Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 3
Norðukslóð - 3 Gömul augnablik Úrgangssíldin og slógiö fór í vatnsrennu og síðan í þróna sem sést hér á myndinni. Alli Lofts útgerðarmaður sendur hér ábúðarmikill og horfir íþróna. Sólberg stendur við hliðina á honum. Fjœr má sjá Balda Lofts og Rósmund frá Miðbœ. Þessi mynd er tekin við söltun á garðinum eins og sagt var, það er að segja út á hafnargarði. Þar var saltað og oftast undir nafninu Söltunarstöðin Höfn. Stundum rak hafnarsjóður planið. Þessi mynd er líklega tekin 1959 þegar Jón Stefánsson, fyrir hönd Röðuls hf, og Alli Lofts ráku söltunarplanið á garðinum. Þá var slegið met í söltun sem enn stendur. Yfir 8.000 tunnur saltaðar á sumrinu á því plani. Fyrir miðri mynd má sjá Kidda á Hóli með tunnutrillu. Til hœgri er Dóri Sikk að ná sér í síldar. Signý Gests er að ganga út úr myndinni lengst til vinstri. Báturinn nœst á myndinni er Valþór NS 10 sem Stebbi Gren var með. Gunnar Pálsson var litríkur síldarsaltandi á Dalvík. Hann tók við Múlaplaninu þegar Páll Friðfinnsson faðir hans lést. Hér gengur Gunnar eftir planinu þegar síldarsöltun stendur sem hœst. Myndin hér að neðan til vinstri er tekin á SFD planinu. Frá hœgri má sjá Nonna í Kambi hrœra saltskammt og síðan Sveinbjörn í Vegamótum og Gvend í Hvammi. Erfitt er að segja til um hver er að bogra fyrir framan Gvend. Líklega er það Asgeir kennari. Það er vel viðeigandi að birta myndir frá síldarsöltun nú um það leyti árs þegar síldarvertíðin stóð sem hæst hér á árum áður. Myndirnar á síðunni eru frá öllum plönunum þremur sem hér voru starfandi á sjötta áratug síðustu aldar þegar Dengsi var með myndavélina á lofti. Júlíus Björnsson EA 216 kemur hér til lönd- unar með nótabátinn sinn í eftirdragi. Júlíus Bjömsson landaði hjá Söltunarfélagi Dalvík- ur eins og aðrir bátar Egils Júlíussonar. Egill var um árabil framkvœmdastjóri SFD. Faxaborg RE 126 var frœgt skip í síldarsögu Dalvíkur. Skipið var í eigu Jóns Gísla- sonar sem var ásamt Páli Friðfinnssyni eigandi að síldarsöltunarplaninu Múla á Dalvík. Frœgt var eitt sumarið þegar Faxaborgin kom daglega með síld um allt að hálfsmánaðarskeið. Skipstjóri á Faxaborg var Gunnar Hermannsson. „Taka tunnu!“gœtiþessi mynd heitið. Hér er Hermína að taka á móti merki fyrir tunnuna sína. Sennilega er það Toni Sigurjóns sem er að láta Hermínu fá merki í stíg- vélið. í lok söltunar fram- vísuðu söltunarstúlkurnar merkjunum og þá var skráð hvað hver hafði saltað. Þessi mynd sýnir býsna vel hvernig síldarsöltunin gekk fyrir sig. Síldinni var landað í tunnur sem settar voru á vörubíl, í þessu tilfeUi bílinn hans Villa Bjössa. Þegar á planið var komið var losað úr þeim í kassa sem síldar- söltunarstúlkurnar hausskáru uppúr. Síðan var síldin söltuð. Stundum sáu unglingar um sölt- unina eins og drengurinn á myndinni sem er Valur Sigur- jóns. Finnur Þórlaugar er lengst til vinstri, tilbúinn að taka tunn- ur. Hrefna í Svalbarði lítur upp úr söltuninni fremst á myndinni og ef vel er rýnt má sjá Ellu Jak- obs líta upp frá hausuninni.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.