Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Dalmar ehf: Þórunn selur eignahlut sinn 26. ÁRGANGUR Þriðjudagur 23. apríl 2002 4. TÖLUBLAÐ Gleðilegt sumarl Þórunn Þórðardóttir hefur selt eignarhlut sinn í fiskvinnslufyrir- tækinu Dalmar ehf. Bergur Guð- mundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins ásamt Friðmundi bróður sínum og Guðmundi Lúðvíkssyni föður þeirra hafa keypt lilui hennar og eiga þeir nú allt fyrirtækið. Á síðasta ári keyptu þeir hlut ívars Baldvins- sonar en Ivar og Tóta stofnuðu fyrirtækið fyrir þremur árum. I samtali við Norðurslóð sagði Tóta að fyrir nokkru hefði hún tekið ákvörðun um að flytja sig um set. Hún sagðist hafa ver- ið svo lánsöm að þeir feðgar komu að fyrirtækinu á síðasta ári og voru nú tilbúnir að kaupa allt hlutaféð. Hún segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að starfa við uppbyggingu fyrirtæk- isins og sagðist fullviss að Berg- ur og félagar eigi eftir að gera það gott í framtíðinni enda telji hún möguleika fyrirtækisins mikla. Bergur tekur undir það með Tótu að það sé ástæða til bjart- sýni varðandi rekstur Dalmars enda hafi ekki verið neitt hik á þeim að kaupa þegar Tóta bauð þeim sinn hlut. Bergur er að ljúka námi við Háskólann á Akureyri nú í vor og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra í vetur með náminu. Hann er að skila lokaritgerð sinni nú um helgina og segist koma tvíefldur til starfa að náminu loknu. Miklar vegafram- kvæmdir að hefjast Vegagerðin er þessa dagana að ganga frá samningum við verk- taka um smíði brúa yfir Svarf- aðardalsá og Skíðadalsá. Sjö að- ilar buðu í verkin en Vegagerðin hefur gengið að tilboði Norður- víkur á Húavík upp á 41 milljón króna í brúna á Svarfaðardalsá og tilboði Lárusar Einarssonar í Mosfellsbæ upp á 34 milljónir í brúna yfir Skíðadalsá. Þá munu vegakaflar að brúnum ásamt Islandsfugli bjargað fyrirhorn Á starfsmannafundi með starfs- fólki Islandsfugls í Ráðhúsinu sl. föstudag var tilkynnt að þeir fjórir aðilar, Norðlenska, Kald- bakur, Sparisjóður Norðurlands og Sparisjóður Svarfdæla sem keyptu allt hlutafé fyrirtækisins fyrir rúmum hálfum mánuði hefðu farið yfir stöðu mála og í ljósi þess ákveðið að rekstur búsins yrði tryggður. Þá kom einnig fram að skulda- staða fyrirtækisins var mun verri en menn ætluðu en leitað yrði allra leiða til að koma því aftur á réttan kjöl í sátt og samvinnu við heimamenn og starfsfólk. Hjá búinu starfa nú um 40 manns og annar eins fjöldi hefur haft óbeinan starfa af því við bygg- ingar og fleira. Ljóst var að ef til gjaldþrots hefði komið hefðu fleiri fyrir- tæki á Dalvík sem unnið hafa við uppbyggingu íslandsfugls hlotið þungan skell sem óvíst er að þau hefðu getað staðið undir en skuldir búsins við þau nema um 30 milljónum króna. Auk bágrar fjárhagsstöðu hefur framleiðsla fyrirtækisins verið langt undir getu og mun svo verða næstu mánuði vegna skorts á varphæn- um. Vesturkjálkavegi frá Húsabakka verða boðnir út á næstunni, Að sögn Birgis Guðmunds- sonar umdæmisverkstjóra er ljóst að fjárveitingar hrökkva ekki til að standa undir öllum fram- kvæmdum samkvæmt vegaáætl- un fyrir árið 2002 en þar er gert ráð fyrir að Ijúka uppbyggingu og slitlagi á öllum hringveginum um dalinn að undanskildum kaflan- um frá Ólafsfjarðarvegi fram að Brautarhóli. Sá kafli er á vega- áætlun 2004. Þó er stefnt að því að leggja slitlag á allan Vestur- kjálkaveginn og setja Þverána í ræsi í stað brúar. Birgir segir að ekkert rask ætti að þurfa að verða á veiðiskap þrátt fyrir brú- arframkvæmdir þar sem ánum verði veitt framhjá brúnum á meðan þær eru í smíðum. Það verður því mikið umleikis í vega- málum sveitarinnar í sumar og er von á brúarsmiðum nú fljótt eftir næstu mánaðamót. Hreiðarsstaðabrúin verður brátt leyst af hólmi af annarri nýrri nokkru neðar. Fjölnota menningar- og íþróttahús í síðasta blaði var stuttlega greint frá tillögum og greinargerð nefndar um húsnæði fyrir menningu og íþróttir í Dalvíkurbyggð. I nefndinni áttu sæti þeir Kristján Olafsson, Olafur Hauksson og Óskar Gunnarsson en starfsmenn nefndarinnar voru þeir Svein- björn Steingrímsson bæjartæknifræðingur og Haukur Haraldsson arkítekt. í sem stystu máli var niðurstaða nefndar- innar sú að hentugast og hagkvæmast væri að bæta úr þörf fyrir íþróttahús á Dalvík með því að stækka núverandi íþróttahús upp í löglegan handboltavöll með fullnægjandi búnings- og áhorfendaaðstöðu. Varðandi menningarhús mælir nefndin með að inn- rétta aðstöðu fyrir leikhús og bíó í Víkurröst. Gert er þá ráð fyrir að í suðurenda hússins verði innréttaður veitingasalur sem einnig nýtist sem forsalur fyrir bíó/leikhússalinn en í norðurendanum verði upphækkað svið, baksvið og búningsklefar. Einnig verði að- staða fyrir leikhús í norðurenda 1. hæðar Til að koma fyrir upphækkuðum sætaröðum í salnum þarf að lyfta þaki hússins að hluta. Þá leggur nefndin til að æskulýðsmiðstöð verði einnig til húsa í núverandi Víkurröst eins og reyndar raunin er nú. í áliti nefndarinnar segir að með þessu megi ná góðri og fjöl- þættri nýtingu á Víkurröst og tengja hana að- stöðu í íþróttasal. Nefndin leggur enn fremur til að tónlistarskólinn verði áfram starfrækt- ur í gamla skóla og hafi þá möguleika á að nota leikhús/bíósalinn í Víkurröst til tón- leikahalds. Varðandi bókasafn Dalvíkur leggur nefndin til að byggt verði við núverandi skólabókasafn og safnið sameinað því. Um byggðasafnið varð nefndin ekki sammála í afstöðu sinni. Meirihluti nefndarinnar, þeir Kristján og Óskar mæla með að gera Ungó og Sigtún að byggðasafni og þar verði einnig komið á fót kynningar - og upplýsingamið- stöð fyrir Dalvíkurbyggð. Olafur Hauksson mælir hins vegar með því að safnið verði áfram rekið að Hvoli. Byggður verði 200m2 salur við húsið eða nálæg timburskemma keypt og tengd við húsið. Varðandi sundlaug, Sundskála Svarfdæla, Rimar og íþróttahús og sundlaug í Árskógi gerir nefndin ráð fyrir óbreyttri nýtingu. Kostnaður við þessar breytingar er áætlaður eftirfarandi í milljón- um króna talið: Stækkun íþróttahúss 1 36,5 Leikhús/bíó í Víkurröst 42 Æskulýðsmiostöo í Víkurröst 30 Stækkun bókasafns 40 Flutningur Byggðasafns í Ungó 44,5 eða byggður sýningarsalur við Hvol 22 Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-10 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÓRMARKAÐUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.