur, sr. Hulda Hrönn Hrísey, sr. Sigríður Guðmarsdóttir Ólafssfírði Og sr. Magnús. (Ljósm. Rósa Kris® Á fundi skólanefndar á miðviku- daginn í síðustu viku gerði skólastjóri Dalvíkurskóla grein fyrir kennararáðningum við skólann fyrir næsta skólaár. Vel hefur gengið að ráða kennara og hefur þegar verið gengið frá ráðningu fimm nýrra kennara en þeir heita Anita Jónsdóttir, Friðrik Arnarson, Hjördís Yrr Skúladóttir, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Skúli Pétursson. Auk þess koma til starfa á ný við skólann þær Sigríður Pála Konráðsdóttir og Helga Steinunn Hauksdóttir. Það eru líkur á að enn vanti í eina stöðu eða svo. Sam- kvæmt upplýsingum skólastjóra vantar einna helst handavinnu- kennara. Sveinbjörn Markús Njáisson aðstoðarskólastjóri lætur af því starfi í vor. Starfið var auglýst og sóttu þrjú um Auður Hrólfsdóttir, Gísli Bjarnason og Skúli Péturs- son. Gísli Bjarnason hefur verið kennari við Dalvíkurskóla um ára- bil en hin eru nú kennarar á höfuð- borgarsvæðinu. Skólanefnd mælti á fundi sínum einróma með því við bæjarstjórn að Gísli verði ráðinn aðstoðarskólastjóri. Skólastjóri mælti einnig með Gísla og fyrir lá einróma meðmæli kennararáðs og Vallakirkja verður endurbyggð - Gerð fokheld í sumar Á almennum safnaðarfundi sem haldinn var að Rimum 16. maí sl. var einróma samþykkt að ráðist skyldi í endurbyggingu kirkjunnar. Fundurinn samþykkti m.a. ,.„að fela sóknarnefnd Vallasóknar að vinna að uppbyggingu Vallakirkju eftir brunaskemmdir á liðnu ári. Fundurinn mælir með að ekki verði stofnað til skulda við endur- bætumar, svo miklar að kirkjan ráði ekki við að greiða þær nið- ur.Helst verði reynt að safna fé á lengri tíma (2-3 ámm) og ljúka viðgerð árið 2000 eða síðar ef þörf krefur. Reynt verði að ná sem hag- stæðustum viðskiptasamningum á efni og vinnu til verksins. Fengnir verði aðili/aðilar til umsjónar með framkvæmdum og kostnaði þar að lútandi." Söfnuðurinn hefur yfir að ráða 7 millón kr. tryggingafé til að hefja framkvæmdir og verður í það minnsta hægt að gera kirkjuna fok- helda fyrir þann pening að sögn Elínborgar Gunnarsdóttur for- manns sóknarnefndar. Kostnaðar- áætlun við endurbyggingu hljómar upp á 15 milljónir. Kirkjunni barst á dögunum 900.000 krónu styrkur frá Húsafriðunarsjóði en óvíst er um frekari framlög þaðan. I bréfi frá stjórn Húsafriðunarsjóðs kom m.a. fram að endumýta megi gólf og gólfbita, sömuleiðis loftbita og ytri klæðningu að verulegu leyti en engu að síður beri að lífa svo á að um svo miklar endurbætur sé að ræða að byggingarár kirkjunnar geti ekki lengur verið 1861. Þar með falli kirkjan út af skrá yfir friðaðar kirkjur og sjóðnum því ekki skylt að styðja frekar við end- urbyggingu hennar. Við þessa af- greiðslu og hvemig að henni er staðið hefur sóknamefnd ýmislegt að athuga og hefur skrifað nefnd- inni bréfþarað lútandi. Er þar bent á fjölmargar hliðstæðar og jafnvel róttækari framkvæmdir sem sjóð- urinn hefur lagt blessun sína yfir og veitt fé til. Um önnur framlög s.s. úr Jöfnunarsjóði kirkna er sömuleiðis óvíst enn og er sóknar- nefnd orðin nokkuð langeyg eftir svörum úr þeirri átt. Engu að síður eru einhugur í sókninni um það að endurreisa kirkjuna í sömu mynd . Hefur Rúnar Búason bygginga- verktaki verið ráðinn til að sjá um endurbygginguna og mun hann fljótlega hefjast handa með svein- um sínum. Elínborg segist hafa fundið mikinn stuðning víðsvegar að og þrýstingi um að láta ekki deigan síga. Það sé ljóst aðValla- kirkja eigi sér velunnara víða um land. hjhj almennur vilji kennara við skólann í þessum efnum. Anna Baldvina Jóhannesdóttir hefur í vetur verið í hálfri stöðu hjá skólaþjónustu Eyþings og sinnt sérkennslumálum við utanverðan Eyjafjörð. Nú hefur starfsemi skólaþjónustunnar verið skipulögð þannig næsta vetur að Anna Bald- vina mun ekki verða í þessu starfi heldur verður hún í fullri stöðu við Dalvíkurskóla. Sama dag og skólanefnd hélt fyrrgreindan fund efndi skólaþjón- ustan til fundar fyrir skólanefndir og sveitastjórnir við utanverðan Eyjafjörð. Jón Baldvin Hannesson forstöðumaður ásamt starfsfólki skólaþjónustunnar skýrði starf- semi stofnunarinnar. Skólaþjón- ustan tók til starfa síðastliðið haust um leið og grunnskólinn fluttist alfarið yfir til sveitarfélaganna og fræðsluskrifstofurnar voru lagðar niður. Sveitarfélögin við utanverð- an Eyjafjörð vildu að skipulagning þjónustunnar gerði ráð fyrir sjálf- stæðri starfsemi að hluta við utan- verðan Eyjafjörð. Skólaþjónustan hefur ekki hagað skipulagningu sinni eins og vonir stóðu til og var það gagnrýnt á fundinum. Ljóst er að sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð munu skoða vel þá kosti sem uppi kunna að vera þegar starfsemin verður endurskoðuð á næsta ári. _ Þá hefur verið ráðinn nýr kenn- ari til starfa að Húsabakka. Heitir hún Sólveig Lilja Sigurðardóttir frá Brautarhóli og útskrifaðist úr Kennaraháskóla Islands nú í vor. Auk almennra kennararéttinda hefur hún íþróttakennarapróf upp á vasann og er því Húsbekkingum afar kærkomin til að standa fyrir íþróttaiðkan í hinu nýja og glæsi- lega íþróttahúsi, Rimum. Af Tónlistarskólanum er það að frétta að auglýst hefur verið eftir flautukennara í stað Guðríðar Völvu Gísladóttur sem látið hefur af störfum en ekki er búið að ráða í stöðuna. J.A/hjhj Eins og sjá má á þessum myndum þarf að taka duglega til hendinni til þess að gera Vallakirkju jafnfagra og hún var fyrir brunann. Myndir: hjhj um sam- einingu sveitarfélaga Dalvík, Svarfaðardals-, Árskógs- og Hríseyjarhreppa Kjörfundir verða sem hér segir: Dalvík í Nýjaskóla. Kjörfundur kl. 10:00-22:00. Talning atkvæða hefst kl. 23:00. Kjósendur eru beðnir að hafa með sér persónuskilríki. Hrísey í Grunnskólanum. Kjörfundur kl. 10:00-18:00. Talning atkvæða hefst kl. 22:00. Svarfaðardaí í Húsabakkaskóla. Kjörfundur kl. 10:00-18:00. Talning atkvæða hefst kl. 22:00. Árskógsströnd í Árskógsskóla. Kjörfundur kl. 10:00-18:00. Talning atkvæða hefst kl. 22:00. Kjörstjórnir Árskógshrepps, Dalvíkurbæjar, Hríseyjarhrepps og Svarfaðardalshrepps

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.