Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Júlíus Kristjánsson I minningu Þórðar Jónssonar frá Uppsalakoti Til fjallana líður löngun mín, lóurnar syngja á bölum. Komdu upp í selið þar sœla ei dvín, því sólin ennþá á fjöllin skín, þó nú sé dimmt í dölum. (J.S. Velhaven) Þetta var söngperlan hans Þórð- ar Jónssonar við kvæðið Selja- söngur í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar. Þegar vel lá á honum, léttleiki í lundinni, söng hann þetta af mikilli innlifun, oft fyrir nokkrar krónur eða reyk- tóbak í pípu sína. Þórður söng með tilþrifum, sló til höndum, sérstaklega á hæstu tónum. Þórður Jónsson var fæddur í Árgerði hér í sveit 28. maí árið 1871. Hann var yngstur sinna systkina, en þau voru: Halldór, fæddur á Þverá 7. mars 1864, síðar bóndi á Vémundarstöðum í Ólafsfirði og Anna Sigríður, fædd á Syðra-Hvarfi 9. septem- ber 1866. Auk þess átti hann tvo hálfbræður, sammæðra, þá Jón Stefánsson í Nýjabæ og Magnús Jónsson í Sauðakoti. Fullyrt er að báðir hafi þeir Jón og Magnús verið rangfeðraðir, þeir hafi ver- ið synir Sigurðar Jónssonar bónda og hreppstjóra á Hálsi. (Svarfdælingar II) Foreldrar þeirra systkina, Halldórs, Önnu Sigríðar og Þórðar voru hjónin, Solveig Benediktsdóttir, fædd á Bræðraá í Skagafirði, dáin 1912 í Efstakoti, og Jón Halldórsson, fæddur 1826 á Klaufabrekkum, dáinn 1908 á Vémundarstöðum í Ólafsfirði. Jón og Solveig bjuggu fyrst í Árgerði, þá þurrabúðar- fólk og síðar í Böggvisstaðagerði eða Kofa eins og kotið var ætíð nefnt. Þar bjuggu þau uns Hall- dór sonur þeirra tók við búsfor- ráðum í Kofa. Halldór flyst síðar niður á Sand í svonefnt Dórahús með alla fjölskylduna og þaðan lá leiðin til Ólafsfjarðar í Vémund- arstaði. Þar bar Jón faðir hans beinin eins og fyrr segir en Sol- veig varð eftir á Upsaströndinni og í Efstakoti átti hún heima sín síðustu æviár. Halldór Jónsson kvæntist Margréti Friðriksdóttur frá Tjarnargarðshorni og frá þeim er mikill og stór ættbogi. Meðal afkomenda þeirra má nefna t.d. Önnu Jónu Karlsdóttur bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði og konu Guðmundar Árna Stefánssonar alþingismanns og Grétar Guð- jónsson, mann Jóhönnu Maríu Gestsdóttur frá Bakkagerði. Anna og Þórður héldu saman hér í sveit allt frá því að Halldór bróðir þeirra flutti útí Ólafs- fjörð. Anna Sigríður giftist 12. júlí 1891 Jósep Vigfússyni frá Sveinsstöðum og var hún seinni kona hans. Jósep var sonur Elínár Jónsdóttur frá Hánefs- stöðum og Vigfúsar Jónssonar bónda á Sveinsstöðum. Þegar Elíná var 19 ára vinnukona Vig- fúsar var henni komið fyrir á Hnjúki. Þar eignaðist hún barn með honum og sá einstæði at- burður gerðist, að hún bar út frumburð sinn. Honum var bjargað og gefið nafnið Salo- mon, oft nefndur „snjókóngur". Fyrir þetta varð Elíná að gjalda og var dæmd fyrst til dauða. Síð- ar var þeim dómi breytt í ævi- langt fangelsi á Brimarhólmi. Að fimm árum liðnum í Kaup- mannahöfn kom Elíná heim í sveitina og settist aftur að hjá Vigfúsi á Sveinsstöðum. Að tveimur árum liðnum ól hún barnsföður sínum annað barn, dreng, sem skírður var Jósep og varð hann síðar maður Önnu Sigríðar. Jósep Vigfússon og Anna reistu sér þurrabúð í Hóls- landi, er þau nefndu Hólkot og stundaði Jósep sjó og aðra dag- launavinnu. Með þeim þar í vistum var Þórður Jónsson. Eftir því sem sagt var, var sam- komulagið milli þeirra systkina ekki sem best á stundum. Þórður var skapbráður og örgeðja og oft sló í brýnu milli þeirra. Jósep og ✓ Þórður Jónsson. Halldór Jónsson. Anna fengu árið 1908 hluta af Karlsá til ábúðar og þar bjuggu þau í tvö ár, en Jósep lést á Ákur- eyrarspítala 1911. Jósep þótti sæmilega að sér en efnasmár. Því hefur verið haldið fram að Þórður mágur hans hafi ort að Anna S. Jónsdóttir. Jón Stefánsson hálfbróðir Þórðar. honum látnum eftirfarandi vísu: Nú er Jósep lagstur lágt, undir mold og klaka, löngum var hann linur við slátt bölvaður ekkisen sníkjugoggur- inn. SPARISJÓðUR SVARFDÆLA Sendir bestu sumarkveðjur til allra viðskiptamanna sinna og þakkar samstarfið á liðnum vetri SPARISJÓðUR SVARFDÆLA Dalvík 460 1800 • Hrísey 466 1880 • Arskógi 466 1785 Með hækkandi sól fylgja bestu sumaróskir til allra íbúa Dalvíkurbyggðar nær og fjær Gleðiríkt sumar Dalvlkurbyggð

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.