Norðurslóð - 28.05.1997, Blaðsíða 8
FréttahorN
TímamóT
Skírnir
Dagur var skírður 20. apríl. Foreldrar hans eru Margrét Asgeirs-
dóttir og Atli Dagsson til heimilis að Goðabraut 10 Dalvík.
Skírð var af séra Jóni Helga Þórarinssyni þann 19. maí, Eydís
Arna. Foreldrar hennar eru Heiða Hilmarsdóttir og Hilmar Þór
Valgarðsson, til heimilis að Drafnarbraut 6 Dalvík.
Hjónavígslur
Gefin voru saman í Dalvíkurkirkju á sumardaginn fyrsta Sigríður
Ólöf Hafsteinsdóttir og Sigurður Gauti Hauksson, til heimilis
að Bárugötu 3, Dalvík.
Gelin voru saman í Urðakirkju 19. maí, Gunnhildur Gylfadóttir
og Hjálmar Herbertsson til heimilis að Steindyrum í
Svarfaðardal.
t
Afmæli
Nemendur Húsabakkaskóla söfnuðu rusli meðfram þjóðveginum í Svarf-
aðardal í svokallaðri umhverfisviku á dögunum. Afrakstur þeirrar söfnunar
var m.a. þetta myndarlega ruslaskrímsli.
í umhverfisvikunni gróðursettu nemendur einnig 250 trjáplöntur á skóla-
lóðinni. Hér eru þær Anna Heiða, Sigríður Dúna, Jóna Heiða, Hulda Berg-
lind og Sigurborg önnum kafnar við að klæða landið.
en ekki þó nándar nærri því eins
mikið og flórgoðarnir sem nú hafa
skotið upp sínum úfna kolli á
Hrísatjörninni. Flórgoðinn er orð-
inn næsta sjaldséður hér um slóðir
og raunar á landinu öllu og því í
hæsta máta gleðilegt að sjá í það
minnsta tvenn pör í áköfum ástar-
leikjum á tjörninni.
Bliki EA 12 er nú lagður af stað
til veiða á Flæmska hattinum.
Skipið er með góðan kvóta á því
svæði svo það kemur til með að
vera þar að veiðum mikinn hluta
sumarsins. Skipið hefur verið á
rækjuveiðum í íslenskri landhelgi
frá því það hóf veiðar í byrjun árs-
ins. Gamli Bliki hefur nú verið af-
hentur nýjum eigendum. Skipið
var selt til Noregs nánar til tekið til
Álasunds. Fyrirtækið sem keypti
skipið heitir Giske Havfiske. Áður
en skipið var afhent voru vinnslu-
vélar á vinnsludekki teknar frá
borði en það var selt án þeirra.
Togarar Snorra Snorrasonar eru
á veiðum á fjarlægum miðum.
Arnarborg EA er á rækjuveiðum
við Svalbarða og hefur skipið
landað einu sinni í Tromsö. Amar-
borgin hefur fengið á annað hundr-
að tonn af rækju frá hún hóf þessar
veiðar í vetur. Dalborg EA er nú í
sinni annarri veiðiferð á makríl-
veiðum við strendur Marokkó. í
fyrstu veiðiferðinni fór mikill tími
í að aðlaga veiðarfærin þessum
veiðiskap en skipið kom með 140
tonna afla að landi.
Boltinn farinn að rúlla
Dalvík KA 1:1
Sumarstarf Ungmennafélagsins
er hafið en knattspyrnuæfingar
hafa staðið yfír frá því í vetur.
Vertíðin hófst með fyrsta leik
meistaraflokks karla, föstudag-
inn 23. maí. Þar spiluðu Dalvík-
ingar við lið KA og endaði leik-
urinn með jafntefli 1:1. Lið Dal-
víkur leikur sem kunnugt er í 1.
deild en þjálfarar liðsins eru
þeir Jón Þórir Jónasson og Gísli
Bjarnason.
Um þjálfun yngri flokka sem
eru sex talsins, sjá Jónas Baldurs-
son, Vilhjálmur Haraldsson, Jón-
ína Guðrún Jónsdóttir, Gísli
Bjarnason og Kristján Sigurðsson.
Að sögn Einars Emilssonar,
formanns ungmennafélagsins er
þetta í fyrsta skipti sem liðið getur
leikið sinn fyrsta heimaleik á grasi
en völlurinn og svæðið allt kemur
vel undan vetri og telur hann að
það megi þakka góðri tíð og ekki
síst því að í fyrra var í fyrsta skipti
ráðinn sérstakur maður til að sjá
um og hirða íþróttasvæðið. Sama
fyrirkomulag verður haft á í sumar
en ekki er búið að ganga frá ráðn-
ingu starfsmanns.
Sonja Sif Jóhannsdóttir (Frið-
geirssonar) hefur verið ráðin þjálf-
ari fyrir frjálsar íþróttir í öllum
aldursflokkum.
Lokahóf Skíðafélagsins
Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur var
haldið 11. maí s.l. Þar voru m.a.
veittar eftirtaldar viðurkenningar
fyrir afrakstur vetrarins:
Framfarabikar:
Anna Sóley Herbertsdóttir.
Dugnaðarbikar:
Björgvin Björgvinsson
Skíðamaður hópsins:
Björgvin Björgvinsson.
Ástundunarbikar:
Elsa Hlín Einarsdóttir.
Ovæntasta afrekið:
Harpa Rut Heimisdóttir.
Afreksbikar:
Skafti Brynjólfsson.
Svarfdælsk byggð & bær
Akomandi hausti kemur út hjá
bókaforlaginu Skjaldborg bók
um Hjört Þórarinsson bónda á
Tjörn. Höfundar bókarinnar eru
þau Ingibjörg og Þórarinn Hjartar-
börn. Bókina byggja þau m.a. á
ævisögulegum brotum sem Hjört-
ur sjálfur skrifaði en entist ekki
aldur til að halda áfram með, einn-
ig dagbókum, bréfum, viðtölum
við samferðamenn og síðast en
ekki síst eigin frásögnum.
Hin árlega Vorkoma Lions-
klúbbsins á Dalvík fór fram
með tónlistarviðburðum og sýn-
ingum um hvítasunnuhelgina á
dögunum. Á Café Menningu var
KK með tónleika. I Dalvíkurskóla
sýndi Jóhann Sigurjónsson mennta-
skólakennari afurðir aukabúgrein-
ar sinnar; ker, skálar, kertastjaka
og bjöllur og bagla úr rennibekk.
Skíðasafn Jóns Halldórssonar var
einnig til sýnis. Myndlistarkonan
Ásta Eyvindardóttir sýndi olíumál-
verk og einnig var uppi sölusýning
á málverkum eftir Siguringa E.
Hjörleifsson sem ekkja hans Lilja
Kristjánsdóttir gaf til styrktar
Vallakirkju. Þá má geta frábærrar
sýningar á saumuðum munum eftir
Björk Ottósdóttur. Björk er Dal-
víkingur, búsett í Danmörku. Hún
nam list sína við Skals Hándar-
bejdesskole og er nú kennari við
skólann.
Sumarið er komið og tún eru
farin að grænka. Kýr hafa sést
skoppa með rassaköstum út úr ein-
staka fjósum eftir innistöðu vetrar-
ins þó víðast hvar séu þær enn
inni. Sauðburði er u.þ.b. lokið og
hefur hann víðast hvar gengið vel
að sögn héraðsdýralæknis. Farfugl-
arnir eru komnir, þeir sem koma
vilja og sumir famir aftur, a.m.k.
helsingjamir. Tíðindamaður Norð-
urslóðar hitti nokkra sendlinga
frammi á Tjarnarengjum á dögun-
um sem glöddu hans gamla hjarta
Gulli Ara
Opnar Islands Center
í Danmörku
Þann 7. maí sl.
varð 70 ára
Hermann
Aðalsteinsson,
Klængshóli,
Skíðadal.
Þann 12. maí sl.
varð 80 ára
Steinunn Svein-
bjarnardóttir,
Vegamótum,
Dalvík.
Þann 12. maí varð
90 ára Sigríður
Sölvadóttir,
Reykjum, Dalvík,
nú á Dalbæ.
Þann 19. maí sl. varð 80 ára Kristinn
Guðlaugsson, Karlsbraut 6, Dalvík.
Norðurslóð
árnar heilla.
Þann 25. maí sl. var opnað Is-
lands Center í Ubby á Vestur-
Sjálandi í Danmörku. Þar er um
að ræða menningar- og kaffihús
þar sem boðið er upp á íslenskt
meðlæti með kaffínu, íslensk
blöð og bókasafn. Þar geta menn
leigt sér herbergi með morgun-
mat, brugðið sér á bak íslensk-
um hestum eða leigt sér reiðhjól
til að hjóla á baðströndina sem
þar er skammt frá. Einnig er
boðið upp á íslenskar myndlist-
arsýningar og þá er þar aðstaða
fyrir tónlistarflutninga, upplest-
ur og Ieiklist.
Ekki er ólíklegt að dalvísk
menningaráhrif svífi þar yfir borð-
um og bekkjum því gestgjafinn er
enginn annar en sonur Dalvíkur,
rithöfundurinn góðkunni, Guð-
laugur Arason og sambýliskona
hans Dóra Diego. I kynningar-
bæklingi frá þeim segir: Islands
Center er fyrst og fremst íslenskt
menningarhús sem hefur það að
markmiði að kynna íslenska
menningu í víðum skilningi. Boð-
ið verður upp á þemamánuði um
Island og verða í tengslum við þá
Tengnir fyrirlesarar frá Islandi. I
september verður þemað íslend-
ingasögurnar. I október verður það
íslenski hesturinn, í nóvember Is-
land sem ferðamannaland og í
desember íslenskir jólasiðir að
sjálfsögðu. Séu Dalvíkingar á ferð
í Danaveldi er ekki úr vegi að líta
við hjá gömlum sveitunga og
þiggja af honum kaffí.
Til styrktar
Soffíu Hansen
Þessir krakkar voru með hlutaveltu
utan við Svarfdælabúð í gúðviðrinu
á dögunum og rann ágóðinn til
styrktar Soffíu Hansen. Þau heita
Iris, Anna, Kristján og Gunnar.
Sumaráætlun Ferðafélagsins
24.júní. Jónsmessuferð í Ólafsljarðarmúla.
5. júlí Fjölskylduferð að Gloppuvatni
9. ágúst Ferð á Tungnahrygg
6. september Vörðuhleðsla á Reykjaheiði (Framhald)
4. október Urðabjörg í haustlitum.