Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MlðVIKUDAGUR 23. JANÚAR2002 1. TÖLUBLAÐ Veðráttan sem afer vetri hefur verið mild en margir eru þó orðnir langeygir eftir skíðasnjó. Ekki er heldur hœgt aðfara á skauta því svell þiðna jafnharðan. Jón Gunnar og Helena undu sér við að vaða í pollinum í Láginni þegar Ijósmyndara blaðsins bar að en þau sógðust sakna skautasvellsins. Islandsfugl Nýir starfsmenn Eins og fram hefur komið var Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson ráðinn fjármálastjóri íslands- fugls hf. og var í fyrstu reiknað með að hann hæfi störf í vor þegar kjörtímabil bæjarstjórnar væri á enda og ráðningartíma hans sem bæjarstjóra lyki. Það varð hinsvegar að ráði að hann hæfi störf um síðustu áramót. Hin hraða uppbygging sem verið hefur hjá fyrirtækinu jók á þörfina fyrir að fjármálastjóri hæfi störf frekar fyrr en síðar. Auðbjörn Kristinsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Norðurslóð að kostnaður við framkvæmdir hefði farið fram úr áætlun á lokasprettinum í haust. Auk þess hefur frekari uppbyggingu, það er að segja stækkun, verið hrað- að og kallar allt þetta á meira aukin umsvifframundan langtímafjármagn en í fyrstu var gert ráð fyrir. Þess vegna hefur hlutafé félagsins verið aukið talsvert. Auðbjörn sagði að nú á dög- unum hafi Ottó Biering Ottós- son (Ottós Jakobssonar) verið ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu. Til að byrja með mun Ottó vinna með öðrum starfsmönnum við að skipuleggja gæðastjórnun en síðar mun hann sinna fleiri verk- efnum svo sem innkaupum. Skipurit og verkaskipting meðal stjórnenda er nú í mótun. Auðbjörn sagði að rekstur hefði gengið vel. Sala hafi á margan hátt verið auðveldari en þeir hefðu reiknað með í upp- hafi. Sölustjórinn Ólafur Júlíus- son hefur unnið gott verk og náð ágætis tökum á sölumálunum. Tekjur fyrir hvert kíló hafa reynst heldur hærri en í fyrstu áætlunum. Hjá fyrirtækinu er alltaf verið að þróa nýja rétti og meðal ann- ars kom á markaðinn ný vara fyrir skemmstu frá. Um er að ræða frosna kjúklingabita sem eru hjúpaðir í sérstakri hveitikryddblöndu. Bitarnir eru settir frosnir í ofnskúffu og er ekki þörf á að nota neina olíu við steikinguna. Einnig er hægt að djúpsteikja bitana og verða þeir þá mjög stökkir að utan. Allar steikingarleiðbeiningar eru vel merktar á umbúðunum. Þessi vara er seld í mjög hand- hægum frystipokum og eru bit- arnir lausfrystir í þeim. Auð- björn segir að fleiri nýjungar séu væntanlegar. JA Hætt kominn í snjóflóði Það má heita ganga kraftaverki næst að ekki fór verr þegar Jök- ull Bergmann fjallamaður frá Klængshóli lenti í snjóflóði í Stólnum þar sem hann var við þriðja mann að æfa fjallaklifur sl. laugardag. Þremenningarnir voru á leið upp að hömrunum miðja vegu milli Másstaða og Dælis þegar Jökull, sem fór á undan félögum sínum til að kanna aðstæður, lenti í snjóflóði. Flóðið bar hann með sér um 300 metra leið niður fjallið. Annar félaganna hljóp til byggða og ræsti út björgunarsveit á meðan hinn hlúði að Jökli. Var hann fluttur á sjúkrahús á Akureyri og þaðan á Borgarspítalann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir hálsaðgerð á mánudaginn. Jökull er brotinn á hálsi og við- beinsbrotinn en auk þess mikið skorinn og flumbraður í andliti og víðar. Hann hefur þó fulla hreyfigetu og er líðan hans eftir atvikum góð. hjhj Sex í Ungó Ármann Guðmundsson. Aðalverkefni Leikfélags Dal- víkur á þessu ári verður hinn geisivinsæli gamanleikur Sex í sveit eftir Marc Camoletti í Þýð- ingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Ármann Guð- mundsson. Til stóð að færa upp "Sálir Jónanna ganga aftur" en ekki tókst að manna verkið og settust leikstjóri og félagar leik- félagsins þá yfir handritalestur. Niðurstaðan var þetta leikrit. Leikarar eru 6 talsins en alls koma á milli 25-30 manns að uppsetningunni. Sex í sveit er hreinræktaður farsi eins og þeir gerast bestir og er sem kunnugt er eitt alvinsælasta leikrit sem sett hefur verið upp í íslensku leikhúsi. Það gekk og gekk fyrir fullu húsi í á fjórða leikár í Borg- arleikhúsinu og sáu það alls 53.908 áhorfendur á 132 sýning- um. Leikarar í leikritinu verða þau Sigurbjörn Hjörleifsson, Lárus Heiðar Sveinsson, Sigur- vin Jónsson, Eyrún Rafnsdóttir Þóra Ólafsdóttir Hjartar og Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og er frumsýning áætluð um mánaðamót feb.- mars. hjhj Guðrun Pálína bæjarstjóri Eins og fram hefur komið lét Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson af starfi bæjarstjóra um áramót- in og settist í sæti fjármálastjóra hjá Islandsfugli. Við bæjarstjóra- stólnum tók Guðrún Pálína Jó- hannsdóttir sem verið hefur bæj- arritari í Dalvfkurbyggð frá 1998. Guðrún Pálína mun gegna starfi bæjarstjóra með bæjarrit- arastarfinu fram yfir kosningar í vor. í stuttu samtali við blaðið sagði hún að vel hefði gengið frá áramótum að sinna báðum þessum viðamiklu embættum. "Við munum leysa málin hér innan húss fram til vors. Þetta er svo stuttur tími að það tekur því ekki að reyna að setja nýja manneskju inn í málin". Að- spurð um hvort hún færi að líta í kring um sig eftir bæjarstjóra- embættum eftir kosningar sagð- ist Guðrún engin áform hafa í augnablikinu önnur en þau að leysa þau verkefni sem nú lægju fyrir. Fjárhagsáætlun 2001 er í þann veginn að fara í seinni um- ræðu í bæjarstjórn. Áætlunin verður nú í fyrsta skipti lögð fram í nýjum búningi eftir nýju bókhaldskerfi. Teknir hafa ver- ið upp nýir bókhaldslyklar með tilheyrandi tilfæringum og er það ærið verkefni að hugsa um þessa stundina að sögn Guðrún- ar. hjhj Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.