Norðurslóð - 31.07.2002, Page 1

Norðurslóð - 31.07.2002, Page 1
Knattspyrna Hallar undan fæti í deildinni Leiftur/Dalvík komið ífallsæti í 1. deildinni og er fallið út úr bikarkeppninni 26. ÁRGANGUR MlðVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 7. TÖLUBLAÐ ■ r jj . i fff AS.'f • ,s 4 •- . .15, :fr,'-Y' ■ . V ■■ - ;} Heldur hefur hallað undan fæti hjá hinu sameinaða knatt- spyrnuliði Dalvíkur og Leifturs í Islandsmóti 1. deildar. Liðið er í níunda og næstneðsta sæti deild- arinnar með tíu stig eftir 11 leiki. Þá er liðið fallið úr bikarkeppn- inni eftir frækilega frammistöðu þar sem liðið komst á fjórðungs- úrslit. Síðast þegar við sögðum frétt- ir af okkar mönnum voru þeir á blússandi siglingu: sátu í 2. sæti deildarinnar og voru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Eftir það hefur ekkert gengið eftir og afrakstur mánaðarins í deildinni er eitt jafntefli og fjórir ósigrar. Heimavöllurinn reyndist lið- inu betri þennan mánuðinn því þar fékkst eina stigið í 1:1 jafn- tefli gegn Þrótti R. í 10. umferð. Einnig átti liðið skilið að ná amk. jafntefli gegn Breiðabliki en gestirnir nöppuðu sigrinum með því að skora á lokamínút- um leiksins. Gísli Jóhannsson Gerir það gott í sveitatónlistinni Hljómsveit hans, Big City, verður á hljómleikaferð um landið um verslunarmannahelgina Það hefur lengi verið hald manna að Skagstrendingar ættu einu kántrýstjörnu landsins. Því fer þó víðs fjarri því vestur í Banda- ríkjunum í borg englanna, Los Angeles, starfar svarfdælskur tónlistarmaður, Gísli Jóhanns- son (Daníelssonar) og heldur þar úti vinsælli country and western sveit er nefnist Big City. Gísli er staddur hér á landi með sveit sinni og gerir víðreist nú um verslunarmannahelgina. Fyrsta dansleik sinn hélt sveitin á Players í Kópavogi s.l. föstudagskveld, var þar rífandi stemmning og línudans dansað- ur um öll gólf. A sunnudags- kvöldið var hún á Gauki á Stöng við góðar undirtektir og nú gefst okkur sveitungum Gísla sem og öðrum Norðlendingum kostur á að berja sveitina augum og eyr- um því á fimmtudagskveldið spila þeir félagar við Pollinn á Akureyri. Síðan tekur við látlaus spilamennska á verslunar- mannahelgarhátíðum bæði á Akureyri og að sjálfsögðu á Kántrýhátíð í Mekka íslenskrar kántrýtónlistar, Skagaströnd. Þá liggur leiðin aftur suður yfir fjöll á Gaukinn mánudagskvöldið eftir verslunarmannahelgi en tónleikaferðinni lýkur svo með miklum hljómleikum í Stapa í Reykjanesbæ. Gísli eða Gis eins og Amer- íkumenn nefna hann er 35 ára og hefur verið búsettur vestra undanfarin 13 ár. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt á þeim tíma en einkum hefur hann þó fengist við tónlist af ýmsum toga. Hann lagði stund á jass- gítarleik og hefur þó hin síðustu ár jöfnum höndum fengist við rokk og sveitatónlist og haldið úti sitthvorri hljómsveitinni. Jafnframt hefur hann haft ofan af fyrir sér með uppsetningu á hljóðkerfum fyrir tónleika og ráðstefnur og tekið sér ýmislegt annað fyrir hendur sem of langt mál yrði upp að telja. Frá árinu 1999 hefur þó kántrýhljómsveit hans, Big City, átt stöðugt meiri vinsældum að fagna og spila þeir nú jafnaðarlega þrjú kvöld í viku í stórum danshöllum þar vestra og hafa af því dágóðar tekjur. Jafnhliða spilamennskunni hefur Gísli alla tíð fengist við lagasmíðar bæði fyrir sjálfan sig og aðra og með í fórum sínum til íslands hefur hann nú nýja plötu með eigin lögum og textum. Platan heitir BRING ME YOU og geta þeir sem enn hafa ekki haft tækifæri til að kaupa hana heyrt sýnishorn af henni á heimasíðu Gísla: www.giscountry. com hjhj Þrír útileikir hafa hins vegar farið illa. Fyrst var farið í Garða- bæinn þar sem Stjarnan vann okkar menn 2:0. Þá voru það Mosfellingarnir í Aftureldingu sem unnu 4:2 og loks tapaði lið- ið stórt fyrir Val í höfuðborginni á föstudaginn var, 4:0. Valsmenn höfðu reyndar harma að hefna í þeim leik því í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar gerðu okkar menn sér lítið fyrir og unnu Sigurbjörn Hreið- arsson og félaga hans 2:1. í fjórðungsúrslitum dróst lið- ið á móti ÍBV í Eyjum og taldist óheppið að hafa ekki komist lengra. Eyjapeyjar náðu að merja sigur með einu marki gegn engu og var markið skorað úr víta- spyrnu fyrir atvik sem sumir töldu að hefði frekar átt heima á leiksviði en knattspyrnuvelli. En þannig ganga kaupin á eyrinni og okkar menn geta huggað sig við að hafa komist lengra en Dalvíkingar hafa komist áður (Leiftur mun hafa komist lengra). Staðan í 1. deildinni er þessi að 11 umferðum loknum: Valur 11 10 1 0 25: 3 31 Afturelding 11 5 3 3 19: 18 18 Breiðablik 11 5 1 5 19: 17 16 Þróttur R. Stjarnan Haukar Víkingur R. ÍR Leiftur/Dalv.ll Sindri 11 11 11 11 11 11 19: 17 15 19: 21 15 17: 16 14 16: 16 14 9: 20 12 15: 20 10 11:21 8 Heldur er farið að teygjast úr deildinni og staða Vals er hreint ævintýraleg. Liðið hefur bara stigið eitt feilspor í sumar, það var bikarleikurinn gegn Leiftri/ Dalvík. En okkar menn verða nú að spýta í lófana í næstu leikjum. Nú er að duga eða drepast. -ÞH Fiskídagurínn mikli Á heimasíðu Gísla eða GisCountry er að finna upplýsingar um hann, hljómsveitina og heimalandið. 10. ágúst verður mikil fiskveisla á Dalvík og búist við þúsundum gesta Fiskidagurinn mikli er að bresta á í annað sinn en hann verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. ágúst nk. Þá munu fiskverk- endur og fleiri aðilar í Dalvíkur- byggð bjóða gestum og gang- andi upp á gómsæta fiskrétti á hafnarsvæðinu á Dalvík. Fiskidagurinn var fyrst hald- inn í fyrra og þá fylltist bærinn af gestum. Að sögn Júlíusar Júlíus- sonar sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar var gaman að sjá hversu margir brottfluttir Dal- víkingar komu í heimsókn. „Hér hittist fólk sem hafði ekki sést árum eða áratugum saman,“ sagði hann. Júlíus leggur áherslu á að hér sé ekki um auglýsingu að ræða Fiskmetið fœrt upp á diska á Fiskideginum mikla í fyrra. Þá komu um 6.000 manns tilDalvík- ur og skemmtu sér konunglega. fyrir aðstandendur því einungis einn þeirra selur fisk á innan- landsmarkaði. „Þetta er fyrst og fremst gert til að styrkja ímynd fyrirtækja og íbúa byggðarlags- ins,“ segir hann og bætir því við að heimamenn bregðist vel við þegar leitað sé eftir aðstoð við undirbúning dagsins. Þegar blaðamaður heimsótti Júlíus stoppaði síminn varla. „Við aug- lýstum eftir fólki sem vildi baka fyrir okkur rúgbrauð með síld- inni og það er fjöldi kvenna bú- inn að hringja, bæði héðan af Dalvík og langt framan úr dal,“ segir hann. Að sjálfsögðu verður ýmis- legt fleira gert til að skemmta fólki annað en að gefa því að borða. Boðið verður upp á söng og dans og siglingu um fjörðinn en um matreiðsluna sér einvala- lið undir forystu Úlfars Ey- steinssonar listakokks. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.