Norðurslóð - 22.05.2002, Side 2

Norðurslóð - 22.05.2002, Side 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsia: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Traustar stofnanir Nýlega hafa bæði Sparisjóður Svarfdæla og Dalvíkur- byggð birt ársreikninga sína fyrir árið 2001. Samkvæmt þeim er staða þessara mikilvægu stofnana sveitarfélags- ins mjög góð. Sé borið saman við sambærilegar stofnan- ir víða um land er afkoma síðasta árs með því besta sem sést. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir byggðarlagið að staða bæði sveitarsjóðs og einu peningastofnunar- innar á staðnum er svo taust sem og raun ber vitni. Sparisjóður Svarfdæla skilaði yfir fimmtíu milljónum króna í hagnað eftir skatta. Þetta er langbesta rekstrar- afkoma sparisjóðsins í 118 ára sögu hans. Afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi var viðunandi en aðal- hagnaður var af hlutabréfasölu. Staða sparisjóðsins svo sem eiginfjárstaða er mjög góð og stofnunin traust. Á aðalfundi sparisjóðsins sem haldinn var í lok apríl var vígður konsertflygill sem ákveðið var að kaupa í lok síðasta árs þegar ljóst var að afkoman yrði jafn góð og raun ber vitni. Flygillinn verður eign sparisjóðsins og staðsettur í Dalvíkurkirkju þar sem tónlistarfólk getur haft afnot af honum til tónleikahalds. Dalvíkurkirkja hefur alltaf þótt hafa góðan hljómburð. Eftir þær breyt- ingar sem gerðar voru á kirkjunni fyrir tveimur árum og kaupin á flyglinum hefur skapast einhver besta aðstaða til tónlistaflutnings hér um slóðir og þótt víðar væri leit- að. Á aðalfundinum var að venju tilkynnt um úthlutun úr Menningarsjóði Svarfdæla. Að þessu sinni hlutu 10 styrk vegna starfsemi af ýmsu tagi. Menningarsjóðurinn var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis sparisjóðsins árið 1984 og þó hann sé sjálfstæð stofnun er hann tengdur nafni Sparisjóðs Svarfdæla enda fjármagnar sparisjóð- urinn einn menningarsjóðinn. Upplýst var við þetta tækifæri að menningarsjóðurinn hefði frá upphafi út- hlutað styrkjum til menningarmála sem nema 30 millj- ónum króna á núverandi verðlagi. Auk þess sem hér hefur verið talið upp styrkir spari- sjóðurinn ýmsa íþrótta- og menningarviðburði á hverju ári. Það munar því um Sparisjóð Svarfdæla við upp- byggingu á sviði íþrótta- og menningarmála í byggðar- Iaginu. Ársreikningur Dalvíkurbyggðar ber vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Það er auðvitað mikilvægt fyrir íbúa sveitarfélagsins að fjárhagsstaðan sé með þeim hætti að hægt sé að auka og bæta þjónustu við íbúana eftir því sem aðstæður kalla á. Ymissa hluta vegna hafa margar byggðir utan höfuð- borgarsvæðisins átt við andstreymi að etja. Sennilega er ekkert ömurlegara við þá stöðu en þegar fjölmiðlar eru, dag eftir dag, uppfullir af neikvæðum fréttum frá ein- staka byggðum, hvort sem fréttin er af erfiðri stöðu at- vinnumála eða skuldum vafinn sveitarsjóð sem ekki getur veitt íbúum eðlilega þjónustu. Slík umræða er ein- ungis til þess fallinn að draga kjark úr fólki og hrekja það brott úr byggðarlaginu. Því hrukku ýmsir við þegar fréttamenn svæðisútvarpsins fóru að tíunda tölur sem ekki eiga sér stoð í ársreikningum bæjarsjóðs og bentu til mun verri stöðu sveitarfélagsins en raun ber vitni. Sem betur fer hefur staða mála í Dalvíkurbyggð verið með þeim hætti að héðan hefur ekki þurft að segja mik- ið af neikvæðum fréttum enda á það að vera keppikefli allra að svo sé. Við skulum vona að fréttamenn svæðis- útvarpsins sjái sér fært að leiðrétta fyrri fullyrðingar. Það getur ekki verið keppikefli þeirra að mála svæðið dekkri litum eða auglýsa einstaka byggðarlög með nei- kvæðari hætti en nokkrar efnisforsendur eru fyrir. JA Hagræðifræðingurinn Hagræði-fræðingurinn er ógeðfelld skepna. Hjarta hans er ekki í brjósthol- inu heldur brjóstvasanum. Mátt- ur hans er mikill enda á hann það sameiginlegt með Guði og Kölska að geta verið alls staðar nálægur. Boðskapur hans er ein- faldur: Enginn rekstur sem stenst ekki alþjóðlega sam- keppni á sér tilverurétt. Engin stofnun sem ekki „ber sig“ eða lýtur lögum hagræðifræðinnar á rétt á sér. Allt mannlíf sem ekki sveigir sig að þessum skilmálum dæmist til dauða. Önnur gildi en rekstrarleg og fjárhagsleg hag- kvæmni skipta ekki máli. Hag- ræði-fræðingurinn er holdi klæddur fulltrúi lögmála kapítal- ismans í stjórnkerfi og pólitík. Það gefur honum valdið. Hann er ekki flokksbundinn, áhrif hans eru meiri en svo. En vissu- lega gætir áhrifa hans meira í sumum flokkum en öðrum. Landsbyggðin skiptist í frem- ur smá samfélög sem mörg standa á gömlum merg. Á 20. öld döfnuðu þessi samfélög og þró- uðust, fólkið byggði upp at- vinnustarfsemi sína og leysti sín samfélagslegu mál svo sem verslun, heilsu- og félagsþjón- ustu, grunnskóla o.fl. í samvinnu við virkt ríkisvald. Gæði lífsins í slíkum samfélögum tengist ná- lægðinni; nálægð fólksins við náttúruumhverfi, nálægð ein- staklingsins við samfélag sitt og þar með gildi hvers og eins sem samfélagsþegns. Slík samfélög bjóða upp á samheldni og félags- lega virkni. Ný tækni og þekking bjóða upp á ótal möguleika til að bæta þar atvinnulíf, þjónustu og mannlíf. Fyrir svo sem 20 árum hafði hagræði-fræðingurinn magnast upp í sístækkandi ófreskju og gekk ljósum logum á lands- byggðinni. I hans augum voru öll samfélög hinna dreifðu byggða fáránlega smá og óhagkvæm. Hreinlega ógeðsleg á mæli- kvarða hagræðifræðinnar. Síðan hefur hann verið að kippa undan þeim stoðunum, einni af einni, smáútgerðum sem sigla frá heimahöfn, smærri verslunum, samvinnurekstri um sláturhús, mjólkursamlög og smáiðnað og, ekki síst, litlum skólum. Burt með það allt saman, hrópaði hann. Já herra, sögðu pólitíkus- arnir álengdar, það verður að nútímavæða. Ykkur líður miklu betur svona, sagði hagræði-fræð- ingurinn við fólkið og hélt áfram að brjóta niður æfistarf þess. Nú á að kjósa um sveitar- stjórnarmál. I Dalvíkurbyggð virka gömlu hrepparnir þrír - á Árskógsströnd, Dalvík og í Svarfaðardal - ennþá sem bæri- lega lifandi samfélög þrátt fyrir sameiningu sveitarstjórna í eina. Hagræði-fræðingurinn hefur vissulega látið þar til sín taka þó að hann hafi leikið nálæg sveit- arfélög enn verr. Framtíð Dal- víkur og gamla Árskógshrepps varð skyndilega ótrygg vegna hagræðingar í kvóta og útgerð þar sem heimamenn misstu for- ræði sinna mála. Ibúar Svarfað- ardals voru löngum þekktir af virkni og samheldni um sín sam- félagsmál, en samfélagið hefur um skeið verið í varnarbaráttu eins og bændasamfélagið víðast hvar. Á dalbúum brennur nú eitt stórt sveitarstjórnarmál: vernd- un Húsabakkaskóla. Húsabakki er hjarta samfélagsins í dalnum. Þar er allstór vinnustaður, í tengslum við skólann eru flestar samkomur sveitunganna og í enn auknum mæli eftir að félags- heimilið Rimar var byggt. En umfram allt er þar frábærlega góður skóli í nánum tengslum við foreldra og samfélagið í kring. Ég hef oftar en einu sinni hitt kennara sem heimsótt hafa skólann og lýst honum með stjörnur í augum eins og píla- grímur sem kemst til Mekka. Vaxandi fjöldi Dalvíkinga kann að meta þessa skólagerð og sendir þangað börn sín. Svarf- dælingar vita undir niðri að til- vera skólans er fyrsta forsenda fyrir góðu mannlífi í Svarfaðar- dal. I bland við sætan söng fram- bjóðendanna í Dalvíkurbyggð má þó heyra stríðsöskur hag- ræði-fræðingsins. Hann hefur fengið augastað á Húsabakka- skóla og finnst hann andstyggi- legur. Á kosningadag verða Svarf- dælingar að muna að þetta mál er númer eitt. En einn kosninga- dagur stöðvar ekki umrædda þróun. Ofreskjan fer sínu fram alla daga ársins gegn öllu því sem enn gerir mannlífið í byggð- arlaginu gott, og sókn hennar mun sífellt þyngjast þar til al- menningur lærir að þekkja djöf- ulinn á hornunum og tekur upp baráttu gegn honum. Alla daga. Þórarinn Hjartarson Júlli Júll stofnsetur unglingaleikhús Júlíus Júlíusson athafnamaður í félagsmúlum margra kynslóða. Júlíus Júlíusson athafnaskáld á Dalvík fékk sl. fimmtudag 130 þúsund króna styrk frá Félags- málaráði Dalvíkurbyggðar til að halda leiklistarnámskcið fyrir unglinga og setja upp unglinga- leikhús í sumar. Styrkurinn er veittur af fé sem sérstaklega er ætlað til for- varnarstarfs meðal unglinga en Júlíus segir að sú sjálfstyrking sem felst í þátttöku í leikstarfi hafi tvímælalaust mikið forvarn- argildi. Júlíus segir ætlun sína að vera sem mest úti undir beru lofti með krökkunum, setja upp götuleikhús og vera með uppá- komur hér og þar um byggðina. Þátttökugjald verður ekkert og er ætlunin að vera með leikstarf- ið í tengslum við vinnuskólann. Þetta er þó ekki það eina sem Júlíus fæst við þessa dagana því fyrir utan að eignast erfingja í byrjun mánaðarins og ferma ann- an nú um helgina brá hann sér á þing Bandalags íslenskra leikfé- laga þar sem hann setti upp ein- þáttung eftir sjálfan sig og sló svo rækilega í gegn að annað eins hefur varla gerst. Uppsetning verksins var með nokkuð nýstár- legu sniði því leikararnir sjö vissu ekki fyrr en fimm mínútum fyrir sýningu hverjir mótleikararnir væru. Æfingar og leikstjórn fór fram gegnum síma og segist Júlí- us fyrst og fremst hafa lagt áherslu á karaktervinnu með leikurunum. Sýningin sjálf byggðist á spuna en þó innan ákveðins söguramma. Þá má að lokum geta þess að mikill áhugi er fyrir því hjá LD að setja upp unglingaleikrit næsta vetur með skólakrökkum og er málið raunar svo langt komið að leiklist hefur verið tekin upp sem valgrein í 9. og 10 bekk í Dalvíkurskóla.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.