Norðurslóð


Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Sameiningarmálin eru mál mál- anna þessa dagana. Norðurslóð leitaði álits oddvita viðkomandi sveitarstjórna og lagði fyrir þá nokkrar spurningar varðandi sameiningarmálin. Kristján Snorrason, oddviti í ✓ Arskógshreppi Hvaða augum lítur þú á samein- inguna? Ég tel til mikils að vinna með sameiningu og lít á hana sem stórt skref í rétta átt sem er sameining alls Eyjafjarðarsvæðisins. Ég sé fram á mun einfaldari og skilvirk- ari stjórnsýslu og verulegan sparn- að í þeim málaflokki. Þannig verði meiri tekjur afgangs sem nýta má til bættrar þjónustu við fbúa svæð- isins og til að greiða niður skuldir. Hver er hagnaður þíns sveit- arfélags af sameiningu? Við hljótum bætta þjónustu á sviði félagsmála. Það er rríikilvægt að menn átti sig á því að við erum nú þegar að borga með útsvari okkar fyrir þjónustu frá Dalvíkur en höfum að öðru leyti ekkert um hana að segja. Ég sé sömuleiðis mikinn ávinning fyrir þetta byggð- arlag varðandi uppbyggingu hita- veitu. Það er mun einfaldara og ódýrara að stækka þá hitaveitu sem fyrir er og njóta góðs af þeirri reynslu og þeim búnaði sem fyrir er en að stofna nýtt fyrirtæki við hliðina á Hitaveitu Dalvíkur. Auk þess tryggir það okkur aðgang að lánsfé með mun hagstæðari vaxta- kjörum en annars yrði. Hvað segir þú um að atkvæði Arskógsstrendinga verði léttvæg í nýju stórsveitafélagi? Mér finnst það nú óþarfa áhyggjur. Ég vil benda á að litlu sveitarfélögin 3 hafa um 50% at- kvæða á móti Dalvík og það er ekki hægt að hundsa svo stóran hóp. Annars vil ég fyrst og fremst líta á þetta svæði sem eina heild og að menn reyni að meta hlutina í því stóra samhengi. Verða litlu sveitarfélögin ekki eins og hverjir aðrir ómagar á Dalvíkingum? Nei því fer fjærri. Ég hef ekki séð neina útreikninga þess efnis að hagstæðara sé að slá skólunum saman en að reka þá skóla sem fyrir eru. Mér finnst allt slíkt tal lítt ígrundað. Bæði Arskógshreppur og Svarfaðardalshreppur hafa lægri skuldir pr. íbúa en Dalvíkingar ef út í það er farið. En það er ekki það önnur sveitarfélög á landsbyggð- inni, stöndum frammi fyrir mikilli fólksfækkun. Eina svarið við því er að kappkosta að efla sveitarfé- lögin úti á landi og hafa með því móti möguleika á að bjóða íbúun- um upp á betri þjónustu öllum sviðum. Ég tel að við munum standa sem sterkari heild gegn þeirri þróun sameinuð. Hver er hagnaður þíns sveit- arfélags af sameiningu? Ég vil nú forðast að fara út í það að skoða hverjir fá hvað eða hvað mitt sveitarfélag græðir eða tapar. Ég vil líta á allt svæðið sem eina heild og tel að öll heildin muni hagnast á sameiningu. Það sem fólk í Svarfaðardal kemur til með að njóta góðs af í byrjun er jöfnun húshitunarkostnaðar, annars verða engar róttækar breytingar á högum manna. Hvað segir þú um að atkvæði Svarfdælinga verði Iéttvæg í nýju stórsveitafélagi? Ég tel það fyrst og fremst undir íbúunum sjálfum komið hvað þeir Komið er að endatafli í sameiningarferli sveitarfélaganna. Hér sjást fulltrúar ungu kynslóðarinnar af Árskógsströnd og úr Svarfaðardal reyna með sér í hinni göfugu íþrótt, skáklistinni. S ameiningar málin - Oddvitar sveitarfélaganna fjögurra segja álit sitt sem skiptir máli. Menn ættu frekar að huga að meðaltekjum íbúa á hverjum stað. Umfram allt eiga menn að horfa á hvers konar rekstrareining hið nýja sveitarfélag verður eftir sameiningu. Munt þú hvetja kjósendur í þínu byggðalagi til að greiða sameiningunni atkvæði sitt þann 7. júní? Já það mun ég gera. Við mun- um halda hér annan borgarafund um málið. Ég tel það mjög mik- ilvægt nú þegar búið er að leggja fram tillögurnar og menn hafa haft tíma til að velta þeim fyrir sér og ýmsar spurningar hafa kviknað. Þórunn Arnórsdóttir oddviti í Hrísey. Hvaða augum lítur þú á samein- inguna? Ég er hlynnt sameiningu sveit- arfélaganna og ég tel að hún komi öllum sveitarfélögunum til góða. Hver er hagnaður þíns sveit- arfélags af sameiningu? Hríseyingar munu njóta mun betri þjónustu bæði hvað varðar félagsþjónustu og annað. Ég sé fram á að litlu sveitarfélögin hafi úr minna og minna að moða í framtíðin og við þurfum að bregð- ast við því á einhvern hátt. Hvað segir þú um að atkvæði Hríseyinga verði léttvæg í nýju sveitarfélagi? Nei ég er ekki hrædd við það. Hins vegar tel ég mikilvægt að við í smærri byggðunum látum í okkur heyra og komum okkar málum fram. Við verðum að ganga eftir því að við njótum sömu þjónustu og lífsskilyrða og aðrir íbúar sveit- arfélagsins. Verða litlu sveitarfélögin ekki eins og hverjir aðrið ómagar á Dalvíkingum. Nei ég lít engan veginn þannig á málin. Ég held það sé ekki síður hagsmunamál fyrir Dalvíkinga en aðra að sameiningin verði að veru- leika. Mér finnst fráleitt að tala um að t.d. litlu skólamir verði lagðir af þeir hafa staðið ágætlega undir sér. Frekar sé ég fyrir mér að foreldr- um á Dalvík opnist möguleiki að senda börn sín í smærri skólana með sínu skemmtilega andrúms- lofti og öllum þeim kostum sem þeir geta boðið upp á umfram þá sem stærri eru. Munt þú hvetja kjósendur í þínu byggðalagi til að greiða sameiningunni atkvæði sitt þann 7. júní? Já ég geri það hiklaust og um- fram allt hvet ég alla til að skoða hug sinn vel og ganga ekki á kjör- stað með einhverja fordóma. Atli Frið- björnsson oddviti Svarfdæla Hvaða augum lítur þú á sam- eininguna? Ég lít mjög jákvætt á hana og tel hana öllum sveitarfélögunum til hagsbóta. Við, eins og mörg eru duglegir að koma sér og sínum málum á framfæri. Mér sýnist við ekki þurfa að óttast það að ekki verði einhverjir til að ganga fram fyrir skjöldu í þeim efnum. Við getum litið á alþingi til hliðsjónar og hlut dreyfbýlisins þar. Verða litlu sveitarfélögin ekki eins og hverjir aðrið ómagar á Dalvíkingum. Nei alls ekki. Það má benda á að litlu sveitarfélögin hafa hingað til getað rekið sig sjálf. Hverjum íbúa fylgja náttúrulega útsvarstekj- ur fyrir sveitarfélagið. Það má hins vegar bæta þjónustu við íbúana með betri nýtingu tekna og aukinni hagræðingu. Munt þú hvetja kjósendur í þínu byggðarlagi til að greiða sameiningunni atkvæði sitt þann 7. júní? Já það mun ég gera. Ég hvet alla til að skoða hug sinn vel þegar kemur að kosningunum. Menn eiga að horfa til framtíðar. Þá hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu að við erum betur kom- in í einu sterku sveitarfélagi. Auglýsing um utankjörfundar- atkvæðagreiðslu Sveitarstjórnir Árskógshrepps, Dalvíkurbæjar, Hríseyjarhrepps og Svarfaðardalshrepps hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar þessara sveitarfélaga um að kosið verði um sameiningu þeirra, laugardaginn 7. júní næstkomandi. Vegna þessa hafa kjörstjórnir sveitarfélaganna ákveðið að fram fari utankjörfundaratkvæða- greiðsla sem hefjist þriðjudaginn 20. maí og Ijúki laugardaginn 7. júní. Hægt er að kjósa utan kjör- fundar á skrifstofum sýslumanna og umboðs- manna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „JÁ“ á at- kvæðaseðilinn. Þeir sem ekki samþykkja tillög- una skrifa „NEI“ á atkvæðaseðilinn. Kjörstjórnir Árskógshrepps, Dalvíkurbæjar, Hríseyjarhrepps og Svarfaðardalshrepps Mætum framtíðinni öflug og sterk Sameinum sveitarfélögin - segir Svanfríður Jónasdóttir bæjarfulltrúi á Dalvík Á undanförnum árum hafa miklar breytingar orðið á verkefnum sveitarfélaga. Ákvarðanir um ýmislegt sem skiptir okkur miklu máli í daglegu lífi hafa færst frá ríkinu til sveitarfélaganna, það er að segja hingað heim. Þessi nýju verkefni, og þar ber skólamálin hæst, kalla á nýja þekkingu í öfl- ugum sveitarstjórnunum því heimamenn taka bæði ákvarðanir um fagleg og fjárhagsleg málefni leik- og grunnskóla. Sama mun fljótlega eiga við um málefni fatl- aðra og aldraðra sem nú þegar eru að hluta verkefni sveitarfélaga. Ný verkefni - stærri verkefni Þetta er þróun sem ekki verður stöðvuð. Verkefnin færast í aukn- um mæli til sveitarstjórnanna, heim til þeirra sem við eiga að búa og þá er það okkar að búa svo í haginn að við getum leyst verkefn- in með þeim sóma sem þau krefj- ast. Við erum að tala um hluti sem geta ráðið úrslitum um það hvort fjölskylda vill búa hér á okkar svæði eða hvort hún flytur annað, þangað sem mönnum hefur auðn- ast að leysa þau verkefni sem snúa að þjónustu við fjölskylduna með betri og ódýrari hætti. En hvernig búum við þá svo í haginn að sveit- arstjómirnar geti rækt verkefni sín enn betur og tekið við nýjum. Það geram við m.a. með því að stækka sveitarfélögin og stefna þannig saman okkar hæfasta fólki í eðlilega samvinnu um þau verkefni sem nú eru leyst á vettvangi sveit- arstjómanna eða bíða úrlausnar. Snúum bökum saman En hvað græðum við á því að sameina sveitarfélögin? I bein- hörðum peningum e.t.v. ekki mik- ið alveg strax. Það eru þó þekkt sannindi að því fleiri sem standa að verkefni því minna þarf hver að greiða. Það mun skila sér í lægri útsvörum og gjöldum í framtíðinni en ella hefði orðið. Stjómsýslan verður betri og þjónustan. Það er gróði. Stærsti gróðinn verður þó sá að við getum búið betur í haginn fyrir fjölskyldurnar á svæðinu, hvort sem um era að ræða ungt fólk með böm eða eldra. Undanfarin ár hefur viðamikil samvinna þróast milli sveitarfé- laga, fyrirtækja og einstaklinga hér á svæðinu. Þar má sem dæmi nefna skólamálin, heilsugæslu, menningarmál og hafnarsamlag. Þá vil ég nefna farsæla sameiningu sparisjóðanna á svæðinu og fyrir- tækja í sjávarútvegi. Til samvinnu eða sameiningar hafa menn gripið til að styrkja stöðu viðkomandi verkefnis eða málaflokks, vitandi það að saman og öflug stöndum við betur að vígi til að taka við nýj- um verkefnum og til að leysa önn- ur betur. Ánægðir fbúar á öllum aldri, sem geta treyst þvi að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, hverjar svo sem aðstæður þeirra era, er síðan hinn raunveralegi gróði af sameiningu sveitarfélaganna. Svanfríður Jónasdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.