Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Arsreikningur Dalvíkurbyggðar 2001 Staða bæjar- sjóðs góð 26. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 5. TÖLUBLAÐ Þeir Gummi, Mikki og Viktor létu ekki Ijósmyndara Norðurslóðar trufla einbeitinguna í körfuboltanum í sólskininu á dögunum. Á bæjarstjórnarfundi nú á þriðjudaginn voru ársreikningar Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2001 til síðari umræðu. Blaðið var komið í prentun áður en þeirri umræðu lauk svo ekki getum við greint frá því sem gerðist á fund- iiiiini. Fréttaflutningur svæðisút- varpsins á Akureyri af fjármál- um og rekstri bæjarsjóðs hefur hins vegar vakið athygli ekki síst fyrir það að fréttamennirnir drógu upp dökka mynd af rekstri Dal- víkurbyggðar. Slíka mynd vilja fæstir láta draga upp af sínu sveitarfélagi og þegar hún er röng eins og í þessu tilfelli verð- ur að bregðast við. Fullyrðingar fréttamanna um að 92% tekna fari til reksturs málaflokka eins og það er kallað komu flatt uppá fólk. Rekstur málaflokka er einfaldlega allur almennur rekstur sveitarfélags- ins annar en vextir, þar fyrir utan eru afborganir skulda og fjárfestingar. Einnig fullyrtu fréttamennimir að helmingur tekna bæjarsjóðs færi til reksturs skóla hér í byggðarlaginu. Á heimasíðu Dalvíkurbyggð- ar gerir Guðrún Pálína Jóhanns- dóttir bæjarstjóri athugasemdir við þennan fréttaflutning og upp- lýsir að viðmiðunartalan fyrir Dalvík sem notuð er til saman- burðar milli sveitarfélaga um rekstur málaflokka sé 80% árið 2001 en ekki 92%. Þessi stað- Sparisjóður Svarfdæla. Konsertflygill vígður á aðalfundi - Góður hagnaður á síðasta ári Aðalfundur Sparisjóðs Svarf- dæla yar haldinn síðasta vetrar- dag í safnaðarheimilinu á Dal- vík. Á fundinum voru lagðir fram ársreikningar sparisjóðsins fyrir árið 2001 sem sýndu mjög góða afkomu á því ári, raunar þá bestu frá upphafi. Hagnaður eftir skatta nam 50,8 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins nam 355,9 milljónum og var eigin- fjárhlutfall eins og það er skil- greint í lögum 11% en má lægst vera 8%. Fundurinn samþykkti að greiða 10% arð af stofnfé og leggja 1.500.000 kr. í Menning- arsjóð Svarfdæla. Á fundinum voru gerðar breytingar á samþykktum spari- sjóðsins þannig að stjórn spari- sjóðsins er nú kosin á aðalfund- inum en áður kaus fulltrúaráð stjórnina. Fulltrúaráð sparis- jóðsins var lagt niður en kosning stjórnar var í raun eina verkefni ráðsins. Aðkoma sveitarfélag- anna að kosningu stjómar spari- sjóðsins var með kosningu full- trúa í ráðið en nú kjósa stofn- fjáreigendur stjómina einir á að- alfundi. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru 150 og eru dreifðir um allt starfssvæði sjóðsins. Stjórn sparisjóðsins var öll endurkosin en hana skipa Sveinn Jónsson, Jóhann Antons- son, Mikael Sigurðsson, Óskar Gunnarsson og Sveinbjörn Steingrímsson. Sparisjóðsstjóri er Friðrik Friðriksson. Nýr bankastjóri Sparisjóðs- bankans Finnur Sveinbjömsson var einn af gestum fundarins og flutti hann erindi um starfsemi bankans og sparisjóðastarfsem- ina almennt. I lok fundarins var konsert- flygill, sem sparisjóðurinn keypti og mun eiga í Dalvíkurkirkju, vígður við hátíðlega athöfn. Friðrik sparisjóðsstjóri flutti ávarp og gat þess að þegar Ijóst var að afkoma sparisjóðsins yrði jafn góð og raun ber vitni hafi verið ákveðið að kaupa hljóð- færi af bestu gerð og afhenda það til afnota fyrir tónlistarlíf hér í byggðalaginu. Síðan vígði Helga Bryndís Magnúsdóttir flygilinn en í lokin spiluðu hún og Daníel Þorsteinsson saman á tvo flygla. Við þessa athöfn tilkynnti Þóra Rósa Geirsdóttir formaður stjómar Menningarsjóðs Svarf- dæla um úthlutun úr sjóðnum sem var 1.400.000 kr. til tíu aðila og er listi yfir þá birtur á bak- síðu. reynd setur Dalvíkurbyggð á bekk með best reknu sveitarfé- lögum landsins en ekki þeim verst reknu eins og ráða mátti af fréttaflutningi svæðisútvarpsins. Bæjarstjóri leiðréttir líka full- yrðingar fréttamanna um að 50% tekna fari til fræðslumála. í reikningum síðasta árs var hlut- fallið rúmlega 38% en í fjárhags- áætlun 2002 43,6% en það hlut- fall mun lækka þegar jöfnunar- sjóðsframlag vegna skóla bætist við tekjur. Þegar þetta er skrifað hefur svæðisútvarpið ekki feng- ist til að leiðrétta fyrri fullyrð- ingar. Þegar ársreikningar Dalvík- urbyggðar fyrir árið 2001 eru skoðaðir kemur vel í ljós hvað rekstur bæjarfélagsins er orðin viðamikill. Heildarskatttekjur sveitarsjóðs námu rúmum hálf- um milljarði króna (508,4 m) og eins og áður sagði nam rekstur málaflokka tæpum 80% af þeirri tölu eða rétt um 400 milljónum. Þess má geta að árið 2000 var hlutfallstalan 81% og 1999 84% svo á þann mælikvarða hefur reksturinn batnað. Á árinu lækkuðu skuldir bæjarsjóðs. Nettóskuldir lækkuðu um 15 milljónir króna og reiknað á hvern íbúa eru nettóskuldir bæj- arsjóðs 152 þúsund en voru 172 þúsund krónur. Þegar ársreikningar veitn- anna eru skoðaðir sést að vatns- veitan er rekin með 500 þúsunda króna tapi en gjaldfærðar eru rúmar 12 milljónir vegna stofn- æða og dreifikerfis. í efnahags- reikningi vatnsveitu má sjá að á þessu ári greiðast upp öll lang- tímalán veitunnar. Hitaveitan var rekin með rúmlega 2 milljóna hagnaði sem er minni hagnaður en reiknað var með aðallega fyrir það að minna var selt af vatni en gert var ráð fyrir. Fjárhagsstaða hita- veitunnar er mjög traust og er bókfært eigið fé tæpar 90 millj- ónir. Þess má geta að löggiltir end- urskoðendur Dalvíkurbyggðar hafa í umsögn sinni um reikn- inga síðasta árs bent á trausta stöðu bæjarsjóðs og að borið saman við aðra sé staðan góð. Túnamót urðu í íþróttasögu Dalvíkur og Ólafsfjarðar á annan í hvíta- siiniiii þegar sameinað lið Leifturs og Dalvíkur gekk til leiks í upphafi íslandsmóts 1. deildar í knattspyrnu. Liðið er nú eingöngu skipað heimamönnum ef frá eru taldir þjálfarinn, Gunnar Guðmundsson, og bróðir lians, Arni Þór, en þeir koma frá Leikni á Fáskrúðsfirði. Myndin var tekin skömmu áður en leikur liðsins gegn Þrótti í Reykjavík hófst á Valbjarnarvelli í Reykjavík. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1:1, sem verða að teljast viðunandi úrslit á útivelli, ekki síst í Ijósi þess að þjálfar- ar liðanna spá Þrótti sigri í deildinni en Dalvík/Leiftri falli í aðra deild. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÖRMARKADUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.