Norðurslóð


Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Bréf til Norður- slóðar frá ✓ Astralíu Kœra Norðurslóð. Nú er eg komin hingað til Darwin á norðurströnd þessa stóra lands. Það er ekki nema mánuður eftir af þessari útlegð minni og eg er hingað komin til að vinna sjálf- boðavinnu við landgræðslu í 4 vikur. Eg mun vinna fyrir stór samtök sem heita ATCV (Austra- lia Trust for Conservation Volun- teers). Þau eru með útibú í aðal- borgum Ástralíu. Skrifstofan hérna sér um svæði frá eyðimörk til frumskógar og allt þar á milli. Það er best eg byrji á að segja ykkur frá ferðinni hingað norður. Það var mjög sérstök reynsla, því eg ákvað að fara með rútu þessa tæplega 6.000 km leið frá Mel- bourne gegnum Victoríu, Suður- Ástralíu og til Darwin nyrst á norðursvæðinu (Northern Terri- tory). Leiðin lá að mestu um svæði sem Ástralir kalla The Outback því þar er mjög strjálbýlt, vegurinn mjór og beygjulaus ætlar engan enda að taka. Oft eru hundruð kíló- metra milli stoppistöðva, sem eru þá bensínstöðvar, námubæir og/ eða vinsælir ferðamannastaðir. Eg keypti mér rútupassa og gat þessvegna hoppað úr rútunni þar sem eg vildi á leiðinni og tekið hana seinna. Á flestum leiðum eru tvær rútur á dag og eg fór oftast að næturlagi til að reyna að spara og svo er nú svo sem ekki mikið að sjá þarna, mikið til sama lands- lagið. (Eg verð að vísu að viður- kenna að það var ekki mjög þægi- legt að sofa í rútunni. En eftir háls- ríg, bakverk, hrikalegan sinadrátt og náladofa þá fann eg samt ágætis stellingu. En það var ekki fyrr en rétt áður en eg kom á leiðarenda. Eg lagði sem sagt af stað þann 15. apríl frá Melbourne og fyrsti áfangastaðurinn var Adelaide, stærsta borg Suður-Ástralíu. Borg- in er mjög falleg og mun minni en Heiman ég fóR Við þurfum engan Gullfoss eða Geysi Rætt við Önnu Dóru Hermannsdóttur frá Klængshóli Eins og lesendum Norðurslóðar er kunnugt hefur Þinghúsið á Grund öðlast nýtt hlutverk eft- ir að önnur og meiri bygging Ieysti það af hólmi sem sam- komuhús sveitarinnar. f sumar og e.t.v. í framtíðinni mun það hýsa margháttaða starfsemi; handverksmarkað, greiðasölu og hverskyns þjónustu við ferðafólk á vegum sæmdar- hjónanna á Hæringsstöðum, Jóns og Ingibjargar. í síðustu viku var þar haldið kvöldnám- skeið í nýtingu íslenskra jurta til matar og drykkjar og ekki síst lækninga. Kennarinn á nám- skciði þessu var Anna Dóra Hermannsdóttir frá Klængs- hóli í Skíðadal. Norðurslóð hitti Önnu að máli að loknu nám- skeiðinu og bað hana til að byrja með að segja frá hvaðan áhugi hennar á grösum væri sprottinn. Fyrstu kynni mín af tejurtum voru þegar amma mín, Margrét á Klængshóli, var að fá mig til að tína fyrir sig blóðberg. Þá var ég bara smástelpa. Síðan gerðist það þegar ég var svona 13-14 ára að Ingimar Óskarson, sá frábæri grasafræðingur, fór að venja komur sínar heim til æskustöðv- anna á Klængshóli, en þar var hann fæddur. Hann var þá kom- inn á níræðisaldur en það aftraði honum ekki frá því að hlaupa um fjöll og fimindi í leit að jurtum. Mömmu var nú ekki alveg sama um þetta flan og sendi mig því gjaman með honum. Eg man að mér þótti þetta ekki skemmtilegt til að byrja með en það breyttist og Ingimar blessaður kenndi mér að þekkja allar jurtir. Hann gaf mér líka grasapressu og vakti áhuga minn á náttúmnni sem ég hef alla tíð síðan haft í ríkum mæli. Eg fór síðan á umhverfis- braut í Garðyrkjuskóla ríkisins, þar er mikið lagt upp úr jurta- söfnun, og síðan hef ég sótt nám- skeið í grasalækningum ofl. bæði hér heima og erlendis. Ég bjó eitt ár í Bandaríkjunum og lærði þar yoga. Ég bjó á svokölluðu Yoga Center og var þar mikið lagt upp úr notkun jurta í sambandi við heilsusamlegt líferni. Við hvað starfarðu núna? - Ja, þetta er erfið spuming. Á vetrum kenni ég yoga og aðstoða meðbræður mína og systur við að slaka á og stunda heilsusamlegt lífemi en u.þ.b. sem krían birtist í Tjarnarhólmanum í Reykjavík dreg ég fram bakpokann og gönguskóna og held til fjalla. Þar fæst ég við eitt og annað; skipu- lagningu á ferðum, göngustíga- gerð og leiðsögn með ferðamönn- um. S.l. sumar starfaði ég sem landvörður í Jökulsárgljúfrum en var reyndar með annan fótinn á Grænlandi. Nú í sumar verður það svipað: annar fóturinn í Jök- ulsárgljúfrum og hinn á Græn- landi. Hvað ert þú að sýsla á Grænlandi? - Þetta atvikaðist þannig að Islendingur, Stefán Magnússon að nafni, hafði samband við mig og bað mig að koma til Græn- lands að skipuleggja fyrir sig gönguleiðir. Stefán er hreindýra- bóndi á eina hreindýrabúinu á Grænlandi. Hann hefur yfir að ráða 2400 km2 landssvæði á SV- Grænlandi vestur af Narsarsuaq. Þar er engin byggð utan bærinn hans sem hann reisti sér eins og hver annar landnámsmaður. Hann hefur í hyggju að reka þarna ferðaþjónustu og hefur svo sann- arlega af nógu að taka því nátt- úrufegurðin þama er sannkölluð veisla fyrir augað og sálina. Ég gekk þama um allt, allt að 30-40 km á dag og það var svo sann- arlega hægt að velja úr göngu- leiðum. Hugmyndin er að vera ekki með neina fjöldaferða- mennsku heldur vistvæna ferða- mennsku, „öko-turism“. Stílað er upp á veiðiferðir. Þama er mikið af bleikju í ánum og svo 4000 hreindýra stofn sem þarf að nýta til að halda stofnstærðinni í skefj- um. Það er eitthvað þarna á Grænlandi sem ekki er til hér á íslandi lengur, eða hefur kannski aldrei verið til, einhver sérstök tegund af kyrrð. Það er líka eins og átt hafi sér stað einhver vakn- ing, skyndilega vilja allir fara til Grænlands. Ég held að við getum kennt Grænlendingum eitt og annað í samandi við ferða- mennsku og ekki síst bent þeim á að gera ekki sömu mistök og við höfum gert hér. Mistök okkar em ekki síst fjöldaferðamennska; að hrúga öllum túristum á nokkur svæði. Ég tek dæmi af viðkvæm- um stöðum á hálendinu eins og Þórsmörk og Landmannalaugum. Það vill Grænlandi til happs að þar er afskaplega erfitt að ferðast innanlands og eiginlega ekki hægt nema á bátum stuttan tíma á ári eða þyrlum sem eru mjög dýr- ar. Er þá ekki eitthvað sem þú getur kennt okkur Svarfdæl- ingum á þessum nótum fleira en að búa til te úr jurtum? - Jú, í þessa byggð skortir nokkuð sem til er víðast hvar annarsstaðar. Það er þetta sem Ingibjörg og Jón em að fara af stað með hér í Þinghúsinu. Hér hefur tilfinnanlega vantað ein- hvem stað sem staðfestir að ferðamenn em velkomnir í Svarf- aðardal. Ég fór hér um með er- lendum vini mínum í fyrrahaust og leitaði um alla Dalvík að kaffi- húsi en fann ekkert. Við höfum svo sem enga einstaka náttúru- perlu til að selja túristum aðgang að en við höfum þennan yndis- lega fallega fjallahring sem á engan sinn líka. Þekktustu ferða- mannastaðirnir em ofsetnir og þá fer fólk að leita til jaðarsvæð- anna. Eftir því sem borgarfirring- in verður meiri í Reykjavík leitar fólk meira og meira til hinna dreifðu byggða. Við þurfum að vera undir það búin að taka við þessu fólki. Þjóðvegakerfíð er hætt að setja mönnum skorður Það þarf að beina ferðamanna- straumnum ofan af viðkvæmu há- lendi landsins og niður í sveit- imar. Svarfaðardalur og Skíða- dalur em fallegar sveitir og hafa upp á allt að bjóða. Við þurfum engan Gullfoss eða Geysi. hjhj Við látum fylgja með hér til hliðamppskrift að Fíflavíni úr fræðafórum Önnu frá Klængs- hóli. Melboume, eg gæti vel trúað að það sé mjög gott að búa þar. Eg stoppaði þar í tvo daga, fór á ströndina og í göngutúr upp með á sem rennur nánast í gegnum miðja borgina, þar er svo friðsælt og mikið af trjám að það er bara eins og að vera úti í sveit. Frá Adelaide lá leiðin svo til Coober Pedy, en það er lítill námubær í eyðimörk- inni um 850 km norður af Adel- aide. Þar búa 3500 manns frá 45 jjjóðlöndum flestir þó fmmbyggjar Ástraiíu. Flestir aðfluttra hafa komið til Coober Pedy til þess að freista gæfunnar í „Ópalhöfuðborg heimsins" en um 80% ópalsteina koma frá Coober Pedy. Ferðamenn eru líka mjög mikilvægir fyrir bæ- inn en þar er fullt af ópalverslun- um og gistiheimilum. En þá er það líka upptalið og eg er fegin að eg var bara ferðamaður þarna. Bæjar- búar hafa fundið ráð við steikjandi hita dagsins og köldum nóttum, en helmingur þeirra býr neðan jarðar. Gistiheimilið sem eg bjó á var eitt þessara „dug outs“ eins og það er kallað og það var gott að koma niður í svalann. Eg fór í smá göngu um bæinn, kom í eina kirkjuna sem er neðan jarðar, mjög falleg og í gamla námu sem nú er búið að breyta í safn. Fólk bjó áður fyrr í sumum hellunum. Þetta var allt saman mjög gaman að sjá. Um kvöldið vildi svo vel til að báðir barirnir voru opnir, en annar er víst bara opinn einu sinni í mánuði en hinn tvisvar. Ástæðan er sú að meirihluti bæjarbúa er svo snarvit- laus með víni að það er ekki hægt að hafa almennan aðgang oftar. Þetta eru aðallega frumbyggjarnir. Jæja, eg fór ásamt hellisfélaga mínum, bráðskemmtilegri stelpu frá Englandi og í stuttu máli sagt þá skemmtum við okkur þrælvel, spjölluðum við bæjarbúa og döns- uðum fram á morgun. Eftir tvo daga í Coober Pedy tók eg svo næturrútuna til Yulara en þar er hjarta Ástralíu, Ayers Rock eða Uluru eins og frum- byggjarnir kalla hann. Eg hafði bú- ist við jafnmikilli auðn og í Coober Pedy en svo var nú aldeilis ekki. Fullt af litlum og lágvöxnum eyðimerkurrunnum í fallegum dökkgrænum lit og sumir alsettir rauðum blómum. Jarðvegurinn múrsteinsrauður og litlar hæðir brutu upp að mestu leyti flatt land- ið. Og svo Uluru og líka Kata Tjuta (The Olgas) lengra í burtu, risastórir hlunkar upp úr miðri flatneskjunni eins og einhver hafi gleymt þeim þar. Þetta eru mjög helgir staðir fyrir frumbyggjana en aðalsportið hjá ferðamönnum er að klifra upp á Uluru. Og eg, nei eg var sko fljót að lýsa því yfir að eg myndi nú ekki klifra upp á kirkju í mínu heimalandi. Það er nú ekki oft sem eg hef góða samvisku yfir að vera bæði löt og lofthrædd, en það kemur fyrir. Eftir Yulara lá leiðin til Kings Canyon, en það er eins og nafnið gefur til kynna ógurlegt gil. Okkur var boðið upp á nokkurra tíma göngu og þurftum við að fara á fætur fyrir dögun því hádegissólin er svo sterk að það borgar sig að vera hættur öllu fjallaklifi fyrir kl 10 f.h. Sólsetrið við Uluru og í Kings Canyon var stórfallegt, en eg á engin orð til að lýsa döguninni og sólarupprásinni í Kings Canyon, Vá!, eg hef sjald- an séð neitt svo fallegt. Gangan upp gilið var erfið en vel þess virði. Þetta var öðruvísi gil en Is- lendingurinn í mér á að venjast, því hér vantaði ána. Eftir smá af- slöppun við sundlaugina á hótelinu var komið að næstsíðustu rútuferð- inni. Eg ákvað að sleppa Alice Springs og fara beint til bæjarins Katherine. Eg átti fyrir höndum 22 tíma ferð. Það var fullt tungl og þessvegna mjög bjart og eg sá vel til kengúra og fleiri dýra. Þegar þarna var komið sögu var eg líka búin að finna réttu stellinguna, að liggja á bakinu með fæturna upp með rúðunni. Islenska aðferðin, að strekkja úr sér yfir ganginn virkar nefnilega ekki hér, því þá komast samferðamenn ekki á klósettið. En nóg um þessa rútuleikfimi. Eitt kom mér á óvart, vegna þess að lestarteinarnir ná ekki lengra en til Alice Springs, þá fara allir flutn- ingar síðustu 1650 km til Darwin með trukkum og það eru ferlíki sem mig langar ekki til að mæta. 12 hjóla trukkar með 2-3 jafnlanga tengivagna. Þessir bílar eru kallað- ir „Road Train“. Eftir því sem norðar kom jókst gróðurinn og maurabúin stækkuðu, sum eru meira en mannhæðar há, líkjast mest stórum styttum. Eg átti tvo yndislega daga í Katherine, það var heitt en ekki of rakt loft. Eg synti í lítilli á rétt hjá bænum - einni af fáum sem er krókódílalaus - og það var aldeilis gaman, fullt af litlum forvitnum froskum og fiskum, og svo slappaði eg bara af í sólbaði því eg var orðin ansi þreytt á flakki síðustu daga. Seinna um kvöldið hleypti eg í mig kjarki og keypti mér kengúru- og strúts- kjöt á grillið. Það var bara gott. Nú er eg sem sagt kornin til Darwin, þetta er magnaður staður. Þessi borg hefur minnsta kosti verið byggð upp þrisvar sinnum því auk skógarbruna gegnum árin þá varð hún fyrir miklum loftárás- um Japana í seinni heimsstyrjöld- inni. Svo þegar húsasmiðir voru rétt komnir úr vinnugallanum og sátu og biðu eftir jólasveininum á jóladag 1976, þá mætti fellibylur- inn Tracy á svæðið og feykti 90% borgarinnar á haf út ásamt nokkr- um hundruðum bæjarbúa. Borgin hefur sem sagt verið byggð upp á síðustu 20 árum og er því mjög vel skipulögð og snyrtileg. Mér hálf- brá nú samt þegar eg kom út úr Framhald á bls. 6 Fíflavín Þrem lítrum af sjóðandi vatni er hellt yfir 3 lítra af ferskum blómum. Blandan er síðan látin standa í 3 daga og hrært í öðru hverju. Síðan eru blómin síuð frá, í vökvann bætt 1,5 kg af sykri, nokkrum sneiðum engiferrót og rifnum berki af 1 appelsínu og 1 sítrónu. Lögurinn er síðan soðinn í 30 mín. Þegar lögurinn er orðinn kaldur er settur biti af fersku geri ofan á ristaða brauðsneið og því bætt út í. Eftir 2 daga er víninu tappað á flöskur og það síðan geymt í 2 mánuði.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.