Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 6
6 - NORÐURSLÓÐ IIHIKfe Svarfdælsk byggð & bær TfMAMÓT Skírnir Þann 21. júní var skírð á Dalvík Lovísa Rut. Foreldrar hennar eru Friðrikka Jakobsdóttir og Aðalsteinn Már Þorsteinsson (Aðal- steinssonar), til heimilis að Svarfaðarbraut 17. Þann 7. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Valgerður María. Foreldr- ar hennar eru Júlíus Júlíusson og Gréta Amgrímsdóttir, til heim- ilis að Karlsrauðatorgi 26, Dalvík. Séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað skírði. Þann 13. júlí sl. var skírð í Dalvíkurkirkju Kristrún Lilja. Foreldr- ar hennar eru Sveinn Torfason og Guðrún Anna Óskarsdóttir. Séra Elínborg Gísladóttir skírði. Brúðkaup Þann 15. júní sl. gengu í hjónaband Harpa Rún Jóhannsdóttir frá Atla- stöðum og Kristján Örn Ólafsson, Reykjavfk. Athöfnin fór fram í Urða- kirkju. Séra Jón Helgi Þórarinsson gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra er í Ljósuvík 52, Grafarvogi. Þann 15. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Stærri-Arskógskirkju Gréta Björg Grétarsdóttir og Gunnar Rafnsson. Heimili þeirra er að Öldu- götu 21, Árskógssandi. Sr. Hulda Hrönn gifti. Þann 29. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Stærri-Arskógskirkju Berglind Rut Gunnarsdóttir (Gunnars Antonssonar og Hafdísar á Hauganesi) og Delton St. Louis. Heimili þeirra verður að 32 Winthrop St., Brooklyn, NY 11225, USA. Sr. Hulda Hrönn gifti. Þann 12. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband íTjarnarkirkju Petra Hrönn Garðarsdóttir frá Kópaskeri og Örn Kristjánsson, Tjörn. Harpa Ævarsdóttir gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra er í Kópavogi. Þann 20. júlí voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Gísli Bjarnason og Margrét Líney Laxdal Bjarnadóttir, til heimilis að Bögggvis- braut 12, Dalvík. Þann 20. júlí voru gefin sam- an í Dalvíkurkirkju Jónína Guðrún Jónsdóttir og Sig- urður Rúnar Sigfússon, til heimilis að Skógarhólum 20, Dalvík. Afmæli Þann 2. júlí sl. varð 80 ára Marinó Sigurðsson frá Búr- felli, Svarfaðardal. Þann 13. júlí sl. varð 80 ára Björn Þorleifsson, Báru- götu 12, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Frá sóknarpresti Þann 18. ágúst er fyrirhug- uð messa í Hánefsstaðareit, kl. 14:00. Andlát - sjá bls. 4. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spanskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykk- ur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 215 - Eldingarvari Gefandi: Pálmi Guðmundsson, Dalvík Eldingarvarinn kom í veg fyrir að elding hlypi í gegnum síma. Honum var komið upp innanhúss við hlið símans og lá símalínan í gegnum hann. Mynd 3. Hvað er þetta? Bæjarpóst- ur og TT í eina sæng Bæjarpósturinn á Dalvík og Tröllaskagatíðindi, sameigin- legt fréttablað fyrir Ólafsfjörð og Dalvíkurbyggð, hafa nú rugl- að saman reitum sínum og hófst útgáfa á iiýju sameinuðu frétta- blaði þann 11. júlí sl. Bæjarpósturinn hefur komið út á Dalvík síðan 1985 en TT hóf göngu sína á síðasta ári. Fyrst í stað mun blaðið koma út undir báðum nöfnunum eins og segir í ritstjórnargrein. Að sögn Guðmundar Inga Jónatans- sonar ritstjóra er hér fyrst og fremst um hagkvæmnisráðstöf- un að ræða og heilbrigða skyn- semi. Ekki verði teljandi breyt- ingar á ritstjórnarstefnu blað- anna en hann vonast til að það þjóni nú enn betur en áður kaupendum og auglýsendum. Ritstjórar og blaðamenn verða þrír, þeir Helgi Jónsson á Ólafsfirði og Guðmundur Ingi og Halldór Ingi Ásgeirsson á Dalvfk. Blaðið kemur út viku- lega og er prentað í Víkurprenti á Dalvík. LlSTHANDVERK Á NORÖURSLÓð Nostrur Það eru textfllistakonurnar Ester Antonsdóttir og Greta Arn- grímsdóttir sem kalla sig Nostrur og það ekki að ástæðulausu, því þær vinna nostursamlega sína vöru. Þær hafa sérhæft sig í nytjahlut- um til heimilisnota og prýði og vinna einungis í hör. Þær hanna meðal annars svuntur, dúka, tehettur, gardínur, pottaleppa og fleira nytsam- legt sem þær síðan skreyta með þrykki og útsaumi. Það sem gerir muni þeirra svo sérstaka eru smekklegir litir og form auk þess sem handbragðið er óaðfinnanlegt. Þær eru búsettar á Dalvík og eru þar með vinnustofu. Þær taka við sérpöntunum en selja auk þess vörur sínar í smærri galleríum. íslensk útimálning á frábæruverði 10 lítra útimálning 4.390 kr. Verið velkomin. HUSASMIÐJAN Sími 466 3204 • www.husa.is

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.