Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 6
6 - NORÐURSLÓÐ Svarfdælsk byggð & bær TíMAMÓT Skírnir Þann 25. maí var skírður í Vallakirkju Alexander Elí. Foreldrar hans eru Anna Berglind Svembjörnsdóttir og Sigvaldi Gunn- laugsson, Bjarkarbraut 1, Dalvík. Þann 31. maí var skírður í Dalvíkurkirkju Viktor Smári. Foreldr- ar hans eru Össur Willardsson og Halldóra Smáradóttir til heim- ilis að Vestursíðu 20, Akureyri. Þann 6. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Viktor Máni. Foreldrar hans eru Magdalena Ýr Valdimarsdóttir og Davíð Eggertsson, Ásgarði, Dalvík. Afmæli Þann 11. júní varð 75 ára Almar Jónsson, Karlsrauðatorgi 12, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 22. maí sl. andaðist á Dvalarheimilinu á Grund í Reykjavík Jófríður Halldórsdóttir hjúkrunarkona. Jófríður fæddist í Svarf- aðardal 2. janúar 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Sigfússon múrari á Dalvík og Guðrún Júlíusdóttir frá Syðra Garðshorni. Þann 16. maí sl. andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði Eiríkur Páls- son fv. bæjarstjóri þar og síðar skattstjóri um árabil. Eiríkur var fæddur í Olduhrygg í Svarfaðardal 22. apríl 1911. Foreldrar hans voru Páll Hjartarson og Filippía Margrét Þorsteinsdóttir. Þau bjuggu í Ölduhrygg 1909-1933. Þann 4. júní sl. lést í Dalbæ Aðalheiður Þor- leifsdóttir. Alla eins og hún var jafnan kölluð fæddist þann 12. september 1918 á Hóli á Upsaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Svanhildur Björnsdóttir frá Selaklöpp í Hrís- ey og Þorleifur Kristinn Þorleifsson frá Hóli. Alla var þriðja í röð átta systkina. Systkini hennar eru: Guðrún Margrét, látin, Þórgunn- ur Amalía, látin, Dagmann, látinn, Björn, smiður á Dalvík, Kristinn Hartmann, neta- gerðarmaður á Dalvík, Karl Vernharð, látinn og Kristín, hús- móðir á Dalvík. Alla naut hefðbundinnar skólagöngu á æskuárum en byrjaði fljótlega að vinna fyrir sér. Þegar hún er um tvítugt er á Hóli vinnumaður, Gunnar Kristinn Guðlaugsson. Þau felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband þann 2. apríl 1940. Gunnar Kristinn er fæddur þann 19. maí 1917. Hann er lærður múrari. Kristinn og Alla unnu saman á vertíðum í Sandgerði um þriggja ára skeið en komu norður aftur er þau eignuðust soninn Atla Rafn árið 1947. Hann var kvæntur Guðrúnu Ernu Hreiðars- dóttur, þau slitu samvistum; börn þeirra eru: Þórdís Björk, fædd 1971, hún býr í Reykjavík, Aðalheiður f. 1975, er við nám í arki- tektúr í Þýskalandi, Kristinn Gunnar, f. 1982, stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavfk. Alla og Kristinn byggðu sér hús að Karlsbraut 6 á Dalvík og fluttu þar inn árið 1950. Alla starfaði lengstum ásamt húsmóðurstörfum við fiskverk- un, lengstaf hjá frystihúsi KEA hér í bæ en þar mun hún hafa starfað rúm fjörutíu ár. í nóvember síðastliðnum fluttist hún að Dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði, Hornbrekku, en þann 8. jan- úar síðastliðinn fluttu þau Alla og Kiddi á Dalbæ þar sem Alla lést þann 4. júní síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Dalvíkur- kirkju 15.júní. Þann 17. júní sl. andaðist á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri Jóhannes Haraldsson. Jóhannes fæddist að Þorleifsstöðum 13. ágúst 1916. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Stefánsson og Anna Jóhannesdóttir lengst af bændur í Ytra Garðshorni. Jóhann- es kvæntist 7. nóv. 1942 Steinnunni Péturs- dóttur frá Brekkukoti. Þau bjuggu í Lauga- hlíð 1947-1958 en fluttu þá til Dalvíkur þar sem hann var lengst af starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Börn þeirra eru: Kristinn, f. 1953 lektor við háskólann í Gautaborg, Pétur f. 1947 fulltrúi hjá alþýðuleikhúsinu í Gautaborg, Sigurjóna f. 1951 leik- skólakennari á Akureyri og Anna, f. 1959 leikskólasérkennari á Akureyri. Jóhannes og Steinunn fluttu til Akureyrar 2002. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. júní kl. 13:30. í síðasta blaði misritaðist nafn brúðgumans Svavars Arnar Sig- urðssonar og hann sagður heita Sævar. Biðjum við Svavar og Nenitu konu hans velvirðingar. íréttahorn Kaffihúsið Sogn hef- ur störf Kaffihúsið Sogn opnaði dyr sín- ar fyrir soltnum og þyrstum á sjómannadaginn síðasta eftir gagngerar breytingar á húsnæð- inu sem eitt sinn hýsti Bárubúð og síðar Sollubúð og síðan fleiri verslanir. Sigurlín Kjartansdóttir veitingakona sagði undirtektir bæjarbúa hafa verið afar já- kvæðar og hvetjandi en líklega tekur tíma að venja Dalvíkinga á kaffihúsasetur. í Sogni er boðið upp á heita súpu og salatbar auk kaffi- drykkja af margvíslegum toga og bakkelsis í mörgum sortum. Þá stefnir Lína að því að bjóða upp á heitan rétt í hádeginu en á kvöldin geta einstaklingar og hópar hringt og pantað sér mat og verður þá við því brugðist. Kaffihúsið er opið frá 11-9 virka daga og frá 2-11 um helgar en engum er þó beinlínis bolað út þó komið sé fram yfir lokun. Lína stefnir á ýmsar uppá- komur svo sem gestakokka og að listamenn troði upp. Þann 17. júní var boðið upp á pizzahlað- Lína við skenkinn með starfsstúlkum sínum, Díönu Hrund Jónsdóttur og Ingibjörgu Elínu Halldórsdóttur. borð í samvinnu við Tommuna og voru undirtektir slíkar að sögn Línu að áreiðanlega verður á því framhald. Sæti eru fyrir 55 manns í salnum en auðveldlega má koma 70 manns að borðum ef þannig ber undir. Nú þegar hafa farið þar fram skírnarveisla og fermingarveisla en auk þess hefur Lína haft í nógu að snúast í veisluþjónust- unni sem hún starfrækir sam- hliða veitingarekstrinum. Salur- inn varð reyndar fyrir nokkru áfalli í vatnsviðrinu aðfararnótt 18. júní en stafn hússins þoldi ekki vatnsganginn. Það verður vonandi bætt, sagði Lína. Norð- urslóð óskar Línu til hamingju með staðinn og hvetur bæjarbúa og gesti þeirra til að notfæra sér þessa kærkomnu viðbót við mann- og menningarlífið hér á staðnum. Leiklistarskóli Bandalags ís- lenskra leikfélaga var starf- ræktur á Húsabakka í byrjun júnímánaðar eins og undanfarin ár og voru nemendur skólans nú ríflega 40 á þrem námskeiðum. Einn hópur lærði leiklist hjá Ástu Arnardóttur, annar lagði stund á leikstjórn undir stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur en þriðji hópurinn fékkst við leik- ritun undir leiðsögn Karls Ágústs Úlfssonar. Á lokahátíð skólans voru svo frumfluttir 12 nýir íslenskir stuttir einþáttung- ar eftir nemendur leiksmiðjunn- ar í leikstjórn nemenda leik- stjórnarnámskeiðsins leiknir af þátttakendum í leiklistarnám- skeiðinu og fleirum nemum skólans. Bæjarstjórn Dalvfkur- byggðar bauð svo þátttakendum til kvökdverðar að Rimum. njúní var heldur kalsasam- • ur þetta árið og báru há- tíðarhöld í tilefni dagsins svip af því. Hið árlega 17. júní hlaup fór fram á íþróttavellinum en að lokinni skrúðgöngu var hátíðar- Helgi litli Halldórsson fékk að fara á bak með Daníel bróður sínum og Guðrún Magnúsdóttir teymdi. dagskrá með ávarpi fjallkonunn- ar og hátíðarræðu dagsins fyrir ofan kirkjuna. Hátíðarræðuna að þessu sinni flutti Valdimar Bragason bæjarstjóri. Skátar buðu upp á tívolí í nepjunni og hestamannafélagið leyfði krökk- unum að stíga á bak en síðan var fjölskylduskemmtun í Víkurröst. Dagskrá dagsins lauk svo með sundlaugarpartíi í sundlaug Dal- víkur. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spanskt fyrir sjón- ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir nýr safnstjóri byggða- safnsins verður framvegís með fastan þátt í blað- inu þar sem munum og minjum af safninu verða gerð lítilleg skil. Einnig verða birtar myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upp- lýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466- 1497 eða 892-1497. Nr. 1340 - Sápuþeytari Gefandi: Hallfríður Sigurjónsdóttir, Dalvík Sápuþeytarar voru algengir á miðri 20.öld. Þá var var sápan gjarnan í föstu formi og var hún oft mjög hörð og sterk. Þá var gott að eiga sápuþeyt- ara sem sápumolarnir voru settir í og síðan var þeytt í vatni. Þannig var hægt að stjórna styrk- leika sápuvatnsns og koma í veg fyrir að sápan væri í kögglum í vatninu. Einkum notað við upp- þvott á leirtaui. Mynd 2. Hvað er þetta?

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.