Norðurslóð - 22.05.2002, Side 8

Norðurslóð - 22.05.2002, Side 8
Tímamót Skírn Þann 20. apríl var skírð í Stærra-Árskógskirkju Arnheiður Fanney. Foreldrar hennar eru Elsa Ólafsdóttir og Grétar Þór Magnússon, Aðalgötu 1, Hauganesi. Sr. Hulda Hrönn skírði. Hjónavígsla Þann 20. apríl voru gefin saman í hjónaband Nenita Refrea Magusara og Sævar Örn Sigurösson. Heimili þeirra er að Sólvöllum, Árskógssandi. Sr. Hulda Hrönn gifti. Afmæli Þann 23. mars sl. varð 75 ára Friögerður Odd- mundsdóttir, Bárugötu 9 Dalvík. Þann 12. maí sl. varð 85 ára Steinunn Svein- björnsdóttir, Vegamótum Dalvík. Þann 19. maí sl. varð 85 ára Kristinn Guðlaugsson Karlsbraut 6 Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 26. aprfl lést Hjálmar Blomquist Júlíusson. Hjálmar eða Bommi eins og hann var ævinlega nefndur fæddist 16. september árið 1924 á Sunnuhvoli á Dalvík. Hann var áttundi í röð 11 barna hjónanna Júlíusar Jó- hanns Björnssonar, útgerðamanns á Dalvík og konu hans Jónínu Jónsdóttur húsmóður. Nú er allur systkinahópurinn fallinn frá nema systirin Ragnheiður Hlíf sem fædd er 1927 og býr á Akureyri. Önnur systkini Hjálmars voru: Egill fæddur 1908, Nanna Amalía fædd 1909, Sigrún fædd 1911, Hrefna fædd 1914, Kristín fædd 1917, Baldur Þórir fæddur 1919, María fædd 1921 og Gunnar Skjöldur 1931. Bommi ólst upp á Dalvík og hlaut þá skólagöngu sem þá tíðk- aðist. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og bjó um tíma á Karlsá með foreldrum sínum. Eftir að faðir hans lést árið 1946 héldu þau mæðginin áfram búskapnum um hríð. Sem unglingur hafði Bommi aðstoðað föður sinn við útgerðina, og um tíma var hann til sjós. Hann aflaði sér vélstjóraréttinda og vann sem slíkur bæði á sjó og landi um árabil. Um tíma ók hann leigubifreið, bæði á Akureyri og í Reykjavík, en í höfuðborginni bjó Bommi í tvö ár, 1951 til 1953, ásamt konu sinni Sólveigu Eyfeld. Sólveig er fæddur Reykvíkingur, en flutti norður með föður sínum Ferdi- nant Eyfeld, og á Akureyri kynntust Sólveig og Bommi. Þau hjónin eignuðust sex börn: Þórdís, fædd árið 1950 býr nú í Skagafirði og á 3 börn; Sólveig fædd 1951, lést árið 1998, á 2 börn; Unnur María, fædd 1953, búsett á Akureyri og á 6 börn; Jón Björn, fæddur 1956, kona hans er Brynja Þorvaldsdóttir, þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn; Kolbrún fædd 1957, lést af slysförum tvítug að aldri árið 1977; Hjálmar, fæddur 1963, kona hans er Guðbjörg Ólafsdóttir, þau búa í Kópavogi og eiga 3 börn. Á Dalvík bjó Bommi með fjölskyldu sinni í 3 áratugi og starf- aði helst sem vélstjóri við frystihús staðarins. Einnig stundaði hann ýmis önnur störf og jafnan einhvern búskap með. Sólveig eiginkona Bomma lést árið 1981. Síðar kynntist hann seinni eiginkonu sinni Jódísi Kristínu Jósefsdóttur. Þau bjuggu á Akur- eyri fram á þennan dag. Jódís lifir bónda sinn. Hjálmar var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þann 3. maí sl. Fermingarbörn Dalvíkurkirkju laugardaginn 18. maí 2002 kl. U:30 Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, Stórhólsvegi 6 Baldvina Björk Jóhannsdóttir, Svarfaðarbraut 26 Bryndís Þorsteinsdóttir, Dalbraut 4 Fanney Davíðsdóttir, Karlsbraut 20 Gyða Guðmundsdóttir, Hólavegi 5 Júlía Margrét Júlíusdóttir, Karlsrauðatorgi 26 Rósa Björg Jónsdóttir, Öldugötu 13 Sigrún Ása Arngrímsdóttir, Skarðshlíð 29 a, Akureyri Sunna B Hólm, Böggvisbraut 10 Frétlvhorn Annan maí sl. voru á fundi bæjarráðs teknar fyrir umsóknir um styrki úr Atvinnu- þróunarsjóði Dalvíkurbyggðar. Fimm umsóknir bárust frá: Hall- dóri Sig. Guðmundssyni, félags- málastjóra, f.h. félagsþjónustu- sviðs, Ingibjörgu Hjartardóttur, Júlíusi Júlíussyni, Sigurlín Kjart- ansdóttur og Sigvalda Gunn- laugssyni, f.h. Vélsmiðju Suður- eyrar.Til úthlutunar voru alls kr. 500.000 og samþykkti bæjarráð eftirfarandi úthlutun: Til Halldórs Sig. Guðmundsson- ar félagsmálastjóra f.h. félags- þjónustusviðs, kr. 100.000 vegna pappírstætara. Til Ingibjargar Hjartardóttur, kr. 50.000 vegna hljóðbókagerðar. Til Sigurlínar Kjartansdóttur, kr. 350.000 vegna kaffihúss. Þá samþykkti bæjarráð nú á dögunum að leigja Halldóru Kristínu Hjaltadóttur gamla Sig- tún til að setja á stofn og reka þar verslun. Bæjarráð setti m.a. þau skilyrði að ekki yrði hreyft við innréttingum og að allt við- hald, unnið á kostnað leigutaka, verði gert í fullu samráði við Eignasjóð. Samkvæmt fréttatilkynningu nr. 41/2002 frá Hagstofu Is- lands um búferlaflutninga 1. árs- fjórðungs 2002 þá voru brott- fluttir íbúar Dalvíkurbyggðar alls 19 en aðfluttir íbúar 32 þannig að aðfluttir íbúar um- fram brottflutta eru 13 á þessu tímabili. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að íbúum á lands- byggðinni fækkaði um 142. Húsabakkaskóli fékk fyrir skömmu 100.000 kr. styrk úr Barnamenningarsjóði vegna verkefnis sem nemendur skól- ans unnu á svokallaðri vistar- viku nú í vetur. Verkefni yngri barnanna fjallaði um veturinn og fólst meðal annars í snjólista- verkum ofl. Eldri deildir settu aftur á móti upp brúðuleikritið „Pétur og úlfurinn“ við miklar vinsældir og hrifningu. Þessa dagana eru bændur í óða önn að keyra heim áburði. Það er af sem áður var þegar áburðurinn var afgreiddur í 50 kg pokum og bændasynir iðkuðu aflraunir með pokana. Nú eru 600 kg í hverjum poka og aflraunir heyra sögunni til. 380 tonnum af fjölkornaáburði frá áburðardreifingarfyrirtækinu ísafold var lestað upp á Dalvík- urbryggju fyrir skemmstu og var áburðinum ekið þaðan til bænda í Svarfaðardal og víðar allt inn í Eyjafjörð. Nokkrir dreifingarað- ilar keppast sem kunnugt er um markaðinn og versla bændur hér eins og annars staðar ekki allir við þá sömu. Það er Guðmundur Júlíusson sem er með umboð Guðmundur Júlíusson með áburðarsekkina á Dalvíkurbryggju. fyrir ísafold og samdi við þá um að landa áburðinum á Dalvíkur- höfn. Það er lítið lát á tónlistar- uppákomum hér um slóðir. í síðustu viku komu hingað þre- menningar í „Trio Cracovia“ og spiluðu í Dalvíkurkirkju af frá- bærri snilli verk eftir Shubert, þann 7. maí framkvæmdaáætlun til þriggja ára. I áætluninni er gert ráð fyrir að árið 2003 verði 95 milljónum varið í verkið, 92 milljónum árið 2004 og árið 2005 22 milljónum. Að sögn Guðrún- ar Pálínu bæjarstjóra er þó enn eingöngu um lauslega áætlun að ræða sem þarfnast frekari um- fjöllunar. Brahms, Martinú og Suk. Þeir fé- lagar í Krákártríóinu eru eins og nafnið bendir til allir frá Kraká í Póllandi og gamlir félagar en búa í sitthvoru landinu, Bret- landi, íslandi og Bandaríkjun- um. Einn er fiðluleikari, annar leikur á selló og sá þriðji á píanó. Allir eru þeir þekktir einleikarar og hafa spilað víða um lönd bæði í tríóinu og með öðrum. Ókeypis var inn á tónleikana og voru þeir í boði Sparisjóðsins. Eins og sagt var frá í síðasta blaði skilaði nefnd um hús- næði fyrir íþróttir og menningu í Dalvíkurbyggð af sér áliti sínu nú um páskana. Nefndin gerir þar ráð fyrir að stækka núver- andi íþróttahús upp í löglega keppninsstærð og innrétta bíó/ leikhús í Víkurröst. Þar verði einnig aðstaða fyrir æskulýðs- starf og samkomusalur. Bæjar- stjórn samþykkti á fundi sínum Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins var tíu aðildum út- hlutað styrkjum úr Menningar- sjóði Svarfdæla á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla sem hald- inn var síðasta vetrardag. Þeir sem styrkina hlutu eru: Húsfélagið Hákarla- Jörundur, Hrísey Gallerý Perla, Hrísey Endurbygging íbúðarhúss á Völlum Vigdís Klara og Guido Baumer, Dalvík Einar Emilsson, Dalvík Húsabakkakórinn, Góðir hálsar Kirkjukór Hríseyjar Kór Stærri- Árskógskirkju Samkór Svarfdæla Karlakór Dalvíkur kr. 150.000 kr. 150.000 kr. 150.000 kr. 100.000 kr. 100.000 kr. 150.000 kr. 150.000 kr. 150.000 kr. 150.000 kr. 150.000 Björn Már Björnsson, Karlsbraut 10 Eyþór Gunnarsson, Sognstúni 2 Ómar Örn Arnarson, Lækjarstíg 3 Sindri Már Atlason, Goðabraut 10 Fermingarböm Dalvíkurkirkju Hvítasunnudag 19. maí 2002 kl. 11:30 Arnar Ragúels Sverrisson, Öldugötu 10 Atli Már Atlason, Lynghólum 4 Bjarni Fannar Guðmundsson, Brimnesbraut 37 Gunnar Örn Magnússon, Dalbraut 2 Halldór Rafn Halldórsson, Bárugötu 4 Haukur Kristinsson, Mímisvegi 24 Hinrik Símonarson, Sunnubraut 3 Jóhann Alexander Árnason, Skógarhólum 23 d Jón Þór Arngrímsson, Skógarhólum 24 Ottó Elíasson, Sognstúni 1 Hjördís Hólm Harðardóttir, Ægisgötu 6 Kristín María Stefánsdóttir, Ægisgötu 1 Magnea Rún Magnúsdóttir, Böggvisbraut 2 Stefanía Björg Víkingsdóttir, Mímisvegi 8 Ferming í Vallakirkju laugardaginn 1. júní kl.ll Guðmundur Örn Hallgrímsson, Uppsölum Jón Stefán Sævarsson, Völlum Ferming í Vallakirkju sunnudaginn 9. júní ld. 11 Guðmundur Ingi Halldórsson, Bjarkarbraut 13 Olgeir Gunnsteinsson, Sökku Ferming í Urðakirkju 9. júní kl. 12t30 Ingunn Magnúsdóttir, Goðabraut 15 Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir, Urðum Silja Dröfn Jónsdóttir, Ytra-Garðshorni

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.