Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Gömul augnablik Það er alkunna að á Dalvík og í Svarfaðardal hefur oft verið þróttmikil leikstarfsemi. Leikfélag Dalvíkur var stofnað 1944 og hefur það verið burðarás leikstafseminnar hér í byggðalaginu síðan þá. Stundum hefur félagið verið í samstarfi við önnur félög um uppsetningu leikrita. Þannig var að um áramótin 1955-56 þegar söngleikurinn Alt Heidelberg var settur á svið í Ungó. Leikfélagið fékk þá Karlakór Dalvíkur til liðs við sig og settu kórfélagar svip sinn á sýninguna með söng síiniin. Leikritið var frumsýnt á annan í jólum eins og vant var á þessum áruiu. Eftir sýningu var dansleikur sem stóð fram undir morgun. Þannig var þetta flest kvöld milli jóla og nýjaárs, leiksýnig og dansleikur á eftir. A einhverjar þessara sýningar mætti Loftur Baldvinsson og tók fjöldan allan af myndum og birtum við nokkrar þeirra nú. Stein- grímur Þorsteinsson var leikstjóri og málaði leiktjöld. Við fengum hann og Steinunni til þess að rýna í myndirnar og hjálpa okkur að finna hverjir þar eru. Hér eru á sviðinu þrír sem lengi voru lykilmenn í leikstarfseminni á Dalvíkfrá vinstri; Sigtýr Sigurðs- son, Bommi (Hjálmar Júlíusson) og Bassi (Marinó Þorsteinsson). Stína Sigtýs (Kristín Stefánsdóttir) er lengst til vinstri en hún var mikið búin að starfa með leikfélag- inu. Lengst til hœgri er Villi Þórarins sem oft var á leiksviði á Dalvík. Á milli þeirra stendur Laula (Guðlaug Bjórnsdóttir) en hún hefur starfað mikið með Leikfélagi Dalvíkur og var lengi formaður þess. Elín Skarphéðinsdóttir lék aðalkvenhlutverkið í sýningunni og er hér að skála við Stjána í Sólheim- um (Kristján E. Jónsson). Hér krýpur Stjáni í Sólheimum fyrir framan Ellu Skarp en karlakórsmenn mynda hálfhring um þau. Þeir erufrá vinstri; Villi Bjössa, Árni Arngríms, Jói í Arnarhóli, Kiddi Þorleifs, Baldi í Hrafnsstaða- koti, Villi á Karlsá, Dóri á Melum, Dúddi á Stöðinni, Ingólfur Jóns, Árni Óskars, Jóhannes Arskóg og Dóri Jó. Virðulegir ungir menn. Nonni í Miðkoti (Jón H Pálsson) til vinstri og Sœvar Sigtýs. Bommi situr hérfyrir enda borðsins með karlakórsfélaga á báða bóga. Annars vegar Villi Bjössa, Árni Arngríms, Baldi í Hrafnsstaðakoti, Villi á Karlsá. Hins vegar Dúddi á Stöðinni (Þorgils Sig- urðsson), Ingólfur Jóns, Ámi Óskars, Jóhannes Arskóg og Halldór Jó. Frá vinstri: Ingólfur Jóns, Villi Þórarins, og Arnar Sigtýs. Það vekur athygli að Sœvar bróðirArnars Fólkið baksviðs: Imba í Asbyrgi (Ingibjórg Valdimarsdóttir), Tani (Jónatan Kristinsson), Imba Sig- er á myndinni hér að ofan ogforeldrar þeirra Sigtýr og Stína á öðrum, sem sagt öltfjölskyldan. fríðar (Ingibjórg Jónsdóttir) og Anna Arngríms.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.