Norðurslóð - 23.04.2002, Qupperneq 2

Norðurslóð - 23.04.2002, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraidsson. Netfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Umhverfisstefna fyrir 21. öldina Lóan er komin að kveða burt snjóinn og á hverjum degi bætast við nýjar raddir í hljómkviðu vorsins. Það er sömu- leiðis komið vor í mannskapinn, börn og fullorðnir eru úti að leika sér fram á kvöld og fólk fer seint í háttinn. Garð- eigendur eru í óða önn þessa dagana að sinna vorverkum, klippa runna, raka garða og hreinsa beð. Það leiðir hugann að umhvcrfismálum og Staðardagskrá 21 sem Dalvíkur- byggð er aðili að. A dögunum barst fréttabréf inn um lúgur vítt og breitt um Dalvíkurbyggð þar sem sett eru fram drög að staðardag- skrá fyrir Dalvíkurbyggð en í kjölfarið vcrður síðan haldinn opinn fundur að kveldi sumardagsins fyrsta þar sem íbúum gefst kostur á að fræðast um fyrirbærið og hafa áhrif á um- hverfisstefnu svcitarfélagsins. Mörgum er ekki ljóst hvað Staðardagskrá 21 raunvcrulega merkir enda segir nafnið manni fátt um innihald hcnnar. Nafnið mun vera þýðing á „Local agenda 21“ en það er áætlun sem lögð var fram á Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun árið 1992. Áætl- unin felur í sér umhverfisstefnu fyrir 21. öldina og byggir á þeirri hugsun að bætt umgengni jarðarbúa við náttúruna í framtíðinni byggi á því að virk umhverfisstefna verði mótuð í hinum smæstu einingum samfélagsins, í sveitarfélögum, hjá fyrirtækjum og I hverri fjölskyldu. Sjálfbær þróun er annað hugtak sem oft er fleygt á lofti í umhvcrfisumræð- unni en það felur í sér að hver kynslóð skilji við umhverfi sitt í ekki lakara ástandi en hún kom að því og skili jörðinni með einhverjum hætti öllu því sem hún hefur haft að láni frá henni. Með góðum rökum má halda fram að við í Dalvíkur- byggð göngum vel um umhverfi okkar enda erum við stolt af náttúrufegurðinni og hreina loftinu sem við öndum að okkur og hreina vatninu sem við drekkum bcint úr kranan- um. Við crum svo lánssöm að vera tiltölulega fá og hafa hingað til haft tiltölulega Iitla möguleika á að skemma neitt að neinu gagni. Það verður þó ekki um okkur sagt að við séum neitt sérstaklega meðvituð um umhvcrfismál. Sorp- flokkun er cnn talin hér til sérvisku, bílar eru hér stórlega ofnotaðir og jafnvel skildir eftir í gangi á meðan eigendur þeirra skjótast inn í búðir og þannig mætti lcngi telja. Lík- lega er það þó fyrst og fremst af hugsunarleysi og gömlum vana frekar en slæmum ásetningi scm við misbjóðum um- hverfi okkar og við erum öll af vilja gcrð að gera okkar bcsta. Nú hafa bæjaryfirvöld gengið fram með góðu fordæmi og lagt fram drög að umhvcrfisstcfnu fyrir sveitarfélagið og jafnframt beðið okkur um að verða virkir þátttakendur í þvi að móta stefnuna enn frekar. Það getum við gert með marg- víslcgum hætti en ágætis byrjun væri að mæta á ráðstefn- una í Dalvíkurskóla 25. apríl nk. kl 20:00. Norðurslóð tekur undir með Indjánahöfðingjanum Chief Scattlc sem mælti árið 1854 þessu fleygu orð sem um- hverfisverndarmenn um allan heim hafa gert að sínum. „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar.“ hjlij Mikið hefur verið um að vera í tónlistarlífi Dalvíkurbyggöar að undanförnu eins og jafnan á vormánuðum. Kór Stærri-Arskógs- kirkju flutti nú á dögunum rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice fyrir fullri kirkju ásamt rokkhljóm- sveit og öllu tilheyrandi. Kórinn hélt síðan til Blöndóss þar sem leik- urinn var endurtekinn. Stjórnandi kórsins er Arnór Vilbergsson. Nýjasti ferdamannastaðurinn, Klœngshóll í Skíðadal. Gert út á kyrrðina Heimsókn að Klœngshóli Lúnir Frakkar í vorsólinni á Klœngshóli. Öm og Anna Dóra við eldhúsborðið ásamt gestum sínum. Mæðginin Anna Dóra og Jökull á Klængshóli sem keyptu jörð- ina sl. sumar hafa ekki setið auð- um höndum. Þau hafa með full- tingi Arnar Arngrímssonar kær- asta Önnu Dóru staðið í ströngu í vetur við að innrétta og mála og standsetja herbergi og tóku nú um páskana á móti sínum fyrsta ferðamannahópi frá Frakklandi. Síðan hafa fleiri hópar bæst við en þeir koma hingað á vegum ferðaskrifstof- unnar Fjallabaks sem sérhæjir sig í göngu- og skíðaferðum á Is- landi og Grænlandi. Þegar Norðurslóð bar að garði um síðustu helgi lá þar í sólskin- inu út undir vegg hópur af him- insælum Fransmönnum sem ný- kominn var úr fjallaskíðagöngu úr Vatnsdal yfir í Kóngsstaðadal/ Þverárdal. Þessi harðsnúni hóp- ur var þá á nokkrum dögum ásamt fararstjóranum Friðjóni Þorleifssyni búinn að ganga fram að Blekkli í Gljúfrárdal, upp á Kaldbak, yfir í Olafsfjörð og einnig hafði hann sveimað nokkrar ferðir upp og niður fjallið ofan við Klængshól. Upp- haflega stóð til að Jökull færi með hópinn þessar ferðir en hann slasaðist illa í snjóflóði í vetur sem kunnugt er og gat af þeim sökum ekki farið þó hann sé á góðum batavegi. Anna segir að þetta sé von- andi byrjun á einhverju ævintýri en þau ætli þó að fara hægt í sak- irnar og leggja lítið undir í einu. „Möguleikarnir eru ótak- markaðir. Þetta fólk er fyrst og fremst að sækja í kyrrð og ósnortna náttúru og það fær svo sannarlega nóg af henni hér. Þá kann það vel að meta þetta heimilislega andrúmsloft hér.“ Skíðadalurinn lifnar Klængshólsfólkið hefur greini- lega staðið vel og alúðlega að innréttingum og leyft hinum ýmsum mublum og munum úr búi Hermanns og Jónínu, for- eldra Önnu, að njóta sín í nýju samhengi. „Þá er ekki ónýtt að eiga þessa frábæru nágranna sem við höfum hér í Skíðadaln- um. Það fóru óneitanlega ýmsar áætlanir úr skorðum við slysið í vetur og hefðum við ekki notið frábærrar aðstoðar og dugnaðar Lene og Óskars í Dæli og tví- burasystranna frá Hnjúki hefð- um við aldrei komið þessu í gagnið fyrir páska. Ég vil bara nota tækifærið og þakka þeim hér,“ segir Anna Dóra. „Lene og Óskar hafa raunar verið okkur mjög innan handar og við höfum farið með alla hóp- ana í ógleymanlegar heimsóknir til þeirra í Skruggu þar sem boð- ið er upp á brennivín og hákarl. Það er nauðsynlegt að þeir sem hér stunda þjónustu við ferða- fólk vinni sem mest saman. Við höfum líka notað okkur Sjó- ferðabátinn á Dalvík eins og kostur er og þannig viljum við halda áfram í samstarfi við sem flesta. Það gerir líka ferðina fjöl- breyttari og eftirminnilegri fyrir gestina.” Greinilegt var á Fransmönn- unum þennan seinnipart að þeim leið vel í Skíðadalnum fagra þar sem þeir sátu eins og heima hjá sér við eldhúsborðið á Klængs- hóli, broshýrir og útiteknir, rýn- andi í kort og gerandi að gamni sínu á meðan kjúklingurinn mall- aði á eldavélinni. Einn var bóndi frá Normandí, tveir voru bræður, annar vélvirki og hinn tölvumað- ur, einn var skíðahönnuður úr frönsku Ölpunum og þannig mætti áfram telja. Það hlýtur að vera öllum sannarlegt gleðiefni að aftur skuli færast líf í Skíðadalsbotn- inn þar sem jarðir hafa verið að leggjast í eyði hver af annarri undanfarin ár og merkilegt nokk er það einmitt kyrrðin sem lokk- ar fólk þangað aftur.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.