Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Deild úr Lands- byggðin lifi í Dalvíkurbyggð 26. ÁRGANGUR Þriðjudagur 26. mars 2002 3. TÖLUBLAÐ Föstudaginn 8. mars s.l. var stofnað félag í Dalvíkurbyggð sem er aðili að samtökunum Landsbyggðin lifi. í samræmi við markmið heildarsamtak- anna mun félagið vinna að efl- ingu byggðar og að hvers kyns velferðarmálum á félagssvæð- inu. Félagið leggur áherslu á að efla umræðu meðal almennings um málefni byggðarinnar og að auka þannig þátttöku almenn- ings og áhrif á stefnumótun. Það vill styðja frumkvæði ein- staklinga og félagasamtaka til alls sem til framfara horfir undir kjörorðinu: Við sköpum framtíð okkar. Félagið beitir sér fyrir fræðslu um málefni sem varða byggðarlagið miklu. Nafn félagsins hefur ekki ver- ið ákveðið og er óskað eftir uppástungum. Til bráðabirgða er félagið kallað Framfarafélag Dalvfkurbyggðar. Á stofnfundinum var kosin stjórn félagsins. Hana skipa Ragnar Stefánsson, Laugasteini formaður, Sveinn Jónsson, Ytra- Kálfsskinni og Rafn Arnbjörns- son, Dalvík. f varastjórn eru Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bakka og Þorgils Gunnlaugs- son, Sökku II. Stjórnin leggur áherslu á að fá sem flesta til að starfa með sér sem fyrst. Eru menn beðnir að tilkynna um áhuga sinn með því að hafa samband við einhvern stjórnarmanna. Hvers kyns hug- myndir um verkefni félagsins eru líka vel þegnar. Stefnt ef að málþingi og opn- un hugmyndabanka snemma í apríl, líklega í Ytri-Vík á Ár- skógsströnd. Upphitun fyrir um- ræðuna og slökun eftir hana verður í heitum pottum á staðn- um. Þeir sem skrá sig í félagið fram að umræddu málþingi verða stofnfélagar og, það sem meira er, fá tækifæri til að taka þátt í skemmtilegri undirbún- ingsvinnu, segir í frétt frá félag- inu sem Norðurslóð barst. Leikfélag Dalvíkur Sex í sveit gengur vel Haldiö var ísmót á vegum Hestamannafélagsins Hrings á Hrísatjörn 17. mars sl. Ágœtþáttaka var í mótinu þó veðráttan hefði mátt vera betri. I tölti sigraði Anton Páll Níelsson á Skugga en í skeiði sigraði Sveinbjörn Hjörleifsson á Reyk. í barnaflokki sigraði aftur á móti Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir á Oddi. Leikfélag Dalvíkur hefur nú sýnt gamanleikinn Sex í sveit níu sinnum fyrir fullu húsi en verkið var frumsýnt 23. febrúar. Leik- ritið er eftir ítalskan höfund, Marc Camelotti, og byggist á Framlag til ferðaþjónustu á Dalvík Kaffíhúsið Sogn opnað um hvítasunnuna - Gott kaffi, brauð, súpur og réttur dagsins - en ekki bjórkrá Sigurlín Kjartansdóttir hefur keypt neðri hæðina í Sogni og er þessa dagana í óða önn að inn- rétta þar kaffihús bæjarbúum til ómældrar gleði og ánægju. Lína sagðist í samtali við blað- ið lengi hafa átt sér þann draum að setja á stofn lítið kaffihús og núna hafi hún látið til skarar skríða í kjölfar þess að hún seldi íbúðarhús sitt og flutti í minna. „Ég hef starfrækt veisluþjón- ustu og þetta er svona byggt utan um hana en ég hugsa mér að starfrækja þarna kaffihús og bóða upp á gott kaffi, brauð og kökur og súpu og salat og ef til vill rétt dagsins í hádeginu. Þá verður hægt að panta kvöldmat fyrir hópa og einstaklinga en ég hef ekki hugsað mér að hafa matseðil. Staðsetningin er nátt- úrulega mjög fín og á sumrin er þarna sólríkt og dásamlegt að sitja úti á með kaffibolla. Ég reikna með spila þetta svo- lítið eftir hendinni. Ég sé fyrir mér allskonar spennandi hluti: upplestararkvöld við kertaljós eða aðrar uppákomur, jólahlað- borð og eitt og annað en þetta verður aldrei pöbb. Það er alveg á hreinu." Sigurlín hefur sjálf teiknað breytingar á húsnæðinu í félagi við dætur sínar og tengdasyni. Ætla má að þarna verði sæti fyrir 50-60 manns. Um tímasetningu opnunar segist Lína stefna að því að systir hennar geti haldi þarna fermingarveislu fyrir dótt- ur sína á hvítasunnunni. En hvað á barnið að heita? „Húsið heitir náttúrulega Sogn og mér finnst það fallegt nafn. Ég hef allavega ekki enn dottið niður á betra nafn en Kaffihúsið Sogn," segir Lína, Það sem vantaði I leiðara blaðsins er þessu fram- taki Linu fagnað sérstaklega enda ljóst að „góð veitingahús skipta meira máli en flest annað í ferðaþjónustu". Allar kannanir sýna að ein af frumforsendum þess að ferðaþjónusta þrífist er að ferðafólki sé boðið upp á gott að borða í huggulegu umhverfi. hjhj Tengdasynirnir Magnús Már Lárusson og Hjalti Hjaltason búnir að rífa niður gömlu innréttinguna í Sogni og klárir fyrir uppbyggingu á kaffihúsi. Bæjarstjórn Dalvíkur- byggðar hefur sett sér menningarstefnu - Sjá bls. 6 endalausum misskilningi og orðaleikjum sem kitla hlátur- taugar leikhúsgesta. I þessari sýningu þreyja þrír af sex leikurum frumraun sína á sviði og raunar gildir það sama um leikstjórann, Armann Guð- mundsson. Hann hefur leikstýrt sæmrri sýningum en Sex í sveit er fyrsta leikritið í fullri lengd sem hann tekst á við. Svo er hins vegar að sjá að enginn viðvan- ingsbragur sé á þessari sýningu, í það minnsta gefur aðsóknin það ekki til kynna. Sex í sveit verður sýnt þrívegis um páskana, á miðviku- dagskvöldið fyrir skírdag, laug- ardagskvöld og að kvöldi annars í páskum. Skíða- landsmót Það er skammt stórra högga á milli í menningarlífinu hér við utanverðan Eyjafjörð. Fyrst er það Svarfdælskur mars, svo páskar og þegar þeim er rétt lokið hefst Skíðamót íslands sem haldið er á Dalvík og í Ol- afsfirði að þessu sinni. Landsmótið verður sett í Dal- vfkurkirkju að kvöldi fimmtu- dagsins 4. aprfl og svo verður skíðað frá morgni og fram eftir degi þar til yfir lýkur á sunnu- dagskvöld. Þá verður verðlauna- afhending og lokahóf í Tjarnar- borg í Ólafsfirði. Félögin skipta með sér verk- um þannig að stórsvig og risa- svig verða á Dalvík en norrænu greinarnar í Ólafsfirði. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÓRMARKAÐUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.