Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 6
6 - Norðurslóð Hermann Aðalsteinsson Hjartkær faðir minn, Hermann bóndi á Klængshóli í Skíðadal, er látinn eftir margra mánaða bar- áttu. Seigla hans síðustu vikur og mánuði bar vitni um líf hans og starf í dalnum þar sem han bauð náttúruöflunum svo oft birginn. Faðir minn féll í valinn síðast- ur bænda af sinni kynslóð í botni Skíðadals og mun minning hans verða samofin minningu þeirra allra sem yrktu jörðina í þeim fagra dal. Mörg voru sporin sem þeir áttu um fjöll og hlíðar í kinda- leit, Bjössi í Hlíð, Kristinn á Hnjúki og Hermann á Klængs- hóli og stundum urðu þeir frá að hverfa vegna veðuraflanna sem geta oft orðið óblíð milli hárra fjallanna. En lifandi í barns- minninu eru þó veðurbitnir menn sem gáfust ekki upp en þraukuðu vetrarhörkur og stutt sumur. Faðir minn var fjárbóndi af lífi og sál og allan metnað sinn lagði hann í að rækta upp falleg- an og heilbrigðan fjárstofn. Margar voru stundirnar sem við áttum saman við gegningar og önnur störf tengd fjárhúsunum en hæstan ber þó annatímann á vorin. Vökunæturnar urðu þá oft margar og svefntími bóndans ekki alltaf langur en það var aldrei kvartað, velferð bústofns- ins var fyrir öllu. Ég minnist bjartra vornátta þar sem við gengum um hlíðar og engi í leit að undanvilltum lömbum eða ám sem komnar voru að burði. En einnig óvæntra hausthreta þar sem allt kapp var lagt á að koma fénu í hús áður en skaði hlytist af. Þegar skipun kom að haustið f 7.5. 1927 d. 31.12. 2001. 1988 skyldi allt sauðfé í Svarfað- ardalshreppi fellt vegna riðu- veiki var föður mínum brugðið. Foreldrar mínir höfðu þá öt- ullega unnið að því að byggja upp harðgerðan stofn allt frá fjárskiptum árið 1949 og því var þessi ákvörðun mikið áfall. Eft- ir það náði fjárstofn föður míns aldrei sama fjölda og áður og haustið 1997 var síðasta féð á Klængshóli fellt, saga fjárbónd- ans var á enda. Hermann á Klængshóli var þeim hæfileikum gæddur að börn löðuðust að honum. Marg- ar litlar hendur leiddi hann og ófá eru þau börnin hér um slóðir sem kölluðu hann afa. Gæfan sá svo um að sonur minn, Jökull, fékk að dvelja allar sínar bestu stundir í dalnum hjá ömmu og afa í æsku. Fæ ég for- eldrum mínum seint fullþakkað þá elsku sem hann varð aðnjót- andi og hefur orðið veganesti hans í lífinu. Föður mínum vil ég þakka af hjarta fyrir að hafa gengið syni mínum í föðurstað, einnig allt sem hann kenndi mér síðustu mánuðina sem ég dvaldi hjá honum á meðan hann háði sína síðustu baráttu. Jökull minn; þakka þér fyrir ómælda hlýju og kærleika í garð föður míns. Þú stóðst vaktina með honum til hinstu stundar og þá reynslu tekurðu með þér út í lífið. Missir þinn er mikill en minningarnar um allar stundirn- ar sem þið afi áttuð saman munu ylja þér um ókomin ár. Innilegar kveðjur frá Ödda með þökkum fyrir ljúfa viðkynn- ingu á liðnum mánuðum. Megi minning fjárbóndans í Skíðadalnum lifa. Hvíl í friði elsku pabbi minn, þín Anna Dóra Friðjón Kristinsson F. 3o. maí 193o - D. 16. desember 2ool Það var skömmu fyrir jól sem Friðjón Kristinsson, fyrrum kjöt- búðarstjóri, póstafgreiðslumað- ur og safnvörður á Dalvík, lauk lífsgöngu sinni. Við vorum all- mörg brottfluttir Svarfdælingar syðra sem komum til minningar- athafnar í Grafarvogskirkju milli jóla og nýárs. Séra Jón Helgi flutti góða minningar- ræðu. Hann rifjaði meðal annars upp það sem segir í Sögu Dalvík- ur, fjórða bindi, að Ásgeir kenn- ari Sigurjónsson (eða Sigjónsson eins og réttara mun vera) hafði forgöngu um það fyrir jólin 1938, að barnadeild Ungmenna- félagsins skyldi taka við bréfum og bögglum frá fólki á Þorláks- messu og fá jólasvein til að bera póstinn í hús á Dalvík á aðfanga- dag. Og fyrsti jólaveinninn sem annaðist póstburð var Friðjón Kristinsson, þá þrettán ára gam- all. Þetta varð svo fastur og ógleymanlegur þáttur jólahalds- ins á Dalvík. Það var vel til fund- ið að minnast þess þarna, og líka þess þegar séra Stefán Snævarr spurði einhvern tíma á samkomu hver væri besti vinur barnanna. Lítill snáði rétti þá upp hönd og svaraði hiklaust að það væri hann Friðjón í Kjötbúðinni! - Og svo kvöddum við að lokum vin okkar með því að syngja yfir honum sönginn um Svarfaðardal. Friðjóns hefur verið minnst í Morgunblaðinu, en mig langar til að Norðurslóð geymi um hann nokkur orð frá mér. Ég get ekki sagt að við höfum verið ná- kunnugir, en góðar minningar á ég um hann frá fyrsta fari. Mér varð snemma ljóst að faðir minn taldi Friðjón í fremstu röð sam- starfsmanna sinna við Kaupfé- lagið. Þar kom til samviskusemi hans, starfshæfni, lipurð og ötul- leiki. Snyrtimennska og vand- virkni settu svip á störf hans og hann hafði með afbrigðum skýra rithönd. Friðjón var kjötbúðar- stjóri og tók alltaf vel á móti krökkum sem þangað voru sendir að kaupa í matinn. Ekki minnist ég þess síst þegar ég kom bak við í búðinni og horfði á hann saga niður kjötskrokka af mikilli kúnst, jafnframt því sem hann spjallaði við mig og gerði að gamni sínu. Það eru engar ýkjur að börn hafi laðast að Friðjóni, eins og orð drengsins á samkomunni eru til vitnis um. Hann var alúðlegur, hafði næmt auga fyrir skoplegum hliðum til- verunnar, eftirhermugáfu og leikhæfileika. Að vísu var hann að mestu leyti hættur að leika á mínum unglingsárum, en ég sé hann ljóslega fyrir mér í hlut- verki Jakobs skómakara í Jeppa á Fjalli. Síðast en ekki síst bar fundum okkar saman í Bókasafninu. Stefán faðir minn, Friðjón, Tryggvi frystihússtjóri og síðar Sigurpáll frá Melum sátu í stjórn Lestrarfélagsins. Þeir Friðjón og Sigurpáll voru oftast við af- greiðslu þegar opið var á sunnu- dögum. Ég fór snemma að hjálpa til við það starf og þá kynntist ég Friðjóni vel. Hann var bókamaður og gaman að spjalla við hann um hugtækt lestrarefni. Þá var ég að byrja að lesa bókmenntir fyrir fullorðna. Þess verður að geta að í mínu nánasta umhverfi var afstaða til Halldórs Laxness töluvert blendin, jafnvel neikvæð, og átti það líklega upptök í viðbrögðum framsóknar- og samvinnumanna við Sjálfstæðu fólki forðum daga. Friðjón var víst lengra til vinstri í stjórnmálum. Hann var fyrsti aðdáandi Halldórs sem ég kynntist og átti sinn þátt í að beina athygli minni að verkum skáldsins. Fyrir það verð ég hon- um ævinlega þakklátur. Það er sannast að segja að deilurnar um Halldór urðu á sínum tíma til að halda bókhneigðum unglingum frá verkum hans, þótt nú kunni mönnum að þykja slíkt ótrúlegt. Ekki löngu eftir að ég fluttist suður að föður mínum látnum hætti Friðjón hjá Kaupfélaginu og varð afgreiðslumaður á Póst- húsinu. Þar hitti ég hann í norð- urferðum mínurn og mætti sömu vinsemd og hlýju og jafnan áður. Það var augljóst að honum leið vel þarna, í dálítið hreinlegra umhverfi en í Kjötbúðinni og við minna líkamlegt álag, þótt hann virtist raunar vel á sig kominn sem fyrr. Síðast hitti ég Friðjón í safnahúsinu Hvoli þar sem hann fræddi gesti um hvaðeina sem fyrir augu bar af áhuga og traustri þekkingu,svo nátengdur sem hann var byggðarlaginu og sögu þess. Friðjón naut sín með ágætum í þessu starfi. Mér fannst hann þar eins og persónugerv- ingur Dalvíkur sem hann hafði fylgst með vaxa úr smáþorpi í myndarlegan kaupstað. Sjötugur að aldri flutti Frið- jón til Reykjavíkur. Það kom mér að vissu leyti á óvart um svo ramman Dalvíking, enda mun brottflutningurinn hafa verið honum erfiður og hugurinn löngum fyrir norðan eins og geta má nærri. Svo stór er Reykjavík orðin að við sáumst aldrei síð- ustu árin. En af tilviljun hitti ég dóttur hans á fjarlægri sólar- strönd í sumar og gat sent hon- um kveðju. Þá rifjuðust upp samverustundir okkar á löngu horfinni tíð. Þegar hann var allur stigu þær upp af djúpi hugans í skærri birtu. Mér er einkum minnisstæð greiðvikni hans, hversu var hann boðinn og bú- inn að rétta mönnum hjálpar- hönd þegar nokkuð lá við. Ég kveð Friðjón Kristinsson með þakklæti fyrir vinsemdina og hans góða þátt í að móta æsku- umhverfi mitt á Dalvík. Hvíli hann í friði innan þess svarf- dælska fjallahrings sem líf hans allt var bundið. Gunnar Stefánsson Friðjón Kristinsson Frá yngri árum minnist ég Frið- jóns Kristinssonar úr göngunum þegar hann slóst í för Afréttar- manna við Hreiðarsstaði, vel ríðandi ásamt hundinum Kaf- fon. í háværum gleðskap bragg- ans á Krosshóli sat hann lengst- um út í horni, á lágu hljóðskrafi við þá Steingrím á Sökku og Friðrik á Hánefssöðum. Hann hafði þó gaman af söng okkar hinna og átti það til að panta óskalög. Ég minnist hans líka þegar ég vann nokkur haust unglingur hjá honum á slátur- húsinu. Hann var óvenjulegur yfirmaður. Hann hafði m.a. þann sið að kalla starfsmenn, einn eða tvo í einu, inn á herbergi til sín og veita þar kamfórudropa í syk- urmola. Þar talaði hann við mann eins og jafningja, fór með vísur, sagði sögur og hermdi eft- ir sögupersónunum sínum. Það var mikið spé. Svo liðu árin. Ég flutti til Akureyrar og hafði lítið af Friðjóni að segja. Maður varð þó óhjákvæmilega oft vitni að upplestrum hans á svarfdælsk- um samkomum. Hann las svo vel upp, laust sem bundið mál, að hann þótti ómissandi í öllu skemmtanahaldi um langt ára- bil. Hann var snjall í leikrænum flutningi, enda á sínum tíma einn af stofnendum Leikfélags Dal- víkur og virkur félagi á fyrri árum þess. Árið 1995 fluttu þau Friðrika til Reykjavíkur til að komast nær börnum sínum og barnabörnum. Þetta þótti kunn- ingjum Friðjóns heima fyrir mik- ill skaði og grunaði að svo inn- gróinn Svarfdælingur gæti aldrei þrifist almennilega á mölinni þarna syðra. Sjálfur talaði hann þó aldrei um slíkt. Fyrir um þremur árum fór ég að rita sögu hestamennsku í Svarfaðardal. Þá heimsótti ég Friðjón oftar en einu sinni í Reykjavík. Hann reyndist afar áhugasamur um ritunina og greinagóður heim- ildarmaður, nákvæmur og annt um að rétt væri farið með. Hann var til dæmis ótrúlega minnugur á hross, nöfn þeirra, ætt og helstu eiginleika. En þarna kom einnig í ljós hinn góði sögumaður. Af svarfdælskum hestamönnunum í'yrri tíma sagði hann sögur sem í senn voru skemmtilegar og lýsandi fyrir viðkomandi menn. Guðmann áTungufelli.Sigurpáll á Steindyrum, Árni í Brekkukoti og fleiri stigu ljóslifandi fram. Eftir heimsóknir mínar sendi hann mér nokkra stutta pistla um þessi málefni. Það var mikill fengur að þeim því maðurinn var mjög pennafær, skorti hvorki sagnaanda né litríkt orðfæri. Pistlana birti ég alla óbreytta í bókinni og hefðu þeir mátt vera fleiri. Þann skamma tíma sem eftir var hélt ég góðu sambandi við Friðjón og kynntist honum betur. Það kom einfaldlega til af því hvað félagsskapur hans var skemmtilegur. Hann var víðles- inn og margfróður maður, eink- um í því sem kalla má þjóðlegan fróðleik. Þó að minnið væri óvenju gott var hann varfærinn í öllum fullyrðingum. Hann talaði eins og maður sem lengi hefur fengist við fræði og skriftir. Frið- jón var fágaður maður í allri framgöngu, sagði afar vel frá en sögurnar einkenndust ekki af ýkjum og stóviðburðum heldur trúverðugleik og hárfínum húmor. Skemmtunin var aldrei á kostnað þess sem um var talað og rýrði hann ekki, nema síður væri. í viðbót við þetta hafði hann ákveðnar þjóðfélagsskoð- anir og trausta dómgreind. Friðjón Kristinsson var afar hógvær maður og líklega mætti segja dulur. Ég hafði það á til- finningunni að hann hefði svo miklu og mörgu að miðla sem við meðborgararnir hefðum gagn og gaman af að ekki mætti láta það fúna ónotað í sjóði. Ég hugsaði mér að heimsækja hann og reyna að hagnýta sjóðinn á einhvern hátt fyrir okkur hin. Koma einhverju niður á blað. Ég nefndi þetta við hann síðastliðið sumar. Hann svaraði fáu sem hans var von, neitaði þó ekki. En nú er það um seinan. Ég sit enn með þessa tilfinningu. Og þar við bætist eigingjarn söknuður- inn: að maður skyldi ekki njóta betur samfylgdar hans meðan hún bauðst. Þórarinn Hjartarson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem studdu okkur við andlát og útför okkar ástkæra, Hermanns Aðalsteinssonar Klængshóli í Skíðadal Sérstakar þakkir fá starfskonur á Dalbæ, Lene, Óskar og Barbara í Dæli, gangnamenn í Sveinsstaðaafrétt og séra Magnús G. Gunnarsson. Anna Dóra, Jökull og Örn.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.