Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríöur Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot og filmuvinnsla: NORDANTVEIR netfang:sverrir@n2.is Prentun: Alprent. Glerárgötu 24. Sími: 462 2844 Veðurfarspistill Ágætt ár í aldanna skaut Árið 2001 er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta að ártal þetta hefur brennt sig inn í mannkynssögu- bækur framtíðarinnar vegna atburðanna í New York 11. september og alla þá ófyrirsjáanlegu eftirmála sem þeir hafa haft og munu hafa í för með sér. Ekki er þó ætlun okkar að velta fyrir okkur gangi veraldarsögunnar hér nema að svo miklu leyti sem atburðir í lítilli og fámennri byggð við ystu höf eru hluti af hinu stóra gangverki sög- unnar. Hér í Dalvíkurbyggð fær árið 2001 ágæt eftirmæli. Að vísu tókst ekki að snúa við fólksflóttanum og varð hér umtalsverð fólksfækkun. Samkvæmt nýjustu tölum fækk- aði íbúum byggðarinnar um 22 af einhverjum óútskýrð- um ástæðum. Atvinnuástandið var þó mjög gott á árinu og næg atvinna bæði hjá stærri og smærri fyrirtækjum. Framleiðslumet voru slegin í frystihúsinu, þar var oft unn- ið allan sólarhringinn og vantar enn fólk til vinnu. Hjá Sæplasti var reksturinn meira á flökti en ekkert til að hafa áhyggjur af. Stóru fréttirnar í atvinnumálum Dalvíkur- byggðar á árinu var að sjálfsögðu starfsemi íslandsfugls sem hóf framleiðslu kjúklinga á árinu, veitti fjölda manna atvinnu og er enn að stækka. íbúar byggðarinnar hljóta allir að fagna þessari viðbót við atvinnumarkaðinn hér og óska fyrirtækinu velfamaðar. Pær gagngeru breytingar sem orðið hafa á síðustu árum á samsetningu og eignar- haldi atvinnufyrirtækja hér samhliða breytingu KEA úr samvinnufélagi í hlutafélög héldu áfram á árinu en íbúar hafa vanist þvi enda engin stóráföll orðið eins og sumir óttuðust. Stóri dagurinn á árinu hér á Dalvík var ekki 11. sept- ember heldur 11. ágúst - Fiskidagurinn mikli sem nokkrir framtaksamir bjartsýnismenn hér á staðnum efndu til. Óhætt er að segja að dagurinn hafi tekist framar björtustu vonum. Sex þúsund manns heimsóttu bæinn, nutu veit- inga og skemmtunar og fóru glaðir heim. Af öðrum minnisstæðum mannfundum ársins má nefna vel heppnað vinabæjamót um mánaðamót júní-júlí, og Svarfdælska marsinn og unglingameistaramót á skíðum í mars. Á íþróttasviðinu ber þó að sjálfsögðu hæst árangur skíða- manna en við eignuðumst tvo íslandsmeistara í svigi í apríl; þau Björgvin Björgvinsson og Hörpu Rut Heimis- dóttur. Þá ber að nefna ágætan árangur Auðar Aðalbjarn- ardóttur sem kjörin var íþróttamaður Dalvíkurbyggðar eins og fram kemur hér í blaðinu. Nú ekki megum við heldur gleyma heimsmeisturunum í brús, þeim Þorgilsi og Halldóru frá Sökku. Veðráttunni eru gerð skil hér annars staðar í blaðinu. Veður var milt fyrstu mánuði ársins en sumum þótti full- lítill snjór. Það voraði vel en seinni part maímánaðar kólnaði og sumarið lét bíða á eftir sér. Sumarið var frekar rysjótt en haustið og veturinn fram að áramótum einstak- lega mildur svo enn er vart hægt að tala um snjó á lág- lendi. Þegar upp er staðið og allt er talið má því segja að öld- in fari ágætlega af stað hér í byggðinni. Það ríkir bjartsýni og starfsgleði í Dalvíkurbyggð og almennur vilji til að byggja hér upp enn betra samfélag sem fljótlega fer að laða til sín fleiri íbúa en flytja héðan. Gleðilegt árið 2002. hjhj Árleg úttekt á úrkomu í úr- komumælinum á Tjörn sýnir að úrkoman var aðeins undir með- altali árið 2001, eða 472,2 mm. Meðalársúrkoman er talin vera um 490 mm. Mánaðarúrkoman á Tjörn árið 2001 var þannig: Janúar...........................25,9 mm Febrúar.........................43,8 mm Mars..............................24,3 mm Apríl.............................23,3 mm Maí................................20,8 mm Júní...............................25,8 mm Júlí................................40,5 mm Ágúst............................37,3 mm September....................30,3 mm Október........................80,0 mm Nóvember....................80,4 mm Desember.....................39,8 mm Alls 472,2 mm Lýsing á veðurfari hvers mán- aðar í veðurfarsskýrslunni hljóð- ar þanníg: Janúar: Mild veðrátta í janúar, snjór á láglendi aðeins fyrstu vikuna, engir stormar og hitinn öðru hvoru megin við frost- markið. Skautasvell af og til. Febrúar: Veðráttan í febrúar var fremur risjótt, frost og hláka á víxl. Stormar og stórviðri fóru framhjá þessum slóðum. Frost fór niður í 10-12 gráður í nokkur skipti, oftast þó 0-5 stig. Mars: Mars var mildur veður- farslega, dálítill snjór á jörðu fyrstu vikuna en annars snjólaust á láglendi þar til komið var undir mánaðamót. Aprfl: Töluverður snjór á jörðu í byrjun mánaðar og örlítið frost. Um miðjan mánuð hlýnaði og hélst blíðviðri út mánuðinn. Maí: Maí var hlýr framanaf og gróður tók vel við sér. Um miðj- an mánuð kólnaði og snjóaði í fjöll og á láglendi. Það mældist 10 sm jafnfallinn snjór 15. maí og næturfrost var í nokkrar nætur. Þetta stóð ekki lengi, snjórinn hvarf, jörð kom vel undan vetri, ekkert kal sjáanlegt í túnum og allur gróður fyrr á ferð en í með- Hvítasunnuhret. Frekar var veröldin nöturleg fyrír lítil lömb í júnúbyrjun. alári, þó er töluverður snjór enn á fjöllum. Júní: Fremur kalt einkum fyrstu vikuna þá snjóaði á láglendi 10 sm snjódýpt. Þann snjó tók þó fljótlega aftur. Óvenju mikill snjór á fjöllum í lok mánaðar. Sláttur hófst víða hér um slóðir en spretta var tæplega í meðal- lagi. Júlí: Nokkrir góðir sólskinsdag- ar í júlí með 18-19 stiga hita, annars fremur stirð heyskapar- tíð ef ekki væri rúllubagga hey- skapur á flestum bæjum sem bjargaði málunum. Heyskapur var sem sagt langt kominn þrátt fyrir allt. Sæmilegt útlit var með berja- og garðávaxtasprettu. Agúst: Ágúst var fremur kaldur nema fyrsta vikan. Einkum var hitastig lágt að nóttu, en nætur- frost þó ekki fyrr en síðustu nótt mánaðarins, vonandi þó ekki til skaða á berjum sem voru þá fyrst orðin um það bil full- sprottin. September: Yfirleitt var hlýtt og gott í september, engin nætur- frost fyrr en 28. sept. þá var örlít- il héla á láglendi. Ber óskemmd þangað til og mikil að vöxtum. Þann 6. sept. snjóaði í hæstu fjöll. Þann 17. sept. fór hitinn í 14 stig og allur nýr snjór hvarf. Hitinn var 14-15 stig á daginn fram til 25. sept. en stundum dimm þoka um nætur. Héla á jörð 28. sept þó aðeins á láglendi. Október: Fallegt haustveður með stillum og 5-7 stiga hita á daginn og frostlaust um nætur. Tún algræn. Héla á jörðu 20. og 21. okt. má heita að það hafi ver- ið fyrsta frost haustsins. Síðustu 4-5 daga mánaðarins snjóaði með dálitlu frosti. Nóvember: Mánuðurinn var stormasamur með miklum um- hleypingum, Ýmist var alauð jörð eða éljagangur. Hamfara- veður gekk hér yfir helgina 9.- 11. nóvember og olli miklu tjóni hér og í nágrenninu einkum á Árskógsströnd þar sem veð- urofsinn var mestur. Þar rifnuðu runnar og tré upp með rótum og bflar og búvélar tókust á loft og stórskemmdust eða eyðilögðust. Þakplötur og gámar fuku. Reyk- ingakofar og gróðurhús splundr- uðust með öllu sem í þeim var. Síðustu daga mánaðarins snjó- aði. Snjódýpt var 20 sm. og frost fór í 8-9 stig. Desember: Alls konar veður í desember, stormar kaldir og hlý- ir til skiptis. Um miðjan mánuð- inn var hitinn 10-12 stig dag eftir dag. Þann 21. des. kólnaði snögg- lega og frost var 8-10 stig. Milli jóla og nýárs snjóaði flesta daga og árið endaði með 25 sm snjó- dýpt. Svo mörg voru þau orð. Eins og á síðasta ári var haustið gott og veturinn snjóléttur. Rauð jól, hvít áramót. Af fuglatalningu Fugl dagsins var Bleshæna Árleg fuglatalning Náttúru- fræðistofnunar íslands fór ekki fram á Dalvík á tilsettum tíma. Af óviðráðanlegum ástæðum varð að fresta henni fram yfir áramótin eða til 6. janúar 2002. Boðaður talningardagur var 30. des. 2001. Hér á Dalvík var talið á venjubundnu svæði eða frá ár- ósi Svarfaðardalsár að Sauða- neslendingu á Upsaströnd. Veð- urskilyrði voru ekki nógu góð til talningar vegna mikillar úrkomu og skýjafars. Það var dumbungs- veður og skyggni ekki sem best hvað langdrægni varðar, snjór var með minnsta móti og göngu- færi gott. Veður var sem sagt; Lágskýjað, hiti +2 gráður og vindur 2 metrar á sek. Það var mikil úrkoma og talningarmenn heimkomnir eins og hundar af sundi. Lágdautt var við sjávar- mál og við árkjaft Svarfaðar- dalsár var ungur útselur, að fylgjast með störfum talningar- manna. Alls sáust 17 tegundir, samtals 830 fuglar. Eftirtaldar fuglategundir sáust: Stokkendur..............................6 Hávellur...............................270 Æðarfuglar...........................250 Toppendur................................5 Sendlingar................................8 Svartbakar............................123 Hvítmávar..............................47 Bjartmávar.............................36 Ógr. mávar.............................40 Langvíur...................................3 Skógarþrestir...........................2 Snjótittlingar..........................22 Fálki..........................................1 Lómur.......................................1 Bleshæna..................................1 Dílaskarfur...............................3 Það vakti athygli að bleshæna skyldi vera á ferðinni á þessum tíma. En þegar betur er að gáð í fuglabækur, geta þær verið á flækingi einmitt á vetrardögum og oftast á meðal sjófugla. Þessi bleshæna var undan Karlsár- bökkum innan um hóp æðar- fugla og því ekki gott að greina hana frá þeim fyrr en úr hópnum greiddist. Hún hefur sérstaka takta á sundi, veltir sér á hliðarn- ar sitt á hvað og snýst í hringi af og til. Þá vakti það einnig athygli talningarmanna að enginn hrafn sást á svæðinu þennan dag. Sveinbjörn Steingrímsson Júlíus Kristjánsson. Við þetta er svo að bæta að Rán Þórarinsdóttir og Þórarinn Hjartarson gengu hefðbundinn hring um miðbik Svarfaðardals á lögbundnum fuglatalningar- degi og höfðu harla lítð upp úr krafsinu eða 14 snjótittilinga og einn músarrindil. Þess má þó geta í framhjáhlaupi að haförn sást hér á sveimi í nóvember. Brynjar Aðalsteinsson hitti kauða þar sem hann var á rjúpnaveiðum (Þ.e.a.s. Brynjar og kannski örninn líka) og fleiri börðu hann augum. Þetta var ungur fugl en ungir ernir eiga það víst til að leggjast í flakk út fyrir sín hefðbundnu heima- svæði áður en þeir festa ráð sitt.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.