Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Myndirnar að þessu sinni eru fyrir margra hluta sakir forvitnilegar. Þessar þrjár myndir ná yfir alla byggðina á Dalvík eins og hún var árið 1957 þegar þær voru teknar. Myndin af sunnanbæn- um er tekin ofan af Stórhólum, en hinar í grennd við kirkjuna eða líklega ofan úr kirkjuturnin- um. Þegar horft er af sömu stöð- um í dag, 45 árum seinna, gefur að líta aðra sjón. Fleiri hús en þó frekar að byggingar sjást varla fyrir trjágróðri sem ekki er til á gömlu myndunum. Ibúar á Dal- vík voru um 800 þegar myndirn- ar voru teknar en nú búa á sama svæði um 1500 manns. Lágin og utanbærinn Hér er Karlsrauðatorgið ekki löngu byggt og fyrstu húsin risin í Bárugötunni. Móafell sem er næst á myndinni er nú horfið. Krílakot er nú þar sem fjárhúsið í Móafelli er hér næst á mynd- inni. Asbyrgi Sæland Garður Melar Hús Tryggva og Sínu Hús Hartmanns komið undir þak Hús Kidda á Hóli að rísa Stjáni og Stína í Bárugötu 4 flutt inn Moafell Hvoll Agðir II Kaupfélagið og Höfnin Ýmislegt hefur tekið breyting- um frá þessari mynd. Höfnin var á þessum tíma einungis gamli norðurgarðurinn sem bátarnir liggja við á myndinni. Það er bátur við Valensíubryggjuna en hún var lítið notuð á þessum ár- um. Fjárhúsin hans Adda Stef- áns eru hér næst á myndinni. Fiskhús Egils Júl. Frystihúsið og Kjötbúðin Fyrsta sláturhúsið og síðar byggingarvörudeild KEA Baldabærinn eða Kambhóll Geymsla fyrir mjólkur- bílana og rútuna Elsta verslunarhús KEA Valensíu- bryggjan Fúsahúsið Glmli i .1 Sunnanbærinn Margt hefur breyst frá því þessi mynd var tekin. Ibúðarhúsin við Hólaveg voru í byggingu. Svarf- aðarbrautin og allt þar fyrir of- an óbyggt. Fjárhúsahverfið náði á þessum tíma niðurundir þar sem Svarfaðarbrautin er nú. Neðst voru fjárhús Jonna í Sig- urhæðum, Bonga og Guja, og þeirra Laxamýrar-tengdafeðga, Sigurjóns og Páls og syðst Páls Friðfinns. I næstu röð komu á þessum tíma Nonni í Kambi og Toni Bald en á milli þeirra var torfkofi sem Veiga í Sægrund byggði en Toni og Nonni nýttu saman því að Veiga var þá ásamt Vidda syni sínum með bragga á túni þar sunnanvið. í næstu röð sem var efsta röðin voru Jói í Bergþórshvoli, Palli í Bergþórs- hvoli og Jói leikari. A ská þar ofanvið var fjárhús Tona Sigur- jóns. Það gæti eitt og annað rifj- ast upp fyrir einhverjum varð- andi gamla fjárhúsahverfið þeg- ar menn rýna í myndirnar. JA Hús Jóns Björns í Bergþórs- stórhóls- hVOll i/pcri Hús Friðþjófs í byggingu Fúsahúsið Fjárhús Fúsa Þorleifs Nýi skólinn Gamla Laxamýri Hús Beyja El í byggingu Pallakofinn Fjárhús Bonga og Guja Bjarna- Fjárhús hóll Tona Sigurjóns Fjárhús Jóa Bók

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.