Norðurslóð - 23.01.2002, Síða 8

Norðurslóð - 23.01.2002, Síða 8
Tí MAMÓT Skímir Þann 25. des. var skírð í Vallakirkju Elín Heiða. Foreldrar hennar eru: Guðrún Tryggvadóttir og Hlini Jón Gíslason til heimilis að Hofsárkoti, Svarfaðardal. 26. des. var skírð í Dalvíkurkirkju Steinunn Birta. Foreldrar hennar eru Dagbjört Sigurpálsdóttir og Ólafur Ingi Steinarsson Lokastíg 1 Dalvík. Þann 29. des. var skírður Birnir Ringsted. Foreldrar hans eru Ylfa Mist Helgadóttir og Haraldur Ringsted Ránargötu 4 Rvík Þann 29.desember var skírður í Dalvíkurkirkju Símon Gestsson. Foreldrar hans eru. Bryndís Björnsdóttir og Gestur Matthíasson til heimilis að Karlsbraut 19 Dalvík Þann 1. jan. var skírð í Dalvíkurkirkju Guðrún Jóhanna. Foreldrar hennar eru: Borghildur Freyja Rúnarsdóttir og Friðmundur H Guðmundsson til heimilis að Hringtúni 7 Dalvík Brúðkaup Þann 26. desember gengu í heilagt hjónaband í Vallakirkju Heiða Hilmarsdóttir og Hilmar Þór Valgarðsson, til heimilis að Drafnarbraut 6 Dalvík Norðurslóð árnar heilla. Afmæli Þann 6. Janúar varð 70 ára Þorgils Gunnlaugsson frá Sökku (Nú í Ölduhrygg) Andlát Friðjón Kristinsson lést í Reykjavík 16. desember sl. Friðjón var fæddur í Jarðbrúargerði 30. maí 1925. Hann var elsta barn hjón- anna Kristins Gunnlaugssonar trésmiðs og bónda á Hjalla við Dalvík og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Eftirlifandi systkini Friðjóns eru Gunnar og Elín, en hálfsystkini hans af fyrra hjóna- bandi föður hans voru Gunnlaugur, Rósa og Þorleifur, öll látin. Friðjón kvæntist árið 1950 Friðriku Guðjónsdóttur frá Hreiðars- stöðum og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Elsa Björg gift Bjarna Oddssyni, Sveinbjörn kvæntur Sigrúnu Árnadóttur og stjúpdóttir Friðjóns er Anna Jóna gift Bertil Friberg. Friðjón átti heima á Dalvík allan sinn aldur utan síðustu sex árin er þau hjón áttu heimili í Reykjavík. Friðjón starfaði m.a. hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Dalvík, hjá Pósti og síma á Dalvík og hjá Byggðasafni Dalvíkur. Útför hans fór fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 28. des. s.l. Þann 9. febrúar verður 70 ára Ása Marínósdóttir í Kálfsskinni. Þann 13. jan varð 70 ára Sveinn Jónsson í Kálfsskinni. Þann 19. janúar varð 75 ára Sigríður Hafstað áTjörn. Frétiáhorn s Arfell hf á Dalvík hefur hafist handa við bygg- ingu á tveim parhúsum og tveim einbýlishús- um í Giljahverfi á Akureyri. Að sögn Daníels Hilmarssonar byggir fyrirtækið húsin á eigin reikning með sölu í huga en söluhorfur þar verða að teljast mjög góðar um þessar mundir. Þá hefur Árfell fest sér tvær lóðir undir einbýlishús í Skóg- arhólum á Dalvík og verður farið af stað þar í vor ef vel horfir með sölu á þeim. Annars er frekar rólegt yfir byggingu íbúðar- húsnæðis í Dalvíkurbyggð um þessar mundir. Tréverk hefur steypt upp sökkul á annarri tveggja lóða sem fyrirtækið er með við Lynghóla og verð- ur haldið áfram við þær framkvæmdir þegar um hægist annars staðar. Enn er þó enginn kaupandi til staðar. Þessa dagana er aðalverkefni fyrirtækis- ins nýtt varphús íslandsfugls á Árskógsströnd og nýjar innréttingar í Blikahúsinu. Þar er BGB Snæ- fell að bæta aðstöðu fyrir hausaþurrkun og að láta innrétta fjölda nýrra þurrkklefa. Þórður Kristleifsson var valinn úr hópi 21 um- sækjenda um embætti ferða- og atvinnumála- fulltrúa Dalvíkurbyggðar nú fyrir jólin og mun hefja störf hér þann 1. febrúar nk. Þórður er 31 árs, giftur Drífu Jennýju Helgadóttur og eiga þau tvo syni, þriggja ára og eins árs. Drífa Jenný hefur verið ráðin til kennslu í Húsabakkaskóla. Karlakór Dalvíkur hélt sína árlegu styrktartón- leika fyrir Dalvíkurkirkju laust fyrir áramótin. Dalvíkurkirkja var troðfull út úr dyrum svo þeir sem síðastir komu urðu frá að hverfa. Karlakórinn söng fyrst jólalög í nýjum útsetningum eftir stjórn- andann Guðmund Ola Gunnarsson, Rósa Kristín Baldursdóttir söng þá einsöng með kórnum í tveimur lögum en hápunktur tónleikanna var sam- leikur Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Jónasar Ingimundarsonar á tvo flygla. Undir lokin steig karlakórinn aftur á svið og söng þrjú lög í útsetn- ingu Jóns Þórarinssonar og endaði svo á hinu magnþrungna “ Brennið þið vitar” eftir Pál ísólfs- son og Davíð Stefánsson við undirleik Helgu og Jónasar á flyglana tvo við mikinn fögnuð áheyr- enda. Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði æfir nú nýtt leik- rit með söngvum eftir Hjörleif Hjartarson. Leikritið nefnist „Halló Akureyri" og er annað leikrit hans í fullri lengd. Árið 1999 frumsýndi Leikfélag Dalvíkur leikritið „Frumsýning" sem hann skrifaði sérstaklega fyrir það. Halló Akureyri gerist eins og nafnið bendir til um verslunar- mannahelgi á Akureyri og fjallar á gamansaman hátt um þetta merkilega fyrirbæri í íslenskri menn- ingu og mannlífi.Tónlistin í verkinu en einnig eftir Hjörleif en leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson. Hann er Dalvíkingum af góðu kunnur frá því hann leikstýrði „Gefið hvort öðru“ hér fyrir tveim árum eða svo. Frumsýning er áætluð 23. febrúar. Og meira af menningarviðburðum. Menningar- hátíðin “Svarfdælskur mars” verður haldin helgina 22.-24. mars. Eins og lesendum er kunnugt var hátíðin haldin í fyrsta skipti í fyrra og heppnað- ist einstaklega vel. Eins og þá verður þemað svarf- dælsk menning og mannlíf. Heimsmeistarakeppnin í brús verður á sínum stað og sömuleiðis svarf- dælski marsinn en á laugardeginum verður mál- þing þar sem tónlistarlíf hér um slóðir verður sér- staklega til skoðunar. Búist er við að kór Svarfdæl- ingafélagsins komi að sunnan og haldi tónleika og reiknað er með fleiri gestum enda stutt í páska og skíðasnjór nægur í fjallinu ef marka má spár veður- spekinga. Á samkomunni kom fram þessi kvartett. F v: Steinar Stein- grímsson, Einar Amgrímsson, Stefán Friðgeirsson og Helgi Indriðason. Þann 4. janúar gekkst Hestamannafélagið Hringur fyrir tónleikum og dansleik að Rim- um. Þar stigu á stokk hinir og þessir hestamenn og fluttu einsöngva tvísöngva og kvartettsöng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Þar kom í ljós það sem flestir vissu fyrir að í röðum svarfdælskra hestamanna er að finna hvern söngv- arann öðrum betri. Þá kom Hjalti Haraldsson einnig fram með sög sína og lék eitt lag með Helgu. Við þetta tilefni var undirritaður 3ja ára samstarfssamningur milli hestamannafélagsins og Dalvíkurbyggðar og sagði Hilmar Daníelsson tón- leikana haldna í þakklætisskyni fyrir stuðning sveitarfélagsins. Mæltist hann til þess að önnur fé- lög fylgdu fordæmi hestamannafélagsins og efndu til menningarkvölda í byrjun hvers árs. Eftir söng- dagskrána steig svo á stokk ný danshljómsveit “Kastað toppi” sem stofnuð var að þessu tilefni. Fyrir henni fór að sjálfsögðu Helga Bryndís Magn- úsdóttir sem mestan veg og vanda átti að samkom- unni. Líkamsræktartækin sem setja á upp í sundlaugarhúsinu eru komin á staðinn og bíða þess að takast á við Dalvíkinga og nærsveitamenn, ná af þeim aukakílóunum og styrkja þá á alla lund. Að sögn Bjarna Gunnarssonar er á þessu stigi málsins ekki hægt að segja nákvæmlega hvenær tækin verða komin í gagnið en til stóð að það yrði nú um mánaðamótin. Sem kunnugt er hafa Guðmundur Jónsson og Ósk Jórunn Árnadóttir sjúkraþjálfarar haft aðstöðu í húsnæðinu og hefur gengið nokkuð hægt að semja um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi þeirra. Þau hafa haft augastað á húsnæði í kjallara Dalbæjar og hefur mikill áhugi verið þar á bæ fyrir að fá þau þangað enda augljós hagur af því fyrir heimilið. Stjórn Dalbæjar óskaði eftir því á fundi að Dalvíkurbyggð legði fram fé til nauðsynlegra breytinga á húsnæðinu en bæjarstjórn hafnaði því á þeim forsendum að þar sem Dalbær væri sjálfseignarstofnun væri eðlilegt að hún tæki lán til framkvæmdanna sem síðan yrði greitt upp af leigutekjum af aðstöðunni. Eins og málin standa nú er enn verið að skoða húsnæðismál sjúkraþjálfunarinnar og hefur málinu aftur verið vísað til bæjarráðs með einhverjum nýjum formerkjum. Bjarni sagði opnun líkamsræktar- innar í sundlauginni velta töluvert á því hvaða niðurstöður fengjust með sjúkraþjálfunina en það gæti þó ekki dregist mikið úr þessu. Hcrmann Aðalsteinsson, lést á Dalbæ þann 31. desember 2001. Hermann fæddist á Einhamri í Hörgárdal hinn 7. maí 1927, foreldrar hans voru Steinunn Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Tómasson. Hermann var sjötti í röð tólf systkina. Hann ólst frá sex ára aldri upp á Geirbjarnarstöðum, hjá hjónunum Halldóru Þuríði Kristjándóttur og Kristjáni Jónssyni. Hermann var bóndi á Klængshóli lengist af starfsæfi sinnar. Kona hans var Jónína Kristjánsdóttir frá Klængshóli, börn þeirra eru Jón Bjartmar, f. 21,júní 1953, og Anna Dóra f.24.mars 1957, auk þess átti Jónína soninn Kristján Gretar Sigvaldason f 17.apríl 1945. Hermann var jarðsettur frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 8. janúar 2002, jarðsett var í Vallakirkjugarði. Hans er minnst hér inni í blaðinu. Frímann Sigurðsson frá Dalvík, f. 18. des 1902, andaðist að Hrafnistu Hafnarfirði 31. des. 2001. Útför hans fór fram frá Glaumbæjarkirkju í Skagafirði 5. jan. sl. Hann varð jarðsettur í heimagrafreit að Sólheimum í Sæmundarhlíð þaðan sem kona hans Árný Þorleifsdóttir var en hún andaðist fyrir nokkrum árum. Jóhann Sævaldur Sigurðsson, lést á Dalbæ, 28.desember síðastliðinn. Sævaldur var fæddur 22.febrúar 1912 á Gjallanda á Upsaströnd. Foreldrar hans voru Anna Sigurðardóttir og Sigurður Jón Guðsjónsson. Sævaldur var fjórði í röð ellefu systkina. í tilefni af 70 ára afmæli mínu 6. jan. sl. vil ég þakka þeim sem glöddu mig með rausnarlegum gjöfum. Þorgils Gunnlaugsson Tóbakslaust skíðalandsmót Undirbúningur fyrir Skíðamót íslands 2002 sem haldið verður á Dalvík og Ólafsfirði 4. - 7. apríl nk. hefur gengið vel og er verið að ganga frá samningum við styrktaraðila þessa dagana. Stærstu styrkjendur mótsins eru Esso og Útilíf en auk þeirra koma fjöldi annarra að því m.a. Tóbaksvarnanefnd og er ætlun Skíðafélagsmanna að hafa mót- ið tóbakslaust. Skíðafélag Dal- víkur er 30 ára um þessar mund- ir og m.a. vegna þeirra tímamóta opnaði félagið nýja heimasíðu nú um áramótin. Höfundur hennar er Gunnlaugur Jónsson (Halldórssonar) en faðir hans var einmitt aðalhvatamaður að stofnun félagsins á sínum tíma. Síðan, skidalvik.is er hin glæsi- legasta, myndir af aðstöðunni í Böggvisstaðafjalli, rakin er saga félagsins og sagðar nýjustu frétt- ir af skíðafólkinu okkar um leið og hlutirnir gerast. Skíðafélags- menn hyggjast opna aðra heima- síðu í sambandi við skíðalands- mótið þar sem hægt verður að fylgjast með tímum og öðru um leið og keppnin fer fram. Þá hef- ur skíðafélagið látið hanna tvö veggspjöld til auglýsinga og kynningar á félaginu og skíða- svæðinu. Formaður skíðafélags- ins og mótstjóri Skíðamóts Is- lands er Óskar Óskarsson.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.