Norðurslóð - 31.07.2002, Page 5

Norðurslóð - 31.07.2002, Page 5
Norðurslóð - 5 Smá leiðrétting á myndatexta Maríanna Halldórsdóttir lítur uppfrá söltun Imyndatexta með gömlum augnablikum í síðasta blaði varð okkur á í messunni. Þar stóð við eina myndina að Hrefna í Svalbarði liti upp úr söltuninni. Það var nokkuð langt frá að vera satt. Þarna á myndinni var Marí- anna Halldórsdóttir og leiðréttist það hér með um leið og allir sem þetta mál varða eru beðnir vel- virðingar. Það er vandaverk að finna út hverjir eru á þessum myndum sem eru allt að hálfrar aldar gamlar og ekki að furða þótt eitthvað þurfi leiðréttingar við. Allar ábendingar eru vel þegnar og við leiðréttingu gefst tækifæri til að fara út fyrir efnið eins og við munum nú gera. Maríanna var fædd 1909 í Syðra-Garðshorni, þaðan sem móðir hennar, Guðrún Júlíus- dóttir (systir Daníels o.fl.) var. Faðir Maríönnu var Halldór Sig- fússon (Dóri Sikk) sem stundum kenndi sig við Grund en hann var fæddur í Brekku. Dóri og Guðrún bjuggu í Brekkukoti frá 1911 til 1919 þegar þau fluttu með fjölskyldu sína til Dalvíkur og byggðu sér hús sem þau nefndu Grund. Maríanna var elst sinna systkina en hin voru; Júlíus, Jófríður, Brynhildur, Sig- fús og Björn. Maríanna var sú eina þeirra systkina sem bjó alla tíð á Dalvík. Hún var þó í sfld víðar en á Dalvík. Meðal annars var hún á Siglufirði á árunum í kringum 1930. Þar kynntist hún Ögmundi Friðfinnssyni, Reyk- víkingi sem kominn var norður í síldina. Þau giftu sig í maí 1930 og settust að á Dalvík. Edda dóttir þeirra segir að fyrstu tíu árin á Dalvík hafi þau skipt sex Saltfiskur metinn hjá Ögmundi utan við gömlu verbúðina. Maríanna og Dagbjört Óskars í Kambhóli sauma. Ögmundur fyrir miðri mynd en ekki er Ijóst hver er á bakvið Dagbjörtu. Ekki hefur viðrað mjög vel til heyskapar síðustu vikurnar en fyrri slætti var þó blessunarlega lokið víðast hvar áður en hann lagðist í vætutíð. Þrátt fyrir fremur kaldan júnímánuð var spretta góð enda nóg vætan. Víða tókst að ná óvenju góðu heyi í fyrri slætti snemm- slegnu og vel verkuðu og nú bíða margir bændur eftir góðum kafla í ágústmánuði til að geta slegið í annað sinn. Ekki þurfa menn að kvíða litlu fóðri því miklar fyriningar eru á flestum bæjum. Það sem helst pirrar sveitamenn um jjessar mundir er að horfa upp á stór tún óslegin og úr sér sprottin því engin nytjar þau. Berjaspretta verður mikil þetta árið óg verður þess skammt að bíða að hægt verður að fara í berjamó að sögn óljúgfróðra berja- sprettufræðinga hér í byggðinni. Bæjar- stjórnar- fundir Auglýsing um fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar samkvæmt 18. gr. sveitarstjórnarlaga og 20. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Dalvíkurbyggöar mun á kjörtímabilinu að jafnaöi halda fundi í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:15. Fundir bæjarstjórnar verða, samkvæmt heimild í 12. gr. samþykkta um fundarsköp bæjarstjórnar, að jafnaði felldir niður í júlí og ágúst ár hvert og fer bæjarráð þá með umboð bæjarstjórnar. Dagskrá funda bæjarstjórnar verður auglýst með tveggja sólarhringa fyrirvara á auglýsingatöflu í Ráðhúsinu á Dalvík. Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð Guörún Pálína Jóhannsdóttir sinnum um húsnæði og það hafi verið algeng staða í þá daga. Af Dalvíkursögu og fleiri heimild- um má ráða að þau létu verka- lýðsmál til sín taka og voru með- al stofnenda Verkalýðsfélags Dalvíkur árið 1932. Árið 1941 keyptu þau Hafsteinsstaði (Gíslahús) sem nú er horfið en það stóð við Grundargötu þar sem efrihluti Electrohúsins stendur nú. í því húsi bjuggu þau meðan Maríanna lifði. Ögmundur og Maríanna eignuðust fjögur börn sem eru í aldursröð: Jónína, Edda, Þráinn og Brynhildur. Maríanna var hamhleypa til vinnu segir sam- tíðarfólk hennar og eftirsótt við fiskvinnslu. Hún var í félagsbúi við föður sinn með kindur og fleiri húsdýr enda bjó Dóri svo að segja í næsta húsi við Grund- argötuna. Maríanna dó ung árið 1961, þá aðeins á 52. aldursári. Hún var fyrsta manneskjan sem jörðuð var í nýja kirkjugarðinum við Dalvíkurkirkju. Þess má geta að í júní síðastliðnum var aska Hér lítur Maríanna upp frá söltuninni en Steingrímur Þorsteinsson er þarna ábúðarmikill að stála hnífa. Jófríðar systur hennar jarðsett í leiði hennar. Ögmundur stundaði lengst af sjó og var lengi matsveinn. Hann vann líka við hafnargerð með Johansen á Birninum. Hann var formaður á bátum sem hann átti stundum með öðrum. Bensi skipasmiður í Vallholti smíðaði trillu fyrir hann sem hann notaði aðallega til að fiska fyrir fiskbúð sem hann starfrækti á Dalvík frá 1951 til 1961. Fyrst var Ögmund- ur með búðina í gömlu verbúð- inni í einu beitningarplássinu. En þegar nýja verbúðin var byggð var innréttuð sérstök fisk- búð sem hann flutti í sennilega 1960. Þar var hann þó ekki lengi. Hann seldi allar eigur sínar hér á Dalvík þegar Maríanna dó og flutti til Reykjavíkur þar sem hann rak söluturn um árabil. Tóti Kristjáns keypti fiskbúðina af Ögmundi en þess má geta að Kristján hreppstjóri faðir Tóta rak fiskbúð á undan Ögmundi. Ögmundur lést í Reykjavík 1990. JA Llfsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfali sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Askriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla hrísey 466 1700 Dalvík 460 1800

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.