Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Fjölmiðlarnir og lýðræðið Það eru sviptingar í íslenskum fjölmiðlaheimi um þessar mundir. Það á bæði við Ijósvakamiðlana sem slegist er um í viðskiptaheiminum og ekki síður prentmiðlana. Landsblöðun- um hefur fækkað verulega á síðustu árum og þau þrjú dagblöð sem nú eru við lýði eiga í erfiðleikum. Svo virtist fyrr í sumar sem Fréttablaðið væri úr sögunni en það hjarir enn, hver svo sem framtíð þess verður. Meira að segja hér norður við utanverðan Eyjafjörð gerast tíðindi í blaðaheiminum þegar staðarblöðin í Ólafsfirði og á Dalvík sameinast undir skammstöfuninni BP/TT. A sama tíma og landsblöðin hafa glímt við uppdráttarsýki hafa héraðsfréttablöðin mörg hver eflst og styrkst. Stjórn- málaflokkarnir sem áður voru ráðandi í blaðaútgáfu lands- byggðarinnar hafa dregið sig til baka og hrein flokksblöð eru ekki til lengur. í þeirra stað hafa komið sjálfstæð fréttablöð sem að vísu hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Héraðsfréttablöðin hafa þurft að glíma við óhagstæða byggðaþróun sem dregur úr möguleikum þeirra til þess að vaxa og dafna. Fólki og fyrirtækjum fækkar og þar með verð- ur markaður blaðanna rýrari. Við þetta bætast ýmsar uppá- komur í þjóðlítinu sem erfitt er að sjá fyrir og bregðast við. Til dæmis hafa erfiðleikar Frjálsrar fjölmiðlunar (eins og fyrir- tækið sem gaf út Dag og DV hét á sínum tíma) valdið ótíma- bæru fráfalli staðbundinna blaða. Þar eru Dagur á Akureyri og Víkurpósturinn á Húsavík nærtæk dæmi. Önnur uppákoma varð fyrr í sumar þegar íslandspóstur til- kynnti stórfelldar hækkanir á burðargjöldum fyrir blöð. Síðan Póstur og sími var klipptur í tvennt fyrir nokkrum árum hafa þessi gjöld þrefaldast og nú hyggst íslandspóstur þre- falda þau á nýjan leik. Þá mun gjaldið fyrir að dreifa einu ein- taki af Norðurslóð til áskrifenda hækka úr uþb. sex krónum fyrir nokkrum árum í 58 gangi fyrirætlanir Islandspósts eftir. Sem betur fer hefur þessari ákvörðun fyrirtækisins verið skotið á frest að frumkvæði þingmanna sem sjá í hendi sér að þessar hækkanir bitna harðast á landsbyggðarblöðunum, ekki síst þeim minni og þeim sem gefin eru út utan stærstu þéttbýl- iskjarnanna. Þau hafa minni möguleika en stærri blöðin á því að koma sér upp eigin dreifikerfi. Raunar gæti svo farið að þessar hækkanir, ef þær verða að veruleika, leggi stóran hluta héraðsfréttablaðanna að velli. Nú þurfa stjórnvöld að mynda sér skoðun á því hvers konar fjölmiðlamynstur þau vilja að sé við lýði í þessu landi. Er það viðunandi að hér á landi komi einungis út 1-2 landsblöð og álíka mörg héraðsfréttablöð? Er ekki hætta á að svo einsleit blaðaflóra takmarki þjóðfélagsumræðuna og þrengi þar með að lýðræðinu? I síðasta tölublaði Norðurslóðar var á þessum stað fjallað um þær hættur sem afskipta- og áhugaleysi almennings af stjórnmálum boða fyrir lýðræðið í landinu (og raunar í hinum vestræna heimi). Áhugi á stjórnmálum sprettur af og nærist á frjálsri og opinni umræðu og hún á heima í fjölmiðlum, bæði staðbundnum og á landsvísu, prentmiðlum og rafmiðlum. Það getur ekki verið ætlun stjórnvalda að láta einokunar- fyrirtæki í eigu ríkisins verðleggja stóran hluta blaðakostsins út af markaðnum. Stjórnmálamenn hljóta að hafa meiri áhuga en svo á að standa vörð um lýðræðið í landinu. Þeir hljóta því að leita leiða til þess að bæta Islandspósti upp það tap sem fyrirtækið telur sig bera af núgildandi burðargjöld- um. Raunar þyrftu stjórnmálamenn þjóðarinnar að taka sig saman í andlitinu og móta almenna fjölmiðlastefnu. Það er nokkurn veginn sama hvert litið er í fjölmiðlalandslaginu, áhugi og afskipti stjórnvalda af þeim eru hvorki mikil né markviss. Sumir kunna að telja það af hinu góða, að best sé að halda stjórnmálamönnum algerlega utan við þennan geira þjóðfélagsins. Dæmið af íslandspósti sýnir þó að af sumu þurfa stjórnvöld að hafa afskipti eða í það minnsta áhyggjur. Það gildir raunar einnig um Ríkisútvarpið, þótt margra ára sorgarsaga af vandræðagangi stjórnvalda í málefnum þess góða fyrirtækis sé efni í annan leiðara, jafnvel fleiri en einn. -ÞH „Og nóg er um hýreygð og heillandi sprund á Dalvík og Dagverðareyri“. Söltunarstúlkur á Dalvtk um það leyti sem Halli orti Síldarvalsinn. Habbý Jóns, Kambi og vinkona hennar Gréta Vilhjálmsdóttir. Síldarvalsinn eftir Harald Zophoníasson Það er vel við hæfi í fram- haldi af því að við höfum hér í Norðurslóð birt myndir frá síldarsöltun á Dalvík á sjötta áratugnum að birta einnig hið alþekkta ljóð Harald- ar Zophoníassonar, Sfldarvals- inn. Sagan segir að ljóðið hafi orð- ið til á Grímseyjarsundi þegar Haraldur var þar á sfldveiðum á Fagrakletti GK frá Hafrnarfirði. Haraldur var enginn nýgræðing- ur í skáldskap þegar hann orti þetta um miðjan sjötta áratug- inn, þá orðinn 45 ára að aldri. Hann átti snemma létt með að setja saman vísu og var afkasta- mikill vísnahöfundur. Haraldur var fæddur í Tjarn- argarðshorni 5. september 1906 en lést 22. desember 1986. Sam- býliskona Haraldar var Þuríður Magnúsdóttir frá Sæbakka en þau bjuggu að Barði á Dalvík. Steingrímur Sigfússon gerði lag við Ijóðið. Steingrímur, sem var allþekktur lagasmiður á fyrri hluta síðustu aldar, var ættaður frá Patreksfirði og starfaði sem organisti þar og á Bfldudal. Um þær mundir sem hann samdi lag- ið var hann organisti á Húsavík. Hann hafði látið þau boð út ganga að hann vantaði ljóð til að gera lög við. Haraldur sendi honum ljóðið og Steingrímur samdi lag við það um leið. Vin- sældir lagsins enn þann dag í dag sýna að vel hefur tekist til. Sig- urður Ólafsson söng þetta lag inn á plötu, að því er virðist strax og lagið varð til, og sá tríó Jan Moraveks um undirleikinn. JA Hér er Halli Zóph í góðum félagsskap utan við frystihúsið um það leyti sem hann orti Síldarvalsinn. Frá vinstri Jói leikari, Þórlaug Kristins og Halli Zoph. Landleguböll voru haldin við dillandi spil í Ungó á þessum ár- um. Myndin er frá sjómannadegi um þessar mundir og dekkuð borðin bíða gestanna. Síldarvalsinn Syngjandi sæll og glaður til síldaveiða nú ég held. Það er gaman á Grímseyjarsundi við glampandi kveldsólareld, Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip við „háfana“ fleiri og fleiri. Svo landa ég sfldinni sitt á hvað: á Dalvík og Dagverðareyri. Seinna er sumri hallar og súld og bræla er, þá held ég fleyi til hafnar. I hrifningu skemmti ég mér á dunandi balli við dillandi spil við dansana fleiri og fleiri. Og nóg er um hýreygð og hcillandi sprund á Dalvík og Dagverðareyri.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.