Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Rokkur Sigríðar Sigurðardóttur á Skeiði eftir rokkasmiðinn Jóhannes, bróður henn- ar. Nú í eigu Þuríðar Sigurvinsdóttur. Allnokkrir rokkar Jóhannesar eru enn til. Auðnamenn Smiðir í Fram-Svarfaðardal - önnur grein Áletraðir spœnir eftir Sigurhjört Sigurðsson. Á öðrum stendur „Ingibjörg S.d. 1925" en hinum „Minning 1925". Eigandi Þuríður Sigurvinsdóttir. Verkfœraskápurinn sem Jóhannes Sigurðsson smíðaði sér, nú á Hvoli. Eftir hans dag átti Jón sonur hans skápinn. Verkfœrin eru úrfórum þeirra feðga, að einhverju leyti smíðuð afþeim sjálfum. Sigurður Sigurðsson bjó síðast og lengst á Auðnum, árin 1873-1904. Björn á Grund segir Sigurð hafa verið rósemdarmann, en þó iðjumann, farsælan og drjúgan í starfi. Um frúna þar á bæ segir hann: „Sigríður Jóhannesar- dóttir kona Sigurðar var honum stór- brotnari og mátti kalla hana skörung að gerð." Auðnir voru rýrðarkot og enginn auður í búi. Hjónin eignuðust tíu börn sem komust á legg, þar af sjö syni. Heim- ildir geta ekki sérstaklega um smíðar eða handverk Sigurðar bónda. En hvernig sem verklegu uppeldi var farið er það staðreynd að fjórir sonanna urðu smiðir þegar stundir liðu og listfengir hand- verksmenn. Þeir voru Jóhannes bóndi á Hæringsstöðum og víðar, Aðalsteinn bóndi í Hreiðarsstaðakoti, síðar smiður á Akureyri, Sigurhjörtur bóndi á Auðnum og Sveinn bóndi á Skeiði. Jóhannes Sigurðsson Jóhannes Sigurðsson (1858-1942) var elstur þeirra Auðnabræðra. Hann var bóndi í Göngustaðakoti 1888-1903, síðan á Hæringsstöðum 1903-1916. Eftir það var hann að mestu í húsmennsku hjá börnum sínum, á Hæringsstöðum til árs- ins 1921, í Ytra-Garðshorni, í Hreið- arsstaðakoti, og loks hjá systkinum sínum og frændum á Skeiði þar sem hann lést 1942. I bókinni Hreiðarsstaöakotsœttin stendur þetta m.a. um Jóhannes (fyrra bindi bls. 24): Jóhannes var einn fremsti sveitarsmið- ur í Svarfaðardal, jafnvígur á tré- og járnsmíðar. Þekktastur mun hann hafa verið fyrir rokkasmíði sína. Fór orð af þeim smíðisgripum hans langt út fyrir sveitina. Hann var einnig helsti líkkistu- smiðurinn. Oft var hann langdvölum að heiman við bœjarbyggingar og fyrir kom að hann færi út fyrir sveitina til þeirra hluta. Hjalti Haraldsson sagði um þennan afa sinn að hann hefði ekki síður verið málm- smiður. Hann setti upp smiðju hvar sem hann dvaldi: í Ytra-Garðshorni, Hreiðars- staðakoti auk smiðjunnar á Hæringsstöð- um. Auk járns smíðaði hann og steypti úr silfri og kopar. Hjalti man að deiglumótin lágu í röðum uppi á lausholtinu í smiðj- unni í Ytra-Garðshorni. Þá gerði hann við potta og koppa og annað málmkyns. Jóhannes fékkst nokkuð við húsasmíð- ar en var þó þekktari fyrir fínni smíði úr timbri, alls konar húsgögn sem þóttu kjör- gripir, einnig verkfæri og amboð. Þá smíð- aði hann öllum Svarfdælingum fleiri lík- kistur um sína daga. Víðkunnastur varð hann þó fyrir rokkana. Verkfæraskápur eftir hann, vönduð smíð með fjölmörgum Spœnir úr hestshófum eftir Svein Sigurðs- son, einn spónn úr hverjum hóf Göngu- staða-Mósa. Mósi var mjög hófstór enda hver spónn á stœrð við matskeið. Eigandi Þuríður Sigurvinsdóttir. trésmíðaverkfærum í, er á Byggðasafninu að Hvoli. Rokka smíðaði Jóhannes mjög marga og auk þeirra hesputré, snældur, snældu- stóla og önnur tóskaparverkfæri. Járnið í þessa gripi renndi hann og smíðaði líka. Til rokkasmíða notaði hann rennibekk, fótstiginn sem hann smíðaði sjálfur. Sá bekkur var áfram á Skeiði eftir hans dag, m.a. notaði Sigurvin bróðursonur hans hann við rokkasmíðar en hann hélt uppi merki fjölskyldunnar á því sviði. Nokkrir rokkar frá Jóhannesi eru enn til í Svarf- aðardal og nærsveitum. Aðalsteinn - Sigurhjörtur - Sveinn Þorleifur, einn Auðnabræðra, gerðist bóndi í Syðraholti. Ekki segir mikið af smíðum hans en sonur hans var Sigfús, lærður járnsmiður og mjög handlaginn, Askur eftir Svein Sigurðsson. Þar er skorið ártalið 1946. Eigandi Þuríður Sigurvins- dóttir. og rak hann um tíma verkstæði á Dalvík. Aðalsteinn bjó í Hreiðarsstaðakoti 1899-1925 en síðan á Akureyri. í bókinni Hreiðarsstaðakotsœtt má lesa þetta um hann: „Smiður góður og vann alla tíð mikið að þeirri iðn, fyrst jafnhliða bú- skapnum en eingöngu eftir að hann settist að á Akureyri." Handverkseðlið var ríkt í fjölskyldunni því hann átti eintóma iðn- aðarmenn fyrir syni, múrara, klæðskera og húsgagnasmiði, og áfram gekk fag- mennskan til margra síðari afkomenda þeirra. Sigurhjörtur bjó á Auðnum 1904-1920 en var síðan heimilismaður á Skeiði til æviloka, 1953. Hann var handlaginn vel, smíðaði ýmsa smásmíði, líklega eitthvað rokka, en mest fór orð af spónasmíði hans. Einkum smíðaði hann spæni úr kýr- hornum en einnig úr ærhornum, hófum og Fótstiginn rennibekkurJóhannesar Sigurðs- sonar. Nú í eigu Þuríðar Sigurvinsdóttur. kýrklaufum. Desertskeiðar smíðaði hann úr nautshornum, ennfremur reipishagldir. Við spónagerð notaði hann spónapressu, heitt vatn og kertaljós. Síðan pússaði hann þá með taðösku og ullarklút. Margir voru spænirnir geysifallegir gripir. Yngsti bróðirinn, Sveinn, var skráður bóndi á Skeiði frá 1919 til ársins 1937 þegar hann lét búið í hendur bróðursona sinna og stundaði smíðar þess meira upp frá því. Á Skeiði var smiðja og þar smíð- aði Sveinn skeifur, skauta, hjarir á hurðir og annað sem til þurfti. Einnig steypti hann úr blýi og kopar, m.a. lýsiskolur. Sveinn var lærður húsasmiður og vann mikið við iðn sína. Af íbúðarhúsum sem hann hafði yfirumsjón með og enn standa í dag má nefna húsið á Skeiði, Gröf og Brautarhóli. Af öðrum hafa heimildar- menn nefnt húsið á Sandá, framhúsið á Urðum, sem dalbúar muna vel eftir, bað- stofuna á Melum o. fl. Þó nokkuð mun hann einnig hafa starfað á Dalvfk og einn- ig utansveitar. Útihús smíðaði hann líka fjölmörg. Samkvæmt munnlegum heim- ildum virðist Sveinn gjarnan hafa verið fenginn til að smíða grindur og skúffur á hestvagna sem runnu sitt skeið einmitt um hans daga.Til þess þurfti bæði timbur- og járnsmíði. Þegar Sveinn var heima, ekki síst á vetrum, smíðaði hann ýmsa smærri hluti til heimabrúks en einnig fyrir sveitung- ana. Þar má nefna heyvinnuamboð, smíðaáhöld, skíði og sleða, einnig lfk- kistur. Þuríður Kristín Sigurvinsdóttir frá Skeiði segir að á uppvaxtarárum hennar hafi nánast allir húsmunir þar á bæ verið heimasmíðaðir: askar, spænir, stólar og borð, rúm, fötur, strokkar og önnur ílát. Margt af því var eitthvað skreytt og sumt fagurlega útskorið, svo sem askar, skápar, myndarammar o. fl. Jón á Hæringsstöðum Synir Jóhannesar Sigurðssonar, og bróð- ursynir Sveins, Jón og Sigurður, voru báð- ir sveitarsmiðir þótt ekki lærðu þeir þá iðn formlega. Sigurður starfaði lengst á Dalvfk. Jón Jóhannesson var bóndi á Hæringsstöðum 1916-1944 en var einnig smiður góður. Hann var jafnvígur á tré og járn, smíðaði jafnvel einnig úr leðri. Hann hafði smíðahús í gamla frambænum og smiðju á litlum hól sunnan og ofan við

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.