Norðurslóð


Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 I marsblaði Norðurslóðar urðu þau mistök við vinnslu blaðsins að tvær myndir sem fylgdu grein Bjarna E. Guðleifs- sonar spegluðust. Hér koma þær réttar; Mynd 1: Greinarhöfundur horfir af Lambárfjalli þvert yfir Lamár- dalsbotninn í átt að hesti. „Tryppin“ eru til vinstri við Hest: (Ljósm. G.G.) - Mynd 2: Horft til baka á skörðótta egg Lambárfjallsins með veggbrattan Lamárdalinn öðrum megin og sprunginn Derrisdalsjökulinn hinum megin. (Ljósm: GG.) Myndin var tekin að vori af suðurenda Möðruvallafjalls og er horft fram Ytri-Tungudal. Lengst til hægri ber Kvarnárdalshnjúk við himin og þá Dýja- f jallshnjúk með snjóskafli, en gengið var niður hægra megin við hann og út Ytri-Tungudal. A miðri mynd ber Kirkjufjall við himin, næsta viðfangsefni ásamt þeim tindum sem eru lengst til vinstri. (Ljósm. BEG) Gangan langa - Gengin vatna- skilin umhverfís Svarfaðardal Enn um Rima(r) Bréf frá Helga á Þverá í febrúarblaði Norðurslóðar 1997 er grein er nefnist „Eru Rimar karl- kyns eða kvenkyns?“ Þar er sagt frá því að eg hafi orðið í karlkyni og er það rétt. Nú vil eg gera grein fyrir því, hvers vegna eg geri það. Ljótólfur goði tók sér bólfestu austan Svarfaðardalsár og nefndi bæ sinn Hof. Hann gerðist mikill bóndi, enda jörð góð. Graslendi töluvert, útbeit nokkur og sumar- hagar góðir. Hof hefur alltaf verið talin með bestu jörðum dalsins. Sjálfsagt hefur Ljótólfur farið að gefa ýmsu nöfn. Upp af Hofsdalnum gengur hátt og einkennilegt fjall, ólíkt svarf- dælskum fjöllum. Nokkrir kletta- lausir rindar, eða rimar, hver öðr- um líkir en misjafnir að gildleika. Kannske hefur Ljótólfur gefið fjallinu nafn, eða að minnsta kosti samþykkt það. En fjallið var skírt Rimar. Ljóst er að nafnið er sam- nefni rimanna í fjallinu og ekki er vafi á að orðið er kallkyns. Það fór ekki fram hjá mönnum að rimamir í fjallinu settu mjúkan cg notalegan svip á fjallið og með nafninu var því vel lýst hvert var aðal einkenni Rimanna. Þótt ekki sé kunnugt um hvemig Rimanafninu hefur reitt af í aldanna rás, þá em líkur til að það hafi fullkomlega haldið velli. Þegar eg var að alast upp í Gröf man eg ekki eftir að heyra nokk- urn, hvorki heima né í nágrenninu, tala um Rimarnar. Þar var karlkyn- ið allsráðandi. Það er fyrst eftir að eg kem í Þverá að eg tek eftir því að fólk kvenkennir Rimana. Og þetta er nokkuð almennt. En af hverju þessi breyting gerist er nokkur ráðgáta. Þó er ekki ólíklegt að þar sem fleirtalan af rim og rimi er sú sama hafi ruglað fólk og þótt svo munntamara að segja rimamar heldur en rimarnir og ekki hugsað út í hvaða vitleysu það var að gera. En mig furðar á að þeir, sem hafa Rimana fyrir augum skuli villast út í það að víkja þeirra rétta nafni til hliðar og taka nafn sem ekki styðst við veruleikann. Engin rim er í fjallinu, sem betur fer, því að væri það mundi útlit þess vera allt ann- um annað slagið niður í dalbotninn (Mynd 3 í síðasta blaði). Á leið okkar eftir Kvarnárdalshnjúknum gengum við yfir allstóran skafl, og þar voru einu ummerki manna, sem við sáum í ferðinni (auk varða), spor í snjónum eftir ein- hvem einfara, sem hafði gengið í báðar áttir, og hafði sólin stækkað sporin, þannig að þau hefðu getað verið eftir snjómanninn. Dýjafjallshnjúkur Nú var Kiængshólsdalurinn fullur af þoku, en alveg þokulaust var að sjá til norðurs, nema hvað okkur sýndist Eyjafjörðurinn þokufyllt- ur, en við vorum í sól og logni. Við stefndum nú til austurs, meðfram Klængshólsdalnum í átt að Dýja- tjallshnjúki (1456 m), hæsta fjalli á Tröllaskaganum vestan Hörgár- dals og Öxnadals. Klængshóls- dalsmegin eru þessir tveir hnjúkar hluti af sama fjallinu sem myndar norðurhlíð Klængshólsdalsins, en Hörgárdalsmegin eru þeir miklu greinilegri hnjúkar. Kvamái'dals- hnjúkurinn gnæfir yfir botni Illa- gilsdals (og reyndar einnig Kvarn- árdals) en Dýjafjallshnjúkurinn er við botn Ytri-Tungudals, eða á mörkum dalanna tveggja. Á milli hnjúkanna er enn eitt skarðið (1380 m), en í því var gul- ur sandsteinn, ekki rauður svo sem annars staðar. Ekki var hægt að Framhald á bls. 6 Niðurlag sjötta kafla: Hestur - Dýjafjallshnjúkur Öldungurinn Helgi Símonarson á Þverá. að og lakara en nú er. Líklega vita allir Svarfdælingar að það eru rim- amir sem skapa ásýnd fjallsins og verður ekki breytt. Mér sýnist því engin rök fyrir nafnbreytingu og slikt aldrei hvarflað að mér, enda væri eg þá að svíkja fjallið, sem hefur verið augnayndi mitt frá bemsku til þessa dags. Eg býst ekki við, að breyting verði í hvaða kyni menn hafa fjallsnafnið Rimar. Þeir sem nú nota kvenkynið munu halda því asti falljökull sem ég hef séð á Tröllaskaganum, hangir hann utan í bröttum hnjúknum og falla stór og sandborin jökulstykki úr hon- áfram, jafnvel þótt þeir sjái, að Rimamar eru í algeru ósamræmi við svipmót fjallsins. En það er líklega of mikil bjartsýni að eiga von á því að þeim fjölgi, sem nefna fjallið sínu rétta nafni. Þó gæti það gerst, ef málið er skoðað af skynsemi. Hvemig sem fer munu rimar fjallsins vera áfram á sínum stað, blasa við sjónum manna og prýða fjallið með tilveru sinni. Helgi Símonarson Afglapaskarð Það gladdi mig að vera kominn í Afglapaskarð (1200 m), því nú var ég loks kominn á slóðir sem ég hafði farið um, en allt frá Rimum var ég á nýjum slóðum. Hins vegar blasti nú við okkur óárennilegasti kafli dagsins. Handan Afglapa- skarðsins er sérkennilegur tindur, sem sést víða að, bæði Hörgárdals- og Skíðadalsmegin, og ég hef lengi kallað „Afglapa". Hann blas- ir til dæmis við úr suðurmynni Þorvaldsdals þegar horft er í botn lllagilsdals. Sýndist okkur nokkurt torleiði upp að honum úr Afglapa- skarði, meðal annars eitt kletta- belti. Við klöngruðumst þó þama upp, fyrst í stórgrýtisurð og síðan þurftum við að komast upp kletta- belti, sem við sigruðum með því að fara rauðlitað klif eða skarð, og komnir þar upp opnaðist okkur fögur sýn norður Nautárdalinn í átt að Derri og Sælufjalli. Við þurft- um enn að ganga mjög bratta stór- grýtisurð uns við komum að rótum Afglapa. Við gengum ekki á hann, en stefndum eftir bríkinni á milli settumst við að í þægilegu stór- grýti og borðuðum nestið í sól og logni. Kvarnárdalshnjúkur Að lokinni áningunni fómm við án vanda upp á Kvamárdalshnjúk (1448 m), og þar á vesturbrúninni er stærsta og veglegasta varðan sem á vegi okkar varð. Þeir Valdi- mar og Aðalsteinn frá Klængshóli sögðu mér að þeir hefðu hlaðið þessa vörðu, líklega rétt eftir 1940, en þátttakendur voru einnig þeir Þverárbræður, Sveinn og Björn, svo og Jóhann Jónsson frá Jarð- brú. Kvarnárdalshnjúkurinn (og varðan) blasa við neðan úr Skíða- dal til dæmis frá Kóngsstöðum upp Kvamárdal. Önnur minni varða er á brúninni norðaustan á hnjúknum, en þar er hann hæstur, og stendur hún býsna tæpt. Hrika- legur Illagilsdalurinn var nú undir fótum okkar, og austan við hann er fjallsrani sem aðgreinir hann frá Ytri-Tungudal, og gengur rani þessi út frá Dýjafjallshnjúki. Utan í Dýjafjallshnjúknum er stórbrotn- Greinar- höfundur: Bjarni E. Guðleifs- son Kvarnárdals og Illagilsdals í áttina að Kvamárdalshnjúknum. Nú sá- um við vel ofan í tröllslegan Illa- gilsdalinn og Dýjafjallshnjúkur virtist ekki fjarri. Þessa leið hafði ég farið fyrr og taldi mig því næst- um á heimaslóðum það sem eftir var dagsins. Mundi ég eftir torfæru á þessum hrygg á milli dalanna tveggja, og kom það á daginn, þama var grjótkryppa með snjó Illagilsdalsmegin og klettum Kvamárdalsmegin. Áttum við í nokkrum erfiðleikum með hana, og fór svo að ég strandaði og Grét- ar þurfti að rétta mér hjálparhönd upp glæfralegasta þrepið. Þegar þessari brík lauk vorum við komn- ir á litla flatneskju undir norður- jaðri Kvamárdalshnjúks og þar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.