Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7
Ur saltpæklinum.
I hlað á Klængshóli
Hermann Aðalsteinsson bóndi á Klængshóli varð
sjötugur á dögunum. Skíðdælir héldu honum
veislu mikla að Möðruvöllum; hinum glæsilegu
húsakynnum sem Óskar í Dæli hefur innréttað í
gömlu tjárhúsunum á Másstöðum.
I veisluna kom meðal annarra hópur gangnamanna
úr Sveinsstaðaafrétt til að hylla afmælisbamið og
syngja því lof. Það hefur til margra ára verið fastur
liður hjá gangnamönnum þegar riðið er heim úr öðr-
um göngum að koma við á Klængshóli og þiggja veit-
ingar af þeim hjónum Hennanni og Jónu. Eftirfarandi
lofsöngur Þórarins Hjartarsonar var ortur í einni slfkri
heimsókn og að sjálfsögðu var hann á efnisskránni í
afmælinu góða.
Lagboðinn er: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
I hlað á Klœngshóli klárinn ber mann
og Krosshóls sveinar œja hér.
;Aðfinna Jónu ogfinna Hermann
semfaðminn breiða á móti mér;
Þau heyrðu álengdar hófadyninn
og helltu á könnu og sóttu í búr.
;Og karlinn bauð okkur besta vininn
þá birti enn yfir okkar túr;
Og þó að hausti og haginn sölni
og hylji snjórinn gömul spor.
;Og þó á hjónunum háriðfölni
í hjarta þeirra er sól og vor;
Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla:
Afkoman svipuð og árið áður
Aðalfundur Sparisjóðs Svarf-
dæla var haldinn í lok apríl að
Rimum í Svarfaðardal. A fund-
inum var lagður fram og skýrð-
ur ársreikningur sparisjóðsins
fyrir árið 1996. Hagnaður spari-
sjóðsins var kr. 11,3 milljóir en
árið áður 10,5 milljónir. Eigið fé
sparisjóðsins var kr. 183,7 millj-
ónir í árslok og hafði vaxið um
15,1 niilljón frá árinu áður.
Eiginfjárhlutfall sem reiknað er
samkvæmt lögum um sparisjóði er
15% en verður samkvæmt fyrr-
greindum lögum að vera yfir 8%
svo á þann mælikvarða er sjóður-
inn sterkur.
A fundinum var félagsheimil-
inu Rimum færð klukka að gjöf frá
sparisjóðnum í tilefni vígslu húss-
ins í vetur. Þóra Rósa Geirsdóttir
formaður Menningarsjóðs Svarf-
dæla flutti skýrslu stjómar menn-
ingarsjóðsins og gerði grein fyrir
úthlutun styrkja fyrir þetta ár.
Samtals var úthlutað krónum
550.000 til fjögurra aðila. Samkór
Svarfdæla hlaut 150.000 kr. Kór
Stærra-Árskógskirkju 150.000 kr.
Olafur Sveinsson myndlistarmað-
ur í Hrísey 150.000 kr. og Hesta-
mannafélagið Hringur 150.000 kr.
til að endurvinna gamlar kvik-
myndir sem til em af hestamanna-
mótum fyrri ára.
I ræðum stjómarformanns spari-
sjóðsins Sveins Jónssonar og
sparisjóðsstjóra Friðriks Friðriks-
sonar kom fram auk menningar-
sjóðsins styrkir sparisjóðurinn með
ýmsum hætti félags- og menning-
arstarf á starfssvæði sínu.
Að loknum aðalfundi kom full-
trúaráð sparisjóðsins saman til
fundar og til að kjósa stjórn spari-
sjóðsins. Stjórnin var öll endur-
kosin en hana skipa Mikael Sig-
urðsson Hrísey, Sveinn Jónsson
Árskógsströnd, Oskar Gunnarsson
Svarfaðardal, Bragi Jónsson Dal-
vík og Jóhann Antonsson Dalvík.
J.A.
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á
sjötugsafmæli mínu. Sérstakar þakkirfá
Skíðdælingar og Krosshólssveinar.
Kveðja
Hermann Aðalsteinsson
Klængshóli
Garðverkfœri
í úrvali
Áburður, graskorn, trjákorn, blákorn,
áburðarkalk, skeljakalk, blómaáburður,
mosaeyðir
Akrýldúkur, jarðvegsdúkur,
gróðurhúsaplast
Sólpalla- og skjólveggjaefni
Grillkol, grillolfa og grilláhöld
Sumgrtilboð á utgnhússrnálnjngu:
Útitex, Rex þakmálning,
Texolin grunnfúavörn,
Texolin þekjandi viðarvörn
Leigjum út
teppahreinsivélar
55 DALVÍK
n 466 3204 og 466 3201
Húsnæðisnefnd
Dalvíkur
íbúð til sölu
Til sölu er 4ra herbergja 106 fm íbúð að Reyni-
hólum 9 ásamt bílskúr. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Húsnæðisnefndar Dalvíkur,
Ráðhúsinu, sími 466 1370.
Húsnæðisnefnd Dalvíkur,
Húsnæðisfulltrúi.
Frá Dalvíkurskóla
Skólaslit 1997 verða sem hér segir:
8.-10. bekkur29. maí kl. 20:00 í Dalvíkurkirkju
4.-7. bekkur 30. maí kl. 9:00 í skólanum
1 .-3. bekkur 30. maí kl. 10:00 í skólanum
Foreldrar og aðrir velunnarar skólans velkomnir.
Skólastjóri
Grilltíminn
er byrjaður
Mikið úrval af
grillkjöti
Lambaframpartur í sneiðum 599 kr/kg
Lambakótelettur 799 kr/kg
Lambalœrissneiðar 899 kr/kg
Svínalœrissneiðar 499 kr/kg
Svínabógssneiðar 409 kr/kg
Svínahnakki 599 kr/kg
Munið!
Vorsprengjunni lýkur 31. maí
SVARFDÆLABUÐ
S í MI : 4 6 6 3 2 1 1 - 4 6 6 1 2 0 2