Norðurslóð - 23.01.2002, Page 2

Norðurslóð - 23.01.2002, Page 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík sími: 466 3370. IMetfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigriöur Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot og filmuvinnsla: NORÐANTVEIR netfang:sverrir@n2.is Prentun: Alprent. Glerárgötu 24. Sími: 462 2844 Ágætt ár í aldanna skaut Árið 2001 er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta að ártal þetta hefur brennt sig inn í mannkynssögu- bækur framtíðarinnar vegna atburðanna í New York 11. september og alla þá ófyrirsjáanlegu eftirmála sem þeir hafa haft og munu hafa í för með sér. Ekki er þó ætlun okkar að velta fyrir okkur gangi veraldarsögunnar hér nema að svo miklu leyti sem atburðir í lítilli og fámennri byggð við ystu höf eru hluti af hinu stóra gangverki sög- unnar. Hér í Dalvíkurbyggð fær árið 2001 ágæt eftirmæli. Að vísu tókst ekki að snúa við fólksflóttanum og varð hér umtalsverð fólksfækkun. Samkvæmt nýjustu tölum fækk- aði íbúum byggðarinnar um 22 af einhverjum óútskýrð- um ástæðum. Atvinnuástandið var þó mjög gott á árinu og næg atvinna bæði hjá stærri og smærri fyrirtækjum. Framleiðslumet voru slegin í frystihúsinu, þar var oft unn- ið allan sólarhringinn og vantar enn fólk til vinnu. Hjá Sæplasti var reksturinn meira á flökti en ekkert til að hafa áhyggjur af. Stóru fréttirnar í atvinnumálum Dalvíkur- byggðar á árinu var að sjálfsögðu starfsemi Islandsfugls sem hóf framleiðslu kjúklinga á árinu, veitti fjölda manna atvinnu og er enn að stækka. íbúar byggðarinnar hljóta allir að fagna þessari viðbót við atvinnumarkaðinn hér og óska fyrirtækinu velfarnaðar. Eær gagngeru breytingar sem orðið hafa á síðustu árum á samsetningu og eignar- haldi atvinnufyrirtækja hér samhliða breytingu KEA úr samvinnufélagi í hlutafélög héldu áfram á árinu en íbúar hafa vanist þvi enda engin stóráföll orðið eins og sumir óttuðust. Stóri dagurinn á árinu hér á Dalvík var ekki 11. sept- ember heldur 11. ágúst - Fiskidagurinn mikli sem nokkrir framtaksamir bjartsýnismenn hér á staðnum efndu til. Óhætt er að segja að dagurinn hafi tekist framar björtustu vonum. Sex þúsund manns heimsóttu bæinn, nutu veit- inga og skemmtunar og fóru glaðir heim. Af öðrum minnisstæðum mannfundum ársins má nefna vel heppnað vinabæjamót um mánaðamót júní-júlí, og Svarfdælska marsinn og unglingameistaramót á skíðum í mars. Á íþróttasviðinu ber þó að sjálfsögðu hæst árangur skíða- manna en við eignuðumst tvo íslandsmeistara í svigi í apríl; þau Björgvin Björgvinsson og Hörpu Rut Heimis- dóttur. Þá ber að nefna ágætan árangur Auðar Aðalbjarn- ardóttur sem kjörin var íþróttamaður Dalvíkurbyggðar eins og fram kemur hér í blaðinu. Nú ekki megum við heldur gleyma heimsmeisturunum í brús, þeim Eorgilsi og Halldóru frá Sökku. Veðráttunni eru gerð skil hér annars staðar í blaðinu. Veður var milt fyrstu mánuði ársins en sumum þótti full- lítill snjór. Pað voraði vel en seinni part maímánaðar kólnaði og sumarið lét bíða á eftir sér. Sumarið var frekar rysjótt en haustið og veturinn fram að áramótum einstak- lega mildur svo enn er vart hægt að tala um snjó á lág- lendi. Þegar upp er staðið og allt er talið má því segja að öld- in fari ágætlega af stað hér í byggðinni. Það ríkir bjartsýni og starfsgleði í Dalvíkurbyggð og almennur vilji til að byggja hér upp enn betra samfélag sem fljótlega fer að laða til sín fleiri íbúa en flytja héðan. Gleðilegt árið 2002. hjhj Veðurfarspistill Hvítasunnuhret. Frekar var veröldin nöturlegfyrir lítil lömb í júnúbyrjun. Árleg úttekt á úrkomu í úr- komumælinum á Tjörn sýnir að úrkoman var aðeins undir með- altali árið 2001, eða 472,2 mm. Meðalársúrkoman er talin vera um 490 mm. Mánaðarúrkoman á Tjörn árið 2001 var þannig: Janúar Febrúar 25,9 mm 43,8 mm Mars 24,3 mm Apríl 23,3 mm Maí 20.8 mm Júní 25,8 mm Júlí 40,5 mm Ágúst 37,3 mm September 30,3 mm Október 80,0 mm Nóvember 80,4 mm Desember 39,8 mm Alls 472,2 mm Lýsing á veðurfari hvers mán- aðar í veðurfarsskýrslunni hljóð- ar þannig: Janúar: Mild veðrátta í janúar, snjór á láglendi aðeins fyrstu vikuna, engir stormar og hitinn öðru hvoru megin við frost- markið. Skautasvell af og til. Febrúar: Veðráttan í febrúar var fremur risjótt, frost og hláka á víxl. Stormar og stórviðri fóru framhjá þessum slóðum. Frost fór niður í 10-12 gráður í nokkur skipti, oftast þó 0-5 stig. Mars: Mars var mildur veður- farslega, dálítill snjór á jörðu fyrstu vikuna en annars snjólaust á láglendi þar til komið var undir mánaðamót. Apríl: Töluverður snjór á jörðu í byrjun mánaðar og örlítið frost. Um miðjan mánuð hlýnaði og hélst blíðviðri út mánuðinn. Maí: Maí var hlýr framanaf og gróður tók vel við sér. Um miðj- an mánuð kólnaði og snjóaði í fjöll og á láglendi. Það mældist 10 sm jafnfallinn snjór 15. maí og næturfrost var í nokkrar nætur. Þetta stóð ekki lengi, snjórinn hvarf, jörð kom vel undan vetri, ekkert kal sjáanlegt í túnum og allur gróður fyrr á ferð en í með- alári, þó er töluverður snjór enn á fjöllum. Júní: Fremur kall einkum fyrstu vikuna þá snjóaði á láglendi 10 sm snjódýpt. Þann snjó tók þó fljótlega aftur. Óvenju mikill snjór á fjöllum í lok mánaðar. Sláttur hófst víða hér um slóðir en spretta var tæplega í meðal- lagi. Júlí: Nokkrir góðir sólskinsdag- ar í júlí með 18-19 stiga hita, annars fremur stirð heyskapar- tíð ef ekki væri rúllubagga hey- skapur á flestum bæjum sem bjargaði málunum. Heyskapur var sem sagt langt kominn þrátt fyrir allt. Sæmilegt útlit var með berja- og garðávaxtasprettu. Ágúst: Ágúst var fremur kaldur nema fyrsta vikan. Einkum var hitastig lágt að nóttu, en nætur- frost þó ekki fyrr en síðustu nótt mánaðarins, vonandi þó ekki til skaða á berjum sem voru þá fyrst orðin um það bil full- sprottin. September: Yfirleitt var hlýtt og gott í september, engin nætur- frost fyrr en 28. sept. þá var örlít- il héla á láglendi. Ber óskemmd þangað til og mikil að vöxtum. Þann 6. sept. snjóaði í hæstu fjöll. Þann 17. sept. fór hitinn í 14 stig og allur nýr snjór hvarf. Hitinn var 14-15 stig á daginn fram til 25. sept. en stundum dimm þoka um nætur. Héla á jörð 28. sept þó aðeins á láglendi. Október: Fallegt haustveður með stillum og 5-7 stiga hita á daginn og frostlaust um nætur. Tún algræn. Héla á jörðu 20. og 21. okt. má heita að það hafi ver- ið fyrsta frost haustsins. Síðustu 4-5 daga mánaðarins snjóaði með dálitlu frosti. Nóvember: Mánuðurinn var stormasamur með miklum um- hleypingum, Ýmist var alauð jörð eða éljagangur. Hamfara- veður gekk hér yfir helgina 9.- 11. nóvember og olli miklu tjóni hér og í nágrenninu einkum á Árskógsströnd þar sem veð- urofsinn var mestur. Þar rifnuðu runnar og tré upp með rótum og bflar og búvélar tókust á loft og stórskemmdust eða eyðilögðust. Þakplötur og gámar fuku. Reyk- ingakofar og gróðurhús splundr- uðust með öllu sem í þeim var. Síðustu daga mánaðarins snjó- aði. Snjódýpt var 20 sm. og frost fór í 8-9 stig. Desember: Alls konar veður í desember, stormar kaldir og hlý- ir til skiptis. Um miðjan mánuð- inn var hitinn 10-12 stig dag eftir dag. Þann 21. des. kólnaði snögg- lega og frost var 8-10 stig. Milli jóla og nýárs snjóaði flesta daga og árið endaði með 25 sm snjó- dýpt. Svo mörg voru þau orð. Eins og á síðasta ári var haustið gott og veturinn snjóléttur. Rauð jól, hvít áramót. Af fuglatalningu Fugl dagsins var Bleshæna Árleg fuglatalning Náttúru- fræðistofnunar íslands fór ekki fram á Dalvík á tilsettum tíma. Af óviðráðanlegum ástæðum varð að fresta henni fram yfir áramótin eða til 6. janúar 2002. Boðaður talningardagur var 30. des. 2001. Hér á Dalvík var talið á venjubundnu svæði eða frá ár- ósi Svarfaðardaísár að Sauða- neslendingu á Upsaströnd. Veð- urskilyrði voru ekki nógu góð til talningar vegna mikillar úrkomu og skýjafars. Það var dumbungs- veður og skyggni ekki sem best hvað langdrægni varðar, snjór var með minnsta móti og göngu- færi gott. Veður var sem sagt; Lágskýjað, hiti +2 gráður og vindur 2 metrar á sek. Það var mikil úrkoma og talningarmenn heimkomnir eins og hundar af sundi. Lágdautt var við sjávar- mál og við árkjaft Svarfaðar- dalsár var ungur útselur, að fylgjast með störfum talningar- manna. Alls sáust 17 tegundir, samtals 830 fuglar. Eftirtaldar fuglategundir sáust: Stokkendur.................6 Hávellur.................270 Æðarfuglar...............250 Toppendur..................5 Sendlingar.................8 Svartbakar...............123 Hvítmávar.................47 Bjartmávar................36 Ógr. mávar................40 Langvíur...................3 Skógarþrestir..............2 Snjótittlingar............22 Fálki.....................1 Lómur.....................1 Bleshæna..................1 Dílaskarfur...............3 Það vakti athygli að bleshæna skyldi vera á ferðinni á þessum tíma. En þegar betur er að gáð í fuglabækur, geta þær verið á flækingi einmitt á vetrardögum og oftast á meðal sjófugla. Þessi bleshæna var undan Karlsár- bökkum innan um hóp æðar- fugla og því ekki gott að greina hana frá þeim fyrr en úr hópnum greiddist. Hún hefur sérstaka takta á sundi, veltir sér á hliðarn- ar sitt á hvað og snýst í hringi af og til. Þá vakti það einnig athygli talningarmanna að enginn hrafn sást á svæðinu þennan dag. Sveinbjörn Steingrímsson Júlíus Krístjánsson. Við þetta er svo að bæta að Rán Þórarinsdóttir og Þórarinn Hjartarson gengu hefðbundinn hring um miðbik Svarfaðardals á lögbundnum fuglatalningar- degi og höfðu harla lítð upp úr krafsinu eða 14 snjótittilinga og einn músarrindil. Þess má þó geta í framhjáhlaupi að haförn sást hér á sveimi í nóvember. Brynjar Aðalsteinsson hitti kauða þar sem hann var á rjúpnaveiðum (Þ.e.a.s. Brynjar og kannski örninn líka) og fleiri börðu hann augum. Þetta var ungur fugl en ungir ernir eiga það víst til að leggjast í flakk út fyrir sín hefðbundnu heima- svæði áður en þeir festa ráð sitt.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.