Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Hvað á að kjósa? í tilcfni kosninga til bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð næstkoinandi laugardag, 25. niaí, bað Noröurslóð for- svarsmenn listanna þriggja sem boðuir eru frani að segja lescndiiiii hvers vcgna þcir ciga að kjósa þcirra lista. Svör þeirra eru hér á síðunni. Gott fólk til góðra verka Kæru lesendur Norðurslóðar Við frambjóðendur B-lista Framsóknarmanna í Dalvík- urbyggð höfum nú lagt fram stefnuskrá okkar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og viljum hér með gefa ykkur smá innsýn í okkar baráttumál. Mikil áhersla er lögð á atvinnumál nú sem fyrr. Traust atvinna er undirstaða fyrir góðu og farsælu mannlífi í samfélaginu og sem betur fer hefur verkefnis- staða fyrirtækja í sveitarfélaginu verið góð undanfarin ár. Við unnum að því á síðasta ári að fá nýtt fyrirtæki inn í atvinnulífið, íslandsfugl, og stóðum vörð um það nú í vor. Við ætlum áfram að vera vakandi fyrir nýjum atvinnutækifærum, má þar m.a. nefna fiskeldi en mjög góð aðstaða er fyrir slíka starfsemi í sveitarfélaginu. Ferðamál eru vaxandi þáttur í atvinnulífinu. Um síð- ustu áramót var ráðið í starf ferða- og atvinnumálafull- trúa hjá sveitarfélaginu í fyrsta sinn og bindum við miklar vonir við hans störf. Fræðslumál eru hvað mikilvægasti þjónustuhlutinn og góðir menntunarmöguleikar eru forsenda fyrir traustri búsetu. Hvaða foreldri vill standa frammi fyrir því að barn þess fái ekki sambærilega menntun hér og annarsstaðar? Við teljum þeim fjármunum sem ætlað er í fræðslumál vel varið og viljum áfram bjóða upp á góða menntun í góðum skólum sveitarfélagsins. Framsóknarmenn hafa verið við stjórnvölinn í Dal- vfkurbyggð undanfarin ár og undir þeirra forystu stend- ur sveitarfélagið traustum fótum. Við sækjumst eftir stuðningi kjósenda til áframhaldandi forystu. Valdimar Bragason leiðir nú listann og býr hann að áratuga reynslu í sveitarstjórnarmálum. Katrín Sigurjónsdóttir, sem leiddi listann fyrir fjórum árum, skipar nú fjórða sætið og mjög mikilvægt er að fá víðtækan stuðning til að tryggja henni sæti í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. B-listinn býður fram gott fólk til góðra verka sem vill vinna af einlægni og einurð að öllum þeim málum sem til framfara og hagsbóta eru fyrir sveitarfélagið Dalvík- urbyggð. Við hvetjum þig til að nýta atkvæðisrétt þinn á kjör- dag - hvert atkvæði skiptir máli. Frambjóðendur B-lista Framsóknarmanna ViBJiim dugnað og dríft í sveitarfélagið Nú þegar styttist til kosninga keppast framboðin við að kynna stefnumál sín og áherslur. D-listinn hefur eins og áður fyrir kosningar dreift stefnuskrá sinni í hús í sveit- arfélaginu og vonast til þess að kjósendur gefi sér tíma til að kynna sér helstu stefnumál listans sem frambjóð- endur hyggjast vinna að á komandi kjörtímabili. Eins og ávallt áður leggja frambjóðendur D-listans höfuðáherslu á að fyrirhyggju sé gætt í rekstri bæjarfé- lagsins og að vel sé farið með fé þannig að farsæl upp- bygging geti átt sér stað í sveitarfélaginu bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu nýrrar aðstöðu. Ef fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs ársins 2002 er skoðuð má sjá að ekki verður undan því vikist að leita leiða til hagræðing- ar í rekstri sveitarfélagsins. Þrátt fyrir umtalsverðan hagvöxt í íslensku samfélagi á undanförnum árum og stórauknar tekjur sveitarfélagsins duga þær vart fyrir rekstri málaflokka, fjármagnskostnaði og afborgunum lána. Ef svo heldur fram mun lítið svigrúm verða til nauðsynlegra framkvæmda í sveitarfélaginu á komandi árum. Við þessu verður að bregðast. Óhætt er að fullyrða að ein mikilverðasta ákvörðun hverrar sveitarstjórnar er afgreiðsla fjárhagsáætlunar á hverju ári. Hún er nauðsynlegt stjórntæki í rekstri sveit- arfélagsins og meginforsenda góðrar fjármálastjórnar. Við frambjóðendur D-listans viljum taka upp ný vinnu- brögð við gerð fjárhagsáætlunar og vinna að endurbót- um og hagræðingu í allri stjórnun og rekstri bæjarfélags- ins. Við teljum að hægt sé að nýta fjármagn betur en gert er og jafnframt halda uppi háu þjónustustigi. Grundavallaratriði í hverju byggðarlagi er að þannig sé búið um hnúta að atvinnulíf geti blómgast og dafnað. Því vill D-listinn að fasteignagjöldum og tengigjöldum á atvinnufyrirtæki sé stillt í hóf þannig að atvinnurekend- ur sjái sér hag í því að færa starfsemi sína til Dalvíkur- byggðar. Þrátt fyrir gríðarmiklar breytingar í sjávarút- vegi á undanförnum árum hefur tekist að halda uppi fullri atvinnu. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að laða að ný atvinnufyrirtæki og auka fjölbreytni atvinnu- tækifæra á staðnum. Aukin menntun ungs fólks á liðnum árum hefur dregið fólk burtu frá staðnum þar sem ekki er að hafa vinnu við hæfi að námi loknu. D-listinn vill greiða fyrir því að nemar í framhaldsskólum eða háskól- um eigi kost á að vinna að verkefnum á sínu sviði heima á sumrin. Nýsköpunarsjóður námsmanna getur hjálpað hér til þar sem hann veitir styrki til verkefna af þessu tagi og námsmenn gera að sumarvinnu sinni. Slík verk- efni geta treyst bönd ungs og vel menntaðs fólks við heimasveit sína og leitt af sér frumkvöðla til nýrrar at- vinnuuppbyggingar á staðnum. Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur sveitarfé- lagið liðið fyrir forystuleysi og dugleysi við að taka á nauðsynlegum málum. Mikilvægir þættir hafa sökum þessa glutrast niður í höndum núverandi meirihluta og öll stefnumótun sveitarfélagsins orðið hálfkák eitt. A þessu vill D-listinn að verði breyting á næsta kjörtíma- bili. Frambjóðendur listans munu vinna að gerð fjöl- skyldustefnu sveitarfélagsins en fjölskyldan er horn- steinn samfélagsins sem hlúa ber að og treysta. Jafn- framt vill D-listinn að skólanefnd marki sveitarfélaginu skólastefnu og að stefnumótunarplögg séu lifandi gögn í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins en rykfalli ekki í hillum eins og brugðið hefur við hjá núverandi meirihluta. Þó ýmsir vilji tala um kjör fulltrúa í bæjarstjórn á hverjum tíma af ákveðnu kæruleysi þá má öllum vera ljóst að mikið liggur við að til setu í bæjarstjórn veljist hæft fólk. D-listinn býður fram fólk sem hefur metnað til að vinna sínu sveitarfélagi og stuðla að því að hér megi vaxa og dafna fjölskrúðugt og fagurt mannlíf. Við frambjóðendur D-listans skorum því á þig kjósandi góð- ur að veita okkur brautargengi í kosningunum þann 25. maí. Við viljum dugnað og drift í sveitarfélagið. Settu X við D á kjördag. Frambjóðendur D-listans Treystum lífsgæði íbúa Dalvíkur- byggðar Tryggjum Ingileif, Oskar og Marinó sœti í bœjarstjórn Undanfarin fjögur ár hafa stefnumið Sameiningar í anda félagshyggju verið lykilatriði í mótun hins samein- aða sveitarfélags þar sem samstaða, samvinna og jafn- rétti hafa verið vegvísar bæjarfulltrúa okkar. Sameining gömlu sveitarfélaganna þriggja í Dalvík- urbyggð, hefur gengið vel. Augljós fjárhagslegur ávinn- ingur hefur orðið til og honum ráðstafað til aukinnar þjónustu. I dag er til orðið stærra og sterkara samfélag en áður var, öllum íbúum til hagsbóta. Sameinigin hefur á liðnum fjórum árum fært íbúum aukin lífsgæði og þau þarf að treysta í sessi. Nú býður Sameining fram í annað sinn. Báðir starf- andi bæjarfulltrúar Sameiningar bjóða fram krafta sína. Þau Ingileif Ástvaldsdóttir og Óskar Gunnarsson hafa í störfum sínum undanfarin ár sýnt að þau eru verðugir fulltrúar í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Ingileif hefur sem skólastjóri Húsabakkaskóla og for- seti bæjarstjórnar, vakið athygli fyrir frumkvæði og mál- efnalega og ábyrga afstöðu í mörgum málum. Má þar nefna samstarf sveitarfélaga, atvinnu- og ferðamálum, og skólamálum. Óskar hefur sem bóndi og fulltrúi í bæjarráði og um- hverfisráði auk annarra nefndarstarfa, sýnt að hann vinnur vel og samviskusamlega að öllum þeim verkefn- um sem hann tekur að sér og er aðgætinn og traustur í fjármálum sveitarfélagsins. Þriðji maður á lista Sameiningar er Marinó Þor- steinsson. Nú er mikilvægt að tryggja Marinó sæti í bæj- arstjórn. Marinó býr á Árskógsströnd og er þekktur fyrir framgöngu sína í íþrótta- og tómstundamálum og félagsmálum almennt. Hann er ákveðinn og öflugur málsvari sem vinnur verkefni sín af rósemi og þraut- seigju. Þessir þrír fulltrúar, Ingileif, Óskar og Marinó munu vinna að því að treysta lífsgæði hér í byggðalaginu. Með þeim býður sig fram hópur af áhugasömum, traustum og glaðværum einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að áfram verði unnið í þágu sam- stöðu, samvinnu og jafnréttis íbúa Dalvíkurbyggðar. Laugardaginn 25. maí gefst íbúum kostur á að ákveða hvaða fólk verður valið til forystu í byggðalaginu. Að undanförnu hafa framboðin kynnt stefnumál sín og ein- staklingana sem vilja fylgja þeim eftir innan bæjarstjórn- ar. Umfjöllun um skóla- og fjármál hefur verið stór hluti þessara kynninga. Frambjóðendur i-lista Sameiningar hafa afar skýran málflutning um fjármál og skólamál, það er vilji þeirra að hér verði áfram reknir þrír grunnskólar og hér skuli rekin ábyrg og traust fjármálastjórn. Veldu trausta stefnu og ábyrgt fólk til að fylgja henni eftir. Veldu i- lista. Frambjóðendur I-listans

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.