Norðurslóð


Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 6
6 - NORÐURSLÓÐ Minning Sigríður Anna Stefánsdóttir F. 7. desember 1911 á Skúfsstöðum, Hjaltadal - D. 14. janúar 1997 Anna var elst átta barna, hjónanna Rannveigar Jónsdóttur og Stefáns Rögnvaldssonar. Hún lést á dval- arheimilinu Dalbæ, Dalvík. Árið 1945 giftist Anna Gunnlaugi Tryggva Kristinssyni, f. 21. októ- ber 1916, d. 30. desember 1975, frá Hjalla á Dalvík og bjuggu þau lengst af í Karlsbraut 24. Einka- dóttir þeirra er Jóhanna, f. 28. des- ember 1944. Útför Önnu fór fram frá Dalvíkurkirkju 24. janúar sl. Kær mágkona hefur kvatt, sjúk- dómsstríðinu er lokið. Kynni okk- ar eru orðin löng, hafa staðið í meira en hálfa öld. Fundum okkar bar fyrst saman er ég var barn að aldri að hún kom inn í fjölskyldu okkar sem eiginkona elsta bróður míns, Gunnlaugs. Hún reyndist mér strax vel og bar aldrei skugga á okkar kynni. Minningar streyma fram, allar á einn veg. Það var þessi mikla um- hyggjusemi og góðvild í annarra garð sem einkenndi Önnu. Alltaf var munað eftir afmælisdögum eða öðrum tilefnum, nú síðast fyrir jólin er hún var þrotin að kröftum og gat ekki skrifað, bað hún um að við fengjum jólakveðju í útvarpið. Anna var mjög gestrisin. Hún var flínk í matartilbúningi og kom það oft á óvart hvemig hún gat útbúið veisluborð af litlum efnum. Þegar samgöngur við Ólafsfjörð breyttust til hins betra með til- komu ganga gegnum Ólafsfjarðar- múlann var það henni mikið ánægjuefni að fá vini og kunningja í kaffisopa, bæði frá Ólafsfirði og Siglufirði, en á Siglufirði hafði Anna einmitt starfað alllengi. Þau hjón Gunnlaugur og Anna voru samhent um að búa sér fallegt og snyrtilegt heimili. Gunnlaugur var fyrst á sjónum, en stundaði seinni árin verkamannavinnu. Hann var dagfarsprúður maður, léttur í lund og hugsaði vel um að afla fyrir heimilið. Anna fór ekki var- hluta af sorginni. Auk þess að missa eiginmanninn á sextugasta aldursári missti hún tvo bræður sína í sama sjóslysinu 1963 og nokkrum árum seinna ungan syst- urson sem fórst af slysförum og var þeim hjónum afar kær. En Anna var trúuð kona og æðraðist ekki. Eftir andlát Gunnlaugs bjó Gangan langa Framhald afbls. 3 fara beint eftir hryggnum niður af Kvarnárdalshnjúknum, og héldum við okkur Klængshólsdalsmegin, enda mjög óárennilegt Illagilsdals- rnegin. Við lentum nú smástund í þokunni í eina skiptið í ferðinni, og fórum líklega heldur neðarlega um leiðinlega urð. Þessi óþarfa lækkun hafði þó þann kost að við komumst í fyrsta sinn í vatn í ferð- inni og fylltum við flátin okkar. Þegar við vorum í miðju skarðinu og komnir upp úr þokunni gátum við gengið eftir þessum gulleita og breiða hrygg og vandalaust var að komast upp á Dýjafjallshnjúkinn. Við hvfldum okkur nú á vestur- hún áfram með dóttur sinni og nú tók hún bræður sína í fæði til að afla sér tekna. Mikla umhyggju sýndi Anna öldruðum foreldrum sínum og taldi ekki eftir sér að hlúa að þeim. Anna gekk í Kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Dalvík og starfaði þar ötullega. Anna flutti ung með foreldrum sínum í Skeggstaði í Svarfaðardal, en þaðan var faðir hennar ættaður. Síðan lá leiðin til Dalvíkur þar sem hún bjó alla tíð síðan. Hún fór snemma að heiman að vinna fyrir sér. Hún var komin í vinnumennsku innan við fermingu á Hrafnsstöðum í sömu sveit. Önnu verður sárt saknað er við fjölskylda mín komum norður næst en það var orðinn fastur liður að gista hjá þeim hjónum frá fyrstu tíð. Á kveðjustund er okkur öllum efst í huga þakklæti fyrir allar góð- ar stundir. Eg vil einnig þakka henni hlýhug og góðvild við aldr- aða móður mína sem var orðin ekkja þegar þær kynntust. Eg bið Önnu guðs blessunar í nýjum heimkynnum og bið Guð að styrkja Jóhönnu á komandi tímum. Elín S. Kristinsdóttir brún hans, en þar er lítið vörðu- brot. Þetta hlaut að vera hápunktur göngunnar löngu, því nú vorum við staddir á hæsta fjallinu, og aldrei síðar á þessari göngu mund- um við komast upp í 1456 metra hæð. Framundan var næsti tindur, Kirkjufjallið handan Ytri-Tungu- dalsins, og sýndist mér óárennilegt uppá það. Við gutum augum þang- að og mátum það eflaust báðir í huganum hvort við ættum að ráðast í þá þraut að fara þangað, en bæði var það að við vorum orðnir slæptir og dagur var að kveldi kominn, svo við komum okkur saman um að hætta hér að sinni og stefna til byggða. Hin opinbera skýring var þó sú að þokan úr Klængshólsdalnum teygði sig stundum upp í skarðið og við vild- um ekki lenda í henni. Við hringd- Bréf frá Ástralíu Framhald afbls. 5 rútunni því það er óbærilega heitt hérna. Þótt hitastigið sé ekki nema 36°C í skugganum, þá er rakinn svo mikill að það virðist hærra. Að vísu segir fólkið hér að þetta sé þurrt og þægilegt miðað við hvern- ig það er á regntímabilinu. Já verði þeim þá bara að góðu. Héma eru öll skordýr risastór miðað við það sem eg vandist í Melbourne en það er allt í lagi meðan þau setjast ann- ars staðar en á mig. Um tveggja tommu langar engisprettur og drekaflugur (rauðar, líkjast litlum leikfangaþyrlum) stórglæsileg fiðrildi, eðlur og fullt af páfagauk- um og þannig má lengi telja. Fólk ræktar Mangó og kókoshnetur í garðinum hjá sér, Vá! Þetta hljóm- ar svo vel. O, ætli maður venjist ekki hitanum. En eg verð nú bara tvo daga hér til að byrja með, því fyrsta verkefnið mitt er tvær vikur á nautgripastöð um 700 km til baka inn í eyðimörkina og svo 250 km til vinstri. Og eg sem hélt eg væri búin með allt rútubrölt í bili, en nei, þetta er Ástralía, landið þar sem vegalengdir eru teknar í nefið. Nú ástæðan fyrir því að þetta eru kallaðar nautastöðvar „Cattle stat- ions“ en ekki bóndabæir er aðal- lega sú að þetta eru svæði sem myndu ná yfir hálft Island ef ekki meira, með þúsundum gripa. Já eg hlakka til að prófa þetta. Eitthvað sem „venjulegir" ferða- menn fá ekki að gera. Eg fer svo af stað heim 21. maí og eyði nokkr- um dögum fyrst í Indonesíu á eyj- unni Balí og svo í London. Með kœrri kveðju Edda Björk Ármannsdóttir í Darwin 26. aprfl 1997 um því í Möðruvelli og báðum um að verða sóttir í Dagverðartungu. Tókum við stefnuna niður af Dýja- fjallshnjúknum norðanverðum, nánast á mörkum Illagilsdals og Ytri-Tungudals og var niðurgang- an auðveld. Þegar við vorum komnir niðurfyrir jökulfönnina sem alltaf er í norðurhlíð hnjúksins sveigðum við austur snæviþakta skál og niður í Ytri-Tungudalinn. Við gengum svo sem leið lá út þennan fagra dal, þar sem áin lið- aðist um mosagróna bakkana og stefndum á Dagverðartungu. Páll bóndi er nú fluttur í bæinn, en af- komendur hans reka þarna enn bú- skap. Þar var kona mín mætt og ók okkur þreyttum en ánægðum heim, enda klukkan að verða átta að kvöldi. - Öðrum áfanga göngunn- ar löngu var að ljúka, við höfðum gengið frá Kistufjalli að Dýja- fjallshnjúk (sjá kort í síðasta blaði). Ný ævintýri bíða okkar á næsta sumri. Það sem ég óttast mest er að nú eru uppi áform um sameiningu sveitarfélaga þannig að vera kann að næsta sumar verði engin hreppamörk að ganga eftir, en við fylgjum þá bara vatnaskilunum. Munið að greiða áskriftar- gjaldið með gíróseðlin- um sem fylgdi síð- asta blaði! Bændur athugið! Nú í sumar verðum við með tvær gerðir af rúllubaggaplasti í boði, þ.e. BONAR plast (sem við vorum með í fyrra) og TENO plast sem þekkt er af gæðum til margra ára Verð án VSK: BONAR plast 50 sm = 3.670 kr. BONAR plast 75 sm = 4.600 kr. TENO plast 50 sm = 3.700 kr. TENO plast 75 sm = 4.600 kr. Vinsamlegast leggið inn pantanir sem fyrst í síma 466 1122 eða látið sjá ykkur. Bílaverkstæði Dalvíkur ‘Jramt^ötfum samdœgurs ‘Jiímafytgir fiverri framífífun ILEX-myndir Sparisjóður Svarfdæla Dalvík, Hrísey, Árskógi sendir viðskiptavinum kveðjur guðs og sínar og óskir um hlýtt og sólríkt sumar. En hvort sem sólskins- dagarnir verða fleiri eða færri mun sparisjóðurinn standa stöðugur á sinni þríeinu rót og taka á móti hverjum sem að garði ber með sólskinsbros á vör. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík Hrísey Árskógi s. 466 1600 s. 466 1880 s. 466 1785

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.