Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ MÁÉGKYNNA Ibyrjun júní kom nýr for- stöðumaður til starfa^ á Byggðasafninu á Hvoli. íris Ólöf Sigurjónsdóttir heitir hún og kemur úr Reykjavfk þótt hún reki ættir sínar til Vestmanna- eyja og víðar. Að loknu stúd- entsprófi lærði hún textílhönnun í Osló og forvörslu í Lundúnum. Undanfarin rúm fjögur ár hefur hún starfað sem safnvörður á byggðasafni Reykvíkinga í Ár- bæ en er nú í hálfu starfi sem forstöðumaður safnsins í Hvoli. íris býr í Laugasteini ásamt Hjörleifi Hjartarsyni heitmanni sínum en hún á þrjú börn, dótt- urina Ragnheiði sextán ára og synina Árna og Finnboga sem eru þréttán og sjö. Norðurslóð tók hús á írisi einn sunnudaginn nú í júlí þar sem hún var að taka á móti gestum í Hvoli og þótti eðlilegt að spyrja fyrst hvað henni hefði þótt um safnið þegar hún sá það fyrst. „Það sem mér þótti allsér- stætt við þetta safn var að hér eru raunar þrjú eða fjögur söfn undir sama þaki. Hér er byggða- safn, náttúrugripasafn og svo safn til minningar um tvo menn, Jóhann Pétursson Svarfdæling og Kristján Eldjárn forseta. Nú finnst mér þessi blanda vera mesti styrkur safnsins. Jóhann Svarfdælingur hefur mesta að- dráttaraflið og flestir koma til að sjá safnið um hann. En að heim- sókninni lokinni er það byggða- Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Dalvíkinga safnið sem fólk hrífst af, það á ekki von á svona veglegu safni. Mér finnst þetta safn ótrúlega vel búið og upp sett, margir fínir munir og mikil fjölbreytni. Það sem helst vantar er textfllinn - föt, handverk, vefnaður og þess háttar - sem er kannski skiljan- legt í ljósi þess að karlar hafa verið duglegastir við að safna gripum í það." - Hver verða helstu verkefni forstöðumannsins á næstunni? „Það sem er mest aðkallandi er að bæta skráningu munanna. Hér eru um 2.000 safngripir og þeir eru allir skráðir með heiti og nafni gefanda. Það sem vant- ar er að gefa þeim líf og sögu.Til þess þarf upplýsingar frá fólki úr byggðarlaginu. Þetta verður verkefni vetrarins hjá mér. Safn- ið fékk einnar milljónar krónu styrk úr Safnasjóði til þess að bæta skráningu og forvörslu safngripa og ég er þegar búin að kaupa vandaða hita- og raka- mæla og fleira sem þarf til for- vörslu." - Hvernig líst þér á húsakost- inn? „Húsið er gott þótt það þurfi endurbóta við. Sveinbjörn bæj- artæknifræðingur kom hingað og við skoðuðum húsið um dag- inn og fundum dálítinn raka í veggjum, auk þess sem gluggar eru orðnir slitnir. Brunavarna- kerfið þarf líka að bæta verulega og það vantar alveg bflastæði við húsið. En mesti vandinn er skortur á geymslurými. Safnið hefur í raun engar geymslur og meðan svo er getur það ekki tekið við nýjum safngripum. Á þessu verður að taka, annað hvort með því að fá geymslu í öðru húsi eða loka ein- hverju herbergjanna hér og leggja það undir geymslu. Það má ekki gleymast að safn er ekki bara sýning, það þarf réttan að- búnað ef munirnir eiga að varð- veitast og safnið að geta starfað með eðlilegum hætti. Geymslu- málin hafa verið til umræðu en engar ákvarðanir verið teknar. Vonandi verður þó eitthvað gert í þessu fljótlega." - Ertu búin að koma þér upp framtíðarsýn fyrir safnið? „Ég sé enga ástæðu til að breyta uppbyggingu safnsins en það eru ýmsir möguleikar til að endurbæta það og auka við. Það væri til dæmis gaman að byggja við það sýningarsal þar sem hægt væri að vera með sérsýn- ingar. Einnig er brýnt að endur- Frétlahorn Þrátt fyrir heldur hráslagalega og umhleypingasama tíð hef- ur töluverður ferðamannastraum- ur verið til Dalvíkur sem af er sumri. Einkum hefur orðið aukning á innlendu ferðafólki og hefur aðsókn á Byggðasafnið og Sundlaugina verið jöfn og þétt. Aberandi er einnig stóraukinn áhugi innlendra ferðamanna á gönguferðum um fjalllendið, s.s. yfir Heljardalsheiði og Reykja- heiði og hefur hver gönguhópur- inn af öðrum þrætt þessar leiðir og raunar fleiri hér á svæðinu. Laugardaginn 19. júlí gekk til að mynda allsérstæður 70 manna hópur yfir Helju. Var þar um að ræða afkomendur hjón- anna Jóns Zophoníassonar og Svanhildar Björnsdóttur ásamt ýmsum fylgifiskum en þau hjón- in fluttu búferlum frá Bakka í Svarfaðardal yfir Heljardals- heiði að Neðra Ási í Hjaltadal fyrir um 100 árum síðan. Með í för voru nokkrir trússhestar og einn kvígukálfur sem nokkurs konar fulltrúar fyrir búfénað þeirra hjóna sem þau fluttu að Frá sóknarnefnd Vallakirkju Sóknarnefnd Vallasóknar í Eyjafjarðarprófastsdæmi hefur ákveðið eftirfarandi framkvæmdir við grafreitinn á Völlum: 1. Mæla upp legstaði og gera uppdrátt að garðinum. 2. Jarðvegsfylla og lagfæra garðflöt. 3. Fjarlægja ónýtar legstaðagirðingar og rétta af minnismerki. Þeir sem telja sig þekkja ómerkta legstaði eða hafa eitthvað við framkvæmd þessa að athuga eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann sóknarnefndar, Elínborgu Gunnarsdóttur, Læk, Svarfaðardal í síma 466 1529 eða sóknarprest, sr. Magnús G. Gunnarsson í síma 466 1350 eða 896 1685, innan átta vikna frá birtingu auglýsingar þessarar, sbr. lög um kirkjugarða. Fyrir hönd sóknarnefndar: Guðmundur Rafn Sigurösson, framkvæmdastjóri klrkjugaröaráös. sjálfsögðu með sér yfir heiðina. Áð lokinni göngunni var svo haldið nokkurs konar óformlegt ættarmót á Hólum. Með auknum áhuga ferða- fólks á gönguferðum hér um slóðir hefur skortur á góðum göngukortum af svæðinu orðið æ tilfinnanlegri og hefur ferða- þjónustufólk mjög kvartað und- an því að geta ekki með góðu móti vísað áhugasömu göngu- fólki rétta vegi milli byggða. Nú mun þú einhver bót þeirra mála vera í sjónmáli því á næstunni verða prentuð göngukort sem ætlað er að leysa úr brýnustu þörfinni en næsta vetur verða svo gefin út fullkomnari göngu- kort með góðum leiðarlýsingum Dagana 19. og 20. júlí var haldið Meistaramót íslands 12-14 ára í frjálsum íþróttum á Dalvík.Til leiks mætti fjöldi ung- linga víðs vegar af landinu ásamt fjölskyldum og var tjaldstæði Dalvíkur þéttsetið þessa daga. Mótið þótti takast sérlega vel íris og þúfnabaninn utan við safnhúsið Hvol. bæta Jóhannsstofu. Svo langar mig að tengja Kristjánsstofu við fomleifar og uppgröft hér á svæðinu. Það þyrfti að gerast í samráði vtö minjavörð á Akur- eyri," segir íris og er rokin til að taka á móti fleiri gestum. Aðsóknin hefur verið góð í sumar sem á áreiðanlega að ein- hverju leyti rætur að rekja til ný- legrar sjónvarpsmyndar og bók- ar um Jóhann Svarfdæling. Gest- ir fara glaðir á brott enda hafa þeir fengið miklu meira fyrir peningana sína en stærsta mann Islands: Fróðlega mynd af mann- lífi og náttúru byggðarlagsins. Það er ekki lítils virði. -ÞH Jassin Dukes í sveiflu og Hjörleifur skekur bassann annarfrá vinstri. enda veðurguðirnir í sínu besta formi. í stigakeppni milli íþróttafélaga vann HSK nauman sigur á ÍR. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og féllu m.a. tvö aldursflokkamet á mótinu en ekki fer þó miklum sögum af árangri heimamanna. Sænska jasssveitin Jassin Dukes hélt tónleika í Dal- víkurkirkju þann 28. júní sl. og flutti þá meðal annars jasslög ásamt með kór Dalvíkurkirkju. Bassaleikari sveitarinnar heitir raunar Hjörleifur Björnsson (Júl- íussonar úr Laugahlíð) en hann hefur búið í Svíaríki og leikið þar jass undanfarin 30 ár. Svo skemmtilega vildi til að tónleika hljómsveitarinnar bar upp á 60 ára afmælisdag Hjörleifs. Thomas Haberle, svisslend- ingurinn góðkunni sem dvaldi hér á meðal vor um tveggja ára skeið og kenndi börnum í Dalvíkurskóla og á Húsabakka, er hér staddur og sýnir þessa dagana í Ráðhúsinu vatnslitamyndir sem hann hefur málað hér á landi. Flest eru mót- ívin ættuð úr fjalllendi Svarfað- ardals en Thomas hefur án efa klifið fleiri fjöll og þrætt fleiri gönguleiðir á utanverðum Tröllaskaga en nokkur heima- manna. Myndirnar eru allar til sölu og stendur sýningin til 6. ágúst. Tímamót - frh. Andlát Þann 16. júlí sl. lést á Dalbæ Kristín Sigríður Jónsdóttir. Kristín var fædd 6. nóvember 1919 í Árgerði í Syarfaðardal. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ágústsdóttir og Jón Arngrímsson út- gerðarmaður og fiskmatsmaður. Kristín var næst elst átta systkina, en hin eru: Bergþóra, látin, Arnfríður, látin, Svanbjörg, býr á Dalvík gift Kristni Þorleifssyni, Lovísa, býr í Kaupmannahöfn gift Páli Axelssyni, Karla, býr í Reykjavík, gift Guðjóni B Jónssyni, Ingólfur, býr á Akureyri, kvæntur Dagnýju Kjartansdótt- ur og Hrafnhildur, býr í Reykjavík, gift Davíð Haraldssyni. Foreldrar Kristínar bjuggu á Kambi, Dalvík, og þar ólst hún upp. Hún fór snemma að vinna og stundaði hefðbundin verkakvennastörf. Þann 9. október 1942 giftist hún Kristjáni Eldjárn Thorarensen Jónssyni, sjómanni og skipstjóra. Þau bjuggu um hríð hjá foreldrum hans í Sól- heimum en árið 1956 fluttust Kristján og Kristín í Báru- götu 4 á Dalvfk. Kristján lést árið 1975. Börn þeirra eru: Sturla, fæddur 1943, kvæntur Ingigerði Snorradóttur. Þau eiga synina Snorra og Kristján og tvö barnabörn; Sighvatur, fæddur 1949, kvæntur Ingu Rut Hilmarsdóttur, eiga þau tvo syni, Kristján Eld- járn og Sævar Berg, og eitt barnabarn. Gissur, fæddur 1960, kvæntur Kristjönu Kristjánsdóttur. Kristín vann ekki úti en sinnti húsmóður- störfum. Hún söng um árabil í Kirkjukór Dal- víkurkirkju og starfaði einnig með Leikfélagi Dalvíkur. Árið 1994 fluttist Kristín á Dalbæ þar sem hún lést þann 16. júlí síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Dalvíkurkirkju 27. júlí.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.