Norðurslóð - 27.10.2002, Síða 1

Norðurslóð - 27.10.2002, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 11. TÖLUBLAÐ á loftt um aðjóUn séu í væm fltaar var haldlnn á Húsahakka ui auaifflgfyUti lofttð. Þorbjörg, Júlíi giærur í mlklum móð þegar |jósi Eyjþórog 'nwiBt I\'ú ré s . i I ' '* '*■ ! ilgll fyrirboðijólstMLS. Þar^auugt kuiánu vel vfð garðL Verðstríð á kjúklingamarkaðnum Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikið verðstríð geis- ar á kjúklingamarkaðnum um þessar mundir og hefur íslands- fugl á Dalvík verið í eldlínunni. Kjúklingaframleiðendur hafa keppst við að undirbjóða hver annan og stórmarkaðir og versl- unarkeðjur hafa svo notfært sér þetta ástand og boðið kjúkling til sölu langt undir innkaups- verði til að lokka kaupendur í búðirnar. Þannig hefur heyrst um verð allt niður í 299 kr. kg en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins komast framleiðendur vart af með verð undir 400 kr. kg. Of- framleiðsla er á kjúklingi í land- inu og nemur hún nokkurn veg- inn framleiðslu íslandsfugls. Mikill samdráttur var á lands- framleiðslunni í sumar og haust sem rekja má til þess að inn- flutningur á varphænum stöðv- aðist þegar upp kom sýking hjá ræktendum þeirra í Svíþjóð. Þegar svo innflutningur komst aftur á og varphænsnastofninn er kominn í fulla framleiðslu hefur markaðurinn ekki undan að snæða alla þá kjúklinga sem í boði eru og er því líklegt að ein- hver af stóru framleiðendunum muni heltast úr lestinni á næst- unni. Þeir hjá íslandsfugli bera sig engu að síður vel og hyggjast standa af sér storminn. Fyrirtæk- ið sendi í síðustu viku á mark- aðinn nýja framleiðslvöru. Er þar um að ræða fljótlega rétti í álbökkum til að stinga inn í ofn og elda á skömmum tíma. ís- landsfugl hefur verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt og slátrar nú 10-12 þúsund fuglum á viku. hjhj Stofnendur og út- gefendur Norður- slóðar, frá vinstri: Hjörtur E. Þórar- insson, Jóhann Antonsson og Ótt- arr Proppé. Norðurslóð 25 ára Norðurslóð fagnar í þessum mánuði 25 ára útgáfuafmæli sínu. Blaðið hóf göngu sína 25. nóvember 1977 og voru fyrstu ritstjórar þess Hjörtur E. Þórarinsson, Ottarr Proppé og Jóhann Antons- son. Utgáfusvæði blaðsins hefur frá upphati verið „Svarfdælsk byggð og bær“ en útbreiðsla þess nær langt út fyrir þau mörk. Út- gáfan hefur verið samfelld frá upphafi og blaðinu aldrei orðið mis- dægurt, en ýmislegt hefur breyst í umhverfi þess þennan aldar- fjórðung. Þessara tímamóta er nánar minnst hér í blaðinu og þar eru einnig raktar ýmsar þær breytingar sem orðið hafa á Dalvík og nágrenni á þessum árum. Sjá bls. 2,4 og 5. Skíðafélag Dalvíkur 30 ára Jón og Þorsteinn gerðir heiðursfélagar Skíðafélag Dalvíkur fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir en félagið var stofnað þann 11. nóv- ember 1972.1 tilefni afmælisins hefur félagið gefið út vandað af- mælisblað með miklu af fróð- legu og skemmtilegu efni. Þá var haldið afmælishóf í Brekkuseli þann 16. þessa mánaðar þar sem ríflega 200 manns fögnuðu þess- um tímamótum í boði félagsins. 1 hófinu voru tveir óbilandi áhugamenn um skíðaiðkan og öflugir félagsmenn frá upphafi, þeir Þorsteinn Skaftason og Jón Halldórsson, gerðir heiðursfé- lagar en það er kunnara en frá þurfi að segja að starfsemi Skíða- félagsins og rekstur skíðasvæðis- ins í Böggvisstaðafjalli hefur alla tíð byggt mjög á sjálfboðastarfi og þar hafa þessir félagar lagt drjúga hönd á plóg. Svanhildur Arnadóttir forseti bæjarstjórnar á Dalvík bar félaginu kveðjur og afhenti því peningagjöf frá bæn- um. Einnig bárust heillaóskir víða að, s.s. frá Skíðasambandi Islands, og frá Skíðafélagi Ólafs- fjarðar barst afmælisgjöf, fund- arhamar og bjalla. Formaður Skíðafélagsins er Óskar Óskars- son. Bakverðir Björgvins Björgvin Björgvinsson skíða- maður er farinn utan til æfinga og keppni og æfir nú með norska Evrópubikarliðinu. Nú fyrir helgi varð hann í 6. sæti í stór- svigskeppni í Aurdal í Noregi en þaðan liggur leiðin til Austurrík- is til æfinga og keppni. Það er hins vegar kostnaðarsamt að stunda skíðaíþróttina í þessum skala og hefur hann fyrst og fremst þurft að reiða sig á fjár- hagslega aðstoð foreldra sinna í þeim efnum. Nú hefur skíðafé- lagið ásamt fleiri aðilum í bæn- um gengist fyrir stofnun stuðn- ingshópsins „Bakverðir Björg- vins“ sem létta á honum að fjár- magna dæmið en reikna má með að árlegur kostnaður sé um 5 milljónir. Björgvin er 22 ára. Hann hefur sett sér það mark að verða á meðal bestu skíðamanna heimsins og er því að vonum ánægður með þetta framtak. Snjórinn kom og fór Hvort sem það var í tilefni af afmæli Skíðafélagsins eða hrein- lega að tilefnislausu þá sendu veðurguðirnir Dalvíkingum og nærsveitungum ógrynni af snjó um mánaðamótin október/nóv- ember. Það hríðaði látlaust svo dögum skipti og áður en yfir lauk var kominn um 30 cm jafn- fallinn snjór yfir allar jarðir hér nyrðra. Troðarar voru ræstir í Böggvisstaðafjalli og lyftur opn- aðar og í örfáa daga var frábær skíðasnjór í Fjallinu og mikil að- sókn. En Adam var ekki lengi í paradís og allur sá mikli snjór er nú horfinn af yfirborði jarðar og skíðalyfturnar lokaðar. Sæplast fjárfestir á Spáni Sæplast hf. festi í byrjun mánað- arins kaup á plastverksmiðju Icebox Plastico A.S. á Spáni, nánar tiltckið nálægt borginni Vigo á Atlantshafsströnd Spán- ar. Sæplast tekur við rekstrinum um næstu áramót og hyggst með því treysta markaðsstöðu sína í Suður-Evrópu en rekstrarum- hverfið á Spáni er hagstætt um þessar mundir, segir í fréttatil- kynningu. Jafnframt lokar Sæ- plast annarri af tveim verk- smiðjum sem reknar hafa verið í Noregi þ.e.a.s. íTroms í Norður- Noregi. Flyst þá öll starfsemi fyrirtækisins í Noregi til verk- smiðjunnar í Álasundi. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.