Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Gangan langa Gengin vatna- skilin umhverfis Svarfaðardal s 17. kafli: Ur Sandárdalsbotni í Þverárdalsbotn Bjarni E. Guðleifsson skrifar Mynd 1. Horft af Kerlingarhnjúki yfir botn Klaufabrekknadalsins ólafsfirska. Klaufabrekknaskarðið er handan dökkbrýnda hnjúksins á miðri mynd (Miðhnjúks?), sem skiptir dalnum í tvo botna. Norðurhlíðar Klaufabrekknadalsins svaifdœlska fjœr, og gnafa Systurnar tvœr hœst en Auðnasýling til vinstri. t * Mynd 2. Gengið til baka niður Klaufabrekkur í átt að Skarðshólum. Grýtudalur og Vatnsdalur framundan með Skeiðsfjalli. Það var síðasta dag ágúst- mánaðar sem við þre- menningarnir strönduð- um í botni Sandárdals. Haustdagurinn var stuttur, svo við gengum niður jökulfönnina á milli Þverfjalls og Kerlingar- hnjúks til byggða. Að baki höfð- um við tindóttan norðurbotn Sandárdals og þar þurftum við að byrja næst. Við ræddum um það hvort vonlaust væri að við kæmumst einn dag enn í septem- ber, til að nálgasl endamarkið enn frekar. Ég taldi það hæpið, bæði styttast dagar óðum og allra veðra er von í september. Auk þess átti ég erindi á ráð- stefnu í Skotlandi um miðjan mánuðinn, þannig að þetta gat mín vegna ekki orðið fyrr en eftir það. í huganum afskrifaði é^g þetta, en félagar mínir, þeir Arni og Grétar, voru óvenju bjartsýnir og vildu ekkert úti- loka. Ég fór til Skotlands og var þar úti örlagadaginn 11. september og lenti í mestu ógöngum með vasahnífinn minn sem hefur fylgt mér nánast hvern dag í ára- tug, en hnífinn gaf Tryggvi á Rútsstöðum mér á fimmtugsaf- mæli mínu á Staðarhnjúki 1992. Ég hef aldrei þurft að framvísa þessum hnífi í ferðalögum á milli landa, en 14. september var búið að herða reglur og gleymdi ég honum í vasanum og var kominn í gegnum öll öryggishlið nema það síðasta þegar hann fannst og ég var sendur tilbaka alla leið- ina. Endaði þetta með því að ég gat valið á milli þess að láta gera hann upptækan eða senda hann í litlum plastpoka sem farangur, sem ég auðvitað valdi. Lá við að af þessu öllu hlytist mikill mála- rekstur. Mér til mikillar undrun- ar kom þessi litli plastpoki fram á færibandinu á Keflavíkurflug- velli innan um allar stóru tösk- urnar. Það var mér líka undrun- arefni að enn var snjólaust á Is- landi og jörð ófrosin um miðjan september. Svipuðumst við fé- lagarnir eftir einhlítum góðviðr- isdegi og virtist hann kominn þann 25. september. Á Kerlingarhnjúki Við vöknuðum klukkan 5 um morguninn þann 25. september í svartamyrkri, en nokkuð birti þegar við ókum út í Svarfaðar- dal. Við lögðum af stað frá bíln- um við Göngustaði klukkan 6:20. Agætlega göngubjart var þegar við gengum inn Sandár- dalinn norðan ár, en þeim megin er hann víst nefndur Göngu- staðadalur. Logn var og létti Áskrif- endasími Norður- slóðar er 466 1555 smám saman til þannig að al- heiðskírt var og um klukkan 7 tóku fjallatindar að loga í rauð- um sólargeislunum. Nýsnjór sást í stöku bollum til fjalla. Við rölt- um fram dalinn, fylltum á vatns- ílát neðanvið jökulfönnina og gengum síðan upp hana og stefndum í skarðið í norðurbotni Sandárdalsins þar sem það var lægst (1000 m), og sáum nú þver- hnípið sem hafði stöðvað okkur í ágúst. Við heyrðum í hröfnum og sáum tófuslóð í snjónum. Göngufæri var gott í snjónum en efst í skarðinu þurftum við að skríða upp bratta og lausa skriðu. Þegar við stóðum uppi í skarðinu var veggbratt ofaní Hvarfdalinn og við fikruðum okkur eftir lausum hryggnum í átt að Kerlingarhnjúknum, sums staðar á snjó. Efst komum við að ófærum klettabeltum og urðum að klöngrast neðan þeirra Sand- árdalsmegin og fara upp utanvið klettabeltið. Þegar upp kom og við höfðum gengið austur á há- tind Kerlingarhnjúksins (1170 m) reyndist hann ávalur og hul- inn snjó á köflum. Þar var engin varða, og bættum við svolítið úr því meðan við hvíldumst og mötuðumst, en ég hafði tapað vatnsflöskunni minni í klöngrinu og var háður félögum mínum um drykk. Þarna var gróðurlaust og einn hrafn sveif yfir okkur og klukkan var 10:30. Rani norður úr Kerlingarhnjúknum aðskilur Hvarfdal (sem tilheyrir Fljótum) og Klaufabrekknadal (sem til- heyrir Ólafsfirði, en áin Drykká rennur samt til Fljóta). Endar rani þessi í Olnbogahyrnu en neðan hennar er Klaufa- brekknadalsöxl. Á Kerlingar- hnjúknum kveðjum við sem sagt Fljótamenn og það sem eftir verður göngunnar verða Ólafs- firðingar okkur á vinstri hönd. Við höfðum fyrst haft sýn út Hvarfdal og yfir Fljótin og nú stórfenglega sýn yfir Klaufa- brekknadalinn ólafsfirska, en botn hans er tvískiptur og eru talsverðir jöklar í báðum botn- um undir þverhömrum (mynd 1), en norðan dalsins er Hestfjall sem endar í fremur rislitlum Há- degishnjúki. Mig grunar að norðurbotn dalsins sé svonefnd- ur Uxabás, en þar liggur leiðin um Klaufabrekkur. Hnjúkurinn sem skiptir dalbotninum í tvennt var sérlega hrikalegur að sjá, en á honum veit ég ekkert nafn. Gott útsýni var einnig út Sand- árdalinn og inn Vatnsdalinn handan Svarfaðardals. Við sáum nú leið okkar framundan, en hún lá um þennan hrikalega hnjúk og á mörkin á milli tveggja sam- nefndra dala, Klaufabrekkna- dalsins ólafsfirska og svarf- dælska. Við gengum fjallið til austurs sem smálækkaði og hefðum við getað farið út á Gimbrarhnjúk en leið okkar liggur ekki út á fjallið á milli Sandárdals og Klaufabrekkna- dals heldur meira til norðurs á hrikalega hnjúkinn. í snjónum sáum við bæði refaslóð og för eftir rjúpu og þegar landið lækk- aði komu stöku gróðurstrá í ljós, fjallasveifgras, músareyra og jöklasóley. Þessi lægð er botninn á svonefndu Illárviki í Sandárdal (Göngustaðadal), sem er innan- við Gimbrarhnjúk. Klaufabrckkur Eins og í fleiri dölum á þessu svæði þá er Klaufabrekknadal- urinn svarfdælski tvíbotna, og er gönguleiðin yfir í Ólafsfjörð, Klaufabrekkur, um nyrðri botn- inn (öfugt við það sem er í Sand- árdal). Þegar við ætluðum út á hnjúkinn á milli botnanna, sem ég hafði Ólafsfjarðarmegin talið hrikalegan og skiptir í raun báð- um Klaufabrekknadölunum í tvo botna, kom í ljós að illfært eða ófært var útá hann. Við urð- um því að fara niður í Klaufa- brekknadalinn svarfdælska á jöklinum í suðurbotninum. Þetta var mikill og breiður jökull, illa sprunginn og víða svartur og neðst var grjótjökull. Við tengd- um okkur saman með línu og komumst klakklaust niður, en mikið sá ég eftir hæðartapinu, því líldega fórum við niðurí um 800 m hæð, og mikið veltum við því fyrir okkur hvort fært hefði verið út á miðhnjúkinn (má kannski nefna hann Miðhnjúk?) og ekki síður hvort við hefðum komist niður af honum í Klaufa- brekknaskarðið. Niðurstaðan var sú að við hefðum valið rétta leið. Á jökulurðinni neðan jök- ulsins, klukkan 12:15, komumst við í vatn og nærðumst. Handan dalsins sáum við næstu áskorun, fjallið á milli Klaufabrekknadals og Þverárdals, en það er mikið og nær langt til austurs og endar í Hreiðarsstaðafjalli. Sólskin var á köflum en lágþoka niðri í Svarfaðardal. Við gengum síðan taktfastir upp jökulinn í nyrðra skarðið, upp efri hluta svo- nefndra Klaufabrekkna. Þegar upp í mjótt Klaufabrekkna- skarðið (1030 m) kom opnaðist fögur sýn út Klaufabrekknadal- inn ólafsfirska yfir Lágheiðina á Hreppsendasúlur og fjöllin milli Fljóta og Ólafsfjarðar, en hand- an Svarfaðardalsins blasti Grýtudalurinn við augum okkar ásamt Búrfellshyrnu og Tjarn- hólahnjúki. Strand á Innri-Systur Eftir að hafa notið útsýnisisns til beggja átta úr þessu þrönga Klaufabrekknaskarði lögðum við til atlögu við fjallið norðan skarðsins, innsta hluta fjallsins sem endar austast í Hreiðars- staðafjalli en vestanmegin í Hestfjalli. Sóttist gangan ágæt- lega en efst þurftum við að fara aðeins austaní röðlinum og þeg- ar upp kom sáum við ofaní Reykjadalinn, sveigðum síðan aðeins til ausurs og svo yfir smá- lægð til norðurs. Veggbratt mörg hundruð metra þverhnýpi var ofaní Reykjadalinn en aflíðandi skriður niður í Klaufabrekkna- dalinn. Loks, klukkan 2:30 stóð- um við á hátindinum og fyrir fót- um okkar lá þá líka Þverárdalur- inn, en norðurhlíð hans nefnist Bakkadalur. Þessi tindur mun vera annar tveggja sem nefnist Systir (1270m), hinn er álíka hár aðeins utar í fjallinu og enn utar er svo Auðnasýling og Hreiðars- staðafjall yst. Þarna var óskap- lega fögur sýn, bæði út Reykja- dalinn og ekki síður þvert yfir Þverárdalinn, en hann er afar fallegur og miklu hrikalegri en ég hafði ímyndað mér. Fjöllin fyrir botninum beggja megin voru skreytt með mörgum rauð- um berglögum. Við stóðum sem sagt á innri Systurinni með þver- hnípi bæði niður í Reykjadal og Þverárdal, og þarna vorum við enn einu sinni strand. Virtist mér algjörlega ófært niður í botn Þverárdals, enda þótt Grétar vildi reyna. Við komumst niður á fyrsta hjallann, en þeir voru ótal- margir eftir, og skrikaði manni fótur var bráður bani búinn við fall niður mörg hundruð metra. Við sáum því ekki aðra lausn en að snúa við, og okkur sýndist erfitt viðfangsefni bíða okkar næsta sumar að klifra uppúr Þverárdalsbotninum, en þar yrð- um við að byrja næst. Kæmumst við uppí skarðið í botninum, virtist illfært áfram uppá fjöllin handan dalsins. Þetta strand kom okkur algjörlega á óvart, en við teljum að þegar Þverárdaln- um/Bakkadalnum lýkur taki við auðveldari kafli allt norður á Ól- afsfjarðarmúla. Við gengum nú til baka og stefndum á Klaufa- brekknadalinn heim. Urðum við að fara talsvert inn í áttina að botninum til að forðast kletta- belti og komast niður. Fyrst gengum við eftir miklum urðar- hólum, hluta af svonefndum Skarðshólum, en fórum síðan suður fyrir ána, Lambána, vegna þess að við stefndum að Göngu- stöðum þar sem bíllinn var. Utarlega í dalnum komum við í undurfagurt berghlaup, líklega svonefnda Mikluhóla, og undan þeim komu margar kristaltærar uppsprettur þar sem gott var að svala þorstanum. Við komum að Göngustöðum klukkan 6:30 og var þá áfanga ársins 2001 í Göngunni löngu lokið. Við von- umst til að ljúka henni á Ólafs- fjarðarmúla næsta sumar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.