Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Að þessu sinni eru myndirnar úr safni • Jóns Baldvinssonar. Myndir af fólki sem hvert með sínum hætti setti svip á Dalvík- ina hér á árum áður. Allt er þetta fólk dáið nú nema að sjálf- sögðu Abba (Soffía Guðmunds- dóttir) sem setur sinn svip á bæ- inn enn þann dag í dag. Mynd- irnar eru skemmtilegar og vafa- laust rifjast upp fyrir ýmsum góðar sögur sem tengjast þessu fólki. Jonni á Sigurhœðum í þungum þönkum. Samt hefur nú nœsta athugasemd eða tilsvar hans vafalaust verið hnyttið. Eða hefur hann kannski enn áhyggjur af því að sótarinn sé ekki fœddur? ’Sfc'. Fúsi Þorleifs mokar snjó. Sennilega er hann að hreinsa niðurfall við húsið sitt Bjarg. Fúsi hafði lagt hönd á margt. Hann var járnsmiður, bílstjóri og útgerðarmað- ur. Stundum allt þetta í senn ogfleira til. Páll og Fríða í Laxamýri. Hér eru þau með netateina fyrir utan húsið hjá sér. Algengara var að málningardót fylgdi Páli málara. Ása Fúsa og Abba. Það fer ekkert á milli mála að Ása er hér að segja Öbbu eitthvað sem krefst umhugsunar. Síðan hefur Abba sjálfsagt haldið áfram út í kaupfélag þegar þœr vinkonuranr hafa hœtt að skipt- ast á orðum. Jói bók óvenju léttstígur. Kannski er hann að flýta sér til einhvers sem var að vinna í happdrœtti Háskólans. Jói þurfti ekki að auglýsa eins og gert er í dag, að hringt vœri samdœgurs, hann einfaldlega hljóp um og tilkynnti um vinninga. Tryggvi í Þórshamri með píp- una. Tryggvi var lengi frystihús- stjóri hjá KEA. Þeir voru tveir hjá KEA á Dalvík sem hétu Tryggvi Jónssynir. Þeir voru að- greindir Tryggvi „með hana“ og Tryggvi „án hennar“. Þetta er Tryggvi án’ennar. Eiki Lyngdals við bensínafgreiðslu. Hér er hann að afgreiða þegar Olísskúrinn hans var við Steðja. Eiríkur í Steinholti var líka við afgreiðslu þegar bensín- sjoppan var í gömlu Klemmunni þar sem nú er eða var veitingahúsið Valensía. Raggi póstur að störfum. Mörg bréfin var hann búin að bera til fólks. Þó kunni hann alltaf best við sig á trillunni sinni úti á Víkinni. ■ ......... *

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.