Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Verk á vegi þínum Nýlega kom út bók sem heitir „Verk á vegi þínum" og hefur hún að geyma um 100 myndir og umsagnir um valin steinsteypt hús eða mannvirki hér á íslandi. Það er félagsskapur sem heitir Steinsteypufélag íslands sem gefur þetta rit út en Gísli Sig- urðsson, blaðamaður og ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins til skamms tíma hafði ritstjórn bókarinnar með höndum. I formála sem Gylfi Sigurðs- son formaður Steinsteypufélags Islands ritar kemur fram að fé- lagið er 30 ára um þessar mundir og eins og segir í formálanum „Það fer vel á því að fagna þess- um tímamótum með útgáfu bók- ar, sem sýnir fjölbreytta og metn- aðarfulla notkun steinsteypu á síðustu öld í máli og myndum. Bókinni er einkum ætlað að vera ferðalöngum á ferð um landið til gagns og gamans." Bókin hefur að geyma um- sagnir og góðar myndir af mann- virkjum um allt land. Umfjöllun um þessa bók í morgunþætti Rásar 2 vakti athygli tíðinda- manns Norðurslóðar því þar kom fram að umsjónarmenn þáttarins, þau Hjálmar Hjálm- arsson og Svanhildur Hólm, höfðu mest dálæti á myndum og umfjöllun um Sundskála Svarf- dæla og Ráðhúsið á Dalvík. Þetta varð til þess að við höfð- um upp á bókinni og hér til hliðar birtum við síðuna þar sem fjallað er um þessi mannvirki. Það er mjög merkilegt að tvö hús skuli vera valin af þessu svæði í bókina og með það get- um við verið ánægð. Þetta er af- skaplega eiguleg bók til að hafa með sér á ferðalagi auk þess sem hún er mjög fróðleg. Bókin hef- ur einnig verið gefin út á ensku. JA Glaðbeittur hópur við Effel-turninn. Á innfelldu myndinni er hópurinn í garðveislu hjá Tótu og nóg af franskbrauði. Þarfyrir neðan eru Viggi og Tóta í rússíbananum í Disneylandi. JL ji./ 'WWf íwm IXtSlr- Kennarar og nemendur Dal- víkurskóla hafa verið á ferð og flugi í vor. 10. bekkingar fóru í sína árvissu útskriftarferð og í þetta sinn var henni heitið til Frakklands. Fyrstu dögunum eyddi hópurinn í París þar sem skoðaðar voru merkar byggingar og söfn en síðan lá leiðin suður til smábæjar í Auvergne-héraði sem heitir Movicq. Þar dvaldi hópur- inn í húsi Þórunnar Þórðardóttur og undi hag sínum hið besta. Kennarar og starfsfólks Dal- víkurskóla og Sundlaugar Dalvíkur héldu síðan í kynnisferð til Hollands 4.-11. júní. Skoðaðir voru skólar í Rotterdam og Amster- dam undir leiðsögn Hermínu Gunnþórsdóttur og einnig voru borg- arlífinu gerð góð skil. Hjá tæknideild bæjarins fengust þær upplýsingar að hitaveitan væri þessa dagana að undirbúa hringtengingu vatns við Staðar- hól sem eykur vatnsstreymi við Ránarbraut. Gatnaframkvæmdir verða í sumar einskorðaðar við viðhald. Áfram verður haldið við endurbætur á Húsabakka og unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir sveítarfélagíð. Sótt hefur verið um byggingu eins íbúðarhúss víð Skógarhóla en byggingafyrirtæki eru mest í verkefnum á Akureyri þessa dagana sem kunnugt er. Golfklúbburinn Hamar ætlar að setja upp aðstöðu til golfiðkunar á túninu fyrir ofan Heilsugæsluna. Þar verða settar niður 3-4 holur svo unglingar og aðrir byrjendur geti æft sig í golfíþróttinni. Kvennahlaup ÍSÍ fór fram þann 16. júní hér á Dalvík eins og víðar á landinu. 180 konur tóku þátt í hlaupinu sem er nokkru minna en áður en engu að síður ágæt þátttaka. Hlaupinn var 2,5 km hringur innanbæjar. Dalvíkurbyggð Frá Gæsluvell- inum á Dalvík Gæsluvöliurinn við Svarfaöarbraut er opinn í sumar fyrir börn á aldrinum 2ja-8 ára frá kl. 13:00- 17:00. Gjald kr. 250 á dag. Gæsluvöllurinn sími: 466 1209. Forstöðumaður Sundskáli Svarfdæla Hönnuður: Svcinbjörn Jónsson byggingameistari, kenndur við Ofna- smiðjuna. l'ramkvæmd: Arngrímur Jóhanncsson Dalvík, en mikil sjálf- boðavinna var einnig lögð af mörk- um við framkvæmdina. í Laugahlíð í Svarfaðardal, 5-6 km frá Dalvík, er volg laug og árið 1929 réðust Svarfdælingar í að nýta vatnið og byggðu sundskála. Var steypan öll hrærð á staðnum. Skálinn var múr- liúðaður, cn óeinangraður í upphafi, og því oft mikill raki á veggjum. Úr því hcfur nú verið bætt. Sundskálinn er enn í góðu gildi; laugin 12,5 x 7 m og dýpst er hún nú rúmlcga 1.50 m, en var upphaflega um 3,0 m og steypt brú yfir hana. Nýlega hafa verið byggðir búningsklcfar við sundskálann sem er töluvcrt notaður, cinnig við sundkennslu. Ráðhús á Dalvík Arkitckt: Karl Erik Rocksén. Burðar- þolshönnun: Davíð Arnljótsson Dal- vík. Hramkvæmd: Tréverk Dalvík. Framkvæmdir hólust við Ráðhúsið 1975 og það var tekið í notkun 1980. Við uppsla'rr vnru noruð krossviðs- mót, cn vcggir síðan pokapússaðir og málaðir. Hér er nútíma stcinstcypu- hús á fallegum stað. I því eru Bæjar- skrifstofur Dalvíkur, Sparisjóður Svarfdæla og skrifstofur llciri aðila. I kjallara cr Hcraðsskjalasafn og Bóka- safn Dalvíkur. Fundarhcrbcrgi cru á efstu hæðinni, sem er inndregin. Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjalci í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxt- unar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. SPARISJÓðUR SVARFDÆLA Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.