Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 26.02.2002, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Minning Erna Fuchs Sveinsson Fœdd 8. september 1928 - Dáin 2. febrúar 2002 Nú er hún Erna amma okkar dáin. Elsku amma, takk fyrir okkur. Við eigum þér svo margt að þakka. Þú verður ætíð í hjört- um okkar og barnabörnin eiga eftir að heyra margar sögur um þig- Takk fyrir að hafa verið félagi okkar ekki síður en amma. Sennilega er hægt að segja að þú hafir gert allt fyrir okkur sem við báðum þig um því þú áttir erfitt með að segja nei. Þú leyfðir okk- ur að keyra bílinn þinn á fáförn- um sveitavegum löngu áður en að við fengum bílpróf og tókst okkur með á sveitaböllin, keypt- ir það sem okkur langaði í í mat- inn, leyfðir okkur að elda og búa til frumlegar rjómatertur. í minningunni er líka svolítið ein- kennilegt hversu auðveldlega við gátum smyglað upp á loft hvolpum og kettlingum og leikið okkur með þá hálfan daginn. Þú hafðir alltaf pláss, tíma og þolin- mæði fyrir okkur og ekkert fannst þér meira gaman en þeg- ar öll fjölskyldan kom og gisti á Steindyrum og sofið var í öllum herbergjum. Ætli við höfum ekki oft verið á milli 10 og 15 sem gistum. Svínakjöt og súrar gúrkur, hlátur og ýmisskonar sprell voru órjúfanlegir þættir á þessum samkomum. Og oft varst þú búin að taka okkur krakkana með í sveitina ef þú varst í bænum eða jafnvel gera þér ferð eftir okkur. Þú varst ákaflega snyrtileg kona og hafðir yndi af fallegum fötum. I ófá skiptin skoðuðum við stelp- urnar í fataskápinn þinn og feng- um jafnvel lánuð föt og skart- gripi. Margsinnis vorum við búin að skoða saman myndir og dansa við þig á ganginum við þýska slagara og við vitum að þú ert ákaflega glöð með að 3 okk- ar eru á dansnámskeiði núna. Þú hafðir alltaf áhuga á skemmt- analífi okkar, klæðaburði og kynnum af hinu kyninu. Voru iðulega fjörugar umræður um þessi mál. Og hvílík gleði þegar lang- ömmubörnin fóru að koma. Þú dvaldir ófáar stundirnar við að passa og fékkst óskipta ást barn- anna til baka. Þú söngst fyrir þau, fórst í bíló og dúkkó og gerðir hvað sem þeim datt í hug. Eftir að þú fluttir niður á Dalvík varstu hjálparhellan á Steindyr- um. Þú passaðir, eldaðir og lag- aðir til og bjargaðir algjörlega heimilishaldinu um slátt og á öðrum álagstímum. Elsku amma, við söknum þín en við vitum að þér líður vel á nýjum stað. Takk fyrir allt. Gunnhildur, Magnús Már, Ágúst og Guðrún Erna. Sex í sveit Næstu sýningar: Föstudaginn 1. mars kl. 20:30 Laugardaginn 2. mars kl. 20:30 Föstudaginn 8. mars kl. 20:30 Laugardaginn 9. mars kl. 20:30 Athugið breyttan sýningartíma!!! Miðapantanir alla virka daga frá kl. 15-21 í síma 866 5024 Leikfélag Dalvíkur Þakkarávarp Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Friðjóns Kristinssonar Dverghömrum 8, Reykjavík. Friðrika M. Guðjónsdóttir Anna Jóna og Bertil Friberg Elsa Björg Friðjónsdóttir Bjarni Oddsson Sveinbjörn Friðjónsson Sigrún Árnadóttir og barnabörn Þakkarávarp Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu Guðrúnar Laufeyjar Guðjónsdóttur Dalbæ Dalvík Starfsfólki Dalbæjar þökkum við fyrir umhyggju og hjartahlýju í hennar garð og okkar allra. Guðjón Hreiðar Árnason Ingibjörg Ottósdóttir Baldvin Ottó Guðjónsson Guðrún Svava Guðjónsdóttir Árni Björn Guðjónsson Dalvíkurbyggð Afsláttur af fasteigna- gjöldum lífeyrisþega Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkurbyggð- ar gilda eftirfarandi reglur um afslætti af fasteigna- gjöldum lífeyrisþega á árinu 2002: a) Ellilífeyrisþegar fái 20.000,- kr. afslátt af fast- eigna-gjöldum af eigin íbúð sem þeir búa í. Um hjón og sambýlisfólk gildi sú regla að afsláttur er veittur þegar sá aðilinn sem eldri er hefur náð ellilífeyrisaldri og skiptir þá ekki máli hvor aðilinn er skráður eigandi viðkomandi fasteigna. b) Örorkulífeyrisþegar fái 20.000 kr. afslátt af fasteigna-gjöldum af eigin íbúð sem þeir búa í og er afslátturinn tekjutengdur þannig: 1. Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.218.000. 2. Hjón og sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 1.681.000. Umsóknir: • Sækja þarf um afslátt af fasteignagjöldum örorkulífeyrisþega og skulu umsóknir berast til bæjarstjóra/bæjarritara. • Með umsókn skal fylgja: a) Staðfesting Tryggingarstofnunar ríkisins á móttöku örorkulífeyris. b) Skattframtal síðasta tekjuárs (2002) staðfest af skattstjóra. • Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og á heimasíðu www.dalvik.is Bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á llfeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxt- unar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.