Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð. Netfang: rkb@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: johant@centrum.is
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555
Tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth@isholf.is
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Sameiningin er
að mestu leyti
um garð gengin
Eftir rúma viku verður kosið um það hvort Svarfaðar-
dalshreppur, Dalvíkurbær, Arskógshreppur og Hríseyj-
arhreppur eigi að sameinast í eitt sveitarfélag. Umræð-
ur hafa verið líflegar á kaffístofum vinnustaða, heitum
pottum og í fermingarveislum en furðu fáir hafa fundið
sig knúna til að tjá sig um málið á opinberum vettvangi.
Það liggur í loftinu að stór hluti kjósenda er alls ekki
búinn að gera upp hug sinn í þessu veigamikla máli. Að
einhverju leyti stafar það af því að sveitarstjórnarmenn
og aðrir sem alla jafna fara fyrir mönnum og flokkum í
byggðarlaginu hafa lítið látið til sín heyra. Af gangi um-
ræðna að dæma mætti halda að hér væri smávægilegt
mál á ferðinni en ekki öll framtíðarskipan sveitarfélag-
anna. Þá var nú meiri áhugi á opnun áfengisútsölu á
Dalvík á sínum tíma. í sjálfu sér er það hið besta mál að
menn rasi ekki um ráð fram og taki sér góðan tíma til að
ígrunda hlutina en ekki má það dragast fram yfír kosn-
ingadaginn. Ef fram fer sem horfír er hætt við að marg-
ir sitji heima og láti öðrum eftir að ákveða framtíð sína.
Það má ekki gerast.
Sjálfsagt eiga margir erfítt með að gera upp hug sinn
enda málið ekki einfalt. Þó má vera að það sé ekki eins
flókið og ætla mætti. Halldór Guðmundsson félagsmála-
stjóri á Dalvík kvaddi sér hljóðs á kynningarfundi í Vík-
urröst á dögunum og rakti í stórum dráttum það fjöl-
breytta samstarf sem þessi sveitarfélög hafa nú þegar
með sér.
Þessi fjögur sveitarfélög hafa með sér fullt samstarf á
sviði öldrunarþjónustu, löggæslu, heilsugæslu, bruna-
varna, félagsþjónustu og að hluta til í skólamálum.
Hafnirnar eru allar undir einum hafnarsamlagshatti,
byggingafulltrúi er sameiginlegur, sorpmálin eru rekin
sameiginlega ásamt fleiri sveitarfélögum og sömuleiðis
er samvinna á sviði samgöngumála. Svæðið er eitt at-
vinnusvæði. Fólk sækir vinnu þvers og kruss yfír
hreppamörk og fyrirtæki hafa sömuleiðis með sér meira
eða minna samstarf óháð öllum landamærum. Þegar
upp er staðið er það nánast stjórnsýslan ein sem sam-
viskusamlega er haldið í fjórum aðskildum einingum og
oftar en ekki stendur það fyrirkomlag eðlilegri sam-
vinnu fyrir þrifum. Einfaldar ákvarðanir varðandi
rekstur heilsugæslustöðvar eða dvalarheimilis aldraðra
þarf að fjalla um á fjórum sveitarstjórnarfundum, og
svo mætti lengi telja.
Þetta er óhagræði sem sveitarstjórnarmenn fínna
e.t.v. mest fyrir en það bitnar engu að síður á öllum
almenningi. E.t.v snýst sameiningin ekki síst um að
viðurkenna það sem staðreynd að hin fjölbreytta og víð-
tæka samvinna milli þessara fjögurra sveitarfélaga sé
nú þegar fyrir hendi og að nú sé komið að því að laga
stjórnkerfíð að þeirri staðreynd. Sameiningin er nú
þegar að stærstum hluta orðin að veruleika. Eftir er að
staðfesta það.
Hafí menn myndað sér skoðun hættir þeim oft til að
draga eingöngu fram þá þætti sem styrkja þá skoðun
hvort sem það eru neikvæðir eða jákvæðir þættir.
Norðurslóð er fylgjandi sameiningu, hefur verið það
alla tíð og ekki legið á þeirri skoðun sinni. Við gerum
okkur engu að síður grein fyrir því að öll mál eiga sér
tvær hliðar. Málið er ekki svo einfalt að allt verði miklu
betra bara ef sameiningin gengur í gegn. Menn verða að
horfast í augu við það að öllum breytingum fylgja bæði
kostir og gallar. Einhverju þarf að fórna til að annað
græðist. Hver og einn kjósandi verður næstu daga að
leggja það niður fyrir sér hvað vinnst og hvað tapast
með sameiningu og hvort vegur þyngra þegar upp er
staðið. hjhj
Hermína Gunnþórsdóttir
Er norðlenskan
á undanhaldi?
Löngum hefur því verið haldið
fram að sterkasta vígi hins norð-
lenska framburðar sé við utan-
verðan Eyjafjörð. Því hefur
einnig verið haldið á loft að
norðlenskan sé fegurri og betri
en annar framburður og höfum
við með töluverðu stolti svarað
bæði hart og raddað þegar á
okkur er yrt. En hvað með ung-
lingana, halda þeir merkjum
norðlenskunnar á lofti? Hér
fara á eftir niðurstöður rann-
sóknar sem Hermína Gunnþórs-
dóttir gerði á framburði út-ey-
firskra unglinga og birti í loka-
ritgerð sinni frá Islenskudeild
Háskóla Islands.
A Norðurlandi eins og annars
staðar á landinu eru ýmis stað-
bundin framburðareinkenni ríkj-
andi. Algengust eru harðmæli og
röddun, önnur, minna algeng eru
ngl- framburður, (kringla, tungl)
og bð-. gð- framburður (hafði,
sagði).
I nóvember 1990 gerði undir-
rituð könnun meðal nemenda í 9.
og 10. bekk Dalvíkurskóla með
það í huga að fá einhverja vitn-
eskju um stöðu harðmælis og
röddunar í framburði unglinga.
Urtakið var 55 nemendur, (kk:
31 og kvk: 24) fæddir 1975 og
1976, þá 15 og 16 ára.
Nemendur fengu sérstakan
myndalista, valinn með tilliti til
harðmælis og röddunar sem og
texta til að lesa. Urvinnsla var í
samræmi við RIN (Rannsókn á
íslensku nútímamáli) sem hófst
árið 1980 við Háskóla íslands og
tekur til íslensks framburðar um
allt land.
Fyrir hvert framburðarafbrigði
var gefin einkunn á bilinu 1-2. Ef
um var að ræða hreint harðmæli
(fa:tha) eða hreina röddun
(sdulkha) fékk viðkomandi eink-
unnina 2,00 eða 200. Væri hljóðið
hins vegar algerlega lint (fa:da)
eða óraddað (sdulga) fékk við-
komandi einkunnina 1,00 eða 100.
Ef hljóðið reyndist vera millihljóð
var gefin einkunnin 1,5. Síðan var
reiknuð út meðaleinkunn fyrir
hvem einstakling.
Til samanburðar voru 15 og 16
ára málhafar úr RIN-rannsókninni
en þar var notast við sama mynda-
lista og sama texta. Upptökur hjá
RÍN fóru fram á árunum 1980-
1985 en meirihlutinn var tekinn
upp 1985.
Harðmæli heldur velli en
röddunin á undanhaldi
Samkvæmt könnuninni virðist
harðmælið enn vera mjög sterkt á
Dalvík og nágrenni, því allir nema
fjórir málhafar fengu 200 í meðal-
einkunn og hafa því hreinan harð-
mælisframburð í öllum tilvikum.
Hinir fjórir, tveir strákar og tvær
stúlkur voru reyndar mjög háir.
Enginn reyndist hafa hreint lin-
mæli í einstaka orði. Meðaleink-
unn fyrir harðmæli, bæði fyrir
heildina og hvort kynið um sig var
199. Þó svo að málhafarnir væru
aðeins fjórir (sem er of fátt til að
álykta út frá) sem ekki fengu 200 í
meðaleinkunn dreifðust einkunnir
þeirra samt sem áður eins og kom-
ið hefur fram í fyrri rannsóknum,
(m.a. hjá Birni Guðfinnssyni sem
ferðaðist um landið á árunum
1941-43 og kannaði framburð) þ.e.
að harðmælið er veikara í bæjum
en sterkara í sveitum.
Niðurstöður úr samanburðarúr-
taki frá RIN voru á sömu lund, því
meðaleinkunn fyrir harðmæli var
198. Það virðist því sem harðmæli
á Dalvík og nágrenni sé ekki á
hröðu undanhaldi, heldur sé það
mjög sterkt, jafnvel hjá ungling-
um.
Þó að harðmælið hafi komið
mjög sterkt út er ekki sömu sögu
að segja um röddunina, hún kom
mun verr út en harðmælið og þarf
reyndar ekki að koma á óvart, því
þróunin hefur verið sú að röddunar
gætir æ minna í máli fólks þrátt
fyrir að harðmælið sé enn tiltölu-
lega sterkt.
Eins og sjá má á eftirfarandi
tölum var einungis einn málhafi
með einkunnina 200 eða hreinan
raddaðan framburð. Jafnframt var
aðeins einn málhafi með einkunn-
ina 100 eða hreinan óraddaðan
framburð. Langflestir, eða 41.8%
fengu einkunnir á bilinu 151-175
og tæplega helmingi færri, eða
20% voruábilinu 176-199.
Munur á myndalista annars
vegar og texta hins vegar var lítill
eða 160 fyrir myndalista en 157
fyrir textann. Þessi munur getur
átt við rök að styðjast, því það má
ætla að röddun í samfelldu máli sé
minni en í einstaka orðum.
Ef meðaleinkunnir fyrir röddun
eru skoðaðar kemur í ljós að fyrir
allan hópinn var hún 158, hjá
strákum 161 en 155 hjá stúlkum.
Samanburður við úrtakið úr
RIN sýnir að röddunin hafði
minnkað á aðeins fimm árum eins
og samanburður á meðaltali eink-
unna gefur til kynna:
RÍN Könnun '90
Alls 166 158
KK 164 161
KVK 169 155
Meiri munur kom framhjá
stúlkum en drengjum sem gæti
verið vísbending um að röddunin
sé á hraðara undanhaldi hjá þeim,
eins og reyndar niðurstöðumar
sýna.
Þetta er m.a í samræmi við
niðurstöður úr RIN, þar sem harð-
mæli er almennt hærra meðal karla
en kvenna. Svipuð niðurstaða er
fyri hv-framburð í Reykjavík sem
er algengari hjá körlum en konum.
Einstaka sambönd innan
röddunar
I niðurstöðum RIN fyrir Skaga-
fjörð (ekki var búið að vinna úr
gögnum fyrir Norðurland þegar
þessi könnun var gerð) kemur
fram að röddun virðist sjaldgæfust
í sambandinu -lt- (bolti), þá í sam-
böndunum -lp- (úlpa) og -lk-
(mjólk) en sterkari í sambönd-
unum nefhljóð+p, t, k, (hempa,
hentist, frænka). Algengust virðist
röddunin vera á -ðk- (maðkur).
Niðurstöður þessarar könnunar
eru í samræmi við RÍN hvað þetta
varðar og eru meðaleinkunnir
þessar:
Hljóðasamband Einkunn
-ðk 180
-m,n+p,t,k- 178
-lp, lk- 145
-lt- 120
Röddun á -lt- virðist því vera að
hverfa en er nokkuð sterk í sam-
böndunum m,n+p,t,k. Ef málhafar
úr RIN er skoðaðir kemur sama
þróun í ljós en einkunnir hafa
lækkað á fimm árum, sbr. eftirfar-
andi:
Hljóða- samband RIN Könnun'90
-ðk- 193 180
-m,n+p,t,k- 181 178
-lp-, -lk- 148 145
-lt- 132 120
Búseta
Þó svo að skipting eftir búsetu sé
mjög ójöfn getur verið gaman að
skoða hvernig einkunnir dreifast
samt sem áður.
Dalvíkingar röðuðust á allan
skalann utan lægsta flokkinn og
flestir fengu þeir einkunn á bilinu
151-175 eða 39% þeirra, þeir áttu
þann málhafa sem hafði algerlega
raddaðan framburð. Arskógs-
strendingar voru flestir með eink-
unnir á bilinu 151-175 eða 43%,
meðal þeirra var einnig sá málhafi
sem hafði algerlega óraddaðan
framburð.
Meðaleinkunnir eftir búsetu:
Könnun '90 RÍN
Svarfaðardalur 165 174
Dalvík 159 169
Hrísey 158 154
Arskógsströnd 152 169
Grímsey 127 100
Þegar meðaleinkunnir eftir bú-
setu eru skoðaðar reynast Svarf-
dælingar vera hæstir með einkunn-
ina 165 sem er í samræmi við fyrri
rannsóknir um mun milli bæja og
sveita. Það að aðeins einn Gríms-
eyingur er meðal málhafa segir
auðvitað ekkert um stöðu röddunar
í Grímsey.
Niðurstöðurnar benda til þess
að bilið sé að minnka á milli dreif-
býlis og þéttbýlis varðandi röddun
en áður fyrr, sbr. rannsókn Bjöms
Guðfinnssonar (1941-43) kemur
fram afgerandi munur milli þétt-
býlis og dreifbýlis. Einnig virðist
kjarnasvæði röddunar á Norður-
landi eystra vera að minnka og
virðist nú aðeins vera á Dalvík og
næsta nágrenni í stað allrar Eyja-
fjarðarsýslu áður.
Samantekt
Samkvæmt könnuninni virðist
harðmæli enn vera sterkt á Dalvík
og nágrenni en röddun aftur á móti
á hraðri niðurleið. Þessar tvær
breytur em því ekki samstíga í
þróun, þó að þær séu það land-
fræðilega. Bent hefur verið á að
harðmæli sé sterkara vegna þess
að það er það framburðarafbrigði
sem þykir „fínna mál“ heldur en
linmæli, þó að svipað megi reynd-
ar segja um röddunina. Raddaður
famburður virðist þó ekki vera
jafnvinsæll meðal þeirra sem hafa
hann ekki í sínum framburði eins
og harðmælið virðist gera. Einnig
hefur verið bent á að málnotendur
séu líklega meðvitaðri um málaf-
brigði sem eru annað hvort viður-
kennd sem góð eða slæm heldur en
þau sem litla eða enga umfjöllun
fá. Sem dæmi má nefna sterka
stöðu ngl- framburðar eins og í
kringla og þá staðreynd að fæstir
gera sér grein fyrir þessum fram-
burði og heyrajafnvel ekki mun á
honum og nl- framburðinum. Það
að röddunin er flóknara fyrirbæri
en harðmælið er hugsanleg skýr-
ing á því að hún er veikari og gæti
þetta átt sérstaklega við um sam-
bandið -lt-.
Það er eflaust engin ein skýring
á stöðu þessara mála og sú stað-
reynd að málið er félagslegt fyrir-
bæri leiðir hugann að þeim fjöl-
mörgu áhrifaþáttum sem koma við
sögu, flestir eru ómeðvitaðir og
því erfitt að einangra þá og rann-
saka.