Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Gömul augnablik Það er forvitnilegt að skoða þær tæplega hálfrar aldar gömlu myndir af Dalvíkinni sem birtast hér í blaðinu í dag. Breyting- in sem hefur orðið á byggðarlaginu frá þeim tíma sem þær voru teknar eru hreint ótrúlegar. Þetta sést vel þegar mynd- irnar eru bornar saman við byggðina eins og hún er í dag. Mannvirki sem bæst hafa við eru margs konar, íbúðarhús- næði, þjónustuhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Þá er líka merki- legt að bera saman hafnarmannvirkin þá og nú. Það er sama hvert litið er, allsstaðar hafa orðið miklar breytingar. Þótt breytingar á byggðinni séu miklar vegna mannvirkja er það þó ekki síður annað í umhverfinu sem hefur breyst. Eins og sést á myndunum er varla eitt einasta tré sjáanlegt þegar þær eru teknar. Sá sem þetta skrifar fór og horfði yfir byggðina þaðan sem Loftur tók myndina af sunnanbænum. Þaðan var núna ekki hægt að greina húsin sem sjást þó ágæt- lega á myndinni, ekki endilega vegna nýrra mannvirkja held- ur niiklu frekar vegna þess að trjágróður er orðinn svo mikill og trén svo há að skyggir á flest mannvirki. Það er auðvitað margt fleira í umhverfinu sem hefur breyst þó það komi ekki jafn greinilega fram á myndunum, t.d. má nefna malbikun gatna og frágang opinna svæða. Á Dalvík var hugtakið opin svæði ekki til um miðja síðustu iild. Ræktað land hafði sitt notagildi og var nýtt til heyskapar. Enda má sjá á myndunum afgirt tún sem menn höfðu fyrir smábúskap sem var mjög algengt að menn stunduðu á þessum árum. I myndatexa sem fylgir myndunum er m.a. gerð grein fyrir fjárhúsahverfinu í sunnanbænum. A þessum tímum voru margir með fjárbúskap með annarri vinnu. Nokkrir stunduðu kúabúskap líka þótt það hafi fyrst og fremst verið til eigin nota en ekki til að selja afurðirnar. Þessi búskapur var til að létta lífsbaráttu fjölskyldnanna og var nauðsynlegur, ekki síst vegna þess að atvinna gat verið stopul og því gat matvælaöflun með þessum hætti munað talsverðu. Síðar varð svona búskap- ur í nágrenni við þéttbýli skilgeindur sem tómstundabúskapur og nú er hann aflagður að mestu. Þá er ekki síður merkilegt að horfa á höfnina og bátana sem þar eru við bryggju. Bátarnir sem þarna eru; Baldvin Þor- valdsson EA, Bjarmi EA og Hannes Hafstein EA voru aðalbát- arnir á Dalvík á þessum tíma. Þeir voru á síld hér fyrir norðan á sumrin en fóru á vetravertíð til Suðurnesja. Þannig var það atvinnulíf sem tengdist sjónum á þessum tíma. Á sumrin gat verið mikið að gera í síldarverkun en á vetrum var oft sáralítið við að vera og fólk fór á vertíð suður með sjó. I dag er engin sfld en þróttmikil fiskverkun árið um kring. Það voru ekki bara mannvirki og gróður sem var með öðrum hætti en nú heldur mannlíf allt. Hér í Norðurslóð höfum við að undanförnu birt myndir sem Loftur Baldvinsson tók á Dalvík á seinni hluta sjötta ára- tug síðustu aldar. Þessar myndir Lofts eru einstakar í sinni röð og mikilvægar fyrir sögu Dalvíkur. Viðbrögð lesenda Norður- slóðar við þessum myndum eru einstaklega jákvæðar. Við höf- um fengið ábendingar um ýmislegt þessu tengt, meðal annars um aðrar myndir sem hægt væri að birta. Ef til vill verður far- ið í smiðju til fleiri síðar. JA Kaffihúsið Sogn verður opið í vetur sem hér segir: mánudaga 11:00-14:00 þriðjudaga - fimmtudaga 11:00 - 20:00 föstudaga 11:00 - 23:00 laugardaga 16:00 - 23:00 sunnudaga lokað Kaffihúsið Sogn hefur upp á að bjóða ýmsa rétti, ásamt kökum og kaffi. Einnig er hægt að panta veitingar fyrir utan auglýstan opnunartíma, hvort sem er í sal eða út úr húsi. * Ath - Fyrirhugað er að vera með jólahlaðborð á aðventunni. - Nánar auglýst síðar. Þeir Hrafnsstaðabrœður Stefán og Zophonías höfðu sig mjög íframmi við dráttinn. Stóðréttir fóru fram í sólskini og breyskjuhita í Tungurétt þann 5. október sl. Þar var margt hrossa og hestamanna en langmest þó af fólki sem var þarna komið til að njóta sumar- blíðunnar og horfa á hrossin dregin í dilka. Mjög greiðlega gekk að draga og var lítið um sviptingar í almenningnum eins og oft sést í stóðréttum. Margir fleygar voru á lofti en lítið var þó um almennan söng. I kvenfélags- skúrnum voru bornar fram veit- ingar en margir kusu að drekka kaffið sitt úti í móa enda veður ekki til þess fallið að þreyta lang- ar setur innandyra. Um kveldið var svo hið árlega stóðréttarball í Rimum sem að þessu sinni fór ekki síður fram utandyra en inn- an að sögn húsvarðar. Feðginin Jón og Kristín á Skáldalœk reka Blesa í dilkinn. Margt var um manninn , og mikið afhrossum Stefán á Jarðbrú lítur yfir stóðið V*

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.