Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Lif og fjor 1 leikhúsinu - Brúðuleikrit, Sex í sveit og söngleikur áfjölum eyfirskra leikhúsa 26. ÁRGANGUR Þriðjudagur 26. febrúar 2002 2. TÖLUBLAÐ Síðasta sunnudag, 24. febrúar, sýndu nemendur eldri bekkja Húsabakkaskóla brúðuleikhús- uppfærslu á Pétri og Úl/inum eftir Sergei Prokofév undir stjórn hins afburðasnjalla brúðu- leikhúsmanns Bernd Ogrodnie. Bernd kom í haust og hélt leik- brúðusýningu fyrir skólana á svæðinu og var þá bundið fast- mælum að hann kænii aftur með leiksmiðju og setti hér upp brúðuleikhús með krökkunum. Bernd er Þjóðverji alinn upp í Bandaríkjunum en hefur verið búsettur hér á landi undanfarin ár. Frægasta sköpunarverk hans hér á landi er án efa leikbrúðan Pappírs-Pési en hann bregður fyrir sig öllum tegundum brúðu- leikhúss og er auk þess tónlistar- maður. Sýningin á Húsabakka var hrein unun á að horfa og verða vonandi fleiri sýningar. Leikfélag Dalvíkur frum- sýndi sl. laugardagskvöld gam- anleikinn Sex í sveit eftir Marc Camoletti í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Að sögn Júlí- usar Júlíussonar formanns voru undirtektir áhorfenda vægast sagt góðar og svo mikið hlegið að jafnvel í hléi gátu menn ekki hætt. Leikendur eru sex, þar af þrír sem ekki hafa stigið á svið áður með LD og fara allir með stór hlutverk. Þá var og frumsýning sl. laug- ardagskvöld í Freyvangsleikhús- B æj arstj órnarkosningar Framboð fara rólega af stað Það hefur verið venja um þetta leyti á kosningaári að Norður- slóð spyrjist fyrir um það hjá flokkum eða framboðum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn hvað líði undirbúningi framboðs. Það verður að segjast eins og er að svörin sem við fengum að þessu sinni voru mjög í sama dúr og áður. Umræðan er rétt að byrja, nýbúið að skipa uppstillingar- nefndir. Það sem er hins vegar svolítið öðruvísi en áður er að lítið liggur fyrir um hverjir af núverandi bæjarfulltrúar gefa kost á sér til framboðs aftur og hverjir ætla að hætta. Allir sögðu þó að upp- stillingarnefndir væru að ræða við núverandi bæjarfulltrúa til að fá frá þeim svör. Eins bar full- túum framboðanna sem við töl- uðum við saman um að senn fari nú að komast skriður á málin og við getum því ekkert sagt annað en að Norðurslóð mun að sjálf- sögðu fylgjast með og flytja les- endum sínum fréttir síðar. Dalvíkurbyggð Líkamsræktin opn- uð í sundlauginni SI. laugardag hófst formlega starfsemi í hinni nýju líkams- ræktarstöð Dalvíkurbyggðar í húsnæði sundlaugarinnar. Margt var um manninn og segir Bjarni Gunnarsson forstöðumaður að undirtektir bæjarbúa hafi verið allar á einn veg. Ágæt sala hefur verið í árs- og mánaðarkortum. Árskortið kostar 29 þúsund fyrir einstak- linginn en fyrir hjón og fjöl- skyldur er veittur afsláttur. Reyndar geta menn fengið árs- kort fyrir 25 þúsund ef þeir kaupa þau strax fyrir 8. mars. Innifalið í verði allra korta er ótakmarkaður aðgangur að sundlauginni. Fyrst í stað munu þjálfarar leiðbeina fólki á ákveðnum tímum og setja upp æfingakerfi fyrir þá sem það kjósa sér. Gauti Rúnarsson verður á staðnum eftir kl 18 á fimmtudögum og á laugardög- um og bróðir hans Bjarni Rún- arsson á mánudögum frá 17.30. Sigurður Jörgen tók hraustlega á í tœkjunum sl. laugardag. A bakvið hann má sjá bœjarstjór- ann Guðrúnu Pálínu á harða- spretti eftir fœribandinu. inu á nýju verki eftir okkar mann Hjörleif Hjartarson Halló Akur- eyri. Fleiri leikfélög hér í kring eru að frumsýna leikrit um þess- ar mundir svo óhætt er að segja að nú sé af nógu að taka fyrir leikhúsáhugafólk við Eyjafjörð- inn. Knattspyrna Dahík og Ólafsfjörð- urmeð sameigin- legt lið Viðræður hafa átt sér stað að undanförnu milli forsvars- manna knattspyrnudeila Leifturs á Ólafsfirði og UMFS á Dalvík um samstarf. Ef til samvinnu kemur verður sameiginlegt knattspyrnulið sent á íslandmótið bæði í 1. deild meistaraflokks og 2. flokki karla (17-19 ára). Björn Friðþjófsson sagði í samtali við Norðurslóð að niðurstaða ætti að fást í þessu máli í þessari viku. Viðræðurnar snúast um að félögin sendi sameiginlegt lið til leiks og beri hvort félag fjárhagslega ábyrgð á sínum hluta samstarfsins. Þetta er að svo komnu máli ekki um- ræða um að sameina félögin. Svona samvinna hefur verið um árabil um yngri flokkana. Raunar voru þessi félög fyrst til að senda sameiginlegt lið á íslandsmót í knattspyrnu fyrir um 10 árum. Það er því komin reynsla á svona sam- vinnu milli félaganna sem hefur gengið vel. Björn segir að það sé alltaf að verða erfiðara og erfiðara að láta rekstur meistara- flokks ganga fjárhagslega upp. Kostnaður við meistara- flokkinn hér hefur verið 6-8 milljónir á ári sem er þó 50% lægra en hjá flestum þeirra félaga sem reka meistara- flokkslið. Böggver opnað Kráin Böggver var opnuð að Böggvisstöðum þann 16. febrúar sl. Það eru þau Steinar Agn- arsson og Kristín Hjálmarsdóttir í Hrafnsstaðakoti sem standa að rekstrinum. Kráin hefur lengi verið í smíðum í húsnæðinu sem áður innihélt fóðurstöð fyrir loð- dýr og síðar líkamsræktarstöð. Kráin tekur 100 manns í sæti og eru innréttingar allar hinar vönd- uðustu. Opnunartími: mán. - fös. 9-20 laug. 10-20 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÓRMARKADUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.