Norðurslóð - 23.10.2002, Síða 5

Norðurslóð - 23.10.2002, Síða 5
Norðurslóð - 5 Frœndurnir Sveinn Sig- urðsson og Jón Jóhannesson unnu mikið saman. Sagt var um þeirra smíðastörf að ráðaleysi þekktist þar ekki. bæinn. Sonur hans Gunnar Jóns- son segir svo frá starfi föður síns í smiðjunni: Par var afl með físibelg. Fyrst handknúinn með vogstöng uppi í rjáfri, svo var hann kominn með fótstigna smiðju. Þar var heljarinnar skrúf- stykki á borði og steðji ofan í tréhnalli. Þarna var hann löngum stundum, oft daginn út og inn. Stundum var ég með honum að knýja smiðj- una, hékk fyrst í vogstönginni eða þá fótsteig smiðjuna eftir að sá búnaður kom. Mér er minnisstæð skeifnasmíðin. Hann smíðaði geysimikið af skeifum. Hann keypti skeifna- tein, 4-6 m langar stangir. Hann hafði sérstakt járn til að gera götin, stöppu, og gataði rauðheita skeifuna yfir litlu gati á steðjanum. Hann járn- aði líka talsvert fyrir menn. Hann smíðaði járn á hurðir í útihús. Hjarir og hespur og kengi. Og stundum hurðirnar líka. Hann gerði töluvert af brennijárnum, sem var nokk- uð seinlegt verk. Þá var fyrst smíðað skaftið og klossinn fremst. Stafina fékk hann svo með því að saga raufar og bora í klossann. Svo var járnsmíði sem tengd- ist sleðasmíðum hans. Hann smíðaði mikið af hestasleð- um. í þá þurfti „krappana“ eða vinklana úr járni undir þverrimunum og niður á meiðann. Það var mikið verk að bora meiðajárnin sem skrúfuðust neðan á meiðana. Þetta var þónokkuð þykkt járn, kannski 8 millimetrar. Menn lögðust með bringuna á brjóstbor, handsnúinn. Svo þurfti að beygja járnið upp og fyrir tána, og eins að aftan. „Hjartarsleðarnir“ voru vandasamari í smíðum. Þá var meiðinn ekki heill heldur var eins konar skíði neðst og svo pilar upp í sleðagrindina. Þannig sleðar voru léttar byggðir og liprari í drœtti og snúningum í snjónum. Auk þessa smíðaði hann mik- ið af litlum krakkasleðum, bœði venjulega meiðasleða og hjartarsleða. Pabbi og Sveinn á Skeiði smíðuðu í félagi tvo mikla sleða undir símakapal yfir Helju þegar leggja átti símann í jörð, upp úr 1930. Það voru mjög þungar rúllur sem voru festar á sleðana, enda var í þeim blý. Stebbi Röggur tók að sér að koma þessu uppeftir. Eg held helst að 6 hestar hafi dregið hvorn sleða. Svo var verið að biðja hann að bœta og laga ýmislegt. Oft var hann að brasa við að bœta potta. Þær bœtur hefðu nú þótt skrýtnar í dag. Einhverjar tinplötur og skrúfnaglar í gegn. Mig minnir að hann vœri með eitthvert deig til að kítta í og þétta. Það voru ekki smiðjur víða svo fólk kom af mörgum bæjum á haustin til að svíða hausa. Þetta var mið- svæðis eftir að Hæringsstaða- brúin kom. Jón vann mikið af bæ þótt hann stundaði fullan búskap. Einkum var það við húsbygging- ar. Með sonum sínum byggði hann húsið á Hæringsstöðum. Húsið á Tungufelli byggði hann líka. Og útihús víða. Auk þess vann hann mjög mikið með Sveini frænda sínum á Skeiði, við járnsmíðar og þó ekki síður við húsasmíði. Sömuleiðis smíð- aði hann húsmuni og amboð, til búsins og einnig fyrir aðra. Til dæmis skápa og kommóður. Gunnar Jónsson rifjar upp: Og hann smíðaði aktygi, alveg frá grunni. Eg sé hann fyrir mér við að sauma púðana utan á klafana. Hann var með tvær nálar. Svo þurfti að smíða mikið úr járni í aktygin, hringa og lása, og bogann yfir herðakambinn. Svo náttúrlega taugar og ólar úr leðri sem þurfti að sníða til og sauma. Og ólarnar saumaðar saman tvöfaldar til að auka styrk. Og timbur líka. Þetta var heilmikil smíði. Svo byggði hann yfir bíl fyrir mig. Það var Chevrolet. Við minnkuðum húsið á honum sem hafði verið 12 manna. Við tókum burt aftasta bekkinn. Þannig var flutningarýmið aukið á pallinum. Þetta var allt með timburgrind, húsið og pallurinn. Og svo klœtt með blikki. Og loks setti hann segl yfir pallinn. Þórarinn Hjartarson Baldur Þórarinsson Dalvíkurbyggð Fjárhags- áætlun 2003 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkur- byggðar fyrir árið 2003. Auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félaga- samtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar um fjárhagsáætlunina eru hvattir til að skila þeim inn til fjármála- og stjórnsýslustjóra fyrir 1. nóvember 2002. Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Dalvíkurbyggð auglýsir Tillaga að deiliskipulagi í landi Laugahlíðar Með tilvísun í 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og ákvæði til bráðabirgða í sömu lögum auglýsist hérmeð tillaga að deiliskipulagi í landi Laugahlíðar, sunnan og austan Sundskála Svarfdæla. Tillagan gerir ráð fyrir 10 einbýlishúsalóðum á svæðinu, þar sem þegar eru risin 3 hús. Tillagan felur jafnframt í sér þá breytingu á gildandi deiliskipulagi sumarbústaða- hverfis sem samþykkt var 1990, að norðurhluti þess hverfis er felldur út. Tillögugögnin verða til sýnis alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, eða til og með 20. nóv. 2002, á Tæknideild Dalvíkurbyggðar á 2. hæð Ráðhússins á Dalvík. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 4. desember 2002. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim skilað til Tæknideildar Dalvíkur- byggðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkirtillögunni. Dalvík, 23. október 2002, Byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erlðir. • Viðbót á lífeyri Ailir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarfaðgreiðaíjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan dt í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sjúarnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.