Norðurslóð - 22.05.2002, Side 3

Norðurslóð - 22.05.2002, Side 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Flestar myndirnar hér á síðunni eru teknar vorið 1956, nánar tiltekið 29. maí við fermingu í Upsakirkju. Þann dag fermdust 9 drengir og 11 stúlkur sem fædd voru árið 1942 og heldur þetta fólk því upp á sextugsafmæli sitt á þessu ári. Dengsi (Loftur Baldvinsson) var mættur með myndavélina, ekki síst fyrir það að systir hans Addý var meðal fermingarbarna. Við fengum nokkur þessara femningarbarna, m.a. Otta Jakobs, Dísu Björgvins og Gerði Jónsdóttur, til þess að skoða myndirnar og þekkja fólkið. Hérganga fermingarstúlkur til kirkju. Fremst er Tobba í Stein- inum, síðait Rósa í Laxamýri, Rannveig Hjalta, Dísa í Mörk, Jóhanna í Þrastarhóli, Diclda Tona, Gerður á Böggvisstöðum og Bima í Sœlandi. Þar fyrir aft- an hafa svo komið Eyja í Vall- holti, Addý og Anda í Björk. Upsakirkja var fagurt guðshús. Kirkjan var byggð eftir að sú sem var fyrir fauk og brotnaði aldamótaárið 1900 og var hún vígð 8. nóvember 1903. Helgi Olafsson byggingameistari byggði kirkjuna fyrir eigin reikn- ing sem verktaki. Helgi var afi eins fermingardrengsins 1955, Ottós Jakobssonar, og hálfbróðir meðhjálpar- ansArnórs á Upsum. Ekki er víst að myndin til vinstri sé frá fermingardeginum 1956 en um það leyti er hún tekin ogfrá einhverj- um hátíðisdegi því þarna eru fánar við hún. Það er fróðlegt að bera hana saman við götumynd frá Bjarkar- brautinni í dag þarsem húsin sjást varla fyrir gróðri. Sennilega er þetta Nonni í Kambi (Jón forseti) sem er nœstur á myndinni. Fermingardrengirnir ganga hér á eftir prestinum til kirkju. Fremstur gengur séra Stefán Snœvarr, á hœla hans Binni í Steinholti, síðan Frímann í Litlakoti, Gvendur í Hvammi, Ingvi í Árbakka, íbbi Bald og Jón Trausti. Síðan eru sennilega aftanvið Otto Jak, Stebbi í Bjarnastöðum og Stebbi Steina en þeir sjást ekki. Að neðan til vinstri eru kirkju- gestir að búast til heimferðar. Farartœkin til og frá kirkju voru nokkuð frábrugin því sem er í dag. Vörubíllinn á myndinni var í eigu Villa Bjössa og flutti fólk- ið í Sólgörðum, Steingrím og Steinunni foreldra Jóns Trausta sem sjá má í hópi fólksins við bílinn. En lengst til hœgri má sjá Fríðu í Görðum sem stendur þarna með Otta syni sínum og sjálfsagt hefur fólkið í Görðum fengið að standa á bUpaUinum á leiðinni niður á Dalvíkina. Mynd neðst til hœgri er tekin utan við kirkjuna við fermingu árinu áður eða 1955. Þá voru fermingarböm í fyrsta sinn í fermingarkyrtlum í Upsakirkju. Af fermingarbörnum þá má þekkja Rósu í Bergþórhvoli og Sigga í Svalbarði. Líklega er það Símon á Þverá með slauf- una. Svo má þekkja Heimi í Dalsmynni og Sólberg Jóhanns á myndinni. Hér eru fermingarbömin að ganga úr kirkju. I dymnum er Rósa í Laxamýri ogfyrir framan hana er Rannveig Hjalta og Dísa í Mörk og Eyja í Vallholti. Lengst til hœgri á myndinni má þekkja Gunnu í Bjamastöðum, einnig má þekkja Jón Trausta á tali við Braga Jóns og Ingvi í Árbakka stendur framan við Jón. Hansína í Bjamastöðum erfyrir miðri mynd og stelpan fremst á mynd- inni mun vera Ragga Torfa. Síðan má þekkja Otta Jak upp við kirkjuna. Við fermingarathöfnina voru tvö böm skírð og er þessi mynd við það tœkifœri. Þama er séra Stefán að skíra Amleifi í Mói og heldur Anna í Miðkoti á henni. Sveina í Koti heldur á Gussa sem líka var skírður. Af fermingardrengjunum má þekkja Binna innstan og Jón Trausta í birt- unni frá glugganum. Framan við Jón má sjá Otta, Stebba í Bjamastöð- um ogíbba. GerðurJónsgnœfiryfirprestinn og við hlið hennar er Didda Tona. Fyrir miðri myndinni sést aftan á Amór meðhajálpara.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.