Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær TíMAMÓT Skírnir Þann 5. október sl. voru skírðir í Vallakirkju frænd- urnir Draupnir Jarl (t.v.) og Þorsteinn Örn. Foreldrar Draupnis Jarls eru Aðalheið- ur Reynisdóttir og Kristján Tryggvi Sigurðsson, Klapp- arstíg 3, Hauganesi. Foreldr- ar Þorsteins Arnar eru Sól- veig Lilja Sigurðardóttir og Friðrik Arnarson Húsa- bakka, Svarfaðardal. Prestur var séra Sigurður Árni Þórðarson 20. október var skírð að Sunnubraut 20 á Dalvík Aníta Mary. Foreldrar hennar eru Gunnlaugur Gunnlaugsson og Hrund Briem, til heimilis að Vættagili 23, Akureyri. Séra Magnús G. Gunnarsson skírði. Afmæli Þann 3. október sl. varð 75 ára Elínborg Gunnarsdóttir Syðra-Hvarfi, Skíðadal. Þann 9. október sl. varð 70 ára Birna Kristjánsdóttir Stórhólsvegi 5, Dalvík. Þann 14. október sl. varð 75 ára Stefán Stefánsson Mímisvegi26 Dalvík. Þann 24. október nk. verður 85 ára Kári Kára- son Dalbæ, Dalvík. Þann 30. október nk. verður 70 ára Jóhann Sigurbjörnsson frá Atlastöðum, nú á Laugabóli, Svarfaðardal. Þann 30. október nk. verður 90 ára Karl Karlsson Klaufabrekkna- koti, Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Askriftarsími Norðurslóðar er 466 1555 Fréttahorn 9október sl. voru haldnir tón- • leikar til styrktar Sigrúnu Maríu Óskarsdóttur og fjöl- skyldu en Sigrún slasaðist sem kunnugt er í bílslysi í Danmörku í sumar. Á tónleikunum komu fram Ólafur Kjartan Sigurðsson, barítón, Kór Akureyrarkirkju, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, Daníel Þorsteins- son píanóleikari, Óskar Péturs- son tenór, Björg Þórhallsdóttir sópran og Sigurður Rúnar Jóns- son þúsundþjalasmiður á sviði tónlistar. Tónleikarnir voru all vel sóttir og tókust frábærlega að sögn aðstandenda. Tónleik- arnir voru síðan endurteknir í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit við húsfylli og frábærar undirtektir. Fleiri viðburðir hafa glatt eyru tónlistarunnenda að undan- förnu. Karlakórinn Fóstbræður hélt tónleika í Dalvíkurkirkju um helgina var. Kórinn naut raunar stuðnings félaga í Karla- kór Dalvíkur og stjórnar Guð- mundar Óla Gunnarssonar í nokkrum lögum. Að loknum tónleikum bauð Karlakór Dal- víkur hinum reykvísku gestum upp á mat, skemmtun og dans í Rimum. s Askemmtuninni að Rimum kom m.a. fram nýkrýndur „fyndnasti maður Norðurlands" Sigurvin Jónsson á Dalvík en hann krækti sér í þá nafnbót í keppni á Kaffi Akureyri nú á dögunum. Sigurvin mun nú um mánaðamótin halda suður yfir heiðar til að keppa um titilinn „fyndnasti maður íslands". Af Karlakór Dalvíkur er það annars að segja að kórinn verður með tónleika í Dalvíkur- kirkju þann 31. okt nk. og eru þeir tónleikar auglýstir hér á síð- unni. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson en undirleikari Daníel Þorsteinsson. Kór Dalvíkurkirkju fór í söngferð um síðustu helgi. Kórinn ók í austurátt og hélt tvenna tónleika sl. laugardag á Vopnafirði og Eskifirði. Á efnis- skránni voru negrasálmar. Undirleik annaðist Guðjón Páls- son en Haukur Ágústsson sá um einsöng og fróðleiksmola um tónlistina á milli laga. Kórinn mun halda eina tónleika í Dal- víkurkirkju miðvikudagskvöld ið 23. október kl. 20:30. En það er fleira að gerast í menningarlífinu en söngur- Lokið er við að leggja slitlag á veginnfrá Húsabakka fram að Bakka. Þá var ný brú yfir Svarfaðardalsá við Hreiðarsstaði tekin í notkun í byrjun mánaðarins. Brúin yfir Skíðadalsá er enn fjarri alfaraleið og enn er ólokið við veginn frá Bakka, fram og yfir Tungurnar að Ytra Hvarfi. inn. Æfingar á „Kverkataki" Júl- íusar Júlíussonar ganga vel. Júl- íus leikstýrir sem kunnugt er sjálfur þessu verki sínu en leik- hlutverkin 20 eru öll í höndum unglinga úr efstu bekkjum grunnskólanna. Þá sér harðsnú- inn hópur krakka um leikmynd, ljós, hljóð, hárgreiðslu og bún- inga og annað sem til þarf til að góð sýning verði að veruleika. Alls taka 44 krakkar þátt í sýn- ingunni. Júlli segir að æfingar gangi vonum framar og krakk- arnir hafi staðið sig frábærlega vel að öllu leyti. Frumsýning er fyrirhuguð 2. nóvember en síðan verður gert uppihald á meðan prófavika gengur yfir í skólun- um. Önnur sýning er því fyrir- huguð 9. nóvember og svo reglu- lega eftir það á meðan aðsókn helst. Tónleikar Karlakórs Dalvíkur Karlakór Dalvíkur heldur tónleika í Dalvíkurkirkju fimmtudagskvöldið 31. okt. kl 20:30. Fjölbreytt efnisskrá. Stjórnandi: Guömundur Óli Gunnarsson Undirleikari: Daníel Þorsteinsson Stjórnin Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 415. Rissmáti. Gefandi: ÓlafurTryggvason.Ytra-Hvarfi.Talið er að Tryggvi Jóhannsson (1882-1971) faðir hans hafi smíðað hann. Rissmáti (-mát), notaður við trésmíðar, til að gera strik í ákveðinni (stillanlegri) fjarlægð frá kanti. Notaður t.d. ef geirnegla skyldi eða smíða fals. Mynd 6. Hvað er þetta? Mynd úr Skíðadal eftir Einar. Og þá að myndlistinni. Sýn- ing á verkum Einars Emils- sonar stendur yfir í Kaffihúsinu Sogni. Myndirnar eru allar til sölu. Þá stendur yfir sýning á verkum Stefáns Jónssonar - Stórval - í Ráðhúsinu. Þar eru verkin sömuleiðis til sölu. Sýn- ingin stendur yfir til 10. desem- ber en þá verður sett upp sýning á verkum Stefáns Björnssonar Dalvíkings. s Astjórnarfundi hjá Islands- fugli á dögunum var Rögn- valdur Skíði Friðbjörnsson ráð- inn framkvæmdastjóri. Von er á 2.000 hænum í nýja hænsnahúsið á Árskógsströnd þann 25. þ.m. Annar eins hópur kemur um áramót. Þá er fyrirhugað að skipta eldra hænsnahúsinu í tvennt þannig að þrír aldurshóp- ar hænsna verði þar í senn. Þetta mun jafna framleiðsluna að sögn Rögnvaldar. Rjúpnaveiðitíminn er hafinn og gæsatímanum lokið. Að sögn víðförulla rjúpnaskyttna sem blaðið ræddi við er mjög lítið um rjúpu og stofninn aug- ljóslega í algeru lágmarki. Vildu þeir mælast til þess við rjúpna- menn að stilla veiðum í hóf af þessum sökum. Að undanförnu hefur verið gengið frá gangstéttum frá Hólavegi upp að kirkju og út að Staðarhóli eða raunar alveg að Lækjarstíg. Eins hefur planið við slökkvistöðina og björgunar- sveitarhúsið við Gunnarsbraut verið malbikað. Þó hér sé ekki um neinar stórframkvæmdir að ræða þá hefur svona frágangur talsvert að segja fyrir umhverfið. Það er ýmislegt sem fara má bet- ur í umhverfinu á stað eins og Dalvík en það munar um hvert það svæði sem gengið er frá.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.