Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 1
Norðurslóð - 7 26. ÁRGANGUR MlðVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 6. TÖLUBLAÐ Það blés heldur kalt á vinnuskólakrakkana sl. miðvikudag þegar Ijósmyndarinn átti leið hjá. Nýliðar voru í óða önn að lœra handtökin við gróðursetningu og létu kuldann ekki á sig fá. Knattspyrna Okkar menn í fínu formi Eru í 3. sæti 1. deildar og komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar Hinu sameinaða knattspyrnuliði Dalvíkur og Leifturs hefur geng- ið vonum framar í íslandsmóti 1. deildar það sem af er sumri. Liðið er í þriðja sæti deildarinn- ar með níu stig eftir sex leiki. Tveir leikir hafa unnist, þremur lyktað með jafntefli og aðeins einn tapast. Auk þess er liðið komið í 16-liða úrslit bikar- keppninnar. Liðinu hefur gengið bærilega í sumar og sótt í sig veðrið. Eins og við sögðum frá í maíblaðinu lyktaði fyrsta leiknum með jafn- tefli við Þrótt í Reykjavík. Næsti leikur lofaði svo sem ekki góðu en þá tapaði liðið fyrir Val hér nyrðra 0:2. Frá og með þriðju umferð hefur liðið ekki tapað leik. Þá lá leiðin suður í Hafnar- fjörð þar sem jafntefli gegn Haukum varð niðurstaðan. Næst kom Sindri frá Hornafirði í heimsókn og tapaði stórt, 5:2 urðu úrslitin. Þá kom röðin að IR-ingum úr Reykjavík sem voru lagðir í tvígang, bæði skipt- in sunnan heiða. Fyrri leikurinn var í íslandsmótinu og honum lyktaði 3:0 fyrir okkar mönnum. Seinni leikurinn var liður í 32-liða úrslitum bikar- keppninnar. Sá var tvísýnni en sá fyrri því að loknum venjuleg- um leiktíma var jafnt 1:1. í fram- lengingunni tókst okkar mönn- um að setja eitt mark og komast þar með áfram í 16-liða úrslit. Dregið var um það hvaða lið skyldu mætast í þeirri umferð og varð niðurstaðan sú að Leiftur/ Dalvík fær topplið 1. deildar, Val úr Reykjavík, í heimsókn norð- ur. Þar mætast stálinn stinn og má búast við hörkuleik en hann fer fram 2. júlí næstkomandi. Áður en að honum kemur eiga okkar menn eftir að skreppa suður í Garðabæ á laugardag og etja kappi við Stjörnuna í íslandsmótinu. Síðasti leikur liðsins var gegn Víkingi og fór fram í Ólafsfirði. Sá leikur var fremur tilþrifalítill og endaði með markalausu jafn- tefli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Víkingar höfðu meira frumkvæði í síðari hálf- leik. Það dugði þeim þó ekki því Sævar markvörður var í fínu formi og varði allt sem upp á hann stóð. Staðan í 1. deildinni er þessi að sex umferðum loknum: Valur 6 5 10 15: 316 Afturelding 6 3 2 1 10:1011 Leiftur/Dalv. 6 2 3 1 11: 7 9 Haukar 6 2 2 2 9: 6 8 Víkingur R. 6 2 2 2 7: 7 8 Breiðablik 6 2 13 12:12 7 Stjarnan 6 2 13 9:13 7 ÍR 6 13 2 6:11 6 Þróttur R. 6 12 3 7:11 5 Sindri 6 114 5:11 4 Eins og af þessu sést er deild- in afar jöfn og eins gott fyrir okkar menn að halda vel á spil- unum. -ÞH Nýr bæjarstjórnarmeirihluti í Dalvíkurbyggð Valdimar Bragason bæjarstjóri ✓ Svanhildur Arnadóttir forseti bœjarstjórnar Ný bæjarstjórn Dalvíkurbyggð- ar hélt sinn fyrsta fund þriðju- daginn 18. júní sl. í safnaðar- heimili Dalvíkurkirkju. Urslit bæjarstjórnarkosninga þann 25. maí urðu sem kunnugt er þau að framsóknarmenn fengu 469 at- kvæði og fjóra menn kjörna, sjálfstæðismenn og óháðir 408 atkvæði og þrjá menn kjörna og listi sameiningar 230 atkvæði og tvo menn kjörna. Á kjörskrá voru 1.362. Alls greiddu 1.145 atkvæði eða 84,1%, auðir seðlar voru 28 og ógildir 10.1 framhaldi af kosningunum hófu framsókn- armenn og sjálfstæðismenn meirihlutaviðræður og mynda nú nýjan bæjarstjórnarmeiri- hluta í Dalvíkurbyggð. Á bæjarstjórnarfundinum lagði nýr forseti bæjarstjórnar, Svanhildur Árnadóttir, fram málefnasamning hins nýja bæj- arstjórnarmeirihluta (sjá bls. 2) og einnig var samþykkt skipan nefnda og ráða á vegum sveitar- félagsins. Fundartímar bæjar- stjórnar voru ákveðnir kl 16:15 fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og fundartími bæjar- ráðs kl 8:15 alla fimmtudaga. Þá lagði forseti fram tillögu um ráðningu Valdimars Bragasonar sem bæjarstjóra frá og með 21. júní 2002 til loka kjörtímabilsins 2006 og bæjarráði falið að ganga frá starfsamningi við hann. Eftirfarandi tillögur um skip- an nefnda og ráða var lögð fram og samþykkt: Til eins árs Bæjarstjórn: Forseti bæjarstjórnar: Svanhild- ur Árnadóttir 1. varaforseti: Kristján Ólafsson 2. varaforseti: Ingileif Ástvalds- dóttir. Ritarar bæjarstjórnar: Aðalmenn: Katrín Sigurjónsdótt- ir, Dórothea Jóhannsdóttir. Varamenn: Óskar Gunnarsson, Jónas M. Petursson Bæjarráð: Formaður: Svanhildur Árna- dóttir, varaformaður: Kristj- án Ólafsson, Ingileif Ást- valdsdóttir Varamenn: Jónas Pétursson, Katrín Sigurjónsdóttir, Ósk- ar Gunnarsson. Til fjögurra ára Fræðsluráð: Formaður: Guðbjörg Ragnars- dóttir, varaformaður: Dóro- thea Jóhannsdóttir, Guð- björn Gíslason, Álfheiður Maren, Marinó Þorsteinsson. Varamenn: Sölvi Hjaltason, Dagmann Ingvason, Helga Níelsdóttir, Arnheiður Hall- grímsdóttir, Ingibjörg Hjart- ardóttir. Æskulýðs-, íþrótta- og menningarráð: Formaður: Kristján Ólafsson, varaformaður: Sigfríð Valdi- marsdóttir, Helga B. Hreins- dóttir, Dagmann Yngvason, Valgerður María Jóhanns- dóttir. Varamenn: Sigurlaug Stefáns- dóttir, Stefán F. Stefánsson, Daníel Hilmarsson, Jónas Baldursson, Ólafur Ingi Steinarsson. Félagsmálaráð: Formaður: Dórothea Jóhanns- dóttir, varaformaður: Heiða Hilmarsdóttir, Friðrik Vil- helmsson, Þorsteinn Hólm Stefánsson, Nína Hrönn Gunnarsdóttir. Varamenn: Guðbjörg Antons- dóttir, Gunnlaugur Sigurðs- son, Bjarni Valdimarsson, Petra Ingvadóttir, Anna Lísa Stefánsdóttir. Umhverfísráð: Formaður: Jónas Pétursson, vara- formaður: Bjarnveig Ingva- dóttir, Þorsteinn Skaftason, Dagur Óskarsson, Óskar Gunnarsson. Varamenn: Ólafur Hauksson, Hulda Þórsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Brynjar Friðleifs- son, Elín Björk Unnarsdóttir. Landbúnaðarrráð: Formaður: Gunnhildur Gylfa- dóttir, varaformaður: Árn- grímur Baldursson, Jón Þór- arinsson, Hólmfríður Gísla- dóttir, Trausti Þórisson. Varamenn: Guðrún Marinós- dóttir, Jónas M. Pétursson, Arnar Gústafsson, Friðrik Vilhelmsson, Gunnsteinn Þorgilsson. Nýr bœjarstjóri og þó ekki! Yfirkjörstjórn: Aðalmenn: Bragi Jónsson, Björn Daníelsson, Kolbrún Páls- dóttir. Varamenn: Inga Benediktsdótt- ir, Jón Kr. Arngrímsson, Al- bert Gunnlaugsson. Stjórn Dalbæjar: Formaður: Daði Valdimarsson, varaformaður: Lilja Björk Reynisdóttir, Ásdís Jónas- dóttir, Símon P. Steinsson, Rannveig Edda Hjaltadóttir. Varamenn: Arngrímur Baldurs- son, Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, Elísabet Eyjólfsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, Ester Óttósdóttir. Framhald á bls. 2 Opnunartími: Mán.-fös. 10-19,30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.